Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 33 "V
Útgáfufélag: FRJÁlS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvrltst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, símli 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Atlaga að hag og heilsu
Þeir, sem halda uppi veröi á innlendu grænmeti, hafa
oft verið sakaðir um að urða hluta framleiðslunnar til
þess að halda uppi verðlaginu. Þeir hafa jafnan neitað
slíku harðlega. Eigi að síður hefur oft komizt upp um þá
og myndir hafa verið birtar því til sönnunar.
Einokunarhringur grænmetisdreifingarinnar hefur
áreiðanlega látið urða grænmeti á afskekktum stöðum í
skjóli nætur að þessu sinni eins og áður. Aðstæðurnar
eru ákjósanlegri en nokkru sinni fyrr, því að samkeppni
er gersamlega horfin og einokun orðin alger.
Sjálfur viðurkennir landbúnaðarráðherra að gríðarleg
fákeppni sé í grænmetisverzlun, en vill kenna samruna
stórmarkaða um það. Því er svarað til, að raunverulega
einokunin sé hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, sem hefur
90% af heildsölu innlendu framleiðslunnar.
Lokaða kerfið er allt skipulagt að ofan í landbúnaðar-
ráðuneytinu. Á þess vegum eru settir breytilegir tollar á
innflutt grænmeti. Þeir byrja að rísa rétt áður en innlent
grænmeti kemur á markaðinn og ná síðan mörg hundr-
uð prósentum, jafnvel yfir þúsund prósentum.
Innan þessa lokaða kerfis leikur einokunarhringur
grænmetisdreifingarinnar lausum hala. Með ofurtollum
er hann verndaður fyrir samkeppni að utan. Framleið-
endum grænmetis er refsað, ef þeir reyna að dreifa fram-
leiðslunni utan hins lokaða söluhrings.
Afleiðingarnar eru ljósar og hafa verið mældar. Síð-
ustu árin hefur grænmetisverð hækkað langt umfram
vísitölu neyzluverðs. Kílóverð einstakra tegunda er kom-
ið upp fyrir kílóverð á kjöti og fiski. Hversdagsgrænmeti
á borð við papriku kostar oft yfir 700 krónur í búð.
Grænmeti, sem nágrannar okkar líta á sem mat, flokk-
ast hér sem skraut ofan á mat, af því að fólk hefur ekki
ráð á að kaupa það sem mat. Þannig má flokka 700 króna
papriku, sem oft er til sýnis í verzlunum til að ögra smæ-
lingjum, sem ekki hafa ráð á grænmeti.
Neytendur svara ofurtollunum og einokuninni með
því að spara við sig grænmeti. Þessi afleiðing hefur
einnig verið mæld. Komið hefur í ljós, að grænmetis-
neyzla íslendinga er helmingi minni en nágrannaþjóð-
anna og helmingi minni en ráðlagt er í útlöndum.
íslendingar munu ekki ná staðli Alþjóða heilbrigðis-
stofnunarinnar um hlutfall grænmetis í mat meðan lok-
að kerfi landbúnaðarráðuneytisins er við lýði. Afleiðing-
in af því kemur fram í röngum neyzluvenjum, óþarflega
mikilli ofíitu og of miklu heilsuleysi fólks.
Ofurtollar landbúnaðarráðuneytisins eru kjarni vand-
ans, studdir hinum meginþættinum, sem er einokun
heildsölunnar, sem áfram er studd af fáokun í stórmörk-
uðum. Sameiginlega felur þetta kerfi í sér stórfellda árás
kerfisins á pyngju og heilbrigði aimennings.
Urðun grænmetis er toppventill kerfisins, framin á af-
skekktum stöðum í skjóli nætur, nauðsynleg til að upp
gangi atlaga landbúnaðarráðuneytisins að fjárhag og
heilsufari þjóðarinnar. Það er mjög við hæfi, að með urð-
un grænmetis sé farið eins og mannsmorð.
Ríkisvaldið kemur fram í afskræmdri mynd í máli
þessu. Það víkur frá því meginhlutverki sínu að vernda
þjóðina fyrir innri og ytri hættum og skipuleggur í stað-
inn samsæri gegn hag hennar og heilsu. Svona lagað
kallast á íslenzku skipulögð glæpastarfsemi.
Að þetta kerfi skuli lifa og dafna áratugum saman má
hafa til marks um botnlausan ræfildóm íslenzkra kjós-
enda, sem hafa látið umboðið í hendur forstokkaðra.
Jónas Kristjánsson
Lömun Oryggisráðsins
Um leið og finna má vaxandi
stuðningi víða um heim við al-
þjóðlegar hemaðaraðgerðir til
sóknar og varnar fyrir frið og
mannréttindi blasir við máttleysi
og nánast lömun Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna, eina aðilans
í heiminum sem hefur lagalegan
rétt til að leyfa slíkar aðgerðir.
Við lok kalda stríðsins töldu marg-
ir að Öryggisráðið myndi endur-
fæðast og verða sá samstarfsvett-
vangur stórvelda heimsins sem
menn vildu stofna til fyrir hálfri
öld. Þær vonir urðu að engu á
fáum misserum. Sífellt verður
ljósara að án róttækra breytinga á
samsetningu og þó enn frekar á
starfsháttum ráðsins mun það
fjarlægjast enn frekar það hlut-
verk sem bæði sagan og samtíðin
hafa ætlað því.
Rætur lömunar
Lömun Öryggisráðsins stafar sumpart af öðmm
ástæðum en það meðfædda máttleysi sem einkennt
hefur Sameinuðu þjóðirnar frá upphafi. Fáum datt í
hug að alþjóðastofnanir gætu orðið uppspretta raun-
vemlegs valds í alþjóðamálum. Allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna er einmitt dæmi um stofnun sem
hefur nánast ekkert vald og oftast hverfandi lítil áhrif
þótt þar séu saman komin öll ríki heims, enda ekki
líklegt að þeir sem hafa raunverulegt vald og ramma
hagsmuni í veröldinni framselji vald til þings þar
sem Belís hefur atkvæði á við Bandaríkin og Kiribati
á við Kína. Skipan Öryggisráðsins tók hins vegar mið
af raunverulegum valdahlutfóllum í heiminum og því
var fimm helstu stórveldum heimsins gefið þar fast
sæti og neitunarvald. Öryggisráðið varð í reynd að
sjálfstæðum samstarfsvettvangi stórvelda til hliðar
við stofnanakerfi Sameinuðu þjóðanna. Þessi vett-
vangur stórveldanna fékk heimild til lögmætrar beit-
ingar valds í alþjóðakerfinu. Hagsmunaárekstrar
stórveldanna lömuðu hins vegar ráðið.
Úrelt skipan
Það gleymist oft að í upphafi áttu Sameinuðu þjóð-
imar að vera alþjóðlegt ör-
yggisbandalag undir for-
ustu stórveldanna sem sigr-
uðu í síðari heimsstyrjöld-
inni. Reynslan hafði kennt
mönnum að ófriður á ein-
um stað í heiminum getur
verið ógnun við öryggi
allra. Öryggisráðið átti að
sjá til þess að friöur væri
hvergi rofinn og til þess
átti það að hafa pólitískan
styrk stórveldanna, sið-
ferðilegan styrk lögmætis
og herafla frá meðlimaríkj-
um eftir þörfum. Samstarf
stórveldanna tókst hins
vegar aldrei því kalt stríð
tók við af heimsstyrjöld-
inni. Hagsmunir stórveld-
anna reyndust helsta upp-
spretta átaka i heiminum.
Nú þegar ný tækifæri hafa
opnast til víðtæks sam-
starfs ríkja heims um beit-
ingu pólitísks, efnahagslegs
og hernaðarlegs styrks til
varnar friði og mannrétt-
indum standa skipan og
starfshættir Öryggisráðsins
hins vegar í vegi árangurs.
Neitunarvaldið
Það er erfitt að finna söguleg rök fyr-
ir annarri skoðun en þeirri að stór-
veldin fimm hafi öll notað neitunar-
vald sitt, eða hótun um beitingu þess,
fyrst og fremst í þágu sinna eigin
hagsmuna. Þar fyrir utan er samsetn-
ing Öryggisráðsins orðin úr öllu sam-
hengi við pólitískan og efnahagslegan
veruleika í heiminum. Flestir eru því
nú fylgjandi að Japan fái sæti í ráðinu
og eins er stuðningur við sæti fyrir
Þýskaland, risaríkið Indland, Suður-
Ameríku og Afríku, en sæti fyrir þess-
ar heimsálfur gætu færst á milli ríkja.
Fjölgun í ráðinu gæti hins vegar lam-
að ráðið enn frekar nema miklar
breytingar verði gerðar á starfshátt-
um þess.
Mikilvægi málsins
Stórveldin munu ekki sætta sig við að missa neit-
unarvald sitt. Neitunarvald stórvelda er heldur ekki
endilega slæm hugmynd, því að hvoru tveggja er að
Öryggisráðið getur ekki.sótt raunverulegt afl til ann-
arra en þeirra sem yfir því búa og svo hitt að vald-
beiting gegn viija stórvelda getur verið friðnum
hættuleg. Markmiðið hlýtur því að vera að fá stór-
veldin til þess aö takmarka sjálf notkun sína á neit-
unarvaldinu til eigin hagsmunagæslu. Það krefst
hins vegar mun meira trausts á milli þeirra en nú
ríkir. Af þeim ástæðum, meðal annarra, skipti fram-
koma Vesturlanda gagnvart Rússum í Kosovodeil-
unni, og framkoma þeirra gagnvart Kína í ýmsum al-
þjóðamálum, meira máli en margir virðast álíta.
Sæmilegt traust á milli þessara rikja og Vesturlanda
er alger forsenda þess að unnt sé að gera úr Öryggis-
ráðinu tæki til sóknar og varnar fyrir frið í heimin-
um. Öryggisráðið er eina uppspretta lögmætrar vald-
beitingar í alþjóðamálum og stórveldin einu aðilam-
ir sem geta beitt raunverulegum styrk við að knýja
fram friðsamlega lausn deilumála. Því era umbætur
á Öryggisráðinu mikilvægara en flest annað í al-
þjóðamálum samtímans.
Öryggisráðið er eina uppspretta lögmætrar valdbeitingar í alþjóðamálum og
stórveldin einu aðilarnir sem geta beitt raunverulegum styrk við að knýja fram
friðsamlega lausn deilumála.
Eriend tíðindi
Jón Ormur Halldórsson
moðanir annarra
Martröð í Kína
I„Ólga, öngþveiti og upplausn eru uppistaðan í
martröðum Qölda kínverskra ráðamanna, sem aö öðru
leyti eru sannfærðir um nauðsyn efnahagslegra og fé-
lagslegra umbóta. Með einu skilyrði þó: Að skilyrðin
| séu þeirra. Að þeir verði áfram húsbændur tímans sem
I og þegna sinna. Allt í finasta lagi þótt drjúgur hluti
j þeirra sé smám saman að breytast í athafnamenn og
neytendur. En umfram allt ekki i borgara með grund-
I vallarmannréttilldi." Úr forystugrein Libération 1. október.
Áhættusöm áætlun
„Varnarmálaráðherra Rússlands, Igor Sergejev, hef-
ur sagt loftárásir Rússa á Tsjetsjeníu gerðar til að upp-
; ræta starfsemi hryðjuverkamannanna, sem skelft hafa
; íbúa Moskvu, og til aðmynda rússneskt öryggissvæði í
kringum Tsjetsjeníu. Þetta er áhættusöm hernaðará-
I ætlun. Ofsóknir á hendur herskáum múslímum í
1 Kákasushéruðum geta valdið pólítískum og hernaðar-
legum skaða ekki bara í Kákasushéruðunum heldur
einnig í Moskvu. Ef herinn gæti beint árásunum að
búðum skæruliöa gætu þær verið erfiðisins virði. En
margir skæruliðanna eru uppi í fjöllum, ekki í
Grosní." Úr forystugrein New York Times 29. september.
Fimmtíu ára ófrelsi
„Það hefur verið fægt og fágað af kappi í stórborgum
Kína. Sýna á skínandi yfirborð á fimmtíu ára afmæli
Kinverska alþýðulýðveldisins. Undir yfirborðinu er
sannari mynd. ÍHunanhéraði í miðhluta Kína voru
átta fangar teknir af lifi um daginn. í Guangdong er
sagt að sömu örlög biði yfir 200. Það á að hreinsa til fyr-
ir hátiðarhöldin. Bjartsýnir menn halda því fram að
margir Kínverjar hafi fengið aukið frelsi undanfarin
ár. En þeim sem eru á annarri skoðun en yfirvöld er
enn stungið í fangelsi. Það hafa orðið framfarir sem ber
að fagna. En það er einræði sem á 50 ára afmæli og það
er engin ástæða til að halda upp á kúgun.“
Úr forystugrein Dagens Nyheter 1. október.