Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 30
Fjarvistarsönnunin virtist óhagganleg, jafn óhagganleg og sú ákvörðun að konan hans skyldi deyja. í þrjátíu og tvö ár hafði hann verið kvæntur Elke, sem hafði verið þekkt fyrir fegurð sína á árum áður. En hún var ekki ung lengur. Hún var orðin fimmtug og það varð ekki sagt að árin hefðu ekki haft sin áhrif á útlit hennar. Og nú var hann búinn að finna hina fallegu Jönu, sem var aðeins tuttugu ára. Hún vsir svo lagleg og vel vaxin að hinn fimmtíu og sjö ára gamli Erich Wáchter var ekki í neinum vafa um hvað gerast yrði. Konan hans, Elke, yrði að hverfa af sjónarsviðinu fyrir fullt og ailt. Réð leigumorðingja Erich Wáchter komst að þeirri niðurstöðu eftir næturlangar við- ræður að besta leiðin væri að ráða mann til að koma Elke úr þessum heimi. Að vísu kostaði það jafn- virði tólf hundruð þúsund króna, en það fannst honum ekki sérstak- lega dýrt, því á eftir myndi hann geta hafið alveg nýtt líf með hina laglegu ungu stúlku sér við hlið. Erich kynntist leigumorðingjan- um, Tékklendingnum Zladek Petr- oj, þegar hann vann við landa- mæri Tékklands og Þýskalands. „í hádeginu og á kvöldin borð- aði ég alltaf í Tékklandi. Það var ódýrara og vindlingarnir þar voru líka ódýrari.“ Og þar kynntist hann líka konum, en það nefndi hann ekki í réttarsalnum. Um Jönu sagði hann aftur á móti að hann hefði orðið ástfanginn af henni við fyrstu sýn. Vildi kvænast henni Erich varð svo yfir sig hrifinn af Jönu, sem var þrjátíu og sjö árum yngri en hann, að hann fór að tala um hjónaband við hana. „En það verður erfitt fyrir mig að fá skiln- að,“ sagði hann. „Við Elke höfum við gift í þrjá- tíu og tvö ár og ég get ekki haldið því fram að hún hafi haldið fram hjá mér því það hefur hún líklega aldrei gert.“ En Jana taldi að hún kynni að kunna ráð við því. Og nokkru síð- ar kom hún á fundi með Erich og Zladek Petroj. Kvöld eitt fengu þeir sér nokkur glös saman og þeg- ar þeir skildu hafði morðið verið skipulagt, alveg niöur í minnstu smáatriði. Áætlunin var þess eðlis að þeir töldu litinn vafa á að fram- kvæmdin tækist vel. Elke Wáchter skyldi brennd inni í húsi hjón- anna í Bottrop í Nordrhein-Westfa- len. En þá yrði Erich hvergi nærri. íkveikjan Fáeinum dögum áður en Elke skyldi ráðin af dögum lét Erich leggja sig inn á sjúkrahús í bæn- um til þess að gangast undir að- gerð á öðrum fótleggnum. Þá hafði leigumorðinginn fengið lykil að húsinu og gert sér ferð til þess að kynna sér allar aðstæður innan- dyra. Þann dag var Elke ekki í bænum heldur í heimsókn hjá frænku sinni. Eftir að hafa farið um húsið var honum ljóst hvar hann myndi kveikja eldinn svo eiginkonan, sem myndi þá vera í fastasvefni, ætti engan möguleika á að komast lifandi úr húsinu. Og Elke brann inni. Lík hennar fannst illa brunnið, enda var eld- urinn mikill og húsið illa farið þegar loks tókst að ráða niðurlög- um hans. Ættingjar og vinir Erichs sýndu honum mikla samúð. Vesalings maðurinn lá á spítala og ljóst var Elke Wáchter. Eldspýtustokkur, sömu gerðar og fannst. Zladek Petroj. að hann hafði ekki aðeins misst konu sína í eldvoðanum heldur einnig allar eigur sínar, þar á með- al fatnað sinn. Bílskúrinn Jafnvel rannsóknarlögreglu- mennirnir sem fengu málið til meðferðar fundu til með eigin- manninum eftirlifandi. Þeir höfðu samband við bróður Elke, mág Er- ichs, og báðu hann um að skjóta skjólshúsi yfir ekkjumanninn því hann ætti ekki í nein hús að venda. „Hann er félaus, fatalaus og á ekkert heimili," sagði lögreglu- maðurinn sem hringdi. „Getur hann ekki fengið að búa hjá þér um hríð?“ Mágurinn sagði það sjálfsagt og sýndi þá vinsemd að lána Erich fé þar til hann fengi innbústrygging- una greidda, enda hefði hann misst allt. En brátt kom í ljós að svo var ekki. Lögreglufulltrúinn sem stýrði rannsókninni fékk áhuga á göml- um bílskúr í grennd við húsið sem brann. Þar fannst margt athyglis- vert. Öll tryggingarskírteini Wáchters-hjóna, hljómflutnings- tæki, silfurborðbúnaður, askja með skartripum, armbandsúr og gullarmbönd og mikið af dýrum fötum sem Erich átti. Mistökin Rannsóknarmennirnir ákváðu að láta ekkert uppi um fundinn. Og Erich sýndi þau klókindi að fara ekki í bílskúrinn. Þess í stað hélt hann áfram að búa hjá mági sínum og fá lánað meira fé af hon- um, enda var það fé sem hann hafði fengið að láni í upphafi, jafn- virði tvö hundruð þúsund króna, uppurið er hér var komið. Á laun hélt Erich þó áfraro að búa sig undir sambúð með Jönu í Tékk- landi. En dag einn kom lögreglu- fulltrúi í heimsókn. Hann handtók Erich Wachter og skömmu síðar var gefin út á hendur honum ákæra. Það sem kom rannsóknarlög- reglunni raunverulega á sporið var eldspýtustokkur. Þegar Petroj hafði tæmt bensínbrúsa í íbúðinni kveikti hann á eldspýtu og kastaði henni á bensínið. Eldspýtustokk- urinn var tómur og þvi kastaði hann honum á gólfið, sannfærður um að hann myndi brenna upp til agna eins og annað. En þar urðu honum á mistök. Stokkurinn brann ekki. Þegar tæknimenn fundu svo óvenjulegan eldspýtu- stokk með mynd af Harley-David- son merkinu hófst mikÚ rann- Erich og Elke. Jana. Erich f réttarsalnum. Sterkt sönn- unargagn Nú var hringur- inn farinn að þrengjast. Og enn ein vísbending átti eftir að koma fram og hún var þess eðlis að ljóst var að hún yrði talin sterkt réttar- gagn. Þrátt fyrir hitann í hinu brennandi húsi hafði fundist lítill blettur á eldspýtu- stokknum. Hann reyndist vera eftir svitadropa af fingri Petrojs og DNA-rannsókn sýndi að svitinn var úr honum. Petroj og Jana voru nú handtek- in og eins og er bíða þau þess að mál þeirra verði tekið fyrir af rétti í Tékklandi og teljast að sjálf- sögðu saklaus þar til og ef réttur þar sakfellir þau. Það sem um þau er sagt hér er tekið úr þýskum máls- gögnum. Erich Wáchter kom fyrir rétt í Þýskalandi, þar sem kviðdómur skyldi kveða á um sekt hans eða sak- leysi. Hann neit- aði að hafa tekið þátt í nokkru sam- særi um að myrða konu sína og sagði meðal annars: „Hjónaband okkar Elke var indælt og ég hefði ekki látið mig dreyma um að fara fram á skilnað við hana. Við höfðum líka verið svo ham- ingjusöm árum saman ..." sókn. Fyrirspurnir voru sendar til nokkurra landa, þar á meðal til Bandaríkjanna. En lengi vel fannst enginn sem kannaðist við þessa tegund stokks. Frá Tákklandi Rannsóknarmennirnir gáfust þó ekki upp og með aðstoð ríkisrann- sóknarlögreglunnar þýsku tókst loks að hafa uppi á framleiðanda sem seldi miðana sem límdir voru á eldspýturnar. Hann bjó í Tékk- landi og það var eina landið þar sem þessum eldspýtum var dreift. Það lá því fyrir að sá sem komið hafði með hann í húsið sem brann hlaut að hafa einhver tengsl við það land. Hér sannaðist enn að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Eftir þetta var vanabundnum aðferðum beitt. í ljós kom að Erich haföi unnið við landamæri Tékk- lands og Þýskalands. Og ekki leið á löngu þar til sú krá fannst þar sem hann og Petroj höfðu lagt á ráðin. Og þar fannst hin laglega Jana einnig. Hún neitaði að þekkja nokkuð til Erichs, en kunn- ingi Petrojs sagði frá öllu sem þrenningin hafði skipulagt. Þungur dómur Saksóknarinn gerði ýmsar at- hugasemdir við fullyrðingar Er- ichs um hamingjusamt hjónaband. Að auki leiddi hann fram vitni, konu sem hafði verið besta vin- kona Elke. Vitnið sagði meðal ann- ars að Elke hefði margsinnis reynt að fremja sjálfsvíg, meðal annars vegna þess að maður hennar hefði stundum vart virt hana viðlits. Og það sagði enn fremur: „Þegar hún (Elke) hafði eitt sinn verið vakin til lífsins eftir að hafa tekið allt of margar svefntöflur heyrði hún mann sinn segja við nágranna sem hafði komið henni til bjargar og hringt á lækni: „Ég hefði nú lát- ið hana liggja í nokkra tíma enn áður en ég hefði gert aðvart“.“ Tilraunir Erichs Wáchter til þess að sannfæra kviðdómendur um að hann hefði elskað konu sína og hjónbandið hefði verið gott höfðu ekki meiri áhrif en vatns- skvetta á gæs, svo vitnað sé til um- mæla á prenti um réttarhöldin. Kviðdómurinn sakfelldi hann fyrir að hafa skipulagt morð. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi. Þannig varð draumurinn um nýtt líf með ungu stúlkunni frá Tékklandi að engu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.