Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 62
j, 7, myndbönd ★ ★ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 > K v i k m Welcome to the Dollhouse Óhamingja ★★★ Líflð er ekki auðvelt hjá stúlkunni Dawn Wi- ener (Heather Matarazzo). Hún er heldur ófríð og klæðnaður hennar er vægast sagt skelfllegur. Hún er nýbyijuð í gaggó og þar er niðst á henni miskunnar- laust. Eldri bróðir hennar er leiðinlegm- lærdómshest- ur en litla systirin óþolandi uppáhald foreldra sinna sem eru engu skárri. Er þetta eitthvert líf? Leikstjórinn Todd Solondz átti eina albestu mynd nýliðinnar kvikmyndahátíðar. Þótt Welcome to the Dollhouse gangi hvergi nærri jafntlangt og Happiness umlykja hana sömu gnmdvallaráherslur. Bandaríska millistéttin er tekin fyrir af áður óþekktu miskunnar- leysi og sýnd i sinni hryllilegustu mynd. Áhorfendur vita hreinlega ekki hvort þeir eiga að hlæja eða gráta yfir ósköpunum á skjánum. Svo segir mér hugur að Solondz eigi eftir að verða lykilhöfundur í bandarískri kvikmyndagerð innan tíðar eða kannski hann sé orðinn það nú þegar. Welcome to the Dollhouse hlotnaðist fjöldi verðlauna og átti Heather Matarazzo sín svo sannarlega skilin. Hún leikur Dawn af mikilli sannfær- ingu og leggur grunn að góðri mynd. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Todd Solondz. Aðalhlutverk: Heather Matarazzo, Matthew Faber, Daria Kalinina, Brendan Sexton og Eric Mabi- us. Bandarísk, 1995. Lengd: 89 mín. Bönnuð innan 12. -BÆN Cube Hetjur og ★★Á Mikið af þeim vísindaskáldskap sem sést á hvíta tjaldinu er enn fastur í tjötrum uppruna síns, lé- legu bílabíósmyndunum frá sjötta áratugnum. Megnið af þessu er ódýrt rusl og ekkert sérstaklega vel gert eða áhugavert. Vísindaskáldskapur getur hins vegar verið skemmtilegur ef vel er með farið og ég hef alltaf gam- an af því þegar ein og ein mynd rís upp yflr meðal- mennskuna, eins og Cube gerir þótt hún fari ekki eins hátt og sumar aðrar. Cube hefur nokkra af göllum B-myndanna. Leikar- amir eru fremur slappir og hugmyndafræðin á bak við söguna er afar ósannfærandi, eiginlega fremur bjána- leg. Hún bætir það hins vegar upp með ákveðnum ferskleika og þori. Sögusviðið er frumlegt, eins konar þrívíddarvölundarhús með teningslaga herbergjum og lífshættulegum gildrum hér og þar. Nokkrar persónur vakna inni í því, grunlausar um hvers vegna þær séu þama og þurfa að sameina krafta sína til að komast út. Hugmyndin er soldið sniðug og ágæt- lega unnið úr henni og persónumar em skemmtilega uppbyggðar. Hlutverk- in em vel skrifuð og sveiflast frá hetju td skúrks og öfugt. Spennan í handrit- inu byggist einmitt mikið á þessari tvíræðni. Útgefandi Stjörnubíó. Leikstjóri Vincenzo Natali. Aðalhlutverk: Nicole de Boer, Andrew Miller, Nicky Guadagni, David Hewlett og Maurice Dean Wint. Kanadísk, 1997. Lengd 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -FJ skúrkar Ravenous Mannætutryllir ★★★ Antonia Bird varð fræg fyrir mynd sína, Priest, en hún hefur auga fyrir fleiru en dramatískri samfé- lagsrýni eins og hún sýndi síðan með hinni ofbeldis- fullu og miskimnarlausu Face. Hér kemur hún með léttlyndan spennuhroll. Myndin segir frá hermanni sem sendur er í fjarlægt virki vestan við Siema Nevada-fjöllin þar sem hann kemst í kynni við mannætur. Guy Pearce leikur her- manninn ágætlega en er leiðinlegasta persóna myndar- innar. Hann er samviskan í myndinni og þarf því að vera alvarlegur og ábúðarmikill meðan hinir leikar- amir mega leika sér. Þar fer fremstur í flokki Rohert Carlyle sem leikur sturlaðan ferðalang af miklum krafti. Ravenous fetar einstigið milli klassísks, gamaldags bókmenntahryllings og svartrar kómedíu af mikiili list. Sagan er auðvitað út í hött en leikstjórinn nær nokkrum spennandi augnablikum og leikaramir gæða persónurnar lífi þannig að i heildina er myndin vel í skárri kantinum sem afþreying. Pæling- ar myndarinnar um dekkri hliðar mannssálarinnar eiga hins vegar lítið er- indi í nútíma kvikmyndagerð. Útgefandi Skífan. Leikstjóri Antonia Bird. Aðalhlutverk: Guy Pearce og Robert Carlyle. Bandarísk, 1998. Lengd 97 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Celebríty Stjörnustælar ★★Á Blaðamaðurinn Lee Simon (Kenneth Branagh) er orðinn langþreyttur á taugaveikl- aðri eiginkonu sinni, Robin (Judy Davis). Hann segir skilið við hana og reynir að öðlast lífsfyll- ingu innan um fræga fólkið. Lee liunar einnig á kvikmyndahandriti sem hann grátbiður stjörn- urnar um að koma á hvíta tjaldið. Þótt það gangi skrautlega fyrir sig jafnast það vart á við kynni hans af kvenkyninu. Robin, sem er í fyrstu miður sín eftir skilnaðinn, tekur aftur á móti stakkaskiptum eftir óvænt kynni á lýtaað- gerðastofu. Woody Allen er afkastamikill sem endranær þótt hann taki sér frí frá leiknum í þetta skiptið. Það er Branagh sem fær hlutverk hinnar dæmigerðu Allen persónu og er honum reyndar nokkur vorkunn því oft er sem hann sé að leika „Allen“. Að vanda koma fjölmargar aðrar stjörnur við sögu en hlutverkin eru þess eðlis að ímyndir þeirra skipta meiru en leikhæfileikamir. Oft er myndin skemmtilega sjálfshæðin þótt ekki risti háðið djúpt. Þá saknaði ég Allens, hann er svo mikill sjarmör. Útgefandi Myndform. Leikstjóri Woody Allen. Aðalhlutverk: Kenneth Branagh, Judy Davis, Winona Ryder, Melanie Griffith og Leonardo DiCaprio. Bandarísk, 1998. Lengd 116 mín. Bönnuð innan 12. -BÆN Kvikmyndahátíð á myndbandaleigunum - þriðji hluti Ég er nú búinn að fjalla nokkuð rækilega um ýmsar athyglisverðar kvikmynda- hátíðarmyndir sem gefnar hafa verið út á myndbandi síðustu árin. Öðra hvora gefa íslenskir myndbanda- útgefendur út litla gullmola sem ekki hafa komið í bíó og mun ég nú benda á nokkra slíka. Ræningjadrottning Myndir sem gerðar era í enskumælandi löndum (Bandaríkin, Bretland, ír- land, Ástralía, Kanada) eiga ágæta markaðssetningar- möguleika en myndir frá öðram löndum eiga erfiðara uppdráttar. Leið slíkra á myndbandamarkaðinn hér liggur í flestum tilvikum í gegnum kvikmyndahátíð- amar, þ.e. þær fáu sem á þær komast. Ég man þó eft- ir einni góðri sem fór beint á leigumar en það var at- hyglisverð, sannsöguleg, indversk mynd um konu sem gerðist leiðtogi ræn- Citizen Ruth. Laura Dern í titilhlutverkinu. stríðandi fylkinga þegar hún verður ófrísk. Fresh er sláandi mynd þar sem aðalsöguhetjan er níu ára gutti úr fátækrahverfi sem sendist með eiturlyf fyrir smákónga hverflsins. Þegar hann fær nóg einn daginn set- ur hann af stað áætlun þar sem hann etur flkniefnabar- ónum hverfísins hverjum gegn öðrum og sigrast á þeim með kaldri herkænsku sem hann lærir við skákborðið. Myndin er í senn niðurdrep- andi volæðisdrama og upp- örvandi hetjusaga, líður seint úr minni. Rauðhetta og úlfur- inn Að lokum ætla ég að nefna eina af mínum uppáhalds- myndum, Freeway, þar sem ævintýrið um Rauðhettu er fært á einkar hugmyndarík- an hátt á þjóðvegi Bandaríkj- anna. Kynferðislegu tilvísan- irnar í ævintýrinu era færð- ar upp á yfirborðið en í þetta skiptið er Rauðhetta ekki eins mikið fómarlamb og í ævin- týrinu. Hún er tímanna tákn, ung- lingsstúlka, sem þrátt fyrir ákveð- ið sakleysi er sjálfstæð og lætur ekki vaða yflr sig. Reese Wither- spoon og Kiefer Sutherland era mjög eftirminnileg í hlutverkum Rauðhettu og úlfsins. í þessum greinum hef ég ein- göngu fjallað um þær myndir sem íslenskir myndbandaútgefendur hafa gefið út síðustu árin en úrval- ið og fjölbreytnin í útgáfunni hafa aukist mjög mikið. Það er þó til hellingur af frábæram myndum sem aðeins er hægt að nálgast ótextaðar í betri leigum bæjarins og væri alltof langt mál að fara yflr það en leigur eins og Aðalvídeó- leigan, Laugarásvídeó, Vídeóhöllin og eflaust einhverjar fleiri hafa séð sóma sinn í að bjóða upp á gott úr- val jaðarmynda. Funny Bones 1995. Oliver Platt í hlutverki skemmti- kraftsins. -PJ ingjaflokks. Myndin heitir Bandit Queen og hefur ýmislegt að segja um stöðu kvenna í stærsta lýðræð- isríki heimsins. Ef við færum okkur þá til Bret- lands vil ég neflia tvær mjög ólíkar myndir, Funny Bones og Nil By Mouth. Funny Bones er skemmti- lega undarleg kómedía með Oliver Platt í aðalhlutverki. Margir góðir grinleikarar eru í henni en Lee Evans (The Fifth Element, Mouse Hunt) fer á kostum með trúðagríni sinu. Nil By Mouth er hins vegar hrottalega átakanleg mynd um alkó- hólisma, eiturlyf, atvinnuleysi og heimilisofbeldi en hún er fyrsta leikstjórnarverkefni stórleikarans Garys Oldmans. Vestur um haf Föram þá vestur um haf og kíkj- um þar fyrst á Affliction, öflugt drama byggt á bók eftir Russel Banks sem einnig skrifaði bókina sem The Sweet Hereafter var gerð eftir. Nick Nolte og James Cobum eru frábærir í helstu hlutverkunum en myndin fékk litla athygli hér- lendis þangað til Cobum fékk öllum að óvöram óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt. Citizen Ruth er skemmtilega ófyr- irleitin mynd sem fjallar á hæðnis- legan hátt um hræsnina í kringum deilur fylgjenda og andstæðinga fóstureyðinga í Bandaríkjunum. Laura Dem fer á kostum í hlutverki óábyrgs sniffara sem verður bitbein Myndbandalisti vikunnar SÆTI FYRRI VIXA VIKUR Á LISTA TITILL ÚT6EF. TEG. 1 í 1 2 Payback WnerMjndr Spenna 2 2 3 PatchAdams CIC Myndbönd Caman 3 NÝ 1 She's all that Skifan Gaman 4 13 2 Festen Háskóbbw Drama 5 4 3 Facolty Myndfoim Spenna 6 NÝ 1 LoUta SAMMyndbönd Drama 7 3 4 Comiptcr Myndform Spenna 8 7 8 Blast Frotn Tbe Past Myndfonn 9 6 6 BasketbaH CfC Myndböod Gaman 10 5 6 You've Got Mail WafnerMyndr Drama 11 NÝ I 1 1 Onetough cop Myndform Spemta 12 8 7 Night At The Roxbuiy dCMyndböod Gaman 13 10 1 6 Thin Red Line Skífan Draraa 14 9 3 Rushmore SAM Myndbönd Gaman 15 15 2 Utlevoice Skrfan Gaman 16 14 5 1 still know what you did... Skffan Spemu 17 11 3 1 Freemoney Myndform Gaman 18 Al 4 i Pemanent midnight SAMMyndbönd Drama 19 S NÝ 1 Eaithly possession Beffvðt Dranu 20 17 3 How Stella got her groove back Skífan Gaman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.