Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR S. OKTÓBER 1999 Afmæli___________________ Karl Georg Magnússon Karl Georg Magnússon, öryggis- fulltrúi íslenskra aðalverktaka hf., til heimilis að Hraunsvegi 11, Reykjanesbæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Karl Georg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk miðskólaprófi frá Réttarholts- skóla, lærði húsasmíði hjá Kristvini Jósúa Hanssyni i Reykjavík 1970-74, lauk sveinsprófi í húsasmíði 1974, stundaði nám við Meistaraskóla Iðnskólans í Reykjavík 1974-75, stundaði nám í verkstjórnarfræðum hjá Iðnþróunarstofnun íslands 1976 og hefur sótt fjölda námskeiða í ör- yggis- og umhverfismálum vegna starfa sinna.. Karl var birgðavörður hjá Pósti og síma 1964-70. Eftir iðnnám vann hann um tíma hjá Smíðaval sf., var síðan húsasmiður og verkstjóri hjá Kristni Sveinssyni húsasmíðameist- ara 1975-76, var húsasmiður og verkstjóri hjá Dverghömrum sf. á Keflavíkurflugvelli 1976-92 og hefur verið öryggisfulltrúi hjá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflug- velli frá 1992. Karl sat i stjórn Hjálp- arsveitar skáta í Reykja- vík 1964-71, í stjórn Iðn- sveinafélags Suðurnesja 1978-83, í stjórn Sam- bands byggingamanna 1980-94, í sambands- stjóm ASÍ 1981-92, í stjórn Iðnaðarmannafé- lags Suðurnesja frá 1987, í stjórn Starfsmannafé- lags íslenskra aðalverk- taka hf. frá 1977 og for- maður þess frá 1978, og situr í neyðarvarnar- nefnd Suðurnesjadeildar Rauða kross íslands frá 1984. Fjölskylda Karl kvæntist 11.3. 1972 Sigrúnu Sighvatsdóttur, f. 23.3. 1945, skrif- stofumanni. Hún er dóttir Sighvats J. Gíslasonar afgreiðslumanns og Ingveldar Hafdísar Guðmundsdótt- ur, húsmóður og sjúkraliða. Börn Karls og Sigrúnar era Hilm- ar Þór, f. 16.8.1973, nemi í viðskipta- fræði við HÍ, í sambúð með Hall- dóru Hálfdánardóttur, nema í hjúkrunarfræði; Ingveldur Hafdís, f. 25.3. 1976, nemi í bóka- safnsfræði við HÍ, í sam- búð með Starra Frey Jónssyni stjórnmálafræð- ingi; Guðlaug Björk, f. 25.10. 1977, nemi i við- skiptafræði við HÍ, í sam- búð með Birgi Guðfinns- syni viðskiptafræðingi. Systkini Karls eru Jón Hjaltalín, f. 2.4.1948, verk- fræðingur og fram- kvæmdastjóri; Hilmar Þór, f. 21.7. 1959, verk- stjóri í Reykhólahreppi. Hálfsystir Karls, sammæðra, er Bergþóra Magnúsdóttir, f. 7.11.1944, skrifstofumaður. Foreldrar Karls eru Magnús Jóns- son, f. 27.11. 1918, vélvirkjameistari og vélstjóri, og Guðlaug Bergþórs- dóttir, f. 16.11. 1927, húsmóðir og matreiðslukona. Ætt Magnús er sonur Jóns Hjaltalins, b. á Kamhi í Reykhólasveit, Brands- sonar, bróður Daníelu, ömmu Krist- jáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals hf. Móðir Magnúsar var Sess- elja Stefánsdóttir, bróður Snæ- björns, hreppstjóra í Hergilsey, afa Snæbjörns Jónassonar vegamála- stjóra. Stefán var sonur Kristjáns, b. í Hergilsey, Jónssonar, hreppstjóra á Kleifum, Ormssonar, b. í Fremri- Langey og ættfóður Ormsættarinn- ar, Sigurðésonar. Guðlaug er dóttir Bergþórs, bif- reiðastjóra í Reykjavík, bróður Hannesar, fyrrv. forstjóra Hampiðj- unnar. Bergþór var sonur Páls, skipstjóra í Gufunesi, Hafliðasonar, og Guðlaugar Ágústu Lúðvíksdótt- ur. Móðir Guðlaugar er Þórdís, syst- ir Jónínu, móður Jóhannesar Helga rithöfundar. Þórdis er dóttir Jó- hannesar, trésmiðs í Reykjavík, bróður Guðrúnar, ömmu Magnúsar Gestssonar, rithöfundar og kennara, en bróðir Jóhannesar var Jón, afi Jóns Reykdal listmálara. Jóhannes var sonur Jóns, b. á Indriðastöðum, Jónssonar, b. á Sámsstöðum, Jóns- sonar, hreppstjóra, dbrm. og ættfoð- ur Deildartunguættarinnar, Þor- valdssonar. Móðir Þórdísar var Helga Vigfúsdóttir, óðalsb. á Sól- heimum í Mýrdal, Þórarinssonar og Þórdísar Berentsdóttur. Karl Georg Magnússon. Elísabet Bogadóttir Elísabet Bogadóttir húsmóðir, Heiðarhrauni 30b, Grindavík, er níræð í dag. Starfsferill Elísahet fæddist í Kaupangi í Öngulsstaða- hreppi, átti heima í eitt ár að Kjarna, flutti síðan með foreldrum sínum að Ytra-Hóli þar sem fjölskyldan var búsett í átta ár og flutti síðan með fjölskyldunni til Akureyrar. Elísabet stundaði húsmóðurstörf á Akureyri eftir að hún gifti sig. Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur 1952. Þar starfaði Elísabet við Sænska frystihúsið í nokkur ár og var síðan skoðunarkona í frystihús- inu Sjófangi til sjötugs er hún hætti Elísabet Bogadóttir. að starfa utan heimlisins. Þau hjónin fluttu þá til Grindavíkur þar sem þau hafa búið síðan. Fjölskylda Elísabet giftist 21.5. 1938 Jóni Kristjánssyni, f. 1.1. 1901, fyrrv. verkstjóra. Hann er sonur Kristjáns Hans Jónssonar, prent- smiðjustjóra á ísafirði, og Guðbjargar Bjarnadóttur húsmóður. Dóttir Elísabetar frá því áður var Jónína Guðný Guðjónsdóttir, f. 26.8. 1931, d. 14.7.1973, húsmóðir og versl- unarmaður í Reykjavík, var gift Ágústi Jónssyni skipstjóra en böm þeirra eru Bogi, fréttastjóri við rík- issjónvarpið, og Emilía húsmóðir. Böm Elísabetar og Jóns eru Gréta Jónsdóttir, f. 3.9. 1938, starfs- kona við Sjómannastofúna í Grinda- vík, ekkja eftir Hallgrím Jónsson en börn hennar eru Elísabet Kristjáns- dóttir húsmóðir, Jón Þór Hallgríms- son, sölustjóri hjá SÍF í Kanada, Hjálmar Hallgrímsson, lögreglu- þjónn í Grindavík, og Jóhann Þor- grímur Hallgrímsson þjónn; Guð- björg Jónsdóttir, f. 19.3. 1940, hús- móðir í Reykjavík en böm hennar eru Grétar Karlsson fiskverkandi og Brynjar Bergþórsson matreiðslu- maður; Bogi Brynjar Jónsson, f. 13.3. 1943, starfsmaður hjá Slippfé- lagi Reykjavíkur en sambýliskona hans er Sólveig Berndsen en börn hans eru Jón Brynjar Bogason, starfsmaður hjá Aski, og Elísabet Bogadóttir. Langömmubörn Elísabetar eru nú sextán, auk þess sem hún á eitt langalangömmubarn. Systkini Elísabetar: Brynhildur, f. 14.4. 1901, d. 1943, búsett á Akur- eyri; Þorsteinn, f. 2.9. 1904, nú lát- inn, vörubifreiðastjóri á Akureyri; Bekkhildur, f. 23.11. 1902, nú látin, húsmóðir á Akureyri; Haraldur, f. 2.12.1912, vörubifreiðastjóri á Akur- eyri; Júlís, f. 2.12. 1912, nú látinn, forstjóri Stefnis á Akureyri. Foreldrar Elísabetar voru Bogi Ágústsson, f. 21.3. 1878, d. 31.8. 1944, ekill á Akureyri, og Jónína Guðný Pálsdóttir, f. 3.4. 1870, d. 20.6. 1945, húsfreyja. Ætt Bogi var sonur Ágústs Jónssonar, b. á Torfufelli í Eyjafirði, og k.h., Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Jónína var dóttir Páls, b. í Narfa- staðaseli í Reykjadal, og k.h., Elísa- betar Jónsdóttur. Ragnheiðui Brynjólfsdóttir Ragnheiður Brynjólfsdóttir, tölvukennari og nemi í Viðskipta- háskólanum, er fimmtug í dag. Starfsferill Ragnheiður fæddist í Ólafsfirði. Hún lauk stúdentprófi frá MA 1969, íþróttakennaraprófi frá íþrótta- kennaraskóla íslands 1970, stundaði nám við Statens Spediallærerhög- skole í Noregi 1984-86 og lauk þaðan B.Ed.-prófi 1986, lauk námi í mark- aðs- og útflutningsfræðum frá End- urmenntunarstofnun HÍ 1997 og er nú við nám í tölvunarfræðideild Viðskiptaháskólans í Reykjavik. Ragnheiður hefur lengst af unnið við kennslu, við Búðaskóla á Fá- skrúðsfirði 1970-71, við grunnskól- ana í Ólafsfirði 1970-82, við Lunda- skóla á Akureyri 1982-84 og var sér- kennari á Barnageðdeild við Dal- braut 1986-87. Ragnheiður var framkvæmda- stjóri innflutningsfyrirtækis 1987-95, en hefur frá 1995 verið tölvukennari. Ragnheiður átti sæti í stjóm skíðadeildar Leifturs á Ólafsfirði og var formaður deildarinnar 1979-82, var stofnandi og fyrsti formaður Ólafsfjarðardeildar Garðyrkjufélags íslands, og var ritari Skíðaráðs Ak- ureyrar 1982-84. Fjölskylda Sonur Ragnheiðar og Gísla Björnssonar Blön- dal rafvirkja: Björn Brynjar, f. 14.4. 1968, d. 14.5.1987, nemi við skíða- menntaskóla í Noregi. Ragnheiður giftist 7.8. 1971 Sigurði Ómari Jóns- syni, f. 10.6. 1948, bifvéla- virkja á Ólafsfirði. Þau skildu 1980. Foreldrar hans voru Jón Guðjóns- son, f. 15.9. 1912, d. 25.2. 1992, skipstjóri á Ólafs- firði, og k.h., Bára Arn- grímsdóttir, f. 1.8. 1916, d. 15.2. 1990, húsmóðir. Börn Ragnheiðar og Sigurðar Ómars era Silja Bára, f. 23.4. 1971, MA í alþjóðasamskiptum og utan- ríkisþjónustu frá University of Southern California 1997, og stund- ar nú doktorsnám við sama skóla; Brynjólfur, f. 12.7. 1974, viðskipta- fræðingur og starfar sem upplýs- ingastjóri fjármála- og þróunarsviðs Eimskips. Systkini Ragnheiðar: Guðrún, kennari, f. 23.1. 1948, d. 12.7. 1998, forstöðukona skóladagheimilis; Helga Pálína, f. 31.8. 1953, textíl- hönnuður og skrifstofu- stjóri Listaháskólans en maður hennar er Jón Gauti Jónsson, landfl*æð- ingur; Sveinn Ragnar Brynjólfsson, f. 26.5. 1955, d. 19.11. 1994, skipulags- arkitekt en kona hans var Sigrún H. Guðjóns- dóttir hjúkrunarfræðing- ur. Foreldrar Ragnheiðar: Brynjólfur Sveinsson, f. 26.10. 1914, d. 12.7. 1981, kaupmaður og símstöðv- arstjóri á Ólafsfirði, og k.h., Sigurbjörg Helgadóttir, f. 9.3. 1919, húsmóðir. Ætt Brynjólfur var sonur Sveins Bergssonar, b. á Skeggjabrekku í Ólafsfirði, síðast húsmanns á Skeiði í Svarfaöardalshreppi, og k.h., Lilju Ámadóttur húsfreyju, síðar á Hær- ingsstöðum í Svarfaðardal Sigurbjörg er dóttir Helga Jó- hannessonar, smiðs og fiskmats- manns á Ólafsfirði, og k.h., Guðrún- ar Pálínu Jóhannesdóttur hús- freyju. MUNUM! Barn má aldrei vera í framsæti bíls með öryggispúða, hvorki barnabílstól né í sætinu. iUMFERÐAR \ RÁÐ Ragnheiður Brynjólfsdóttir. DV Til hamingju með afmælið 5. október 80 ára Finnur Kristinsson, Víðimel 36, Reykjavík. Haraldur Ringsted, Aðalstræti 8, Akureyri. Eiginkona hans er Jakobína Stefánsdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. 70 ára Bjami Þórarinsson, Réttarholti 10, Selfossi. Haraldur Ólafsson, Klapparstíg 1, Akureyri. Magnea Katrín Bjarnadóttir, Suðurgötu 65, Akranesi. Ólöf Kristín Erlendsdóttir, Háaleitisbraut 36, Reykjavík. Sigurgeir Ragnarsson, Grund, Höfn. 60 ára Eva Maria Hegent Lehmann, Norðurbrún 10, Reykjavík. 50 ára Guðbjörg Jóna Jakobsdóttir, Engihjalla 11, Kópavogur. Kolbrún Kristjánsdóttir, Rjúpufelli 18, Reykjavík. Ómar Kristmannsson, Huldubraut 19, Kópavogi. Sigrún Valgerður Guðmundsdóttir, Nesbala 120, Seltjamamesi. 40 ára Aðalheiður Birgisdóttir, Hagamel 27, Reykjavík. Friðrik Helgason, Miðtúni 1, Dalvík. Friðrika Þórunn Ámadóttir, Vallartröð 6, Akureyri. Grétar Helgason, Seljalandsvegi 46, ísafirði. Gunnar Larsen, Dalsgerði 6c, Akureyri. Gyða Ásgeirsdóttir, Klausturhvammi 18, Hafnarfirði. Hafdís Ármannsdóttir, Kóngsbakka 5, Reykjavík. Jóhannes Halldórsson, Laufengi 52, Reykjavík. Magnús Hauksson, Heiðarbrún 34, Hveragerði. Óðinn Eymundsson, Júllatúni 1, Höfn. Róbert Hilmar Níels Haraidsson, Hraunteigi 23, Reykjavík. Signý Jóhannesdóttir, Blómvangi 20, Hafnarfirði. Sigríður G Valdimarsdóttir, Hrauntungu 51, Kópavogi. Sigríður Haraldsdóttir, Lambhaga 38, Selfossi. Ögmundur Einarsson, Miðtúni 19, Höfin. aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.