Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 64
76 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 1-lV Qárikmyndir > — AHORFENDUR áhorfendur I Happiness ÍblÍrfUr&Jfe Sýndkl. 9og11. Sýndkl. 3og5. Sýnd6.30.9og11.30. ALVÖRU BÍÚ! mpolby STAFRÆNT ■"«»»» HLJOÐKERFI í UJ V ÖLLUM SÖLUM! -uU-Ll TAKTl/ ÞATT GUNUM OG ÞU KSMST SANNtÆtKAmjM THE GENERAL’S &AUGHTER DÓTTIR FORINQJANS EMENDUR lENNARAN Tomners BIG DADDY ADAM SANDLER * I John Travolta og Madeline Stowe. Háskólabíó frumsýndi i gær Dóttur hers- höfðingjans (General’s Daughter), nýja spennu- mynd sem gerist aö mestu leyti innan her- stöðvar þar sem önnur lögmál gilda en fyrir utan girðinguna. John Travolta leikur foringja í lögregluliði hersins, Paul Brenner, sem feng- inn er til að rannsaka morðmál en dóttir hers- höfðingja eins, sem sjálf var yfirmaður i hern- um, hefur verið myrt. Þótt Brenner hafl völd til að handtaka hvem sem er innan herstöðv- arinnar, allt frá hershöfðingjum niður í óbreytta, rekur hann sig fljótt á vegg þegar hann fer að yfirheyra fóður stúlkunnar, Camp- bell hershöfðingja (James Cromwell), sem þekktur er fyrir heiðarleika og hörku og er einn virtasti hershöfðingi í Bandaríkjaher og er í slagnum um varaforsetaembætti Banda- ríkjanna. Þar sem hershöfðinginn og hans nán- ustu óttast það versta í rannsókn Brenners eru honum fengnir tveir aöstoðarmenn, Sarah Sunhill (Madeline Stowe) og Kent höfuðs- maður (Timothy Hurtton). Saman fara þau í gegnum líf fómarlambsins og komast að ýmsu sem ekki þolir dagsins ljós innan veggja herbúð- anna og brátt kemur í ljós að nokkrir hafa haft ástæðu til að drepa dótturina og meðal grun- aðra er hershöfðinginn sjálfur og höfuðsmennimir Fowler (Cl- arence Williams) og Moore (James Woods), báðir nánir samstarfsmenn hershöfðingj- ans. Auk upptaldra leikara má geta þess að leikstjórinn kunni John Frankenheimer leikur einn hershöfðingjann. Leik- stjóri Dóttur hershöfingjans er Simon West, sem ekki verður annaö sagt um en að hafi byrjað feril sinni i Hollywood með glæsibrag, en hans fyrsta kvik- mynd var spennumyndin Con Air með Nicholas Cage í aðal- hlutverki. West er breskur og réði sig til BBC árið 1981. Vann hann sig fljótt upp virðingarstig- ann og leikstýrði mörgum þekkt- um sjónvarpsmyndum, bæði leikn- um og heimildamyndum. Þegar West hætti hjá BBC fór hann um stundarsakir i auglýsingabransann og gerði einni tónlistarmyndbönd vann til verðlauna fyrir slíkar mynd- ir. Leið hans lá tll Bandaríkjanna snemma á tíunda áratugnum og vann til að byrja með aðallega við gerð aug- lýsingamynda og varð einn af leik- stjórunum sem gerði garðinn frægan hjá Propaganda Films. Pepsi auglýsing sem hann gerði fyrir úrslitaleikinn í ameríska fót- boltanum árið 1995 vakti mikla athygli og vann til margra verðlauna, meðal annars á Kvik- myndahátíðinni í Cannes. General’s Daughter er önnur kvikmynd hans i fullri lengd sem hann gerir. -HK Dóttir hershöfingjans: Hneyksli Kevin Spacey og Annette Bening í hlutverkum sínum í American Beauty: Óskarsverðlauna- kantídatinn, American Beauty Frá því American Beauty var frumsýnd, á kvikmyndahátíð- inni í Toronto fyrir nokkrum vikum, hefur myndin hlotið mik- ið lof og eftir að hún fór til almennra sýninga hefur aðsókn far- iö stigvaxandi. Hún er í dag meðal vinsælustu kvikmynda í Bandaríkjunum þótt hún hafi verið sýnd í mun færri kvik- myndahúsum en stóru myndirnar. Strax var talað um að Amer- ican Beauty myndi verða heit þegar að óskarsverðlaunum kæmi og nú eru menn þess fullvissir að American Beauty er sú kvikmynd sem reikna þarf með á næstu mánuðum þegar þær myndir sem stóru fyrirtækin telja líklegastar til óskarsverð- launa verða settar á markaðinn. American Beauty er svört kómedía og fjallar um mann sem fær alveg nóg af leiðinlegu starfi og óþolandi hjónbandi. Hann fer að lifa tvöfóldu lífi, breytir sér í töffara þegar tækifæri gefst, en afleiðingarnar eru dapurlegar. Kevin Spacey og Annette Bening sem leika aðalhlutverkin fá bæði mjög góða dóma fyrir ieik sinn, sérstaklega þó Spacey sem þykir öruggur um tilnefn- ingu til óskarsverðlauna. Það er Draumasmiðja Stevens Spielbergs og félaga sem fram- leiðir American Beauty og stóð Spielberg sjálfur á bak við gerð hennar. Hann fékk handritið i hendur frá höfundinum AÍan Ball og hreifst svo af, að hann yfirbauð nokkra aðila sem höfðu gert boð í handritiö. Það sem meira er, hann bauð Bretanum Sam Mendes, þekktum sviösleikstjóra, að leikstýra myndinni. Mendes haiði enga reynslu af kvikmyndum, en hafði vakið-at- hygli fyrir sviðsetningu sína á Cabaret og The Blue Room á Broadway. í viðtali segist Sam Mendes að það hafi tekiö hann tiu ár að heröa upp hugann og leikstýra kvikmynd. „Ég var alltaf svo hræddur um að mér myndi mistakast að ég frestaði þessu alltaf þótt hugur minn stæði til kvikmynda. Það var aftur á móti mik- ill heiður fyrir mig þegar Steven Spielberg boðaði mig á sinn fund og bauö mér að leikstýra American Beauty. Hann sagði: „Það er eitthvað i þessu handriti sem heillar mig. Lestu það yfir og gefðu mér svo svar“. Ég fann strax fyrir sama spenningnum og eftir þaö var ekki aftur snúið. Mendes segir að Spielberg hafi gefið honum eitt gott ráð að lokum: „Ef þú færð allt í einu hug- dettu um frábært „skot“, framkvæmdu það og eigðu svo við af- Ieiðingamar eftir á". -HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.