Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 33 "V fréttir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, setti Alþingi í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra stjórnar húrrahrópum þingheims. Forsetinn er með hönd í fatla eftir óhapp fyrr í vikunni. DV-myndir gva Markaðsöflin og framkvæmdavaldið: Hallað á Alþingi - sagði forseti íslands í setningarræðu á Alþingi „Örlög byggðanna í landinu mega aldrei ráðast á þann hátt að hagnað- ur og hagræðing séu einu lóðin á vogarskálunum,“ sagði herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, í ræðu sinni við setningu Alþingis í gær. Forsetinn sagði að Alþingi væri örlagavaldur í lífi þjóðarinnar og í öndvegi stjómskipunar lands- ins en að nokkuð hefði borið á því að hallað væri á Alþingi með því að hefja hlutverk framkvæmdavalds- ins og markaðarins í æðra veldi og að sagt væri að leikreglur nútímans skipuðu Alþingi á hliðarlínu á leik- velli áhrifa og valds. „Það gleymist oft að uppspretta þess umboðs sem framkvæmdavald- ið fær er hjá Alþingi einu,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að hvorki flokksagi né forystuvald gæti fært framkvæmdavaldinu þá ábyrgð sem félagsmálaráðherra, stýrði fyrsta af núverandi alþingismönnum. herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Alþingi bæri. fundi nýsetts þings en Páll hefur Guðsþjónusta var í Dómkirkjunni yfir íslandi, fyrir altari en sr. Skúli Páll Pétursson, alþingismaður og lengst gegnt samfelldri þingmennsku fyrir þingsetninguna og þjónaði Ólafsson predikaði. Glaðar þingkonur við þingsetninguna, Bryndís Hlöðversdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Svanfríður Jónas- dóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Margrét Frímannsdóttir. í baksýn sér í Sighvat Björg- vinsson. Forræðisdeilan sem foreldrarnir unnu: Einar Oddur Kristjánsson um Skelfisk: Sjálfhætt kúfiskmiðin hafa brugðist „Þaö er sjálfhætt, því miður. Kúfiskmiðin hafa verið að bregðast og fiskifræðingar eru hræddir um að við höfum ofnýtt þau. Einu miðin ur af örlögum Skelfisks og áhrifa þeirra á atvinnuástandið. „En þetta var ákveðið brautryðjendastaif og vitað að brugðið gæti til beggja vona með reksturinn. En aðalatrið- ið er að við sjáum nýja vaxtar- brodda í bæjarfélaginu, t.d. fjöl- mörg ný störf hjá íslenskri miðlun. Þrátt fyrir áfóll höldum við ótrauð áfram að berjast fyrir bættu at- vinnulífi og afkomu íbúanna." -hlh Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vígðu nýju Skeiðarvogsbrúna yfir Miklubraut í gær. DV-mynd E.ÓI. Stúlkan ætlar í mál Einar Oddur Halldór Halldórs- Kristjánsson. son. sem hafa fengið viðurkenningu heil- brigðisyfirvalda í Bandaríkjunum, FDA, og þar sem eitthvað veiðist, eru miðin í kringum Þórshöfn. Þar er verksmiðja en við eigum þau tæki sem vantar. Þórshafnarmenn fá skip í vor og það er báðum aðilum hagstætt að Skel ÍS fari að veiða þar og að verksmiðjan verði tilkeyrð. Það er þegar búið að tilkynna Verð- bréfaþinginu að við séum að sam- einast,“ sagði Einar Oddur Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Skel- fisks á Flateyri, við DV í gær. Einar segir að um 17 manns missi vinnuna á Flateyri. Þar af séu 7-8 manns frá Þingeyri og einhverj- ir útlendingar. „En allir sem vilja geta fylgt skipinu austur." Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í ísafjarðarbæ, sagðist hafa áhyggj- „Ég ætla í mál við barnavemdar- nefnd. Ég hef hugsað þetta mjög lengi og er ákveðin í þessu. Ég á ekki góð- ar æskuminningar. Það er barna- vemdarnefnd að kenna því hún tók mig frá foreldrum mínum. Síðan við- urkenndi barnaverndamefnd mistök- in.“ Þetta segir Vigdís Björt Ómars- dóttir Ragnarsson, íslensk 15 ára stúlka sem búsett er í Noregi. Barna- vemdarnefndin í Reykjavík svipti foreldra hennar forræðinu yfir henni þegar hún var fimm ára. Vigdísi Björt var komið fyrir hjá fósturfor- eldrum. Foreldrarnir reyndu ítrekað að fá forræði yfir telpunni en án ár- angurs. Árið 1993 fluttu þau til Nor- egs með ungan son sinn þar sem þau komu undir sig fótunum. í apríl 1998 komu þau til landsins í fermingar- veislu Vigdísar. Föðurbróðir hennar hafði þá verið skipaður forræðismað- ur hennar þar sem fósturforeldrarnir höfðu sagt fóstursamningnum upp. Foreldramir tóku dótturina með sér til Noregs og sóttu forræðismálið þaðan. Það ráku þau sjálf án lög- fræðiaðstoðar. Norska barnaverndarnefndin og félagsmálastofnunin studdu foreld- rana í forræðisbaráttunni. Það var svo eftir 10 ára baráttu foreldranna sem bamaverndarnefndin í Reykja- vík ákvað að veita þeim aftur fullt forræði yfir dóttur sinni. „Þegar ég flutti til föðurbróður míns fannst mér ég loksins eiga ein- hverja fjölskyldu. En skólagangan hefur verið í molum hjá mér. Núna loksins í 10. bekk er mér farið að ganga betur í skólanum og fæ góðar einkunnir. Ég ætla í mál vegna þess að ég veit að það eru margir krakkar á mínum aldri, eldri eða yngri, sem lenda í þessu. Ég vil reyna að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það. Kannski koma fleiri á eftir og því fleiri þeim mun betra því þá verður eitthvað gert,“ sagði Vigdís. „Það veit enginn hvemig þetta er nema að hafa lent í því sjálfúr." Lögmaður hér heima hefur þegar tekið málið að sér. -JSS stuttar fréttir Dómur fyrir netfjársvik IRúmlega tvítugur maður var dæmdur í 2 mánaða fangelsi i Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik í viðskiptum á Netinu. Reyndist maðurinn sekur að því að hafa látið skuldfæra á Netinu rúmlega 35 þúsund króna reikn- ing á greiðslukort annars aðila vegna kaupa á tölvugeislaspilara. Mbl. sagði frá. Hanna Birna ráðin Hanna Bima Kristjánsdóttir stjómmálafræð- ingur, sem gegnt hefur starfi fram- kvæmdastjóra þingflokks sjálf- stæðismanna, hefur verið ráð- in aðstoðar- Iframkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Vöruskiptajöfnuður Vömskiptajöfnuðurinn við út- lönd var 2,3 ma.kr. betri fyrstu * átta mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Hástemmdar lýsingar Samkeppnisráð komst að í þeirri niðurstöðu að Ármannsfell hafi brotið gegn samkeppnislög- J um með hástemmdum yfirlýsing- um í auglýsingabæklingi vegna byggingar fjölbýlishúsa við Kirkjusand. Mbl. sagði frá. Úr lífshættu Maður sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi er mikið slasaður að sögn læknis á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, ;1 en úr lífshættu. Mbl. sagði frá. SH kaupir Stjórn SH samþykkti á fundi sínum í gær að j veita, Gunnari Svavarssyni, forstjóra félags- ins, heimild til að ganga frá samningum við Scandsea AB 'j um kaup á 20% hlut í fyrirtæk- 1 inu. Tölvuþrjótar í VÍ Tölvuþrjótar hafa brotist inn á kerfi Verslunarskóla íslands samkvæmt heimildum Vísis.is. Hafa þeir m.a. átt við verkefni nemenda og kennara og breytt £ aðgangsorðum. Nokkrum nem- | endum hefur verið vísað tíina- bundið úr skóla á meðan rann- | sókn málsins stendur yfir. Öllum sagt upp Öllu starfsfólki kjötvinnslufyr- j irtækisins Kjötkaups á Reyðar- firði, 11 manns, hefur verið sagt | upp störfum. RÚV sagði frá. Réttmæt húsleit Hæstiréttur hefur vísað frá kröfum Söiufé- lags garðyrkju- manna, Ban- ana og Ágætis, vegna aðgeröa Samkeppnis- stofnunar. Fyr- irtækin kröfð- ust þess að úr- skurður Héraðsdóms um húsleit í fyrirtækjunum yrði dæmdur 1 ólöglegur, og að gögnum yrði skilað. Aðgerðir Samkeppnis- stofnunar, undir forystu Guð- mundar Sigurðssonar, voru því rétmætar. Meirihlutinn féll Meirihluti H- og S-lista í Norð- ur-Héraði er fallinn. Tók nýr meirihluti við á sveitarstjórnar- fundi í gærkvöld. MS 30 ára Menntaskólinn við Sund, áður Menntaskólinn við Tjömina, er 30 ára um þessar mundir. Af því tilefni verður afmælishátíð í skólanum í dag. -hlh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.