Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 38
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 JUV * 50 IH Slysavarnafálag Islands og Landsbjörg sameinast: Langstærstu sjálfboðaliðasamtök á íslandi - halda stærsta einkasamkvæmi sem haldið hefur verið hárlendis um helgina Wm LAAIDSBJORG Ólafur Proppé, formaður nýju samtakanna, og Kristbjörn Óli Guðmundsson framkvæmdastjóri. DV-mynd Hilmar Þór Þau stórtíðindi eiga sér stað nú um helgina að Slysavamafélag ís- lands og Landsbjörg sameinast í ein samtök. Nýju samtökin munu heita Slysavamafélagið Landsbjörg og er félagafjöldi um 20.000. Við tókum Ólaf Proppé, formann nýju samtak- anna, tali og háðum hann að segja - okkur frá nýju samtökunum og til- drögum þeirra. „Það eru tvenn landssamtök sem eru að sameinast. Annars vegar er það Slysavamafélag íslands, sem er búið að vera til með björgunarsveit- um og slysavamadeildum hringinn í kringum landið frá árinu 1928 og hins vegar Landsbjörg sem er lands- samband björgunarsveita, fyrrver- andi hjálparsveita skáta og flug- björgunarsveita. Þar með em allar björgunarsveitir landsins, allar sjálfboðaliðasveitir á sviði björgun- armála, slysavarna- og forvarnar- starfs að sameinast undir einum hatti. Það teljum við að séu timamót í íslenskri björgunarsögu og gefi ^ möguleika á bættu björgunar- og hjálparstarfi í landinu og aukinni hagræðingu. í kjölfar þess að lands- samtökin sameinast era allmargar björgunarsveitir viða um land ann- aðhvort að sameinast eða að undir- búa sameiningu. Það þýðir væntan- lega að í kjölfar þessarar sameining- ar fækkar björgunarsveitum en þær eflast. Þeim fækkar þó ekki svo að nein hætta skapist af heldur verða sterkari einingar." Er vitað hvað margir félagar verða í þessum stóra samtökum? - „Já, það era um tuttugu þúsund einstaklingar, bæði í björgunar- sveitum og í slysavarnadeildum. Ég held að það sé ekki vafamál að þetta eru langstærstu sjálfboðaliðasamtök á íslandi sem vinna að líknar- eða hjálparstarfi og í rauninni stærstu samtök sjálfboðaliða ef við teljum ekki íþróttafélög með.“ Gefur tækifæri til að efla það góða starf sem fyrir er Hver voru tildrög sameiningar- innar? „Þessi samtök era búin að starfa saman í mörg ár og samstarfsverk- efnum hefur verið aö íjölga í gegn- um tíðina. Þessi félög hafa staðið saman að skipulagningu björgunar- aðgerða. Landinu hefur verið skipt upp í svæði og svæðisstjórnir og Já, þetta er eflaust veisla aldarinn- ar sem haldin verður í Laugardalshöll í dag því það er búist við á þriðja þús- und manns. Það er veitingamaðurinn í Múlakaffi, Jóhannes Stefánsson, og hans fólk sem sér um veisluna. „Það eru náttúrlega óskaplega margir sem koma að undirbúningnum þó að sjálf framreiðslan sé ekki ílókin. Fjöldi manns verður við pottana en þetta verður eldað bæði uppi í Laugardals- höll og eins niðri í Múlakaffi, mest þó niðri í Laugardalshöll. Undirbúingur- inn hefur staðið í um 20 daga og hef- ur verið mikið annríki," segir Jó- hannes. Þú hefur ekkert verið smeykur við að takast á við þetta? „Nei, þetta er góö ögran við veislu- þjónustuna og það er alltaf gaman að > takast á við svona risaverkefni. Þetta verður virkilega spennandi." landsstjóm hafa stýrt björgunarað- gerðum svo engir árekstrar yrðu á því sviði. Þetta hefur gengið vel í mörg ár. Við höfum rekið sameigin- legan björgunarskóla fyrir björgun- arfólk og smám saman hefur þess- um samvinnuverkefnum fjölgað. Það má kannski orða það svo að núna hafl tíminn verið kominn til að sameina. Mönnum hefur dottið þetta í hug margoft en það er ekki vandalaust að sameina samtök sem eiga sér langa og merka sögu. Það era tilfinningar, nöfn, merki og minningar og margt fleira tengt öllu félagsstarfi. Nú hafa menn náð að yfirvinna örðugleikana og horfa fram á veginn. Já, það má segja að nú var bara tíminn kominn og menn tilbúnir að sameina þessi samtök." Verður þetta þá til að bæta starf- semina þegar frá líður? „Ég held að það sé ekki vafamál og mjög ánægjulegt að þetta skuli gerast. Það er engin spuming að þetta mun efla starfið. Þessi samein- ing gefur okkur tækifæri til að efla enn betur það góða starf sem fyrir er. Ég vil líka leggja áherslu á að björgunarstarf í landinu hefur ekki verið í rúst. Það hefur í raun verið mjög öflugt og gott. Við getum þó gert gott starf enn betra með þess- um hætti.“ Islendingar fyrirmynd ann- arra í bjorgunarstarfi byggðu á sjálfboðavinnu Hver er staöa okkar íslendinga í björgunarmálum gagnvart aðilum erlendis? „Það má segja að skipulag björg- unarmála á íslandi sé dálítið sér- stakt. Það eru ekki mörg lönd sem eru með sambærilegt skipulag á björgunar- og almannavamamálum. Ástæðan er sú að flest iðnvædd ríki í veröldinni era með heri eða heimavarnarlið. Einnig er byggð víðast þéttari en hér á landi. Því era þau með öflugri lögreglu og slökkyi- lið sem sinna þessum störfum. ís- land er strjálbýlasta land í Evrópu og að auki búum við í erfiðu landi náttúrafars- og veðurfarslega séð. Hér hefur þróast miklu skipulagð- ara sjálfboðaliðastarf í björgunar- og slysavamamálum heldur en víð- ast annars staðar. Við eram því Múlakaffi og félögum stóð sem hæst þegar Ijósmyndara DV bar að garði. DV-mynd Teitur Og hvaö verður svo á boðstólum? „Við verðum með heita sjávar- réttafantasíu í forrétt og í aðalrétt verðum við með lambabuffsteik með fontantkartöflum og madeirasósu og hugsanlega fyrirmynd fyrir aðra sem eru að byggja upp björgunar- starf byggt á sjálfboðavinnu." Menn hafa unnið hlið við hlið þó að um tvenn samtök hafi verið að ræða Hvemig var málum háttað í stóru björgunaraðgerðunum, t.d. í Súða- vík og á Flateyri? „Já, þá unnu allir saman undir einni stjóm. Þá var að sjálfsögðu mikil samvinna við Almannavarnir ríkisins og almannavarnir á Vest- fjörðum. Það er gott samstarf við op- inbera björgunaraðila eins og slökkvilið og lögreglu. Þannig er smjörsoðinni grænmetisblöndu. í eft- irrétt er svo boðið upp á sælkeraköku hússins." Og það er væntanlega nokkurt magn af matvælum sem fer niður í fólkið? „Já, um þrjú þúsund stykki af kök- unni og allt í miklum fjöllum og magni. Það þarf náttúrlega að steikja lambið aUt í einu og til þess þarf níu ofna. í heildina er þetta því um eitt og hálft tonn af elduðum matvælum, bara það sem fer ofan í mannskapinn. Ég hef nú tekið ýmis verkefni að mér á mínum veitingaferli og er hann orð- inn bæði langur og strangur og góður og vinsæll en þetta er nú svakalegasta magn sem ég hef séð. Það verður gam- an að sjá viðtökumar í salnum þegar maður setur á fyrsta diskinn því þá eru 2600 eftir." -hdm það í raun í öUum björgunaraðgerð- um. Við föram aldrei í björgunarað- gerðir öðravísi en með vitund og vffja og í samstarfí við þessa opin- bera aðUa sem bera ábyrgð hverju sinni, lögreglu, flugmálayfirvöld eða almannavarnir eftir eðli slysa og umfangi aðgerða. Þannig vinna menn auðvitað hlið við hlið og hafa gert og þó að þetta starf hafi verið i tvennum samtökum núna um hríð þá eru björgunaraðgeröir fram- kvæmdar eins og af einni björgun- arsveit." Má líkja mönnum okkar í björgunarsveitunum við at- vmnubjörgunarmenn? Þjálfunarmál björgunarsveitar- manna hljóta að vera stór þáttur í starfinu. Hvemig hefur þeim verið háttað? „Sumar björgunaræfingar hafa verið haldnar hver í sínu lagi á und- anfórnum árum, en svo hafa verið æfmgar þaæ sem Qeiri aðilum hefur verið boðin þátttaka. Stundum hafa æfmgar verið landshlutatengdar og aðrar náð yfir stærri svæði. Síðan eins og áður sagði hafa samtökin staðið saman að björgunarskóla og hann hefur orðið leiðandi í þjálfun með samræmdri fræðslu bæði hvað varðar almenna þjálfun björgunar- sveitarmanna og sérhæfingu, því menn sérhæfa sig á ákveðnum svið- um björgunarstarfsins, t.d. á sviði fjarskipta, fjallabjörgunar eða sjó- björgunar. Skólinn var stofnaður fyrst af Landssambandi hjálpar- sveita skáta fyrir tuttugu og tveim- ur árum. Svo tók Landsbjörg hann yfir þegar Landsbjörg var stofnuð fyrir átta árum og síðan hefur hann verið rekinn sameiginlega af Slysvamafélaginu og Landsbjörg frá árinu 1993. Skólinn er staðsettur hér en er ekki skóli í hefðbundinni merkingu þar sem allir sækja skóla á sama stað. Hann er í rauninni far- skóli að hluta til þannig að það er farið með námskeiðin út um allt land, en þau era einnig haldin hér i Reykjavík og verða í framtíðinni líka haldin á Gufuskálum, en þar er verið að byggja upp þjálfunarbúðir fyrir björgunarsveitamenn. Þó að skólinn heiti Björgunarskóli er hann kannski meira fræðslukerfi. Það eru mörg þúsund einstaklingar sem sækja námskeiðin á ári hverju og nám- skeiðin eru fjölmörg á ótal sviðum björgunar- og slysavarnastarfs. Þessi skóli hefur líka miðlað fræðslu til almennings í formi t.d. forvamamámskeiða.1' Og era björgunarsveitarmenn á Islandi hæfir til starfans? „Já, ég held að með þeirri þjálfun sem þeir hafa fengið og með þann góða búnað sem við höfum, þá megi líkja þeim við atvinnubjörgunar- menn. Þeir eru það í raun hvað snertir búnaö og þjálfun og fyllilega hæfir fyrir viðkomandi aðstæður hverju sinni.“ 2700 manna matarveisla og ball Og þið ætlið svo heldur betur að fagna sameiningunni nú um helg- ina: „Það ætlum við að gera enda nokkurt tilefni til. í gær vora loka- þing gömlu félaganna og í morgun var stofnþing nýju samtakanna. í eftirmiðdaginn verður svo hátíðar- dagskrá í Laugardalshöllinni. Þar verða margir góðir gestir viðstadd- ir. Ávörp flytja m.a. forseti íslands, utanrikisráðherra, dómsmálaráð- herra, biskup og erlendir gestir. Um kvöldið verður svo mikil hátið í Laugardalshöllinni, en það er hátíð félaganna. Þar verða um 2700 manns í mat og svo er ball með Stuðmönnum á eftir.“ Er þetta ekki einhver stærsta veisla sem haldin hefur verið á ís- landi? „Við höldum það. Okkur er sagt að þetta sé langstærsta matarveisla sem haldin hefur verið hérlendis. Ballið er svo öragglega stærsta lok- aða einkasamkvæmi sem haldið hef- ur verið. Þeir félagar sem koma þarna koma víðs vegar af landinu. Það verða nokkurn veginn jafn stór- ir hópar utan af landi og af höfuð- borgarsvæðinu." -hdm Stærsta veisla á íslandi fyrr og síðar: Eitt og hálft tonn af matvælum ofan í mannskapinn - segir Jóhannes í Múlakaffi sem eldar fyrir 2500 manns í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.