Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 Sport „Eins og hamurinn var á Gísla í dag var greinilegt hvað hann ætlaði sér," sagði Gunnar Gunnarsson um Gísla G. Jónsson sem sigraði í keppninni. Gísli sló hvergi af og dembdi Arctic Trucks-bílnum í ófær stálin. DV-myndir JAK Ragnár Róbertsson hreppti fjórða sætið í heimsbikarkeppninni á Kit Kat Willysnum. Ragnar hefur í hyggju að auka aflið f jeppanum hjá sér í vetur og mun þá vafalaust blanda sér í toppslaginn næsta sumar. Asgeir Jamil var í ham og þandi vélina í Nesquick-skutlunni. Að- dáendur hans urðu ekki fyrir vonbrigðum með hann þó svo að hon- um tækist ekki að sigra. Gunnar Gunnarsson hefur hér sett Trúðinn upp á endann. Hann beið of lengi með að þrykkja bílnum í bakkgírinn og missti hann því aftur fyrir sig. Mussoinn hjá Haraldi Péturssyni hefur verið að gera honum ýmsar skráveifur í sumar. Hann mun nú leggjast yfir bílinn ásamt Davíð Ólafssyni, hönnuði bílsins og yfirsmið. Nú fer bíllinn í geymslu DV-Sport-heimsbikarmótinu í tor- færu lauk á laugardaginn en þá var þriðja og síðasta umferðin ekin í malargryfjum við Grindavík. Keppnin var hörð og tvísýn, eins og toifæran hefur reyndar öll verið í sumar. Þar hefur enginn sýnt afger- andi yflrburði og menn hafa skipst á að sigra. Nokkrir keppendanna höfðu möguleika á að hreppa titlana og því var ljóst, við upphaf keppn- innar, að hart yrði barist. Leikar fóru þó svo að lokum að sigurvegari keppninnar varð Gísli Gunnar Jóns- son frá Þorlákshöfn. Honum tókst að tryggja sér sigurinn á síðustu brautunum og er því bæði íslands- meistari og heimsbikarmeistari þetta árið. Tveir titlar „Mér fannst þetta svo sem vera ágæt keppni, það voru nokkrar þrautir sem voru leiðinlegar, t.d. 1. brautin og sú áttunda, þær voru ófærar öllum,“ sagði meistarinn, Gísli G. Jónsson, eftir keppnina. „Ég byijaði rólega, Gunni var efst- ur, svo klikkaði hann og ég fór upp fyrir hann. Mér urðu á smámistök í fýrstu brautunum en ég beiö bara eftir að hinir gerðu mistök líka og fór þá fram fyrir þá. Ég er mjög ánægður með að hafa unnið báða titlana. Nú fer Arctic Trucks-bíllinn í geymslu, en fyrst fá aöstoðarmenn mínir að fara í prufuferð. Ég var bú- inn að lofa þeim því. Ég vil þakka allan þann stuðning sem ég hef fengið í sumar, hjá öllum þeim aðil- um sem hafa styrkt mig og sérstak- lega hópnum sem stóð mér næst, að- stoðarmönnunum," sagði Gísli að lokum. „Láttu bara vaða“ í götubílaflokknum gekk keppnin svipað fyrir sig og i útbúna flokkn- um. Þar var það Gunnar Gunnars- son á Trúðnum sem fór að siga fram úr keppinautum sínum um miðbik keppninnar. „Mér tókst að krækja í titilinn eft- ir erfiða byijun og smá bras,“ sagði Gunnar Gunnarsson. „Ég velti í tveimur brautum, þeirri sjöttu og áttundu. Strákamir sögðu við mig: „Við megum ekki missa þetta niður, láttu bara vaða. Við smíðum nýjan bíl og verðum snöggir að því.“ En við ætlum að mæta í sandspymuna sem er eftir. Ég vil að lokum þakka aðstoðarmönnum mínum, og þó sér- staklega eiginkonum þeirra, fyrir að lána mér þá í skúrinn langt fram á nætur, þær eiga þennan sigur líka,“ sagði Gunnar, himinlifandi með fyrsta titilinn sinn. -JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.