Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 57
I>"V LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 <dagsönn « Jóhann Siguröarson og Arnar Jónsson leika blaöamanninn og rithöfundinn. Abel Snorko býr einn Hafnar eru aftur sýningar á franska leikritinu Abel Snorko býr einn, eftir Eric-Emmanuel Schmitt, sem er eitt vinsælasta leikskáld Frakka um þessar mundir. Abel Snorko býr einn (Variations énigmatiques) var frumsýnt á Litla sviðinu í nóvember í fyrra og gekk til loka leikársins fyrir fullu húsi. Jóhann Sigurðarson og Arnar Jóns- son fengu einróma lof fyrir leik sinn —:—.. --------í þessu marg- LeiKhUS slungna verki. --------------Abel Snorko býr einn er heimspekilegt leikrit um ástina, þar sem gaman og alvara fléttast listilega saman. Leikritið fjallar um Abel Snorko, heimsfrægan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum, sem ákveður að veita blaðamanni viðtal á eyjunni þar sem hann býr einn, fjarri heimsins glaumi. Fundur þessara bláókunn- ugu manna verður upphafið að óvæntu og mögnuðu uppgjöri. Leikstjóri er Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Þýðandi er Kristján Þórður Hrafnsson. Lýsingu hannar Ásmundur Karlsson og höfundur leikmyndar og búninga er Hlín Gunnarsdóttir. Næsta sýning er annað kvöld á Litla sviði Þjóðleik- hússins. John Abercrombie mætir ásamt kvartett á Jazzhátíð. Abercrombie í óperunni Jazzhátíð Reykjavíkur lýkur annað kvöld með stórtónleikum í íslensku óperunni kl. 21. Þar leik- ur kvartett gítarleikarans Johns Abercrombies. Hann er einn helsti áhrifavaldur í nútímagítar- leik og hefur einu sinni heimsótt ísland áður - það var árið 1980. Nú leika með honum fiðlarinn Mark Feldman, hammondorgel- leikarinn Dan Wall og trommar- inn Adam Nussbaum. Tónlist Abercrombies er bæði ljóðræn og ryþmísk, frjáls og bundin. John Abercrombie sló í gegn sem gítaristi hljómsveitar trommarans Billy Cobhams. Hammondoranistinn Dan Wall hefur m.a. leikið með Lee Konitz, Eddie Harris og Tom Harrell. Fiölarinn Mark Feldman hefur víða komið við. Af þeim djassleik- urum sem hann hefur leikið með má nefna John Zom, Joe Lovano og Billy Hart. Hann var kosinn næstbesti fiðlari djassins í fyrra af lesendum bandaríska tónlistar- tímaritsins Down beat. Trommar- inn Adam Nussbaum er I hópi djassins um þessar mundir. Flest- um er heyrðu er ógleymanleg Is- landsheimsókn hans 1983 er hann lék með gítaristanum John Scofield og rafbassaleikaranum Steve Swallow í íslensku óper- unni. Síðan hefúr hann leikið með jafn ólíkum hljómsveitum og þeim er Gary Burton, Michael Brecher og Toots Thielemans stjóma. Hvassast og rígning á Vestfjörðum Viðvörun: Búist er við stormi, eða meira en 20 m/s, við Faxaflóa, Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Strönd- um og Norðurlandi vestra og miö- hálendinu, norðaustanátt, 18-23 m/s, vestan til en 10 til 15 austan til. Rigning og skúrir verða um allt landi og víða slydda til fjalla. Sunn- an- og norðaustanlands lægir mjög undir kvöld, suðaustanátt, 13-18, á Austurlandi. Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt með rigningu eða súld með köfl- um verður á austanverðu landinu á morgun en norðaustan 15-25 vestan- lands, hvassast og rigning á Vest- Veðríð í dag fjörðum en skúrir suðvestanlands, hiti 3 til 12 stig, svalast norðvest- an til en hlýjast suðaustan til. Sólarlag í Reykjavík: 20.10 Sólarupprás á morgun: 06.40 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.26 Árdegisflóð á morgim: 07.47 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri Bergsíaðir rigning 5 Bolungaruík rigning 3 Egilsstaðir 6 Kirkjubœjarkl. rigning 10 Keflavíkurflv. rigning 4 Raufarhöfn alskýjað 5 Reykjavík rigning 5 Stórhöföi rigning og súld 9 Bergen skýjað 16 Helsinki skýjaó 21 Kaupmhöfn léttskýjað 19 Ósló skýjað 18 Stokkhólmur 21 Þórshöfn rigning 12 Þrándheimur hálfskýjað 16 Algarve heiðskírt 21 Amsterdam Barcelona þokumóða 21 Berlín skýjaó 29 Chicago hálfskýjað 9 Dublin léttskýjað 18 Halifax þokumóða 21 Frankfurt léttskýjað 28 Hamborg léttskýjað 23 Jan Mayen súld 7 London skýjað 21 Lúxemborg léttskýjað 26 Mallorca léttskýjað 30 Montreal þoka 19 Narssarssuaq heióskírt 1 New York þokumóða 22 Orlando þokumóða 23 París. léttskýjaö 26 Róm léttskýjað 29 Vin léttskýjað 26 Washington þokumóöa 19 Winnipeg aiskýjað 9 Etta, Stórsveitin og Mingus Einn af hápunktum Jazzhátíðar Reykjavíkur verða tónleikar með gospel- og jazzsöngkonunni Ettu Cameron ásamt Stórsveit Reykja- víkur undir stjóm Sæbjamar Jóns- sonar á Hótel Sögu í kvöld ki. 21. Þetta er I fjórða skipti sem Etta heimsækir ísland. Hún kom hingað fyrst árið 1985 ásamt tríói Niels- Hennings 0rsted Pedersens og söng djass og blús í Háskólabíói. 1994 og 1998 sótti hún einnig ísland heim og söng magnaða negrasálma með kór Bústaðarkirkju og fyllti kirkjuna í fjórgang. Etta er fædd á Bahamaeyjum en varð fræg sem djasssöngkona eftir að fjölskyldan flutti tfl Bandaríkj- anna. Síðustu tuttugu árin hefúr hún búið í Kaupmannahöfn og ferðast þaðan um víða veröld til að halda tónleika. Hún er talin ein fremsta djass-, blús- og gospelsöng- kona heims um þessar mundir og á hundrað ára afmæli Dukes E0- ingtons í april sl. var hún valin tO að syngja helgisöngva hans í beinni útsendingu evrópsku út- varpsstöðvanna. Mingus Mingus Mingus Mingus Mingus Mingus er yfir- skrift tónleika sem era helgaðir tónlist eins af höfuðtónskáldum djassins, bassasnillingsins Charles Mingusar. Tvö tríó leika á tónleik- unum skipuð blásurunum Jóeli Pálssyni og Sigurði Flosasyni, bassaleikumnum Tómasi R. Ein- arssyni og Þórði Högnasyni og trommurunum Birgi Baldurssyni og Matthíasi M.D. Hemstock. Tríó- in munu leika sitt á hvað og bæði í einu svo þetta verða bæði óvenju- legir og spennandi tónleikar. Groove Orcestra í Kaffileikhúsinu Groove Orcestra, sem heldur tón- leika í Kaffileikhúsinu í kvöld kl. 21, er hljómsveit sem Óskar Guð- jónsson saxófónleikari er í forystu fyrir. Með Óskari leikui- einvalalið; rafbassaleikarinn Jóhann Ás- mundsson úr Mezzoforte, kontra- bassaleikarinn Þórður Högnason sem ferðaðist í sumar um þvert og endOangt ísland með Óskari og Ein- ari Vali Scheving. Trommarar eru Matthías M.D. Hemstock og Birgir Baldursson. Myndgátan Skjólborð Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. C Vox Feminae syngur á Húsavík í kvöld. Vox Feminae á norðurslóðum Þessa dagana er kvennakórinn Vox Feminae í tónleikaferð um Norðurland. í dag heldur kórinn tónleika í Húsavíkurkirkju kl. 14. Á dagskrá eru íslensk og erlend lög auk kirkjulegra verka eftir Brahms, Bach, Rheinberger og Þorkel Sigurbjömsson. Á morgun mun kórinn síðan syngja við messu i Glerárkirkju, Akureyri. Stjórnandi kórsins er Margrét Pálmadóttir og undirleikari er Úl- rik Ólason. Vox Feminae var stofnaður haustið 1993 af nokkmm konum úr Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Markmiðið með stofnun kórsins var að syngja eldri tónlist, and- lega og veraldlega. Kórinn hefur haldið marga tónleika hér á landi sem og á erlendri grundu. Mar- grét Pálmadóttir hefur verið aðal- stjórnandi frá upphafi. Píanótónleikar í Salnum Annað kvöld kl. 20.30 heldur franski píanóleikarinn Désiré N’Kaoua tónleika í Salnum í Tón- listarhúsi Kópavogs. Þess er nú minnst víða um heim að 150 ár eru liðin frá andláti Fredericks Chopin og af því tilefni leikur N’Kaoua efnisskrá tileinkaða minningu þessa mikla tónskálds. Désiré N’Kaoua fæddist í Con- stantine í Alsír. Strax í bemsku komu óvenjulegir tónlistarhæfi- leikar hans í ljós og innan við tví- tugt hafði hann unnið til fyrstu verðlauna i alþjóðlegum keppnum í píanóleik. Á þessum aldri varð N’Kaoua einleikari með Fílharm- oníuhljómsveit Berlínar, en 27 ára gamall hlaut hann hin viður- kenndu og fágætu fyrstu verðlaun í alþjóðakeppninni í Genf. N’Ka- oua hlaut einnig gullverðlaun í al- þjóðakeppni Vercelli og fyrstu verðlaun í keppni Alfredo Casella í Sienna. Tónleikar Framúrskarandi árangur N’Ka- oua í píanóleik hefur gert hann að eftirsóttum einleikara með virt- um hljómsveitum svo sem Fíl- harmóníuhljómsveitum Berlínar, Varsjár, Prag, Búdapest, Aþenu og Sviss. N’Kaoua hefur einnig leikið einleik með Kammerhljóm- sveit Berlínar, Radio France Fíl- harmoníusveitinni, ítölsku út- varpshljómsveitinni og kammer- sveit Lausanne o.fl. Á efnisskrá Désiré N’Kaoua á sunnudagskvöldið kemur eru tvö næturljóö op. 27, tvær pólónesur op. 26, sónata op. 35 í b-moll og all- ar ballötur Chopins: nr. 1 op. 23 í g-moll, nr. 2 op. 38 í F-dúr, nr. 3 op. 47 í As-dúr og að lokum nr. 4 op. 52 í g-moll. % Gengið Almennt gengi LÍ10. 09. 1999 kl. 9.15 Eininn___________Kaup Sala Tollgengi Dollar 72,290 72,650 73,680 116,520 117,110 117,050 Kan. dollar 48,600 48,900 49,480 Dönsk kr. 10,3340 10,3910 10,3640 Norsk kr 9,3400 9,3910 9,2800 Sænsk kr. 8,9210 8,9700 8,8410 Fi. mark 12,9244 13,0021 12,9603 Fra. franki 11,7149 11,7853 11,7475 Belg. franki 1,9049 1,9164 1,9102 Sviss. franki 48,0600 48,3300 48,0900 Holl. gyllini 34,8707 35,0802 34,9676 Þýskt mark 39,2902 39,5263 39,3993 [t lira 0,039690 0,03993 0,039790 Aust sch. 5,5845 5,6181 5,6000 Port. escudo 0,3833 0,3856 0,3844 Spá. peseti 0,4618 0,4646 0,4631 Jap. yen 0,650900 0,65480 0,663600 írskt pund 97,572 98,159 97,844 SDR 99,030000 99,63000 100,360000 ECU 77,0600 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.