Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 26 Hkadan ertu? ** - ------- Þarna var t.d. vetrarbeit stunduð og ástæðan fyrir því kannski hversu snjólétt er þarna og hægt að beita fé úti stóran hluta vetrar- ins. Þannig að maður var svona dálítið í gamla tímanum og fór ekki í bíó fyrr en svona 10-11 ára gamall. Það eru breyttir timar.“ Ævar Kjartansson útvarpsmaður ólst upp á Grímsstöðum á Fjöllum: Man tímana tvenna - fyrir og eftir rafmagn - fór ekki í bíó fyrr en 11 ára Uppá- haldsmat- ur: M.a. pitsa og ýmis jólamatur eins og hangi- kjöt og hamborgarhryggur. Uppáhaldsdrykkur: Kók ... Fallegasta manneskja fyrir utan maka: Eldri systirin í 10 Things I Hate About You. Fallegasta röddin: Koníaks- röddin hans Björgvins Hall- dórssonar og Megasar. Uppáhaldslíkamshluti: Krumlumar! Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkisstjórninni: Hlutlaus. Með hvaða teiknimynda- persónu myndir þú vilja eyða nótt: Marge Simpson! Uppáhaldsleikari: Keanu Reeves, Harrison Ford og Brendan Fraser. Uppáhaldstónlistarmaður: Fatboy Slim og auðvitað fullt af hljómsveitum. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Jóhanna Sigurð- ardóttir... Uppá- haldssjón- varpsþáttur: Friends. Leiðinlegasta auglýsingin: | Bónus-auglýsingamar. Leiðinlegasta kvikmyndin: j Star Trek-myndimar og alltj sem þeim tengist. Sætasti sjónvarpsmaður-j inn: Elín Hirst. Uppáhaldsskemmtistaður: Félagsmiðstöðin Miðberg. Besta „pikk-öpp“ línan: No comment. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin(n) stór: Ritstjóri á stærsta tímariti landsins og búa úti í New York í einhverri glæsivillu. Eitthvað að lokum: Minn tími mun koma! Ævar Kjartansson útvarpsmaður fluttist úr sveitinni til Akureyrar og þaðan til Brasilíu sem skiptinemi. DV-mynd Hilmar Þór Vildi sjá meira en göturnar á Akureyri Og svo ferðu að Laugum? „Já, ég fór í héraðsskólann á Laugum í Reykjadal i Suður-Þing- eyjarsýslu. Þar var ég í gagnfræða- skóla í tvo vetur og tók landspróf og siðan lá leiðin til Akureyrar, í Menntaskólann þar.“ Þá er kannski við hæfi að spyrja sömu spumingar og Áslaug Dóra var spurð í síðustu viku: Em menntaskólaárin bestu ár ævinn- ar? „Nei, langt því frá. Þetta er erf- iður aldur þessi menntaskólaár. Reyndar var þetta svolítið gaman því menn eru að springa út, menn og konur, og það er mikið nýja- brum á heiminum og margt spenn- andi. Mér fannst þessi tími dálítið Ingiberg, ritstjóri tónlistarblaðsins Sánd Ingiberg er ritstjóri tónlist- arblaðsins Sánd sem komið hefur tvisvar út. Ritstjómar- mennimir em allir ungir að árum þannig að framtakið þykir mjög markvert. Næsta tölublað kemur út í nóvem- ber og er dreift ókeypis út um allt. Fullt nafn: Ingiberg Þór Þor- steinsson. Fæðingardagur og ár: 9. nóvember 1985. Maki: Enginn. Böm: Engin. Skemmtilegast: Gefa út Sánd, spila á pianó, hlusta á tónlist og stúdera hana og gera eitthvað skemmtilegt með vinunum. Leiðinlegast: Að sitja á rass- inum inni og bora í nefið Ævar Kjartansson er líklega flestum islendingum að góðu kunnur. Hann er einn af þeim sem hafa verið eins og heimilisgestur hjá mörgum í gegnum árin. Djúp og hljómþýð rödd hans hefur yljað mörgum um hjartarætumar án þess þó að menn viti endilega hver þessi maður er og hvaðan. Ævar var fáanlegur í smáspjall og segir hér útvarpshlustendum frá upp- vexti sínum á Fjöllum og því sem við tók. Alinn upp á Gríms-stöðum „Ég er frá Grímsstöðum á Fjöll- um en þangað flutti ég þriggja vikna gamall og var tekinn í fóstur af móðursystur minni, Kristínu Axels- dóttur organista, og manni hennar, Benedikt Sigurðssyni bónda. Ég ólst upp hjá þeim alveg fram á unglings- ár þegar ég fór að fara í heimavist- arskóla á Laugum í Reykjadal og síðan Menntaskólann á Akureyri. Þetta var svona hefðbundin leið sveitamanna fyrir norðan." Barðist við snjóskaflana með sverði Hvernig var svo bamæskan á Fjöllum? „í minni minningu er afskap- lega bjart yfir barnæskunni. Ég er oft spurður hvort þetta hafi ekki verið einangrað og maður fúndið til einhvers einmanaleika en ég get nú ekki sagt það. Grímsstaðir eru eins og menn vita við Þjóð- Herðubreið. braut, eða voru því það er búið að leggja veginn fram hjá núna. Þannig að manni fannst maður vera í miðri traffikinni yfir sum- armánuðina en á veturna var allt auðvitað fámennara. En maður lærði að leika sér dálítið einn og berjast við snjóskaflana með sverði og þar fram eftir götunum." Kynntist sauðfjárbúskap eins og hann hafði verið stundaður öldum saman Var búskapur á bænum? „Já, þarna var fjárbúskapur þannig að maður ólst upp við öll svona hefðbundin sveitastörf í kringum sauðfé. Reyndar voru þarna líka kýr til heimilisfram- leiðslu á mjólk. Ég er það gamall að mér finnst ég muna tímana tvenna þar sem ég man þá tíð þeg- ar ekki var rafmagn og í rauninni var viðkvæðið að vera sjálfum sér nægur. Þá er kannski að spyrja hvenær Ævar er fæddur? „Ég er fæddur árið 1950 þannig að það er ekki fyrr en ég er 6-7 ára sem rafmagn var lagt og maður kynntist þeim nútímahátfúm. í bamæsku kynntist ég því svona sauðfjárbúskap eins og hann hafði verið stundaður áratugum og jafii- vel öldum saman að stórum hluta. erfiður. Það var nú reyndar dálít- ið erfitt ástandið á Menntaskólan- um á Akureyri á þessum tíma. Hann var staðnaður og þreyttur og ýmsir nýir straumar í loftinu. Þar má nefha ‘68 hugmyndir manna um breytingar. Það var einhver óþolinmæði í sveitamanninum. Ég var svo óþolinmóður eftir því að sjá eitthvað meira heldur en göt- urnar á Akureyri þannig að ég skellti mér á miðjum menntaskóla- tímanum sem skiptinemi til Brasilíu. Það svona sló á útþrána og ævintýralöngunina i bili að komast til útlanda. Fyrsta skipti sem ég fór til útlanda var sem sagt til Brasilíu. i Gifti sig í menntaskóla Þetta hefur verið nokkurt stökk úr sveitinni til Akureyrar og svo til Brasilíu. „Jú, þetta var nokkuð stórt stökk fyrir sveitamanninn.“ Svo lýkurðu stúdentsprófi og ferð svo bara beint í bæinn, eða hvað? „Ja, nokkum veginn. Ég gifti mig reyndar þegar ég var í sjötta bekk. Við nýgiftu hjónin vorum svo eitt ár eftir útskrift í Neskaupstað að vinna. Eftir það fór maður að vinna hjá Útvarpinu og I Háskólann og þar fram eftir götunum. Nú fyrir utan einhverja dvöl í Ítalíu og Frakklandi hef ég búið hér í Reykja- vík síðan." Hefðbundin leið sveitamannsins á þessum tíma á mölina? „Já, eigum við ekki að segja það.“ -hdm ^VIývatn Grímstaðir á fjöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.