Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Page 54
62 rnm LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 JL>"V Þeir sem eru vanir hlaupum vita sem er, aö rétt mataræði skiptir þá verulega miklu máli. Margir eru haldnir þeirri hjátrú aö holl fæða sé jafnframt afskap- lega leiðigjörn og einhæf. Það er alrangt, því hægt er að neyta mjög fjölbreyttrar og góðrar fæðu sem þó inniheldur öll nauð- synleg bæti- og orkuefni fyrir líkamann. Það er í raun ekkert til sem kalla mætti sérfæði hlauparans. Gerð þess matar sem hentar hlaupurum vel er i raun og veru sú sem hentar öllum vel hvort sem þeir eru i íþróttum eða ekki. Vandinn er sá að fæstir halda sig við æskilega fæðu. Yfirleitt felst vandinn í því að fitumagnið í fæðunni er alltof mikið. Margir telja að nauðsynlegt sé að auka mjög hlut prótíns í fæðunni. Það er útbreiddur misskilningur þó að ljóst sé að prótín gegni mikil- vægu hlutverki. í flestum tilfell- um vantar upp á að fæðan sé nægilega kolvetnarík. Gera má ráð fyrir að sú fæða sem hlauparar neyta að jafnaöi sé hollari en þeirra sem enga hreyfingu stunda. Hins vegar má oftast gera betur. Sérfræðingar hafa sett upp þumalputtareglu um hlutfall kolvetna, prótína og kolvetna í fæðunni. Holl fæða inniheldur ríkulegt magn kol- vetnis, lágt fituinnihald en er ekki endilega rík af prótíni. Æskilegt er að um 60% af heild- ameyslu líkamans af kaloríum komi frá kolvetnum, 25% frá fltu og 15% frá prótínum. Auðvitað eru einstaklingar }c^ár,in 1 Æskilegt er að um 60% af heildarneyslu líkamans af kaloríum komi frá kolvetnum, 25% frá fitu og 15% frá prótínum. Það er því ekki nein tilviljun að langhlauparar neyta mikið kolvetnaríkrar fæðu eins og pasta, hrísgrjóna, brauðs og kartaflna. misjafnir að gerð og likamsbygg- ingu og því eðlilegt að þetta hlut- fall sé eitthvað á reiki. En reynslan hefur sýnt að hlauparar ná bestu orkunýting- unni ef farið er nálægt þessu hlutfalli. Af framansögðu er ljóst að kolvetni er meginuppistaða fæðunnar hjá þeim hlaupumm sem vilja ná árangri. Það er því ekki nein tilviljun að lang- hlauparar neyta mikið kolvetna- ríkrar fæðu eins og pasta, hrís- grjóna, brauös og kartaflna. Þeir sem auka hlut þessara fæðuteg- unda komast oft einnig að því að það er einmitt fæðan sem þeim líkar best við - og fá oft hálfgerð- an viðbjóð á þeirri fæðu sem er með óhagstæðari hlutíoll. Trefjarík kolvetnafæða Kolvetni er hægt að fá á tvennan hátt í fæðunni. Á ein- faldan og flókinn. Skynsamur hlaupari sækist eftir flóknu leiðinni með því að neyta kom- metis, pasta, grænmetis og brauða sem gefa líkamanum endingarmikla orku. Kosturinn við þessa fæðu er einnig sá að hún er trefjarík. Einfaldari leið til að innbyrða kolvetni eru sætuefni ýmiss konar sem gefa skjótan en skammvinnari ár- angur. Sætuefni eru í mörgum tegundum ávaxta eða ávaxta- safa og er ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar halda margir að þeir geti fengið mikla orku úr svokölluðum tilbúnu sætuefn- um eins og i gosdrykkjum, sæl- gæti eða sætabrauði. Þær fæðuteg- undir eru því miður mjög kaloríu- rikar og oftast með hátt hlutfall fitu. Yfirleitt er mjög lítið magn vítamína og bætiefna i þess konar fæðu. Þær geta geflð orku á skjót- an hátt en endast yfirleitt í skamm- an tíma og líkaminn verður verri á eftir. Það kemur mörgum á óvart að þurfa jafnvel að skera niður hlutfall prótína í fæðunni. Sú skoð- un var ríkjandi áður fyrr að hátt prótínhlutfall væri mjög nauðsyn- legt í fæðunni sérstaklega hjá þeim sem stunduðu íþróttir. Hins vegar er 10-15% hlutfall prótína, af heild- arinntöku líkamans af kaloríum, alveg nægjanlegt. Ef hlutfallið er hærra í fæðunni, bregst líkaminn við með því að breyta umframpró- tíni í fitu. í verstu tilfellum getur of hátt prótínhlutfall skaðað lifrina eða nýrun. Þó má alls ekki líta á prótín sem eitthvað neikvætt í fæðunni. Prótín stuðlar að vexti beina og að þau grói og með hjálp þess mynd- ast blóðið, húðin, hárið og neglum- ar. Því verður að gæta þess að prótínmagnið sé ekki of lítið. Lang- hlauparar þurfa einnig frekar á próteini að halda en þeir sem stunda enga hreyfingu. Prótínrík fæða er til dæmis fiskur, léttmjólk, fuglakjöt, baunir, hnetur, eggja- hvítur, fitusnauðir ostar og marg- ar tegundir grænmetis. Þeir sem neyta eingöngu grænmetis verða að gæta þess sérstaklega að prótin- ið sé nægjanlegt í fæðu þeirra. -ís. Lauslega þýtt og endursagt úr tímaritinu Kick. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Lyngás 4, Garðabæ, þingl. eig. Nýbýla- vegur 30 sf., gerðarbeiðendur Garðabær, Landsbanki ís’lands hf., lögfrd., og Sam- vinnusjóður íslands hf., fimmtudaginn 16. september 1999, kl. 11.00. Nlartha Ernstsdóttir stefnir að íslandsmeti í Berlínarmaraþoni SÝSLUMAÐURINN f HAFNARFRÐI Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Dalsei 3 og stæði í bílgeymslu, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. John Patrekur Toohey, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrif- stofa, miðvikudaginn 15. september 1999, kl. 17.00. Dalsel 38, 5 herb.106,5 fm íbúð á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Aldís Gunn- arsdóttir og Hafsteinn Öm Guðmundsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Kredit- kort hf., Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins, B-deild, og Tollstjóraembættið, mið- vikudaginn 15. september 1999, kl. 17.30. Hléskógar 12, Reykjavík, þingl. eig. Ein- ar Gunnarsson, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., miðvikudaginn 15. september 1999, kl. 15.30. Kötlufell 11, 3ja herb. íbúð á 4. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Anton Ein- arsson, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Tollstjóraskrifstofa, miðvikudaginn 15. september 1999, kl. 13.30. Langholtsvegur 10, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Guðlaugur R. Magnússon, gerðarbeiðendur Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins hf. og Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 16. september 1999, kl. 17.00. Þegar afrekshlauparinn Martha Emstsdóttir tilkynnti að hún hefði hætt við þátttöku á HM í Sevilla Laufásvegur 17,1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Ingibjörg Matthíasdóttir, Ragnhildur Matthíasdóttir og Matthías Matthíasson, gerðarbeiðendur Hlutabréfasjóðurinn hf. og Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 16. september 1999, kl. 13.30. Laugamesvegur 86, 4ra herb. íbúð á 1. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Anna Jos- efin Jack, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild, og Toll- stjóraskrifstofa, fimmtudaginn 16. sept- ember 1999, kl. 15.00. Leimbakki 32,4ra herb. íbúð á 3. hæð t.h., Reykjavík, þingl. eig. Guðjón Pálsson og Sigurrós Árthúrsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 15. sept- ember 1999, kl. 16.30. Rjúpufell 27, 50% ehl. í 4ra herb. íbúð, 92,2 fm, á 4. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Guðni Rúnar Ragnarsson, getð- arbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, miðviku- daginn 15. september 1999, kl. 14.00. Úthlíð 6,52,6 fm íbúð í risi m.m., Reykja- vík, þingl. eig. Guðný Aradóttir, geiðar- beiðandi Landsbanki Islands hf., höfúðst., fimmtudaginn 16. september 1999, kl. 15.30._____________________________________ Vesturberg 122, 102,5 fm íbúð á 3. hæð t.h. m.m. ásamt geymslu á 1. hæð, merkt 0106, Reykjavík, þingl. eig. Hjördís Ein- arsdóttir og Jónas P. Hreinsson, geiðar- beiðendur Islenska útvarpsfélagið hf. og Kreditkort hf., miðvikudaginn 15. sept- ember 1999, kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK þótti mörgum það miður, sérstak- lega í ljósi þess að Martha er i mjög góðri æfingu um þessar mundir og líkleg til afreka. Ákvörðun Mörthu byggðist fyrst og fremst á þeirri staðreynd að líklegt mátti telja að hitinn í Sevilla myndi draga mjög úr möguleikum hennar að ná góð- um árangri í heilu maraþoni. Þrátt fyrir að Martha haft tekið ákvörðun um að keppa ekki í Sevilla á Spáni er ekkert uppgjafar- hljóð í henni. Martha var staðráðin í að keppa í heilu maraþoni á öðr- um vettvangi við skaplegra hitastig. Nú er Martha búin að taka ákvörð- un um að hlaupa heilt maraþon í Berlínarmaraþoni þann 26. septem- ber næstkomandi. “Hitinn á þessum tíma í Berlín er allt annar en sá sem ég hefði þurft að glíma við í Sevilla. Miðað við árstíma má gera ráð fyrir að hitinn verði á bilinu 15-18°C,“ segir Martha. „Eg er í ágætu formi um þessar mundir og tel mig hafa góða möguleika á því að bæta íslands- metið í greininni.“ Martha á sjálf núverandi met, en hún setti það í Hamborg í aprílmánuði á þessu ári. Tími hennar í því hlaupi var 2:35:16 klst. @.mfyr: Fleiri úr fjölskyldunni @megin:M£irtha verður ekki ein á ferð í Berlín. „Við verðum þarna þrjú systkinin meðal þátttakenda, ég’ Bryndís systir mín og Sveinn bróðir minn,“ segir Martha. Þau eru öll þekkt úr langhlaupum, Sveinn er meðal fremstu hlaupara landsins í karlaflokki og Bryndís er núverandi íslandsmethafi í Lauga- vegshlaupinu. Berlínarmaraþon verður ræst klukkan 9 að morgni og þá munu nokkrir tugir þúsunda hlaupara spreyta sig á heilu maraþoni. Berlínarmaraþon hefur um árabil verið með vinsælli borgarhlaupum Evrópu. „Ef allt fer samkvæmt áætl- un ætti ég að vera að skríða í mark um og upp úr klukkan 11:30 að stað- artíma,“ segir Martha. Hún hefur æft af kostgæfni fyrir þetta hlaup. „Fyrri hluta sumarsins fór að mestu leyti í hraðaæfmgar hjá mér, en undanfarnar vikur hef ég ein- beitt mér að því að bæta langþolið. Ég ætla að taka það rólega síðustu tvær vikmar fyrir hlaup, tek léttar 5-10 km æfingar og síðan nokkurra daga algera hvíld fyrir hlaupið sjálft,“ segir Martha. Það verður fróðlegt að fylgjast með árangri systkinanna í Berlín sunnudaginn 26. september. Telja má líklegt að nýtt Islandsmet í maraþoni kvenna líti dagsins ljós ef aðstæður veröa góðar og Martha nær sér vel á strik. -ÍS Martha Ernstsdóttir er búin að taka ákvörðun um að hlaupa heilt maraþon í Berlínarmaraþoni þann 26. september næstkomandi. UPPBOÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.