Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999
9
I>V
Útlönd
Neikvæð viðbrögð
við stórsigri Haiders
Þjóðarflokkurinn í Austurríki
hafði í gær ekki gefið upp vonina
um að hljóta annað sæti í kosning-
unum þrátt fyrir allt og fara þar
með fram úr Frelsisflokknum,
flokki hægri þjóðemissinnans Jörgs
Haiders. Eftir er að telja um 200
þúsund utankjörstaðaatkvæði. Sam-
kvæmt bráðabirgðaúrslitum hlaut
Frelsisflokkurinn 27,2 prósent at-
kvæða en Þjóðarflokkurinn 26,9.
Dragi Þjóðarflokkurinn sig út úr
stjómarsamstarfinu við Jafnaðar-
mannaflokkinn, sem hlaut rúmlega
33 prósent atkvæða, munu jafnaðar-
menn líklega reyna að mynda
minnihlutastjórn. Viktor Klima
kanslari hefur útilokað að hann segi
af sér leiðtogaembættinu þar sem
flokkur hans er enn stærstur. Allt
bendir til að framundan sé löng
stjómarkreppa.
Haider er kátur yfir úrslitunum
en hvorki Þjóðarflokkurinn né Jafn-
aðarmannaflokkurinn getur hugsað
sér að mynda stjórn með flokki sem
Jörg Haider, leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki, fagnar kosningasigrinum.
Símamynd Reuter
hefur lokkað til sín kjósendur með
slagorðum gegn innflytjendum.
Haider lagði á það áherslu í kosn-
ingabaráttu sinni að Austurríki
væri fyrir Austurríkismenn. Ekki
ætti að láta innflytjendur njóta betri
kjara en innfædda. Ummæli hans
um ágæta atvinnumálastefnu
Hitlers hafa verið umdeild.
Viðbrögð erlendis við kosninga-
sigri Haiders voru neikvæð. ítalska
blaðið Corriere della Sera birti í
gær teikningu af Hitler með hægri
hönd á lofti með textanum: „Heil
Haider."
„Þetta er hræðilegt, þetta er ógn-
vekjandi. Heimurinn hefur ekkert
lært af sögunni,“ sagöi dómsmála-
ráðherra ísraels, Yossi Beilin.
Klima kanslari vísaði því á bug í
gær að velgengni flokks Haiders
sýndi að Austurríkismenn hefðu
sveiflast til hægri. Kanslarinn bætti
því hins vegar við að úrslitin sýndu
að veita þyrfti áhyggjum fólks meiri
athygli.
ÍMCH
Iwí ’JIU' '" ' -
M W/lff filÍVnDU' ■n h. f
•ÍÍMÍcv 1
fcl i i t v%'a
Andstæðingar Slobodans Milosevics Júgóslavíuforseta efndu enn einu sinni til mótmælaaðgerða í höfuðborginni Belgrad í gær. í þeim hópi var þessi full-
orðni maður sem hristi litla bjöllu og blés í flautu. Lögreglan fjölmennti líka út á göturnar og kom í veg fyrir að mótmælendur kæmust leiðar sinnar.
Breskir íhaldsmenn ulla á skoðanakannanir:
Ætla sér sigur næst
Formaður breska íhaldsflokksins
gerði lítið úr slöku gengi flokksins í
skoðanakönnunum að undanfömu
og spáði honum sigri í næstu þing-
kosningum.
„Ég veit að við munum sigra meö
William Hague i broddi fylkingar,"
sagði formaðurinn, Michael
Ancram, þegar hann setti landsfund
flokksins í Blackpool í gær.
Samkvæmt skoðanakönnun
Gallups sem blaðið Daily Telegraph
birti í gær nýtur Verkamannaflokk-
urinn stuðnings 52 prósenta kjós-
enda en íhaldsflokkurinn 29 pró-
senta. Það er tveimur prósentustig-
um meira en í síðasta mánuði.
Næstu almennu þingkosningam-
ar í Bretlandi eiga ekki að verða
fyrr en árið 2002. Almennt er þó
talið að þeim verði flýtt um eitt ár.
Á fyrsta fundardegi í gær ýfði
William Hague, leiðtogi breska
íhaldsflokksins, og Ffion eiginkona
hans klappa fyrir sjálfum sér og öðr-
um við upphaf landsfundar.
Evrópusinninn Michael Heseltine
upp gömul sár þegar hann sakaði
andstæðinga Evrópusamstarfsins
um að reyna að fá flokkinn til að
taka upp þá stefnu að segja Bretland
úr samstarfi við önnur Evrópulönd.
Heseltine þurfi að hrópa hástöf-
um til að áheyrendur heyrðu mál
hans í móttöku eins flokksbrotanna
vegna hávaða frá andstæðum hópi
sem var með boð í hinum helmingi
salarkynnanna. Aðeins færanlegt
þil skildi hópana að.
Annars ætla íhaldsmenn meðal
annars að ræða löggæslumál á
landsfundinum í dag og reyna að
hrifsa aftur til sín frumkvæöið í
þeim efnum. Talsmaður flokksins í
innanlandsmálum mun ráðast á
stjórnvöld og saka þau um að hafa
stórlega skaðað lögreglusveitir
landsins með stefnu sinni.
Kvennagengi í
Svíþjóð svæfir
karla og rænir
Lögreglan í Malmö í Svíþjóð
varar við kvennagengi sem tælir
karla á krám, setur svefnlyf í
drykki þeirra og rænir þá síðan.
Konumar hafa fjórum sinnum
látið til skarar skríða.
„Ég drakk eitt glas af kampa-
víni og svo varð allt svart. Ég
vaknaði ekki fyrr en daginn eft-
ir,“ segir eitt af fómarlömbunum.
Á föstudagskvöld hitti rúmlega
sextugur bílasali tvær konur og
karl á bar í Malmö. Karlinn hvarf
skömmu síðar en bílasalinn bauð
konunum heim til sín. Bilasalinn
man eftir að hafa skálað við kon-
umar í kampavini en svo ekkert
meir. Þegar hann vaknaði daginn
eftir saknaði hann um milljón ís-
lenskra króna, Rolexúrs og skart-
gripa að verðmæti um milljón ís-
lenskra króna. Kvennagengið
tældi og rændi sjötugan karl á
laugardagskvöld.
Bill og Hillary
ekki hrifin af
listsýningunni
Bandarísku forsetahjónin, Bill
og Hillary Clinton, hafa sitthvað
að athuga við umdeilda listsýn-
ingu á listasafni Brooklyn í New
York. Þau eru þó ekki fylgjandi
því að Rudolph Giuliani, borgar-
stjóri New York, skrúfi fyrir opin-
ber framlög til safnsins.
Á sýningunni, sem opnaði síð-
astliðinn laugardag, er meðal
annars að finna Maríumynd sem
að hluta til er úr filskúk. Sú mynd
hefur farið mjög fyrir brjóstið á
borgarstjóranum. Giuliani hefur
einnig höfðað mál á hendur safn-
inu til að fá það rekið úr húsnæði
í eigu borgarinnar.
Fastlega er gert ráð fyrir að
Giuliani og Hillary keppi um öld-
ungadeildarþingsæti fyrir New
York í kosningunum á næsta ári.
Ekkert kapp-
hlaup um ESB
Lennart Meri, forseti Eistlands,
sagði í gær að samkeppni Eystra-
saltslandanna þriggja um að kom-
ast inn í bæði Evrópusambandið
og Atlantshafsbandalagið gæti að-
eins skaðað samskipti rikjanna.
„Þessu hefur of oft verið líkt
við kapphlaup en í kapphlaupi er
hægt að segja að silfurverðlauna-
hafmn sé sá fyrsti sem tapar.
Þessar hugmyndir geta aðeins
skaðað samstarf þjóðanna," sagði
Meri á fréttamannafundi sem
hann hélt ásamt litháískum
starfsbróður sínum, Adamkas.