Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 24
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 Hringiðan i>v Hrafn Jökulsson, aðalstjarnan í kvikmyndinni Grand Rokk eftir Þor- finn Guðnason, skoraði á spjótkastarann Einar Vilhjálmsson í skák áður en frumsýning myndarinnar hófst á Grandaranum á föstudaginn. Leikritið Fedra eftir Jean Racine var frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á föstudaginn. Að sýningu lokinni var haldið létt frumsýning- arpartí þar sem leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Hilmir Snær Guðnason voru hinir hressustu. Kvikmyndagerðarmaðurinn Dagur Kári kom, sá og sigr- aði á kvikmyndahátíð Norðurlandanna, Panorama, sem haldin var hér á dögunum. Leikararnir úr stuttmyndinni „Old spice“, Rúrik Haraldsson, Eggert Þorleifsson og Karl Guðmundsson, voru ásamt Kára á fyrstu sýningum mynda hans í Háskólabíói á laugardaginn, en þar eru þær nú sýndar í stuttan tíma. Um helgina var opnuð ný ölstofa í Engihjalla í Kópavogi sem hlotið hefur nafn- ið Riddarinn. Um helgina fögnuðu eigendurnir þau Þórhallur Maack og Gyða Bárðar- dóttir opnuninni ásamt vinum og vandamönnum. Nýr Pizza Hut-staður var opnaður á föstu- daginn. Margrét Valdi- marsdóttir, Birna Rún- arsdóttir og Fríða Rakel Kaaber sáu um að boðsgestir hefðu nóg að bita og brenna. Hörkuball var haldið í Laugar- dalshöllinni að lokinni sam- elningu Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands á laugardaginn. Gréta og Gunn- hildur voru á ballskónum. Slysavarnafé- lagið Landsbjörg var stofnað upp úr tvelmur stærstu björgunarsveitum landsins á laugardaginn. Sigurður Gústafsson og Jónas „hetja“ Guðnason halda hér á nýjum fána félagsins. Aldamótatíska Bjargar og Val- gerðar í Spaksmannsspjörum var frumsýnd á Metropolitan- tfskukeppnlnni sem haldin var í íslensku Óperunni á föstudag- inn. DV-myndir Hari Á nýja Pizza Hut-staðnum, sem var opnaður á Sprengisandi, neðst við Bú- staðaveginn, er hægt að kæla sig niður með smáís eftir allt pitsuátlð. Gunnhild- ur og Óskar skelltu sér alia vega á ís og sáu ekki eftir því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.