Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 DV
m
Litir úr lokuðum heimi
Sigurður og Gísli sem hafa stundað myndlistarnám hjá Öldu Sveinsdóttur vinna eftir gerólíkum aðferðu. Gísli er
vatnslitamálari en Sigurður vinnur í olíupastel. DV-myndir ÞÖK
Sumir heimar eru okkur lokaðir.
Heimur einhverfra og heyrnarlausra
hefur ekkert aðgengi fyrir okkur hin
þrátt fyrir tæknibyltingar, jafnvel þótt
við komumst til tunglsins, vitum allt,
kunnum allt og getum allt. Allir okk-
ar vitsmunir og vísindasnilld eru fá-
nýt tæki þegar við stöndum andspæn-
is slíkri fótlun.
Þaö er stundum sagt að listir séu
ekki bara málverk, söngur, dans, leik-
ræn tjáning eða ritað orð, heldur sé
listin öflugt samskiptatæki. Þegar við
heyrum söngverk sem samin voru
fyrr á öldum í Mið-Evrópu skiljum við
strax á tjáningunni um hvað þau eru,
þótt við skiljum ekki orðin. Þegar við
sjáum myndlistarverk frá framandi
landi áttum við okkur fljótt á því
Sigurður notar minnstu pastelmol-
ana og nudda þá út.
hvers konar samfélag er verið að tjá
og hvaða tilfinningar listamaðurinn
ber í brjósti til þess lands. Og það er
auðvitað þessi sama list sem er eina
tækið sem getur sagt okkur sögur úr
heimi einhverfra og heyrnarlausra,
sögur af því hvemig þeir sjá heiminn
og hvaða tiifinningar þeir bera til
hans.
Á mánudaginn, þann 4. október,
verður opnuð einstök sýning á Mokka
við Skólavörðustíg þar sem saman
sýna tveir einhverflr og heyrnarlaus-
ir menn, þeir Sigurður Þór Elíasson
og Gisli Steindór Þórðarson. Sigurður
vinnur verk í olíupastel og Gísli sýnir
vatnslitamyndir. Gerólíkir listamenn
sem einnig hafa gerólíka nálgun í
vinnu sinni - en mikið að segja.
Vatnslitir og olíupastel
Gísli er fæddur í Gaulverjabæ í Ár-
nessýslu árið 1954. Faðir hans var
skólastjóri þar og Gísli ólst upp í for-
eldrahúsum til sex ára aldurs,
næstyngstur fjögurra systkina, en
fluttist þá á Kópavogshæli. Þar bjó
hann þar til hann fluttist á sambýlið
að Lækjarási 8 í Reykjavík á vormán-
uðum 1998. Gísli er einhverfur, heym-
arlaus og þroskaheftur. Vegna fotlun-
ar sinnar átti hann ekki kost á skóla-
göngu við hæfi þegar hann var á
skólaaldri. Þó fór hann hluta úr vetri
í Heymleysingjaskólann. Hann sótti
einnig myndlistarnámskeið hjá full-
orðinsfræðslu þjálfunarskólans fyrir
nokkrum misserum.
Á fyrri hluta ársins 1999 sótti Gísli
myndlistamámskeið hjá
Öldu Sveinsdóttur í
vatnslitamálun og er af-
rakstur þess námskeiðs
á sýningunni á Mokka.
Sigurður er fæddur
árið 1964 i Neskaupstað
og ólst þar upp til átta
ára aldurs, yngstur flög-
urra systkina. Þá komst
hann í skóla fjölfatlaðra
en hann er einnig ein-
hverfur, heymarlaus og
þroskaheftur. Sigurður
var einnig í Kjarvals-
húsi og Öskjuhlíðar-
skóla. Sextán ára fór
hann í Sólheima í
Grímsnesi þar sem hann
var við leik og störf uns
hann fluttist til Reykja-
vikur á sambýli að Byggðarenda. A
vormánuðum 1998 fluttist Sigurður á
sambýlið Lækjarási 8.
Á Sólheimum fékk Sigurður
nokkra þjáifun í notkun pastellita hjá
frönskum starfsmanni þar. Á fyrra
hluta ársins 1999 var hann einnig á
námskeiði hjá Öldu Sveinsdóttur og
sýnir afrakstur þess námskeiðs á
Mokka.
Lýkur alltaf við myndirnar
Gísli sýnir vatnslitamyndir og
þegar kennari þeirra, Alda Sveins-
dóttir, er spurð um vinnuaðferðir
þeirra segir hún Gisla byrja á því
að teikna myndir sínar mð blýanti
vegna þess að hann hafi verið fast-
ur í að teikna út frá hringjum og
hún hafi því þurft að velja fyrir-
myndir handa honum. „Hann hef-
ur gengið beint til verks og veit ná-
kvæmlega hvemig hann á að vinna
myndina," segir Alda. „Ef hann
lendir í strandi horflr hann á mig
og réttir mér blýantinn og þar sem
ég er takmörkuð í táknmáli reyni
ég að fara inn í hugsunina hjá hon-
um og sýna honum á mjög einfald-
an hátt hvemig hann getur haldið
áfram. Síðan heldur hann áfram og
hann lýkur alltaf við myndina.
Ég reyni að gera eins lítið og
mögulegt er til þess að láta hann
halda áfram. Þá er myndin hans.
Síðan raða ég upp vatnslitum fyrh
hann og læt hann hafa litina og
pensla. Hann lítur spyrjandi á mig
og ég gef honum merki um að
halda áfram. Það hefur verið
skemmtilegt hvað Gísli hefur oft
valið bjarta liti. Hann er líka per-
sónulegur í þvi hvemig hann vinn-
ur andlit á fólki, augun em oft op-
in og starandi og svo gerh hann
nefið oftast á sinn sérstaka hátt. Að
öðru leyti fylgir hann útlínum."
Notar mikinn líkamlegan kraft
Sigurður vinnur í olíupastel og
vinnur þá þannig að hann vill taka
minnstu molana af pastellitunum
og nudda þá út, horfa á hvemig ár-
angurinn verður. Svo bæth hann
við og bæth við. „Sigurður getur
orðið mjög ákafur og þá nofar
hann mikinn líkamlegan kraft í að
vinna litina," segh Alda. „Hann er
sfundum latur að byrja en nær upp
miklu kappi á meðan á því stendur
að vinna myndina.
Sigurður byijaði aðeins á þess-
ari myndgerð á meðan hann var á
Sólheimum og þá var það franskur
maður, Benjamín, sem sá hvemig
hann vildi vinna, virti þetta per-
sónulega hjá honum og leyfði hon-
um að halda áfram í því. Þetta hef-
ur haldið áfram á námskeiðinu hjá
mér 'og ég finn að þetta á mjög vel
við hann.“
Þegar Alda er spurð hvort það sé
ekki erfitt að vinna með svo fötluð-
um einstaklingum svarar hún því
neitandi. „Þeh era oftast ákaflega
glaðh að loknu verki og finnst þeh
hafa verið að afreka eitthvað - sem
þeh hafa vissulega verið að gera.“
-sús
Gísli vinnur eftir fyrirmyndum og byrjar á því að
teikna mótívið með blýanti.
Svipuhögg í stað
punktakerfis
- hert viðurlög við umferðarlagabrotum í Sádi-Arabíu
Ráðuneyti umferðarmála í
Jeddah í Sádi-Arabíu hefur hafið
herferð gegn auknum fjölda um-
ferðaróhappa með því að herða
viðurlög. Þar 1 landi hefur það
lengi tíðkast að láta akstur
krakka eða unglinga óáreittan og
ekki var óalgeng sjón að sjá jafn-
vel tólf ára gutta skutlast með
móður sína í aftursætinu.
Umferðarlögreglan í Riyadh hóf
herferðina með því aö stöðva öku-
menn af handahófi til að fullvissa
sig um að þeir hefðu tilskilin
vega- og ökuréttindi. Þar sem
akstur gegn rauðu ljósi er aðalá-
stæða dauðaslysa þar í landi hef-
ur ráðuneytið ákveðið 900 sádiar-
abiskra ríala sekt (18.000 kr.) fyr-
h þannig brot, auk 3 daga i fang-
elsi. Sama refsing er fyrir akstur
á móti umferð og of hraðan akst-
ur.
Ógætilegur og hættulegur akst-
ur, eins og sú list þeirra Sádi-
Araba að taka handbremsubeygj-
ur fyrir horn og í gegnum U-
beygjur, felur einnig í sér sekt.
Þess háttar ökumenn fá hámarks-
refsingu, 1.500 SAR, auk 20 daga
fangelsis og 20 svipuhögga.
Samkvæmt frétt dagblaðsins
Al-Madinah verða farþegar í fylgd
þessara ökumanna einnig sektað-
h um 1.500 SAR og fá einnig 20
svipuhögg. Þrátt fyrir þetta lét yf-
irmaður lögreglunnar í Baba hafa
það eftir sér að slysum hefði
fækkað i umdæmi hans og sagði
hann það vera vegna aukinnar
vitundar Sádi-Araba um hversu
hættuleg umferðarmenningin þar
í landi er orðin. Hann útskýrði
einnig að hlutverk lögreglu-
manna myndi beinast meha að
því að finna lögbijóta og að fylgst
yrði sérstaklega með öryggisbelta-
notkun sem verður orðin skylda
frá og með fyrsta degi ramadan
sem er 9. desember samkvæmt
okkar tímatali.
-NG
"Swa
ID
f lillill|||!||
m — ’.........4
| iii iii iii in
Gatnamót í miðborg Jeddah með mosku í baksýn.