Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 DV fréttir_________________________ Skuldir ríkissjóðs lækka ört: Algjört svínarí að borga háa vexti - sagði fjármálaráðherrann þegar hann kynnti Q árlagafrumvarp ið þingsins í gær. Hann sagði áríð- andi að nefnin félli ekki í þá freistni að nýta mikinn tekjuaf- gang ríkisins til að auka útgjöld eða minnka tekjur með þvi að draga úr eða „koma skattstofn- um fyrir kattarnef'. „Það er miklir framtiðarhagsmunir sem hanga á spýtunni; mikið tæki- færi til að létta byrðum af þeim sem á eftir koma. Það verður seint fyrirgefið ef við gerum það ekki,“ sagði hann. Samkvæmt frumvarpinu munu heildarskuldir ríkissjóðs við upphaf nýrrar aldar, í lok ársins 2000, nema um 30% af landsframleiðslu miðað við 51% árið 1995. 2,5 milljarða niðurskurður „Frumvarpið er mikilvægt efnahagslegt útspil af hálfu rík- isstjórnarinnar og er hugsað til að draga úr þenslu, verðhækk- unum og viðskiptahalla," sagði fjármálaráðherra. Hann kynnti sérstaklega frestun áður ákveð- inna framkvæmda. Samtals verður frestað verkefnum fyrir 2.247 milljónir króna á næsta ári en Geir sagði aðeins um frestun að ræða og að engu verkefnanna hefði verið ýtt út af borðinu. Þá væri fyrirliggj- andi að sumum þeirra yrði lok- ið á áður ákveðnum tíma þar sem vinnu við þær yrði þjappað saman á þar næsta ári. Aðgerð- irnar þýða að fjárfestingar rík- issjóðs dragast saman um 14% miðað við árið í ár. Mesti niðurskurðurinnn er í samgöngumálum, um einn milljarður króna, þar af 550 milljónir til vegamála, mest i Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæmum, 350 milljónum minna er veitt til hafnamála og 100 milljónum til flugvallagerðar. Sú upphæð sem eftir stendur, rúmlega 1.200 milljónir, er feng- in með frestun ýmissa bygging- arframkvæmda og viðhalds- verkefna, t.d. með frestun á við- byggingu Alþingis. -GAR Fyrrverandi aðstoöarfélagsmálastjóri leitar réttar síns: Óþverraleg aðför - segir hann og kveðst vændur um skjalaþjófnað „Það er góður bissnes að borga upp lán,“ sagði Geir Haarde fjármálaráðherra í gær þegar hann kynnti frumvarp sitt til fjárlaga fyrir árið 2000. Geir sagði að mjög vel hefði gengið að greiða niður skuldir ríkissjóðs og sagði vísbendingu um það vera að í stefndi að út- gjöld vegna vaxtagreiðslna myndu lækka um tvo milljarða króna á næsta ári miðað við árið 1998. Geir sagði mjög mikilvægt að nýta 24 milljarða króna láns- fjárafgang sem frumvarpið ger- ir ráð fyrir á næsta ári, að með- töldum 4 milljarða hagnaði vegna sölu eigna, til niður- greiðslu skulda en ekki til reksturs. „Því það er algjört svínarí að horga svona háa vexti,“ sagði hann og bætti við að í stefndi að ríkissjóður hefði samanlagt greitt niður skuldir sínar um 60 milljarða króna á árunum 1998-2000. Ósammála Þjóðhags- stofnun Samkvæmt frumvarpinu munu tekjur ríkissjóðs á árinu 2000 nema 205 milljörðum króna en útgjöld 190 milljörðum og dragast þau saman um 1,5% að raungildi. Geir sagði Þjóð- hagsstofnun gera ráð fyrir 3,5% verðbólgu og að góðar líkur væru á að sú spá rættist. Hann sagðist hins vegar ósammála spá Þjóhagsstofnunar um hag- vöxt á næsta ári en stofnunin teiur að hann muni hrapa nið- ur í 2,7% miðað 5,3% til 5,8% fjögur ár þar á undan. Geir sagði ólíklegt að stökkið verði svo mikið milli ára. Hann benti m.a. á að i forsendum Þjóðhags- stofnunar væri ekki gert ráð fyrir virkjana- eða stóriðju- framkvæmdum. Fjárlaganefnd falli ekki í freistni Geir kynnti fjárlagafrum- varpið fyrir fjárlaganefnd Barnaverndarstofa: Ekki neitt gefiö í skyn „Framkvæmdastjóri fjöl- 1 skyldusviðs spurði mig hreinlega ! að því hvemig mér þættu þessi gögn koma fyrir sjónir, Ég hafði á orði viö hann að það sem mér kæmi á óvart þarna í Hafnarflrði væri að þessi hluti vinnunnar, þ.e. viðtöl við börn, skyldu ekki finnast í meiri mæli í skjölunum en raun bar vitni. Ég var ekki að gefa neitt í skyn,“ sagði Guðjón Bjarnason, starfsmaður Barna- verndarstofu, sem athugaði bamaverndarmálin í Hafnarfirði og sendi tölvupóstinn til fram- kvæmdastjóra fjölskyldusviðs. I„Ég er bara að vitna í það sem starfsmennimir sögðu, þ.e. að þeir væru ekki alveg vissir um að skjöl, sem hefðu verið rituð, hefðu ratað inn i málin. Ég gat ekki vitað um þetta að neinu leyti. Þegar ég skoða þessi gögn sé ég bara það sem ég sé. Ég veit ekkert hvaða gögn eru ekki þarna.“ -JSS Einar Ingi Magnússon, fyrrver- andi aðstoðarfélagsmálastjóri Hafn- arfjarðarbæjar, íhugar að leita réttar sins eftir að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði höfðu sagt honum upp með tveggja daga fyrirvara, svo sem greint hefur ver- ið frá. Þá kveðst Einar Ingi hafa orðið fyrir „óþverralegri aðfór“ er hann hafi verið vændur um skjala- þjófnað á grundvelli plaggs starfs- manns Barnaverndarstofu. Það plagg lagði framkvæmdastjóri fjöl- skyldusviðs Hafnarfjarðarbæjar fram á fundi bæjarráðs nýlega. Forsaga málsins er sú að rann- sókn er í gangi á vegum Barna- verndarstofu. Samið var við félags- málastofnanir, þ.á m. Félagsmála- stofnun Hafnaríjaröar, um aðgengi að gögnum frá árunum 1995-1997. Starfsmaður Bamaverndarstofu fór í gegnum gögn stofnunarinnar í Hafnarfirði í sumar. I framhaldi af því barst tölvupóstur frá honum til sviðsstjóra fjölskyldumála sem fór með plaggið inn á bæjarráðsfund þar sem látið var að því liggja að gögn vantaði í umrædd mál sem eru yfir 20 talsins. Þetta var gert án samráðs við barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar. „Það er raunvera lega verið að brigsla mér um gagna- þjófnað,“ segir Einar Ingi, sem segir m.a hafi verið látið að því liggja að hann hafi tekið gögn með sér í „einkaskjalasafni" sínu. Enn var tölvupóstur frá starfs- manni Barnaverndarstofu lagður fram á fundi bæjarráðs og síðar barnaverndarnefndar þar sem hann dró til baka allar ásakanir og frábað sér frekari rannsókn á málinu. Bæj- arráð hafði í millitíðinni falið bæj- arlögmanni að gera athugun á þessu máli. Niöurstaða hans, svo og ann- arra sem að málinu komu, var á eina leið; ekkert væri athugavert við vinnslu umræddra mála, að sögn Einars Inga. „Ég ætla ekki að láta þetta óupp- gert mál. Einhvers staðar rýrir þetta mitt traust sem er algjörlega að ósekju. En það er lágt seilst til að ata fólk auri.“ Einar Ingi hefur kallað eftir gögn- um um þetta mál. Hann hefur sent erindi til bæjarlögmanns, barna- verndarnefndar og bæjarráðs um málið þar sem bornar eru upp ýms- ar spurningar og beðið um gögn. Hann bíður nú svara. Hiti hefur verið í umræðum um málið á fund- um bæjarráðs og bamaverndar- nefndar að undanfórnu. Einar Ingi segir réttindabaráttu sinni ekki þar með lokið. Hann eigi rétt til fimm ára með forgang að sambærilegum störfum sem augýst eru þegar um skipulagsbreytingar er að ræða. Staða skólasálfræðings hafði verið auglýst og í hana ráðið i millitíðinni. Hann telur að fram hjá sér hafi verið gengið við ráðning- una. „Þessi aðfór að mér nú er gerð í þeim tilgangi að draga úr mögu- leikum mínum á að fá störf sem ég á forgangsrétt að.“ -JSS mwmm i Titringur Mikið flug er á forsvarsmönn- um Skjás 1 og margt nýmæla sem ætlað er að festa stöðina í sessi. Prestssonurinn og eigandinn, Ámi Þór Vigfússon, ætlar að ganga í skrokk á Stöð 2 og klípa af henni áhorf. Meðal nýmæla eru orða- leiksþættir sem eiga að vera með þátttöku sem flestra íþróttafé- laga. Forsjár- menn Skjás 1 hringdu í öll fé- lögin og líklegt er að náist sam- an um málið. Búist er við mikl- um auglýsingatekjum í kjölfarið. Mikill titringur er sagður vera á Stöð 2 vegna bramboltsins... Skítamál Hinn alvöruþrungni frétta- maður Stöðvar 2, Eggert Skúla- son, fór á kostum i vikunni þeg- ar hann fjallaði um kúkinn í fjöra Grafarvogs. ítarleg umfjöll- un hans og nær- mynd af fjöru- kúknum varð til Jþess að hinn geð- þekki borgar- stjóri, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, áttaði j sig á því að jþetta er skíta- mál og greip | strax til aðgerða. Eggert var óvenjufrjór þar sem hann lýsti því að borgarstjórinn hefði lagt á sig ferð á Eyjabakka en fengist ekki til að skoða fjöruna við Geldinganes. Þá færðist Eggert enn í aukana þar sem hann lýsti þvi að 1,5 tonn af lambakjöti færa í veislu vegna sameiningar Slysa- vamafélagsins og Landsbjargar. „Eins gott að holræsin virki,“ klykkti hann út með... Gæðingur á bið Vandræðagangur Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra vegna ráðningar forstjóra I Leifsstöðvar ætlar engan enda að taka. Ómar Kristjánsson situr á forstjórastólnum til bráðabirgða en staðan var fyrir margt löngu aug- lýst laus til um- sóknar. Vandi ráðherrans er að of hæfir umsækj- endur sóttu um stöðuna ásamt Ómari og erfitt yrði að ráða hann varanlega. Því var þrautalendingin að ráða hann til bráðabirgða til eins árs. Gæðingurinn er við stallinn en ráðherrann þorir ekki að leggja á hann,“ sagði eldri kona innan fé- lags framsóknarkvenna í hálfum hljóðum... Með gaddavír Yfirvofandi brotthvarf Árna Þórs Sigurðssonar úr Samfylk- ingunni yfir til VG er eitt helsta mnræðuefni I stjórnmálaheimin- um. Hin skelegga Margrét Frí- mannsdóttir, tals- maður Samfylking- ar, gefur ekki mik- ið fyrir yfirvof- andi brotthlaup og lét hafa eftir sér að það hlyti að vera óþægi- legt fyrir Árna Þór að vera klofvega á girðingu. Af því tilefni orti Erla Guðjónsdóttir á Seyðisfirði. Frá gárungunum gengur hér gamansagan ljóta. Með gaddavír hún Magga er á milli sinna fóta. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.