Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 UV íönd Alþjóðaheilbrigöismálastofnunin um úranslysið: Hættulaust utan slysstaðarins stuttar fréttir Ekki viðurkennd Vladimir Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, sagði í gær að Rússar viðurkenndu ekki lengur stjóm Tsjetsjeníu. Sígaunar fá nóbelsféð Þýski rithöfundurinn Gúnter Grass, sem hlýtur bókmennta- verölaun Nóbels í ár, ætlar að gefa sígaunum verðlaunaféð sem er rúmlega 70 milljónir ís- lenskra króna. „Ég ætla að halda áfram að berjast gegn óréttlæti í þjóðfé- laginu. Það er eitthvaö að þegar lýðræðislegt og menningarlegt þjóðfélag heldur yfir 4 þúsund manns innilokuðum á meðan beðið er eftir að þeim verði vísað úr landi,“ sagði Grass. Gíslataka í sendiráði Byssumenn tóku i gær 30 gísla í sendiráði Burma í Bangkok. Krefjast byssumenn lýðræðis í Burma. Lög gegn peningaþvotti Fjármálaráðherra Rússlands, Mikhail Kasyanov, tilkynnti í gær að Rússar hygðust sefja lög gegn peningaþvotti. Vann 3 milljarða í lottói íbúar í smábænum Montopoli Sabina á Ítalíu þyrptust í vik- unni niður á torg er það fréttist að komið hefði 3 milljarða króna vinningur á lottómiða sem seldur var í bænum. Hræ í kjúklingafóðri Hræ af sjáifdauðum dýrum og sláturúrgangur er í kjöt- og beinamjöli sem kjúklingar og svín í Danmörku eru fóðruð með. Bandidos í innheimtu Vélhjólagengið Bandidos í Nor- egi hefur stofnað fyrirtæki sem mun kaupa skuldakröfur og inn- heimta skuldimar með hagnaði. Kosningum flýtt Fyrsta þjóðkjöma þing Indónesíu kom saman í gær og ákvað strax að flýta forsetakosn- ingunum vegna veikrar stöðu Habibies forseta. Þingmenn risu ekki úr sætum þegar forsetinn gekk í þingsalinn. Nokkrir gerðu hróp að forsetanum. Stefnt er að því að forseti verði kjörinn í síð- asta lagi 28. október. Archer í framboð Metsöluhöfundurinn Jeffrey Archer verður frambjóðandi íhaldsflokksins í borgarstjómar- kosningunum í London. Verkamannaflokkurinn á eftir að útnefna frambjóðanda. Tannskemmdapróf Nýtt erfðaefnapróf frá Bandaríkj- unum, PST-próf, verður kynnt í þessum mánuði í Danmörku. Próf- inu er ætla að segja fyrir um mögu- leikana á að viðkomandi verði fyrir tannskemmdum. Talsmaður fram- leiðenda segist búast við að erfða- prófið verið notað á manneskjur sem enn hafa ekki orðið fýrir tann- skemmdum og manneskjur sem eiga í tannholdsvandamálum. Próf- ið sýnir fram á aukna hættu á fram- leiðslu eftiis sem nefnis IL-1 sem aft- ur er sagt auka hættuna á sjúkdóm- um í munnholi. Sérfræðingar í tannlæknum taka fréttum af þessu erfðaefnaprófi meö vara, segja það fela í sér ýmsa fræði- lega möguleika en vekja um leið upp siðferðilegar spurningar. Þannig verði margir fyrir tann- skemmdum án þess að hægt hafi verið að sýna fram framleiðslu IL-1 í líkamanum. Talið er að prófið, sem kostar um 20 þúsund krónur, muni auðvelda fyrirbyggjandi að- gerðir vegna tannskemmda. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in tilkynnti í gær að geislunin, sem varð í úranvinnslustöð í bænum Tokaimura í Japan í gærmorgun, hefði enga hættu í fór með sér fyrir þá sem byggju utan svæðisins. Margir Japanar kváöust þó samt órólegir. Að minnsta kosti 55 manns urðu fyrir geislun í gærmorgun. Bill Clinton Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að hann hefði fyrirskipað ' að öryggiseftirlit með bandarískum kjarnorkuverum yrði endurskoðað í kjölfar slyssins í Jap- Lögreglan í Belgrad umkringdi í gær aðalstöðvar stjómarandstöð- unnar. Sögðu stjómarandstæðingar að lög-reglan ætlaði að reyna að handtaka Ceda Jovanovic, háttsett- an fulltrúa lýðræðisflokksins. Jovanovic greindi frá þvi í sím- tali að óeinkennisklæddir lögreglu- menn sætu í bílum fyrir utan aðal- stöðvamar. Sagði Jovanovic lögregluna hafa í an. Clinton ræddi við fréttamenn eftir símaviðræður við Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, um slysið. Sagði Clinton bandaríska sérfræðinga hafa veitt Japönum upplýsingar um reynslu þeirra af svipuðum óhöppum í Bandaríkjun- um. Kvaðst Clinton hafa fengið upp- lýsingar um svipað atvik í Banda- ríkjunum fyrir 30 árum. Bandarísk yfirvöld hafa boðist til að senda sér- fræðinga til Japans. Kjarnorkuslysið í Japan vakti víða hörð viðbrögð í Evrópu. Emb- hyggju að handtaka hann þegar hann yfirgæfi bygginguna. Jovanovic hefur verið einn af skipu- leggjendum mótmælanna í Belgrad undanfama daga. Hann hefur jafn- framt gefið út rit sem dreift hefúr verið til mótmælenda. Framkvæmdastjóri NATO, Javier Solana, sagði í gær aö Slobodan Milosevic Júgóslaviuforseti kynti undir frekari kröfugöngum mót- ættismenn í bæði Þýskalandi og Bretlandi gagnrýndu japönsk yfir- völd fyrir að hafa ónógt öryggi. Þýskir umhverfisverndarsinnar sögðu augljóst að jafndýr og hættu- leg tækni eins og kjamorka ætti enga framtíö fyrir sér. Kjamorku- andstæðingar sögðu slysið í Japan sönnun þess að loka yrði kjamorku- verunum 19 í Þýskalandi eins fljótt og mögulegt væri. Heitar umræður hafa að undanfömu staðið í Þýska- landi um hvenær loka beri kjarn- orkuvemnum. mælenda meö því að beita þá of- beldi. Kvaðst Solana vonast til að stjómarandstöðuflokkamir í Serbíu jöfnuðu ágreining sinn til að þeir gætu sameinast í baráttunni gegn Milosevic. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Vuk Draskovic ítrekaði i gær að hann myndi ekki taka þátt í götumótmæl- Al Gore finnsl hann vera utan- garösmaður A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- s anna, kom flestum á óvart er hann lýsti því yfir að hann liti á ij sig sem utangarðsmann í barátt- i unni um sigurinn í forkosning- um demókrata. Kvaðst Gore ætla að halda kosningabaráttu sinni áfram sem ut- angarðsmaður. Sá eini sem ógnar Gore ; verulega í bar- áttunni um út- nefninguna sem forsetaefni demókrata er Bill Bradley, fyrrverandi öld- ungadeildarþingmaður í New I Jersey. Gore hefur hingað til ein- | beitt sér að uppáhaldi repúblik- # ana, George Bush, í kosningabar- áttu sinni en látið Bradley lönd | og leið. Á meðan hefur Bradley I náð forskoti á Gore. Til að snúa þróuninni sér í hag í ákvað Gore að flytja aðalkosn- 1 ingastöðvar sínar frá Was- hington til Nashville í Tennessee þar sem hann ólst upp. Stjóm- 2 málaskýrendur em ekki alveg á l sama máli um ágæti flutningsins. Mogens Glistr- up iðrast ekki ummæla sinna Mogens Glistrap, stofnandi Framfaraflokksins í Danmörku, * iðrast einskis, jafnvel þótt flokks- 1 félagar hans hóti að reka hann úr ó flokknum á ný. Tilgangur Glistr- f ups með að ganga á ný í flokkinn | var einmitt að gera allt vitlaust. 5 Hann hafði reiknað með að hætta ;; yrði á klofningi. Glistrap segir | nauðsynlegt að gera hreint í f flokknum. Á landsfundi Framfaraflokks- ins um síðustu helgi var sam- | þykkt að hleypa Glistrup aftur inn í flokkinn sem hann var rek- | inn úr 1991. En tæpri klukku- | stund eftir að banninu á Glistrap var aflétt sakaði hann flokk- s stjórnina um spillingu þar sem honum var neitað að bjóða sig | fram til stjómar. Síðastliðinn ; þriðjudag hvatti svo Glistrap til # þess að múslímum yrði haldið í i sérstökum búðum. Þeir sem ekki * hefðu yfirgefið Danmörku innan þriggja mánaða yrðu seldir hæst- bjóðandi. Jörg Haider lof- ar að vera eins og ísbrjótur Jörg Haider, leiðtogi Frelsis- flokksins i Austurríki, boðaði í S gær nýtt tímabil í austurrískmn I stjórnmáium að loknum þing- kosningunum á morgun. Hét Haider þvi að brjóta niður skrif- Ifinnsku og forréttindi eins og ís- brjótur. Ef marka má skoðanakann- anir verður Frelsisflokkur- Iinn næst- stærsti flokkur Austmríkis eft- ir kosningarn- ar, með 26 til 29 prósent atkvæða. Aðeins Jafhað- armannaflokkurinn hlýtur fleiri atkvæði eða 35 prósent. Þjóðar- ; flokknum er spáð þriðja sæti með ; 23 til 25 prósent atkvæða. Kosningabaráttan í Austurríki hefur fjallað meira um hvemig hægt verði að stjóma landinu eft- ir kosningamar án Haiders held- ur en um atvinnumál og önnur alvarleg efni. Haider, sem þekkt- astur er fyrir áróður sinn gegn innflytjendum, hefur í kosninga- baráttu sinni bent á að hinir flokkamir vísi alltaf á bug tillög- um hans. Fimm árum seinna beri : þeir upp sömu tillögur. Því sé þörf á fólki sem sé ekki svona lengi að hugsa. um. — New York 11500 ilOC 10500! 10000 10.368,61 9500 9000 Dow Jones J Á S O 400 300 200 100 0 $/t J Kauphallir og vöruverð erlendis London 6000 5500 5000 4000 6066.8 FT-SE100 J Á s 2000 1500 1000 500 0 $/t J Frankfurt 6000( 4000 6149,83 2000 DAX-40 J Á S Bensín 95 okt. S Bensín 98 okt. Hráolía 25 20 15 4 10 5 0 tunnaj 24,16 S O ‘ GE2 Crista Spánarprinsessa og eiginmaður hennar, Inaki Urdangarin, eignuðust son síðastliðinn miðvikudag. Hér sýna þau Ijósmyndurum og fréttamönnum litla soninn fyrir utan sjúkrahús í Barcelona. Sá stutti er kallaður Juan. Símamynd Reuter Javier Solana: Ofbeldi lögreglu kyndir undir mótmælum Serba
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.