Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1999, Blaðsíða 8
8 L AU G ARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 DV fréttir Smásöluverslun meö lyf á íslandi fyrir og eftir mars 1996: Frá lénsveldi til frelsis Það hefur gengið mikið á á vett- vangi lyfjasmásölunnar síðan rekstur apóteka var gefinn frjáls eftir að hafa verið háður leyfum stjórnvalda um áratugi. Allt fram til vorsins 1996 höfðu stjórnvöld úthlutað lyfjafræðingum lyfsölu- leyfum sem í reynd líktust mjög gamla lénsskipulaginu þegar kóng- ar úthlutuðu aðalsmönnum land- svæðum að léni. Lénsherrar skatt- lögðu síðan sveitunga sína og stóðu svo kóngi sínum skil á viss- um hluta teknanna. Lyfsöluleyfi náðu til ákveðinna svæða og þóttu jafnan með eftirsóknarverðustu gæðum. Sá sem hlaut lyfsöluleyfi hafði þar með fengið tryggt traust og gott lifibrauð nánast til æviloka og þurfti ekki að óttast vesen eins og samkeppni. Lénsskipulagið aflagt Allt breyttist þetta vorið 1996 þegar Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra lagði þetta léns- skipulag af og gaf heimildir til reksturs lyfjabúða frjálsan að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum um fagþekkingu. Um 20 nýjar lyfja- búðir voru opnaðar fljótlega um landið allt og gömul apótek voru lögð niður. Apótek á íslandi eru nú í kring- um 66 talsins en voru 44 þegar lénsskipulagið féll. Samkeppnin hefur líka leitt til þess að lyfjaverö hefur lækkað umtalsvert og gagn- stætt því sem andstæðingar frels- isins héldu fram að myndi gerast hefur þjónusta við neytendur al- mennt batnað, ekki aðeins í þétt- býli heldur líka á landsbyggðinni. Þótt neytendur greiði nú lægra verð fyrir lyf en meðan gamla lénsskipulagið var við lýði hefur lyfjakostnaður hins opinbera þó ekki lækkað í heildina að sögn Ingólfs Petersen, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu. Fyrir því eru aðrar ástæður sem Ingólfur Petersen lýsir svo: „Vandamálið sem allur hinn vestræni heimur á við að glíma er að stöðugt koma ný og ný lyf á markaðinn sem eru sérhæf og dýr. Þetta er einfaldlega þannig að ef veita ætti öllum alla hugsanlega þjónustu þá dygðu fjárlög íslenska ríkisins ekki til,“ segir Ingólfur Petersen. í þessu samhengi má benda á jnnis mjög dýr lyf eins og t.d. eyðnilyf og nýtt gigtarlyf, sem miklar vonir eru bundnar við, hafa komið fram á sjónarsviðið á allra síðustu árum. Ársskammtur- inn af þessum lyfjum kostar gjarn- an í kringum eina milljón króna. Þetta, sem og það að meðalaldur þjóðarinnar fer hækkandi, er meg- inástæða þess að lyfjakostnaður hins opinbera hefur ekki lækkað þrátt fyrir að samkeppnin í smá- sölunni i íslandi hafi lækkað út- söluverð þeirra lyfja sem algeng- ust voru og eru enn og þótt hinn almenni vinnandi maður taki nú stærri þátt í lyfjakostnaði en áður var. Það mætti því spyrja þeirrar spurningar hversu mikið sam- keppnin hefur náð að halda í skefj- um lyfjakostnaði hins opinbera. Hvernig væri ástandið ef léns- skipulagið væri enn við lýði? Nýtt viðskiptaumhverfi Fyrstu áhrif samkeppninnar á lyfsölumarkaðnum urðu þau að nýjar lyfjabúðir voru opnaðar. Lyija hf. var frumkvöðullinn og opnaði sína fyrstu verslun, stór- verslimina í Lágmúla í Reykjavík, nánast um leið og frelsið gekk í garð. Fljótlega stofnsettu Bónus og Hagkaup lyfjaverslanir einnig og almennt lyfjaverö lækkaði og er enn þann dag í dag lægra en það var áður en lénsskipulagið féll , ef marka má vísitölur. En frels- ið var vissulega ekki allra hag- ur og viðskipti margra gömlu lyfsalanna drógust saman. Til- vera þeirra var ótryggari í hinu nýja samkeppnisumhverfí. Gróft reiknað töldu menn að sjúklingar högnuðust um allt að 900 milljónir á fyrsta ári lyf- sölufrelsisins eins og kom fram í frétt DV í febrúar sl. Og einhvers staðar hefur það komið niðm-. í dag eru apótek talsvert fleiri en var þegar frelsið var innleitt. Þá voru apótekin 44 en eru núna í tæplega 70. Um 45 þeirra eru utan lyfsölukeðjanna þriggja. Hræringarnar sem hófust í mars 1996 á lyfsölumarkaðin- um eru alls ekki gengnar yfir. Gömul apótek hafa hætt störfum, apótekarar hafa stofnað hlutafélög um starf- semina í stað þess að reka hana fyrir eigin reikning eins og áður tíðkaðist og endur- speglaðist sterklega í skatt- skrám fyrri ára þegar apótek- arar voru meðal hæstu gjald- enda. Hlutafélög apótekara héifa verið að sameinast, m.a. í apótekakeðj- unni sem rek- ur apótek undir nafn- inu Lyf og heilsa. Þá sameinuð- ust nokkrir apótekarar um rekstur Háa- leitisapóteks, eink- mn til að létta af sér kvöð um nætm- og helgi- dagavaktir. Apótekið er nú opið Fréttaljós Stefán Ásgrimsson allan sólarhringinn. Sumir þeirra sem nú eiga Háaleitisapótek eru einnig þátttakendm í keðjunni Lyf og heilsa. Þessar hræringar allar hafa nú leitt til þess að þijár sterkar lyfja- búðakeðjm eru orðnar til. Þær eru Lyfja hf. sem enn rekm stóra lyfja- búð í Lágmúla í Reykjavík. Auk hennar rekm Lyfja hf. tvö önnm apótek á höfuðborgarsvæðinu, í Kópavogi og Hafnarfirði. Lyfja hef- m einnig náð traustri fótfestu á landsbyggðinni og rekm apótek á J w Egilsstöðum síðan 1. júlí sl. Frá apótekinu á Egilsstöðmn rekm Lyfja útibú á Fáskrúðsflrði, Reyð- arfirði, Eskifirði, Stöðvarfirði og Borgarfirði eystra. Og frá apótek- inu að Setbergi í Hafnarfirði rekm lyfja útibú í Grindavík. Þá á Lyfja þriðjungshlut í Ámesapóteki á Selfossi og í Húsavíkmapóteki. Loks tekm Lyfja senn við rekstri apóteksins á Neskaupstað sam- kvæmt heimildum DV. Ingi Guðjónsson er fram- kvæmdastjóri Lyfju. Hann segir að í rauninni sé Lyfja frumkvöðull í lækkun á lyfjaverði. Síðan smá- sala á lyfjum var gefin ffjáls hafi mikið breyst sem fyrst og fremst hafi orðið neytendum til hagsbóta. „Lyfiaverð hefm lækkað verulega í kjölfar mikillar verðsamkeppni. Þá hafa apótek aukið mjög fiöl- breytni í þjónustu. Þau bjóða nú upp á breiðara vöruúrval en áðm var. Þjónustan er í heild orðin á mun hærra stigi en áðm, auk þess sem almenn samkeppni er nú til staðar sem var ekki áðm. Lyfsölukeðjur - kall tímans Nýlega hefm verið stofhuð keðja eldri apóteka. Keðjan er rekin undir nafninu Lyf og heilsa en félagið að baki henni heitir Hagræði hf. Hagræði l! annast innkaup og skrifstofu- hald fyrir apótekin innan ' keðjunnar. Apótekin sem þessa keðju mynda eru 12 talsins; Ingóífsapótek í Kringlunni, Lyfiabúðin í Kringlunni, Breiðholtsapótek í Mjódd, Holtsapótek í Glæsi- bæ, Vestmbæjarapótek við Melhaga, Apótek Austmbæj- ar við Háteigsveg og Rauðar- árstíg og Hraunbergsapótek, öll í Reykjavík, Ölfusapótek í Hveragerði, Selfossapótek, Stjömuapótek á Akureyri, Akmeyrarapótek og Sunnu- apótek, einnig á Akmeyri. Þóranna Jónsdóttir, lyfia- og rekstrarhagfræðingur, er framkvæmdastjóri Lyfia og heilsu. „Við errnn að svara kalli tímans og sameinast í eina keðju. Með því viljum við gera okkm sýni- legri og trúverð- ugri og ná betri inn- kaupum sem skila sér í betra vöruverði. Við erum því að koma fram með nýtt andlit og nýtt viðmót," sagði Þóranna í samtali við DV. Þóranna sagði að vissulega væru fiölmörg apótek enn starfandi ein og sér, en þau sem væru innan keðjanna þriggja yrðu trúlega mest áberandi á markaðnum næstu misserin í það minnsta. Aðspmð hvort vænta mætti þess að fleiri apótek en þau 12 sem þegar eru innan keðjunnar bætist í hópinn. „Við erum á markaðnum á þeim forsendum að vera góðm valkostm fyrir við- skiptavini. Við ætlum að auka dreifingu okkar, en hvort það verður með því að fá inn fleiri ap- ótek sem þegar eru í rekstri eða stofna ný á eftir að koma í ljós.“ Ávinningur neytenda Þriðja keðjan, Apótek, er í eigu Baugs og rekstrarfélagið að baki henni heitir Lyfiabúðir ehf. Innan Apóteka eru níu apótek og það tí- irnda á leiðinni, eitt er á Akmeyri en hin eru á Reykjavíkmsvæðinu. í Reykjavík er keðjan Apótek með útsölm- að Iðufelli 14, Spönginni, Skeifunni og um miðjan mánuð- inn verðm opnuð lyfsala í verslun Nýkaups i Kringlunni. í Kópavogi er apótek Apóteka við Smiðjuveg 2 og á Smáratorgi, á Seltjarnarnesi við Suðmströnd 2, í Hafnarfirði í verslanamiðstöðinni Firði og loks er apótek í Hagkaupsversluninni á Akmeyri. Guðmundm Reykjalín er fram- kvæmdastjóri Apóteka. Honum er efst í huga sá ávinningm sem neytendur hafa notið af hinu breytta fyrirkomulagi. Hann bend- ir á að Almannatryggingakerfið hafi um hver áramót sem liðin eru síðan frelsið var innleitt, minnkað þátttöku sína í lyfiakostnaði. Að- spmðm hvað honum sé hugstæð- ast eftir að frelsi í lyfsölu var inn- leitt nefnir Guðmundm ávinning neytenda af lægra lyfiaverði í kjöl- far frelsis í lyfsölu. Þetta síst mjög skýrt þegar breytingar lyfiaverðs- visitölunnar i framfærsluvísitöl- unni eru skoðuð frá því i mars 1996. Þá var lyfiaverðsvísitalan stillt af við 100. í dag, þremur og hálfu ári síðar er hún rétt yfir 90. „Áður en frelsið var innleitt fór allt venjulega á annan endann í þjóðfélaginu þegar ríkið breytti þátttöku sinni í lyfiakostnaði sjúk- linga. í þau þrjú skipti sem ríkið hefm síðan dregið úr þátttöku i sinni í lyfiakostnaði, hefm hins vegar ekkert heyrst. Það er náttúr- lega bara vegna þess að samkeppn- in tekm þetta að mestu leyti á sig. En auðvitað eru takmörk fyrir því hve lengi það getm gengið," sagði Guðmundm Reykjalín við DV. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.