Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 Útlönd Stuttar fréttir x>v Vilja ekki að Blair styðji bar- áttu Gores Breskir stjórnarerindrekar reyna að koma í veg fyrir að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, styðji A1 Gore, varaforseta Banda- ríkjanna, í baráttu hans fyrir að verða forseti. Þetta kom fram í Financial Times í morgun. Samkvæmt ónafngreindum breskum embættismönnum vill Blair styðja Gore til þess að við- halda nánu sambandi banda- rískra demókrata og breska Verkamannaflokksins. Starfs- menn breska utanríkisráðuneyt- isins vilja að Blair taki ekki jafn skýra afstöðu, sérstaklega þar sem nú er útlit fyrir að repúblikaninn George Bush geti hlotið forsetaembættið. Áminntur fyrir að greina frá spillingu ESB Paul Van Buitenen, sem í fyrra greindi frá spillingarmálum er leiddu til falls framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, hef- m- fengið opinbera áminningu frá vinnuveitendum sínum. Buitenen, sem er starfsmaöur Evrópusambandsins, ESB, skrif- aði í desember I fyrra bréf til Evr- ópuþingsmanns. í bréfinu greindi hann frá því sem hann taldi vera misferli ESB. Evrópuþingmenn brugðust við með því að hóta að neita að viðurkenna ársreikninga ESB fyrir 1996. Rannsókn Evrópu- þingsins leiddi í ljós svo alvarleg brot að framkvæmdastjómin varð að víkja. Buitenen finnst hann með- höndlaður eins og glæpamaður. Samkvæmt nefndarúrskurði braut hann gegn gildandi reglum. Þær voru þó sagðar óskýrari en þær ættu að vera. Tugir særðust í Bardagar færast nær höfuðborg Tsjetsjeníu: Tugir þúsunda leggja á flótta Tugþúsundir Tsjetsjena hafa lagt á flótta frá heimkynnum sínum af ótta við allsherjarstríð rússneskra hersveita við heimamenn. Flótta- mennirnir hafa farið inn í ná- grannalýðveldið Ingúsetíu þar sem ástandið er orðið erfitt. Bardagarnir í Tsjetsjeníu eru þeir verstu síðan í stríðinu á árun- um 1994 til 1996 þegar rússneskar hersveitir urðu að lúta í lægra haldi fyrir aðskilnaðarsinnum. Bardagarnir nú eru komnir í námunda við höfuðborgina Grosní. Rússar eiga í höggi við uppreisn- armenn múslíma sem þeir segja að hafist við í fjöllum Tsjetsjeníu. Uppreisnarmennimir réðust inn í nágrannalýðveldið Dagestan fyrr íhaust og þeim er einnig kennt um sprengjutilræði i nokkmm borgum Rússlands þar sem nærri þrjú Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands. hundruð fórust. Uppreisnarforingj- ar og leiðtogar Tsjetsjena segjast aftur á móti hvergi hafa komið nærri tilræðunum. Haft hefur verið eftir rússneska hershöfðingjanum, Gennadí Trosjev, að rússnesku hersveitun- um hefði tekist að tryggja svæðið að landamærum Tsjetsjeníu, eins og Vladímír Pútín forsætisráö- herra hefði fyrirskipað. Pútín sagði í gær að markmið hemaðaraðgerðanna væri að ganga milli bols og höfuðs á hryðjuverka- mönnum. Hann sagði að rússnesku hersveitirnar væru skammt frá ánni Terek, um það bil 40 kíló- metra norðaustur af Grosní, án þess að skýra það nánar. Tsjetsjen- ar segjast hafa skotið niður rúss- neska orustuflugvél með Stinger- flaug. Jacques Chirac Frakklandsforseti og Bernadette, eiginkona hans, komu sátu í gærkvöld kvöldverðarboð Jóhanns Karls Spánarkonungs í konungshöllinni í Madrid. Chirac er í tveggja daga opinberri heimsókn á Spáni. Er það fyrsta opinbera heimsókn fransks þjóðarleiðtoga til Spánar frá því fyrir borgarastríðið 1936 til 1939. Símamynd Reuter. jaröskjálfta í Tyrklandi Belo biskup snýr aftur heim til Austur-Tímor Tugir slösuðust í jarðskjálfta er reið yfir suðvesturströnd Tyrk- lands í nótt. Margir slösuðust er þeir stukku út um glugga skelf- ingu lostnir. Skjálftinn, sem mældist 5,2 á Richter, reið yfir um fjögurleytið aö staðartíma. Upptök hans vom nálægt ferða- mannastaðnum Marmaris. Nær sjötíu manns vom fluttir á sjúkra- hús vegna meiðsla sinna. Einn maður hryggbrotnaði við að stökkva niður af svölum sínum. Mikil skelfipg greip um sig meðal íbúa svæðisins og í morgun voru bæði íbúar og ferðamenn enn á götum úti. Sprungur komu í fjölda bygginga í Marmaris þangað sem þúsundir ferðamanna koma á sumrin. Gefið var frí í skólum bæjarins í dag á meöan meta átti tjón. íágúst siðastliðnum biðu nær 16 þúsund manns bana í jarð- skjálfta í norðvesturhluta Tyrk- lands. Um 50 þúsund slösuðust í þeim skjálfta. Carlos Belo, biskup og friðarverð- launahafi Nóbels, ætlar að snúa aft- ur til Austur-Tímor á morgun, að því er talsmaður Sameinuðu þjóð- anna greinir frá. Belo neyddist til að flýja eyjuna í septemberbyrjun vegna árása vígasveita á bústað hans. Frelsisleiðtoginn, Xanana Gusmao, lýsti því yfir um helgina að hann vonaðist til að geta snúið aftur til Austur-Tímors um miðjan þennan mánuð. Belo er nú staddur í Ástralíu. Þangað kom hann eftir ferð um Evr- ópu þar sem hann ræddi meðal ann- ars við fulltrúa páfagarðs, ráða- menn í Þýskalandi og Portúgal. Starfsmenn hjálparsamtaka reyna nú að koma vistum til flótta- fólks á svæðum sem friðargæslulið- ar hafa enn ekki komist til. Og í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, hófst Matvæladreifing er nú hafin í Dili á Austur-Tímor. Símamynd Reuter í morgun dreifmg á um 700 tonnum af hrísgrjónum. Þrátt fyrir að ekki sé hægt aö sjá merki um hung- ursneyð í Dili hefur matur verið af skomum skammti frá því að víga- sveitirnir tóku að herja í borginni í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði eyjunnar. Að sögn fulltrúa Rauða krossins, höföu höfuðborgarbúar lifað á hrís- grjónum, ávöxtum, rótum, græn- meti og laufum á meðan þeir voru á flótta. Um 60 manns söfnuðust saman fyrir utan rústir húss Belos biskups í morgun til að sækja 50 kílóa hrís- grjónapoka. Þau eiga að duga fimm manna fjölskyldu í 25 daga. Þegar mannfjöldinn virtist verða órólegur hvatti nærstödd nunna fólk til að krjúpa á kné og þakka fyrir matar- gjöfina. Vegartálmar fjarlægðir Breskar friðargæslusveitir í Kosovo fjarlægðu i morgun vegar- tálma sem Serbar í bænum Polje höfðu komið upp. Serbar veittu ekki neina mótspyrnu þegar veg- artálmarnir voru Qarlægðir. Ný stjórn Obuchis Keizo Obuchi, forsætisráð- herra Japans, hefur myndað nýja stjórn þriggja flokka. Ýmsir gamlir ráðherr- ar verða áfram í lykilstöðum í stjórninni og gert er ráð fyrir að efnahags- stefnan verði svipuð og fyrr. Ríkisstjórn hef- ur nú 357 þingmenn á bak við sig í neðri deild þingsins og hún hef- ur einnig meirihluta í efri deild- inni. Hlýtt í Bretlandi Nýliöinn septembermánuður vai' sá hlýjasti í Bretlandi í funm- tíu ár, að sögn bresku veðurstof- unnar. Meðalhitinn í mánuðinum var 15,4 gráður á celsíus, nærri tveimur gráðum meira en í meðalári. Frakkar fá eina viku Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur gefið frönsk- um stjórnvöldum eina viku til að aflétta banni við innflutningi á bresku nautakjöti. Að öðrum kosti verður farið í mál við þau. Kókaín á seðlum Kókaínleifar er að finna á meira en 99 prósentum allra pen- ingaseðla sem eru í umferð í London, að sögn breska útvarps- ins BBC. Skjaldborg um Schröder Þýskir jafnaðarmenn hafa sleg- ið skjaldborg um leiðtoga sinn, Gerhard Schröder kanslara, í kjölfar árása sem hann hefur orðið fyrir frá Oskari Lafontaine, fyrr- um flokksleiðtoga og ráöherra. Lafontaine gagn- rýnir Schröder harðlega 1 nýrri bók sinni og efast meðal annars um hæfni hans til að stjóma. Slegist um þingforseta Stjómmálaflokkar í Indónesíu munu slást um sæti forseta þings- ins á fundi í dag. Þau átök eru eins konar æfing fyrir átökin um nýjan forseta landsins sem verður kjörinn síðar í mánuðinum. Búist er við að frambjóðandi Golkar, fyrrum stjórnarflokks, verði kjör- inn þingforseti. Slepptúr haldi Lögregla í írska lýðveldinu sleppti í gær sex manns sem hún handtók um helgina. Fólkið var grunað um að ætla að fremja sprengjutilræði. Diskó í dauðabúðum Yfirvöld í pólska bænum Oswi- ecim hafa veitt leyfi fyrir diskó- teki í gömlu útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz. Gyðingar og fleiri mótmæltu hástöfum. Bondevik með afgang Kjell Magne Bondevik, forsæt- isráðherra Noregs, og stjóm hans lögðu fram fjár- lagafrumvarp næsta árs í gær. Vegna síhækk- andi olíuverðs að undanförnu er gert ráð fyrir tekjuafgangi upp á tæpa átta hundruð millj- arða íslenskra króna. Ef ekki kæmu til auknar tekjur af olíusölu væri ríkissjóður Noregs rekinn með umtalsverð- um halla, eða á annað hundrað milljarða íslenskra króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.