Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Page 64
FRETTASKOTIÐ
SIMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999
Eyjabakkamálið:
Ómar fyrir
_ útvarpsráð
Útvarpsráð hefur óskað eftir þvl
að Bogi Ágústs-
son, fréttastjóri
Sjónvarpsins,
gefi ráðinu álit
sitt á ásökunum
samtaka virkj-
unarsinna á
Austurlandi, Afl
fyrir Austur-
land, þess efnis
að fréttastofa
Sjónvarpsins
hefði verið hlut-
dræg í umfjöll-
un sinni um Eyjabakka og Fljóts-
dalsvirkjun. Þar er helst vísað til
frétta Ómars Ragnarssonar en
'■*"* Austfirðingar hafa sumir krafist
brottreksturs hans. „Mér finnst
nú svolítið eins og hér sé verið að
snúa sönnunarbyrðinni við en ég
mun gera mínum yfirmönnum
grein fyrir sjónarmiðum frétta-
stofunnar," sagði Bogi.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs-
son, formaður útvarpsráðs, stað-
festi að málið yrði tekið fyrir á
fundi ráðsins n.k. þriðjudag.
-fxn
Ómar
Ftagnarsson.
itM
Flutningabílstjórar í Reykjavík töfðu
umferð og flautuðu í gær til að
mótmæla bensínokri. Aðgerðir
þeirra vöktu mismikla hrifningu
vegfarenda sem urðu að sætta sig
við 10 kílómetra hraða á Miklubraut.
DV-mynd S
MERKILEGA MERKIVELIN
brother pt-2iqe nývéi
íslenskir stafir
Taska fylgir
8 leturgerðir, 6 stærðir
6, 9, 12, 18 mm borðar
Prentar í 4 línur
Aðeins kr. 10.925
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
Haustið hefur gert rækilega vart við sig að undanförnu. Ferðamannatíminn er eigi að síður enn ekki á enda. Ferðamenn upplifa það að bérjast um á hæl og
hnakka í alvöru íslenskri veðráttu. Hér rakst hundblautur Ijósmyndari DV á vel varinn ferðamann Laugaveginum. DV-mynd Hilmar Þór
íslenskur útvarpsstöðvareigandi segist ofsóttur 1 Færeyjum:
Valdníðsla
- leita aðstoðar utanríkisráðherra, segir Lárus Aronsson
„Færeysk yfirvöld eru með hrein-
ar ofsóknir gegn mér og starfsfólki
mínu hér í Færeyjum. Lögreglan
kemur hingað í tíma og ótíma með
alls kyns spumingar um fjármál
okkar og annað eins og við séum
einhverjir glæpamenn. Þetta er ekk-
ert annað en yfirgangur og vald-
níðsla,“ sagði Lárus Róbert Arons-
son sem rekur útvarpsstöðina Atl-
ántic Radio í Þórshöfn í Færeyjum.
„Sama háttinn hafa þeir á gagnvart
öðrum íslendingum sem eru með at-
vinnurekstur héma á eyjunum. Ég
er búinn að skrifa bréf til utanríkis-
ráðuneytisins í Reykjavík þar sem
ég fer fram á aðstoð í vöm minni
gegn heimamönnum og mun póst-
senda það á eftir. Maður getur ekki
einu sinni ekið hér á milli húsa án
þess að vera stöðvaður af lögreglu
og látinn svara alls kyns undarleg-
um spurningum," sagði Lárus Ró-
bert.
Áhugi færeysku lögreglumann-
anna snýst um það hverjir hafi lagt
fé í stofnun útvarpsstöðvarinnar
Atlantic Radio, svo og hver afkoma
stöðvarinnar sé. Lárus Róbert við-
urkennir að stofnfé útvarpsstöðvar-
'innar upp á tugi milljóna króna hafi
komið frá íslandi en vill að öðru
leyti ekki tjá sig um hvaða aðilar
eigi þar hlut að máli: „Það kemur
engum við, hvorki lesendum DV né
færeysku lögreglunni. Yfirvöld hér
sjá ofsjónum yfir velgengni útvarps-
stöðvarinnar sem hefur 60-80 pró-
senta hlustun og mikil áhrif. Miðað
við reynslu mína af atvinnurekstri
hér þá er enginn munur á stjómar-
háttum í gömlu Ráðstjórnarrríkjun-
um og Færeyjum, nema hvað lífs-
kjörin hér era betri,“ sagði Lárus
Róbert sem nýverið færði út kvíarn-
ar og festi kaup á útvarpsstöðinni
Matthildi í Reykjavík. -EIR
Campylobacter:
Ekki hert
eftirlit
„Við erum alltaf með reglulegt
eftirlit með verslununum en höf-
um í sjálfu sér ekki hert það,“
sagði Rögnvaldur Ingólfsson hjá
Heilbrigðiseftirliti Reykjavikur,
aðspurður um hvort eftirlit með
matvöruverslunum hefði verið
hert eftir að campylobacterfarald-
ur í kjúklingum gaus upp. Rögn-
valdur sagði að Heilbrigðiseftir-
litið hefði gert viðeigandi ráðstaf-
anir gagnvart Bónusi eftir að
orðrómur var uppi þess efnis að
frosnir útsölukjúklingar hefðu
verið látnir þiðna á gólfinu
þannig að blóðvökvinn hefði lek-
ið úr. „Við höfum skrifað þeim
bréf. Við lítum það mjög alvarleg-
um augum ef frystivara er ekki
seld beint úr frysti."
-JSS
Veðrið á morgun:
Rigning norðanlands
Á morgun er útlit fyrir norðaustanátt, 10-15 metra á sekúndu, allra
vestast. Annars staðar verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt.
Skýjað verður með köflum en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti verður 3
til 12 stig, svalast á Vestfjörðum en hlýjast austanlands.
Veðrið á mánudag:
Hæg breytileg átt
Á mánudag er útlit fyrir hæga breytilega eða austlæga átt. Úrkomu-
laust verður að mestu vestanlands en skúrir austanlands.
Veðrið i dag er á bls. 60.