Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999
13
Flugvöllur í
Kapelluhrauni?
í Kapelluhrauni í nágrenni við Krýsuvíkurveg er nægilegt landrými og
góð undirstaða fyrir hvers konar mannvirki, segir Jón m.a. í grein sinni
um flugvöll í hrauninu.
Hin ýmsu þrætumál
eru í hávegum höfð.
Ekkert lát er á deilun-
um um virkjanir og
stóriðju á Austurlandi
og er langt því frá að
það sjái fyrir endann á
þeim darraðardansi.
Mýrarflákar hafa aldrei
fengið aðra eins um-
ræðu og athvarf
gæsanna á Eyjahökk-
um. Jafnvel þeir sem
ekki þekkja heiðargæs-
ir frá grágæsum fá kær-
komið tækifæri til að
jagast svolítið.
Hugurinn magnast
Þræturnar um stór-
byggingar á grænum
svæðum í Laugardal hafa alls ekki
risið eins hátt og umræðan um há-
lendið en er þó mikilvægur þáttur
í afþreyingunni. Það skyldi enginn
vanmeta kosti þess að gæla við
mikilvæg þrætumál því engum
leiðist sem getur fundið sér eitt-
hvað til að jagast yfir. Doði og lífs-
leiði hverfur úr hugum manna
eins og dögg fyrir sólu. Hugurinn
magnast upp andlega á svipaðan
hátt og heilsurækt hefur jákvæð
áhrif á dofmn og latan skrokk.
Þriðja mikilvæga þrætumálið
sem kannski á eftir að magnast
verulega í nánustu
framtíð er um flug-
völlinn í Vatnsmýri
Reykvíkinga. Á
hann að fá að vera
eða verður hann að
flytjast í burtu?
Næstu nágrannar
kvarta sumir hverj-
ir yfir hávaðameng-
un og aðrir óttast
slysahættu. Margir
hrukku við þegar
fréttist um að ein-
um og háifum millj-
arði skyldi varið til
viðhalds á flugvell-
inum. Mótmælend-
ur vallarins töldu
að með þeirri fjár-
veitingu væri verið
að festa flugvöllinn í sessi á
óheppilegum stað.
Móðgun við dreifbýlið?
í þessari hjartnæmu deilu vakti
athygli yfirlýsing eins af fulltrú-
um dreifbýlisins
sem sæti á í lög-
gjafarsamkund-
unni. Hann taldi
að umræðan um
að flytja flugvöll-
inn væri móðgun
við dreifbýlið.
Það væri dreif-
býlisfólkið sem
nýtti sér innan-
landsflugið
miklu meira en
íbúar höfuðborgarinnar. Þess
vegna væri mikilvægt að flugvöll-
urinn væri sem næst miðborginni.
Auðvitað er ágætt að fá sem flest
sjónarmið inn í umræðuna um
hinn mikilvæga flugvöll.
En hvað er til ráða svo að sem
flestir verði sáttir? Hugmynd var
varpað fram um að flytja flugvöll-
inn á uppfyllingar á Skerjafirði.
Einnig kom til álita að fórna Eng-
ey undir flugvallarstæði enda er
hún ekki til neins gagns lengur
nema fyrir fuglinn fljúgandi. Fugl-
ar Engeyjar eru að mestu leyti
sflamávar og æðarfugl sem ekki
njóta sömu virðingar og heiðar-
gæsir um þessar mundir. En lík-
lega eru hugmyndirnar um að
flytja flugvöllinn á haf út komnar
út af teikniborðinu enda kostnað-
arsamar framkvæmdir, hvort sem
er sunnan Reykjavíkur eða norð-
an hennar.
Sá kostur að flytja flugþjónustu
innanlandsflugs og kennsluflugs
til Keflavíkur hefur ekki hlotið
hljómgrunn hingað tU enda mætti
búast við að þá mundi fjölga veru-
lega í hópi þeirra sem munu móðg-
ast.
Besti kosturinn
Ekki er nokkur vafi á miðað við
þær umræður sem farið hafa fram
að besti kosturinn er að flugvöU-
urinn flytjist í Kapelluhraun sem
er í nágrenni við Krýsuvíkurveg.
Þar er nægUegt landrými og auð-
velt að ýta tU hrauninu sem er góð
undirstaða fyrir hvers konar
mannvirki. Það er vafalaust ódýr-
ara að vinna hraunið á staðnum
sem undirstöðu í stað þess að aka
uppfyUingarefninu í þúsundum
rúmmetra í sjó fram. Staðurinn er
auk þess hæfilega langt frá byggð
en þó svo nærri miðborg Reykja-
víkur að aðeins tæki nokkrar mín-
útur að aka á staðinn. Einnig er
það kostur að frá byrjun væri
hægt að tryggja hæfilega stórt
óbyggt svæði í nágrenni flugvafl-
arins.
Vonandi fær þetta staðarval for-
dómalausa umræðu án þess að
pólitísk streita fái ráðrúm tU að
menga skoðanir almennings og
koma þannig í veg fyrir að besti
kostur verði valinn.
Jón Kr. Gunnarsson
Kjallarinn
Jón Kr.
Gunnarsson
fyrrv. framkvæmdastjóri
„Sá kostur að flytja fíugþjónustu
innanlandsfíugs og kennslufíugs
til Kefíavíkur hefur ekki hlotið
hljómgrunn hingað til enda mætti
búast við að þá mundi fjölga
verulega í hópi þeirra sem munu
móðgast. “
Mogginn - framleng-
ing á faxtæki
Ég get engan veginn skUið af
hverju Morgunblaðið er vin-
sælasta blað landsins. Hvernig
þjóð er það sem elskar að kaupa
dagblað sem segir ekki fréttir,
neitar að segja innlendar fréttir og
virðist jafnvel stundum vera á
móti innlendum fréttum? Það hlýt-
ur að vera einhver grundvaU-
arfeiU í karakter slíkrar þjóðar.
Þessi þjóð hlýtur innst inni að
vera á móti sjálfri sér. Hún viU sér
Ult og kærir sig ekki um að vera
upplýst. ViU heldur sitja í myrkr-
inu og í mesta lagi hafa einhvern
pínugrun um hvað er að gerast úti
í þjóðfélaginu, gott eða slæmt.
Dorrit ekki nógu sæt?
Ein verstu dæmin um hroka rit-
stjóra Moggans gagnvart fréttum
komu fram nú um daginn. Mogg-
inn virðist á móti því að segja frá
sambandi forsetans við dökk-
hærða konu að nafni Dorrit. Rit-
stjórunum finnst hún kannski
ekki nógu sæt, ég veit það ekki.
Þeir hafa aUavega ekki viljað tala
um hana. Jafnvel forsetinn tjáir
sig opinskátt um þetta samband
sitt og gerir það í þeirri trú að með
því komi hann heiðarlega fram við
þjóð sína. En Mogganum finnst
það alger óþarfl. Heiðarleiki er
honum bara ekki í blóð borinn og
hann er hrifnari af því að ráða-
menn læðupokist og geri það sem
þeim sýnist óáreittir.
Yndislegt blað
En svo ég taki skýrt dæmi af
stefnu ritstjóranna Styrmis og
Matthíasar í innlendum fréttum
þá er ekki langt síðan frétt birtist
á baksíðu Moggans um þjóðkjör-
inn þingmann sem gat ekki farið
að heiman úr
fæðingarorlofi tU
að vera við þing-
setningu. Ég veit
ekki hver þessi
þjóðkjörni þing-
maður er, þökk sé
Mogganuim En
einhver skrif-
stofublók hjá Al-
þingi tjáði sig um
málið sem er
þannig vaxið að
ef þingmaðurinn kemur og situr
þingsetningu er hann í raun mætt-
ur tU vinnu, og samkvæmt reglum
um fæðingarorlof maka opinberra
starfsmanna (hann
er að öllum líkindum
karlmaður) þá merk-
ir mæting að hann
sé fullfær um að
vinna.
Mér er að sjálf-
sögðu nokk sama um
raunir þessa manns.
Ekki bý ég svo vel að
fá fæðingarorlof eða
hafa efni á að leyfa
mér slíkan lúxus. Ég
tók nú bara sumar-
fríið mitt út þegar
bömin fæddust en ég
hefði samt viljað fá
að vita nafnið á þess-
um þingmanni. Hon-
um var ekki nauðg-
að og því ætti það ekki að vera
viðkvæmt mál. Það hefði líka mátt
hringja í hann og spjaUa við
manninn um þetta. Hann er jú
þjóðkjörinn og vinnur yfirleitt í
beinni útsendingu sjónvarps. En
Mogginn er örugglega á móti því.
Þinghald fyrir opnum tjöldum
hlýtur að vera óhugsandi fyrir
þessar risaeðlur.
Haugur af nafnlausri lygi
Það skUja allir um hvað ég er að
tala. Hinn almenni lesandi þarf
bara að taka Moggann upp og
skoða hann gaumgæfilega og þá
kemst hann að því að í honum er
heill haugur af nafnlausri lygi. Og
þessar fréttir eru lygi
af því að þær fjalla
mikið um ekki neitt.
Þær segja ekki frá öUu
og ritstjórarnir virð-
ast ekki skUja að á
bak við hverja frétt er
fólk. Forsetinn, Dorrit
og þingmaður í fæð-
ingarorlofi eru aðeins
lítil dæmi um hroka
Moggans i garð les-
enda sinna því það er
hægt að tína miklu
fleira tU.
Prófið tU dæmis að
taka Moggann, klippa
burt aUar erlendu
fréttirnar, auglýsing-
amar, minningar-
greinamar, lesendabréfin og lesið
síðan það sem eftir er í ljósi þess
að eitthvað af þeim innlendu frétt-
um sem era í umræddu blaði er
fengið á faxi. Mogginn er nefnUega
bara framlenging á faxi þegar
kemur aö innlendum fréttum.
Klippið nú burt allar fréttir sem
bera það með sér aö vera tilkynn-
ingar frá stofnunum eða almenn
vitneskja sem kemur fram á blaða-
mannafundum.
Eftir þessa tUtekt situr fólk uppi
með eina skitna frétt um æðar-
unga og í mesta lagi aðra sem fjall-
ar um hvað erlend blöð eru að
segja um Island eða íslendinga.
Mikael Torfason
„Hinn almenni lesandi þarf bara
að taka Moggann upp og skoða
hann gaumgæfilega og þá kemst
hann að því að í honum er heill
haugur af nafnlausri lygi. Og
þessar fréttir eru lygi af því að
þær fjalla mikið um ekki neitt. “
Kjallarinn
Mikael Torfason
rithöfundur
Með og
á móti
Vantraust á Framsóknar-
félag Reykjavíkur
Vantraust á stjórn Framsóknarfélags
Reykjavíkur var borlð upp á fundi í fé-
iaglnu sl. laugardag. Um fimmtíu
mættu á fundinn. Vantrauststillagan,
sem borin var upp af Óskari
Bergssyni, var felld með
fimm atkvæða mun.
Áminning
„Rökin fyrir þessari van-
trauststillögu eru þau að í lögum
Framsóknarfélags Reykjavíkur er
ekki gert ráð fyrir formannskosn-
ingu nema á tveggja ára fresti. Til
þess að gera
breytingar á
þessum aðal-
fundi núna eft-
ir hraklega út-
komu flokksins
í kosningunum
í vor var ekki
um annað að
ræða en að . , _
, Oskar Bergsson,
bera upp van- varaborgarfulltrúi
trauststillögu R-listans.
til að hægt
hefði verið að ganga til kosninga.
Tilgangurinn með því að gera
breytingar i Framsóknarfélagi
Reykjavíkur er eingöngu sá að
styrkja flokkinn. Flokkur sem er
með tíu prósenta fylgi í höfuð-
borginni eftir 80 ára sögu; það er
hraklegt og löngu tímabært að
taka á því. Það er fúrðulegt að
flokkur sem hefur mjög sterka
stöðu víöa úti á landsbyggðinni
skuli hrynja niður þegar kemur í
höfuðborgina. Reykjavíkurforyst-
an hefur verið veik. Oft hefur
verið tekist á í Framsóknar-
flokknum í kringum prófkjör,
framboðsmál o.þ.u.l. Þessi aðgerð
sem við stóðum fyrir um helgina
er með öðram hætti. Við erum að
fara inn í félagsstarfið í Fram-
sóknarflokknum í Reykjavík til
þess að byggja það upp og bæta
það. Þetta er áminning til foryst-
unnar um að standa sig betur.
Ráðherrarnir ráðfæra sig fyrst og
fremst við ráðgjafa og sérfræð-
inga á vegum ráðuneytanna en
fylgjast ekki með því hvernig
hjartað slær heima í héraði á
meðan. Það er grundvallarvand-
inn.“
Aðrar leiðir
Aðalsteinn Magn-
ússon, formaöur
stjórnar Framsókn-
arfélags Reykjavík-
ur.
„Oskar hefði átt að nota aðrar
leiðir. Hann hefði átt að starfa
með stjórninni og reyna að koma
sínum málum á framfæri í gegn-
um hana. Hann
hafði hugsað
sér að flytja til-
löguna svolítið
öðruvísi, en
þetta snerist
hjá honum og
þessi varð nið-
urstaðan. Hon-
um var full-
kunnugt um að
stjórnin hefur
verið að gera
ýmsar ráðstaf-
anir. Allir þarna eru eingöngu í
sjálfboðavinnu, nema Óskar sem
er í launuðum nefndum og ráðum
á vegum ríkis og borgar. Ég tel
ekki ástæðu til að gera svona
hluti. Hann lét okkur ekkert vita,
þannig að þetta kom okkur í opna
skjöldu. Ég er mjög ósáttur við
þessi vinnubrögð. Þetta eru að-
ferðir sem ég tel að ekki eigi að
viðhafa gagnvart félögum okkar.
Varðandi stöðu Framsóknar-
flokksins í Reykjavík má benda á
að við erum með tvo menn og
héldum þeim í kosningunum,
meðan önnur kjördæmi töpuðu
manni. Nú fer mikil vinna í gang
vegna breyttrar kjördæmaskip-
unar og að sjálfsögðu skoðum við
innra starfið mjög gaumgæfilega
í tengslum við þær breytingar.
Auðvitað viljum við gera betur,
það er engin spurning."