Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 Spurningin Trúirðu á ást við fyrstu sýn? Guðmundur Ibsen skipstjóri: Já, maður trúði á það í „den“ tíð. Lísa Dögg Helgadóttir nemi: Nei, það geri ég ekki. Hrönn Ósk Sævarsdóttir nemi: Já, því ég hef orðið fyrir henni. Fríða Magnúsdóttir nemi: Já. Páll Gísli Jónsson nemi: Já. Einar Sörli: Já, það eru tilfinning- ar sem fólk finnur fyrir. Lesendur Odincova og áhöfn þess - ríkisstjórnin komi aö málinu Togarinn Odincova við bryggju í Reykjavík. Ástandið hvað áhöfnina á þess- um togara varðar er óviðunandi, segir Konráð m.a. í bréfinu. Konráð Friðfinnsson skrifar: Fyrir nokkrum árum opnuðust leiðir fyrir íslendinga að eignast hlut í fyrirtækjum í austurblokk- inni. Margir fóru þá á stúfana og keyptu skip á þessum stöðum og hófu útgerð. Var enda kvótinn seld- ur með döllunum. Þótt Islendingar eigi þessi skip að öllu leyti eru þau engu að síður gerð út undir öðrum fána en þeim íslenska. Lög landsins gilda þar af leiðandi ekki fyrir þessa útgerð. Áhafnir skipanna eru einnig á annars konar kjörum en gengur og gerist meðal okkar sjómanna. Sem er í sjálfu sér ekki athugavert. Síðan í febrúar hefur legið við bryggju í Reykjavíkurhöfn ryðgað- ur útlendur togari frá Lettlandi. Hann hefur auðsjáanlega einhvern tímann verið grænn að lit, þótt lítið sjáist nú af þeim lit, sökum ryðsins. Áhöfn skipsins er búin að vera hér í „herkvf' frá þessum tíma. Hún fer fram á þann sjálfsagða rétt að fá greidd laun sín. En það hefur ekki gengið. Flestir mannanna eru fjölskyldumenn og fjölskyldur þeirra safna því skuldum heima þar sem engir peningar berast frá fyrir- vinnunum sem eru staddar á Is- landi. Ríkisstjórn íslands gerir svipað og aðrir hafa gert í þessu máli. Haldið að sér höndum og beðið eftir að málið leysist sjálfkrafa. Vera stikkfrí og laus allra mála. Það er auðvitað þægilegast. Félagsmálaráðherra, háttvirtur, hefur látið hafa eftir sér þau um- mæli, að greiði ríkissjóður kaup skipshafnarinnar á Odincovu (en það er nafn skipsins), sé það illt for- dæmi sem aðrir geti notfært sér síð- ar. En bara það, að líkna mönnum í neyð, getur ekki verið illt verk að vinna. Og þannig ber ríkisstjórn- inni að horfa á þetta sérstaka mál. Jafnvel þótt hún þurfi að reiða fram fé. Og þótt ríkisstjórnin borgaði fólk- inu peningana sem það á inni hjá útgerðinni í vangoldnum launum er ekki þar með sagt að féð sé tapað. Hægt er að taka veð í skipinu og síð- an selja það á uppboði til greiðslu skuldarinnar við ríkissjóð. - Annað eins hefur verið gert í þessu landi. Einnig er það spuming hvort hæstvirtu Alþingi beri ekki skylda til að setja ný lög sem taka á svona málum, til að afstýra slikri vitleysu sem málefni Odincovu-fólksins óneitanlega er. Ástandið hvað áhöfnina á þessum togara varðar er óviðunandi. Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að íslendingar sætti sig við að fólkið á skipi þessu yfirgefi land- ið með tvær hendur tómar, komi slyppt og snautt til fjölskyldna sinna. Þyrnirósasvefn dómstólanna Hafliði Helgason skrifar: Á baksíðu DV fóstud. 25. sept. sl. er sláandi frétt. Fíkniefnarukkarar játa limlestingar og er síðan sleppt á ný út í þjóðfélagið að loknum yfirheyrslum, þótt þeir hafi stórslasað og limlest mann úti í bæ. Hvað með dómstólana í landi okkar? Þeir sofa þymirósar- svefni. Er ekki almenningur þeirrar skoðunar að þeir verði að vakna? Treysti þeir sér ekki til að taka á þess- um málum, þá eru fjölmargir sem treysta sér til að dæma þessa hrotta í fangelsi og það strax. Mörgum verður hugsað til kviðdóms eins og t.d. í Bandaríkjunum. Almannadómstóls. Að sögn Ómars Smára aðstoðaryf- irlögregluþjóns er svona árás í fikni- efnaheiminum alls ekki einsdæmi! Þetta lýsir hugsunarhætti og lífsstíl í þeim ógeðfellda heimi. En aðstoðar- yfirlögregluþjónninn segir líka ekki ástæðu til þess að krefjast gæsluvarð- halds, rannsóknin hafi ekki útheimt það! Sem sé; það er í lagi að mis- þyrma náunganum og sleppa óbóta- manninum að því loknu. Yfirheyrslu lokið, klappað á öxlina; gerðu ekki svona aftur! Þetta eru náttúrlega engin vinnu- brögð hjá lögreglunni, hvaða rökum sem hún beitir fyrir sig. Og það er að sjálfsögðu ekkert skrýtið þótt þessi af- brotalýður komist upp með sinn sóða- skap með slíkum vinnubrögðum og réttarfari. Þessu verður vart lýst með öðrum orðum en þeim að við búum i „ban- analýðveldi". Landssíminn og reikningar hans G.E. skrifar: í dag varð fyrirtæki okkar fyrir þvi mjög svo óheppilega atviki, að allir símar þess lokuðust fyrirvara- laust. Landssíminn er farinn að senda út reikninga með mánaðar millibili og er hættur að senda út aðvaranir um að símar séu u.þ.b. að lokast verði ekki brugðist við ógreiddum reikningum. Mér finnst það ansi hart, að lokað sé fyrirvara- laust á aðila sem kaupir símaþjón- ustu af Landssímanum fyrir 1.500.000 kr. Það er ljóst, að út á við virkar þetta mjög illa fyrir hvaða fyrirtæki sem er, þar sem starfsemi fyrir- tækja fer mikið og stundum mest fram símleiðis. Hjá okkur er staðan þannig, að við erum með fáa starfs- menn sem mikið álag er á og sá sem hefur haft yfirumsjón með greiðslu IUl@nfRnfB)Æv þjónusta allan sólarhringinn^ H H /—' r)-r) H Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sfnum sem birt verða á lesendasíðu á reikningum var í veikindaleyfi, og því algjört óvilja- verk af okkar hálfu. Við getum að vísu skilið að Landssímanum er mikill akkur í að loka á fyrirtæki, þar sem þau eru með mörg númer sem á leggst lokun- argjald. í okkar til- felli voru aðeins 15 línur sem lokuð- ust. Við höfum einu sinni áður lent í þessu, fyrir tveimur árum, en þá lokaðist á öll númer vegna skuldar að upphæð 1000 kr. sem gleymst hafði að greiða. - í báðum þessum tilfellum hefði verið mjög gott að fá að fá hringingu eða aðra Fyrirtæki með mörg símanúmer geta þurft að inna af viðvörun áður en hendi háar greiðslur er símar þess lokast fyrirvara- látið var til skarar laust. skríða. J3V Enn bíða bankamenn Bankastarfsmaður sendi þessar línur: Ég hefði haldið að einhverjir, t.d. forsvarsmenn Sambands banka- manna eða þá starfsmannafélag Landsbankans, brygðust hart við ummælum sem þekktur lögmaður lét falla um starfsmenn í Lands- bankanum þar sem hann bar þá fyrir upplýsingaleka - í samskipt- um bankans við fyrirtækið ís- lenska útvarpsfélagið vegna hugs- anlegrar lánafyrirgreiðslu - sem ekki varð svo af. En bankamenn þessir sem lögmaðurinn vitnaði til í ummælum sínum bíða enn eftir því að verða hreinsaðir af áburði um trúnaðarbrot. Hvað seinkar stuðningnum? Lesendasíða DV kannaði þetta mál síðla í siðasta mánuði hjá for- manni Starfsmannafélags Lands- bankans sem sagðist á þeim tíma ekkert hafa heyrt um málið eða les- ið en myndi kynna sér málavöxtu. Hörmungar í Hrísey — engin viðbrögð þingmanna Baldvin hringdi: Enn hef ég ekki heyrt einn þing- mann taka upp hanskann fyrir íbúa Hríseyjar sem nú eiga við miklar hörmungar að stríða vegna ákvörðunar KEA-manna að svipta eyna starfsemi sem þar var áður á vegum kaupfélagsins. Hvar eru nú þingmennirnir Halldór Blöndal, Steingrímur J., Valgerður á Lóma- tjörn og Svanfríður í Samfylking- unni, sem haft hefur uppi háreysti út af kvótanum. Nú þramma þing- menn ekki fram á sviðið og lýsa undrun sinni á gjörðum Snæfells og KEA-stjóm. Kaupfélagsstjórinn fer jú í pontu og messar, en samúð- in er ekki ýkja áberandi. Það er af sem áður var þegar t.d. Jakob Frí- mannsson var við stjórnvölinn, þar fór maður með reisn. Hann hefði ekki liðið svona aumingjagang hjá KEA. Það er aumt að sjá forráða- menn næstum skælandi af ráða- leysi fyrir framan stóran hóp íbúa Hríseyjar, sem hafa lagt ríkulega í sjóði KEA frá ómunatíð. Gyðingdómur og kristni Haraldur Sigurðsson skrifar: Tíðrætt hefur nú verið í blöðum og víðar um gyðingdóm eftir að for- seti íslands varð ástfanginn af konu sem, samkvæmt fréttum er gyðing- ur. Fór enda forseti á stúfana og fékk lánaðar bækur til að kynna sér betur trú gyðinga. Þessi forna trú er afar frábrugðin okkar kristnu trú, þótt skyldar séu. í gyðingdómi er urmull af siðum og serimoníum um hvaðeina í mannlegri hegðun og samskiptum. Þar er m.a. mikið af reglum um mataræði (t.d. bann við neyslu einhverra þeirra fæðuteg- unda sem við borðum), um bæna- . hald, uppeldi, umskurð ungsveina, brúðkaupshefðir, og arfleifðir milli kynslóða, o.fl., o.fl. Gyðingdómur liggur langt frá okkar siðum og venj- um. Það leiðir þvi af sjálfu sér, að ís- lenskur þjóðhöfðingi getur t.d. ekki gifst konu af gyðingatrú, án þess að þurfa að segja af sér embætti fyrst, ef einhver heldur að forseta íslands sé i sjálfsvald sett hvar hann ber nið- ur, t.d. í hjúskaparáformum. Eldsneyti um Hvalfjarðargöng — leiðrétting við lesendabréf í lesendabréfi Skarphéðins Ein- arssonar „Eldsneytisbílar á Reykja- nesbraut" í DV sl. fimmtudag var missagt að höfnin á Akranesi tap- aði fé á því að leyfi hefði ekki feng- ist til að aka eldsneyti um Hval- flarðargöng. - Þarna átti að standa, að Akraneshöfn tapaði stórfé vegna þess að leyft er að aka með elds- neyti um Hvalfjarðargöng, jafnt og á Reykjanesbrautinni sem Skarp- héðinn gagnrýndi í bréfi sínu- Þetta leiðréttist hér með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.