Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1999, Blaðsíða 64
FRETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1999 Eyjabakkamálið: Ómar fyrir _ útvarpsráð Útvarpsráð hefur óskað eftir þvl að Bogi Ágústs- son, fréttastjóri Sjónvarpsins, gefi ráðinu álit sitt á ásökunum samtaka virkj- unarsinna á Austurlandi, Afl fyrir Austur- land, þess efnis að fréttastofa Sjónvarpsins hefði verið hlut- dræg í umfjöll- un sinni um Eyjabakka og Fljóts- dalsvirkjun. Þar er helst vísað til frétta Ómars Ragnarssonar en '■*"* Austfirðingar hafa sumir krafist brottreksturs hans. „Mér finnst nú svolítið eins og hér sé verið að snúa sönnunarbyrðinni við en ég mun gera mínum yfirmönnum grein fyrir sjónarmiðum frétta- stofunnar," sagði Bogi. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, formaður útvarpsráðs, stað- festi að málið yrði tekið fyrir á fundi ráðsins n.k. þriðjudag. -fxn Ómar Ftagnarsson. itM Flutningabílstjórar í Reykjavík töfðu umferð og flautuðu í gær til að mótmæla bensínokri. Aðgerðir þeirra vöktu mismikla hrifningu vegfarenda sem urðu að sætta sig við 10 kílómetra hraða á Miklubraut. DV-mynd S MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2iqe nývéi íslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Haustið hefur gert rækilega vart við sig að undanförnu. Ferðamannatíminn er eigi að síður enn ekki á enda. Ferðamenn upplifa það að bérjast um á hæl og hnakka í alvöru íslenskri veðráttu. Hér rakst hundblautur Ijósmyndari DV á vel varinn ferðamann Laugaveginum. DV-mynd Hilmar Þór íslenskur útvarpsstöðvareigandi segist ofsóttur 1 Færeyjum: Valdníðsla - leita aðstoðar utanríkisráðherra, segir Lárus Aronsson „Færeysk yfirvöld eru með hrein- ar ofsóknir gegn mér og starfsfólki mínu hér í Færeyjum. Lögreglan kemur hingað í tíma og ótíma með alls kyns spumingar um fjármál okkar og annað eins og við séum einhverjir glæpamenn. Þetta er ekk- ert annað en yfirgangur og vald- níðsla,“ sagði Lárus Róbert Arons- son sem rekur útvarpsstöðina Atl- ántic Radio í Þórshöfn í Færeyjum. „Sama háttinn hafa þeir á gagnvart öðrum íslendingum sem eru með at- vinnurekstur héma á eyjunum. Ég er búinn að skrifa bréf til utanríkis- ráðuneytisins í Reykjavík þar sem ég fer fram á aðstoð í vöm minni gegn heimamönnum og mun póst- senda það á eftir. Maður getur ekki einu sinni ekið hér á milli húsa án þess að vera stöðvaður af lögreglu og látinn svara alls kyns undarleg- um spurningum," sagði Lárus Ró- bert. Áhugi færeysku lögreglumann- anna snýst um það hverjir hafi lagt fé í stofnun útvarpsstöðvarinnar Atlantic Radio, svo og hver afkoma stöðvarinnar sé. Lárus Róbert við- urkennir að stofnfé útvarpsstöðvar- 'innar upp á tugi milljóna króna hafi komið frá íslandi en vill að öðru leyti ekki tjá sig um hvaða aðilar eigi þar hlut að máli: „Það kemur engum við, hvorki lesendum DV né færeysku lögreglunni. Yfirvöld hér sjá ofsjónum yfir velgengni útvarps- stöðvarinnar sem hefur 60-80 pró- senta hlustun og mikil áhrif. Miðað við reynslu mína af atvinnurekstri hér þá er enginn munur á stjómar- háttum í gömlu Ráðstjórnarrríkjun- um og Færeyjum, nema hvað lífs- kjörin hér era betri,“ sagði Lárus Róbert sem nýverið færði út kvíarn- ar og festi kaup á útvarpsstöðinni Matthildi í Reykjavík. -EIR Campylobacter: Ekki hert eftirlit „Við erum alltaf með reglulegt eftirlit með verslununum en höf- um í sjálfu sér ekki hert það,“ sagði Rögnvaldur Ingólfsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavikur, aðspurður um hvort eftirlit með matvöruverslunum hefði verið hert eftir að campylobacterfarald- ur í kjúklingum gaus upp. Rögn- valdur sagði að Heilbrigðiseftir- litið hefði gert viðeigandi ráðstaf- anir gagnvart Bónusi eftir að orðrómur var uppi þess efnis að frosnir útsölukjúklingar hefðu verið látnir þiðna á gólfinu þannig að blóðvökvinn hefði lek- ið úr. „Við höfum skrifað þeim bréf. Við lítum það mjög alvarleg- um augum ef frystivara er ekki seld beint úr frysti." -JSS Veðrið á morgun: Rigning norðanlands Á morgun er útlit fyrir norðaustanátt, 10-15 metra á sekúndu, allra vestast. Annars staðar verður fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað verður með köflum en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti verður 3 til 12 stig, svalast á Vestfjörðum en hlýjast austanlands. Veðrið á mánudag: Hæg breytileg átt Á mánudag er útlit fyrir hæga breytilega eða austlæga átt. Úrkomu- laust verður að mestu vestanlands en skúrir austanlands. Veðrið i dag er á bls. 60.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.