Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1999, Blaðsíða 16
BSand í poka
Knattspymumaðurinn Ronaldo er
ekki á leiðinni frá Inter Mílano. Ron-
aldo lék með liði sinu um helgina í
ítölsku knattspyrnunni. Honum var
skipt útaf i lokin og fékk frábærar
viðtökur er hann fór af velli. „Þessir
stuðningsmenn eru einstakir í hetrn-
inum. Eg vil segja við þá að ég er
ekki á fórum frá Inter og mun ekki
yflrgefa félagið fyr en meistaratitill
er í höfn,“ sagði Ronaldo í gær.
Bland i poka
Unnið er að stækkun á Old Traf-
ford, heimavelli Manchester United.
Eftir stækkunina mun völlur félags-
ins rúma 67.400 áhorfendur í sæti en
i dag tekur völlurinn 55.000 áhorf-
endur í sæti. Forráðamenn United
sögðu í gær að framkvæmdin miðaði
vel áfram og að völlurinn yrði tilbú-
inn í ágúst á næsta ári, ári á undan
áæflun.
Samassi Abou hefur verið lánaður
frá West Ham til Walsall i einn mán-
uð. Abou er sóknarmaöur og Sigurð-
ur Ragnar Eyjólfsson þurfti að
vikja fyrir honum úr leikmannahópi
Walsall þegar liðið lék við Stockport
um helgina.
Ron Noades, framkvæmdastjóra
Brentford, hefur tekist að fá leik liðs-
ins við Colchester i ensku C-deildinni
um næstu helgi frestað. Noades gat
ekki hugsað sér að leika án Her-
manns Hreiðars-
sonar, sem verður
með íslenska lands-
liðinu i París, svo
hann dreif í gegn
fyrirhugaðan samn-
ing við norður-írsk-
an 21-árs landsliðs-
mann. Þar með er
Brentford með þrjá
landsliðsmenn flar-
verandi um helgina
og á því rétt á frestun.
Steve Staunton hjá Liverpool fer
ekki i bann þrátt fyrir rauða spjaldið
sem hann fékk gegn Aston Villa á
laugardag. Dómarinn viðurkenndi að
hafa gert mistök eftir aö hann skoð-
aði umrætt atvik af myndbandi enda
sést þar augljóslega að Staunton
braut ekkert af sér.
Hamarsmenn urðu fyrstu nýliðar úr-
valsdeildarinnar i körfubolta síðan
Keflavík fyrir 17 árum til að vinna
sinn fyrsta leik í úrvalsdeild. Síðan
Keflvíkingar byrjuðu sina for 1 úr-
valsdeildinni með 4 sigrum í röð hafa
átta félög ekki náð að sigra i fyrsta
leik sinn í úrvalsdeild.
Keflvíkingar settu nýtt félagsmet í
úrvalsdeildinni er þeir unnu sinn 19.
heimasigur í röð í deildinni á Skalla-
grími sl. fimmtudag og þeir bættu
þeim 20. við gegn Þór sl. sunnudag.
Keflvikingar töpuðu síðast heima í
deildinni fyrir Haukum 6. nóvember
1997. Keflvfkingar bættu ennfremur
við fuilkominn árangur gegn Borg-
nesingum en þeir hafa unnið alla 8
heimaleiki sina gegn „Sköllunum" í
úrvalsdeild.
-SK/VS/ÓÓJ
Þrír á leið
til AIK
AIK, efsta lið sænsku A-deildarinnar í
knattspyrnu, hefur boðið þremur ungum
leikmönnum til sín um næstu helgi. Það
eru Veigar Páll Gunnarsson úr Stjöm-
unni og KR-ingamir Egill Atlason og
Tryggvi Bjarnason. Svíarnir hafa fylgst
vel með öllum þremur, og sáu t.d. Tryggva
á Norðurlandamóti drengjalandsliða i
sumar, Þremenningarnir fara á föstudag
og verða i £jóra daga í Stokkhólmi. -VS
Serena Will-
iams er hins
vegar í efsta
sætinu þegar
tekjur
tenniskvenna
á leiktímabil-
inu eru skoð-
aðar. Hún
hefur þénað
litlar 180
milljónir
króna. í öðru sæti er Martina Hing-
is með 175 milljónir, Lindsay Daven-
port er í þriðja sæti með 137 milljón-
ir, Venus Williams fjórða með 128
milljónir og í fimmta sætinu er þýska
stúlkan Steffi Graf með 84 milljónir.
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1999
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1999
Bobby Robson, framkvæmdastjóri
Newcastle í ensku knattspyrnunni,
hefur verið á höttunum eftir sterkum
sóknarmanni en ekkert orðið ágengt.
í síðustu viku fór Robson fram á að fá
Ronaldo lánaöan í mánuð frá Inter
en þeirri beiðni var hafnað sam-
stundis.
Tiger Woods er enn i efsta sæti á
listanum yfir bestu kylfinga heims.
Woods er með 17,04 stig en landi
hans, David Duval, er í öðru sæti
með 14,56 stig. Colin Montgomerie er
í þriðja sæti meö 9,78 stig.
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia
er kominn á listann yfir bestu
kylfínga heims í fyrsta skipti. Garcia,
sem er aðeins 19 ára gamall, þykir
besta efni sem komið hefur fram í
golfinu um áraraðir. Garcia er í 17.
sæti listans og þess verður örugglega
langt að bíða að hann falli af listan-
um. Af tuttugu efstu mönnum á list-
anum eiga Bandaríkjamenn tólf.
Svissneska stúlkan Martina Hingis
heldur toppsætinu á heimslistanum í
tennis kvenna þrátt fyrir að hafa tap-
að á stórmótinu i Þýskalandi um
liðna helgi. Lindsay Davenport er í
öðru sæti og síðan koma systurnar
Venus og Serena Williams.
Nýi kærastinn hennar Steffi Graf
Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi,
er tekjuhæsti tennisleikarinn i
kariailokki en í budduna hans hafa
safnast 187 milljónir króna það sem
af er árinu. Bretinn Greg Rusedski
er annar með 130 milljónir, Yevgeny
Kafelnikov frá Rússlandi er þriðji
meö 125 milljónir, Brasilíumaðurinn
Gustavo Kuerten með 104 milljónir
er í ijórða sæti og fimmti er Pete
Sampras frá Bandaríkjunum með 84
milljónir króna.
Andre Agassi er í efsta sæti á heims-
listanum í tennis karla. Yevgeny
Kafelnikov er annar, Pete Sampras
þriðji, Todd Martin fjórði og Gusta-
vo Kuerten fimmti.
Ljóst er að Þjóðverjinn Michael
Schumacher mun ekki aka meira á
þessu tímabili i Formula 1 kappakstr-
inum. Tvær keppnir eru eftir, i Jap-
an og Malasiu, og Schumacher lýsti
þvi yfir í gær að hann væri ekki bú-
inn að jafna sig af meiðslunum og því
ekki tilbúinn í slaginn.
Sjö stuðningsmenn gríska knatt-
spyrnuliðsins PAOK Saloniki létust
og 26 meiddust er langferðabifreiö
lenti í mjög hörðum árekstri um sið-
ustu helgi. Rútan var að flytja stuðn-
ingsmenn liðsins til síns heima eftir
útileik gegn Panathinaikos.
Þrir af hinum slösuðu eru enn í lífs-
hættu. Lögreglan rannsakar málið en
getum hefur verið leitt að því að öku-
maður rútunnar hafi ekki haft tilskil-
in réttindi.
Fréttir birtast ekki reglulega frá
knattspyrnu í Lettlandi. Um helgina
gerðist það hins vegar að Skonto
Riga sigraði andstæðing sinn með
tólf mörkum gegn engu. Lið Skonto
Riga datt á dögunum út úr UEFA-
keppninni.
Illa fór fyrir
Schumacher
er hann ók bíl
sínum útaf á
æfingu sl.
sunnudag.
Schumacher
slapp þó við
meiðsli en
bíll hans eyði-
lagðist.
Sport
1. deild kvenna 1 handknattleik:
Stjarnan-ÍR 20.00
Fram-Víkingur . . 20.00
FH-Valur 20.00
Grótta/KR-KA . . . 20.00
Haukar-ÍBV 20.00
Fréttir bornar til baka
í gær báru forráðamenn Stoke til
baka fréttir íslenskra sjónvarps-
stöðva um að íslendingamir hefðu
þegar náð samningum um kaupin á
félaginu. Stjómarformaðurinn, Jez
Moxey, sagði að enn væri verið að
tala við fleiri áhugasama kaupend-
ur en þá íslensku. -ÍBE/VS
Sport
Haraldur bestur
Haraldur Ingólfsson skor-
aði 2 mörk fyrir Elfsborg í
gær og lagði upp tvö.
Haraldur Ingólfsson skoraði
2 mörk fyrir Elfsborg í sænsku
A-deildinni í knattspymu í gær
þegar liðið sigraði Malmö, 5-2.
Haraldur skoraði þriðja og
fimmta markið og kom það síð-
ara úr vítaspymu. Auk þess
lagði Haraldur upp tvö mörk og
var maður leiksins. Sverrir
Sverrisson var besti maður
Malmö en hEtnn skoraði fyrra
mark liðsins. Haraldur og
Sverrir léku allan leikinn en
Ólafur Örn Bjamason lék ekki
fyrir Malmö.
Örgryte er úr leik í barátt-
unni um titilinn eftir tap gegn
Frölunda, 2-1. Brynjar Bjöm
Gunnarsson lék allan tímann
fyrir Örgryte og stóð sig vel
Gautaborg tapaði fyrir
Norrköping, 2-3. Þórður Þórð-
arsson var á varamannabekkn-
um hjá Norrköping.
Hammarby sigraði Djurgar-
den, 2-1 og Helsingborg lagði
Kalmar, 3-0.
AIK er efst með 46 stig, Hels-
ingborg 45, Halmstad 43, Ör-
gryte 38, Gautaborg 38. Neðst er
Djurgarden 19, Malmö 22,
Hammarby 23 og Elfsborg 26. -
Þrjár umferðir em eftir af
deildarkeppninni. -EH/GH
DV DV
Serena Williams, 18 ára, með sigurlaunin í
Munchen. Systir hennar, Venus 19 ára, tapaði
fyrir Serenu í úrslitaleik stærsta tennismíts
ársins og vakti árangur systranna mikla
athygli og hrifningu áhorfenda. Reuter
Olympiakos er eitt liða með fullt hús
stiga, 9, eftir þrjár umferðir í grísku
A-deildinni í knattspymu. Panat-
hinaikos er næst með 7 eftir 1-1 jafh-
tefli viö PAOK á sunnudag en Helgi
Sigurósson lék ekki með Panathinai-
kos. Arnar Grétarsson var ekki með
AEK sem vann Ethnikos Asteras úti,
3-1, og er í 9. sæti með 4 stig. Kristó-
fer Sigurgeirsson og félagar í Et-
hnikos Pireus töpuðu, 4-1, fyrir Agios
Nikolaos og eru neöstir i B-deildinni
með eitt stig.
AGF tapaöi enn í dönsku A-deildinni
á sunnudag, nú 3-0 fyrir Bröndby.
Ólafur H. Kristjánsson og Tómas
Ingi Tómasson léku báðir allan leik-
inn með AGF sem er næstneðst með 6
stig en Esbjerg er með 4. Efst er Her-
fólge með 22 stig, AB er með 21 og
Bröndby 19.
Jón Þorgrimur Stefánsson hefur
sagt upp samningi sínum við knatt-
spymudeild Vals í kjölfar þess að
Hlíðarendaliðið féll á dögunum úr
efstu deild f fyrsta skipti. Jón hefur
leikið með Val undanfarin tvö ár.
John Blackley, aðstoðarþjálfari
Dimdee United í Skoflandi, sagði í
gær að Siguröur Jónsson þyrfti al-
gera hvíld um einhvem tima og hann
færi ekki í neina aðgerö vegna bein-
brotsins sem hann varð fyrir. „Sigurð-
ur spilar allavega ekki næsta deilda-
leik en við vitum ekki hve lengi hann
verður frá,“ var haft eftir Blackley á
fréttavefnum Teamtalk.
Eittar Valbergsson úr Þór á Akur-
eyri var í aðalhlutverki á mynd úr
leik Þórs við
Keflavík í úrvals-
deildinni í körfu-
bolta sem birtist í
DV í gær, ekki
Hermann Her-
mannsson eins
og mishermt var í
myndatextanum.
Björn Ingi Jóhannsson er eigandi og
ökumaður rauðu torfæragrindarinn-
ar sem birt var mynd af I DV á fóstu-
dag, ekki Benedikt Óskar Ásgeirs-
son eins og sagt var í myndatexta.
Kristinn Jakobsson hefur íjórum
sinnum verið kjörinn besti dómari úr-
valsdeildarinnar í knattspymu, ekki
þrisvar eins og sagt var f gær.
íris B. Eysteinsdóttir lék síðasta hálf-
tímann með Aston Villa þegar liðið
tapaði, 5-0, fyrir Tranmere í ensku A-
deildinni í kvennaknattspymu á
sunnudaginn.
Max Trúfan leikur ekki með Aftur-
eldingu í handboltanmn í vetur. Hann
stundar nám í Þýsklandi og leikur
samhliða því með varaliði Wuppertal.
Hinn efnilegi Hjalti Pálmason úr
Vikingi handarbrotnaði á dögunum
og verður frá æfingum og keppni fram
yfir áramót.
Southampton og Derby skildu jöfn,
3-3, i ensku knattspymunni í
gærkvöld. Marian Pahars, Matthew
Oakley og Stuart Ripley skomðu
fyrir fýrir Southampton en þeir Rory
Delap, Jakob Laursen og Mikkel
Beck mörk Derby.
Enn og aftur er Frakkinn Patrick Vieira búinn að koma sér í vandræði en hann á nú
yfir höfði sér leikbann eftir að hafa misst sjórn á skapi sínu á sunnudaginn var.
Stjóri Stoke City:
Sinni
mínu
starfi •
Alls staðar þar sem minnst er á
enska C-deildarliðið Stoke City í
enskum fjölmiðlum þessa dagana er
fjallað um hugsanleg kaup íslenskra
fjárfesta á meirihluta í félaginu.
Framkvæmdastjóri Stoke, Gary
Megson, sagði á laugardag við blað-
ið „Sport First“ að hann sinnti
starfl sínu með sama móti þrátt fyr-
ir háar raddir um nýja eigendur.
Blaðið sagði ennfremur að íslend-
ingarnir myndu ráða Guðjón Þórð-
arson sem nýjan framkvæmdar-
stjóra ef af kaupunum yrði og því
væri starf Megson í hættu þrátt fyr-
ir góðan árangur að undanförnu.
Enska blaðið „Sunday Express"
sagði að markaskorari Stoke City,
Paul Connor hafi verið „ís“-kaldur
er hann skoraöi úrslitamarkið um
helgina gegn Scunthorpe. Einnig
segir að liðið hafi náð að hrista af
sér allt umtal um málið og náð að
einbeita sér að leiknum og unnið
þar með fyrsta heimaleikinn í heil-
an mánuð. Blaðið „News Of The
World“ sagði að starf Megson væri
nú í mikilli hættu vegna hugsan-
legri yfirtöku íslenskra fjárfesta á
liðinu.
KR-ingar til Ayr?
- markverðirnir og Þórhallur í sigtinu
Skoska knattspymufélagið Ayr
United hefur enn á ný falast eftir
markvörðum KR-inga og vill fá
Kristján Finnbogason eða Gunn-
leif Gunnleifsson til liðs við sig
sem fyrst.
Kristján lék með Ayr síðari
hluta tímabilsins 1997-98 og stóð
sig vel, og Skotarnir hafa síðan
haft áhuga á að fá hann aftur. í
sumar reyndu þeir fyrst að fá
Kristján til sín og síðan Gunnleif,
þar sem liðið bráðvantaði mark-
vörð. Úr varð að Thomas Gill,
markvörður Duisburg í Þýska-
landi, kom til félagsins, en nú mun
vera komin upp gagnkvæm óá-
nægja milli hans og stjórnar-
manna Ayr.
Þá hefur Ayr sýnt áhuga á
þriðja KR-ingnum, miðjumannin-
um Þórhalli Hinrikssyni.
Ennfremur er frágengið að Sig-
urður Örn Jónsson leiki í vetur
með Bayer Uerdingen í þýsku C-
deildinni á leigusamningi frá KR
og líklegt er að Bjami Þorsteins-
son fari líka þangað. -VS
Sigursælar systur
Systurnar Serena og Venus Willi-
ams vöktu mikla athygli á stærsta
tennismóti ársins í Þýskcdandi um
síðustu helgi.
Þær systur komust alla leið í úr-
slit og á leið sinni þangað afgreiddu
þær tvær af sterkustu tenniskonum
heimsins.
Serena sigraði Lindsay Daven-
port í undanúrslitum og Venus
tryggði sér sigur gegn Martinu
Hingis frá Sviss.
Úrslitaleikur systranna var
skemmtilegur en honum lauk með
sigri Serenu, 6-1, 3-6 og 6-3.
„Þegar ég er að leika eins og ég
get best er erfitt fyrir andstæðinga
mína að sigra mig,“ sagði Serena
eftir að sigurinn var í höfn en fyrir
hann fékk hún 63 milljónir króna.
„Reyndar erum við mjög erfiðir
andstæðingar þegar við erum í okk-
ar besta formi. Við eigum oft eftir
að leika saman á næstu árum og
sigra til skiptis. Vonandi mun það
verða til þess að auka áhuga al-
mennings enn frekar á tennis
kvenna,“ sagði Serena ennfremur.
Venus var glöð yfir árangri
þeirra systra þrátt fyrir tap í úrslta-
leiknum: „Þetta er það sem við höf-
um alltaf þráð, að leika til úrslita á
stórmóti. Því miður tapaði ég að
þessu sinni en það kemur að því að
ég sigra,“ sagði Venus.
Það vakti athygli eftir mótið í
Þýskalandi að þær systur gerðu sér
ekki glaðan dag eftir mótið eins og
margir keppendur og tóku ekki þátt
í októberhátíð Þjóðverja þar sem
bjór er í aðalhlutverki.
„Við eum reglusamar og drekk-
um ekki bjór. Við erum bandarískir
ríkisborgarar og megum ekki
drekka bjór fyrr en við verðum 21
árs,“ sagði Serena Williams.
-SK
Vieira enn í vanda
- hrækti framan í Ruddock og áreitti löggu
Frakkinn Patrick
Vieira, miðvallarleikmað-
ur Arsenal, hefur enn
eina ferðina ratað í
vandræði í kjölfar ósæmi-
legrar hegðunar.
Vieira var rekinn útaf á
84. mínútu í leik West
Ham og Arsenal sl.
sunnudag. Neil Ruddock,
varnarmaður West Ham,
reyndi að róa Frakkann
en fékk ekki blíðar mót-
tökur hjá þeim franska:
„Ég reyndi að róa hann
niður en þá gerði hann
sér lítið fyrir og hrækti
framan i mig. Öllu ömur-
legri verður framkoma
íþróttamanns ekki og
Vieira á skilið að fara í
langt bann. Ég hef lent í
hinu og þessu sjálfur á
mínum ferli og kannski
ekki verið sá prúðasti en
ég hef aldrei vogað mér að
hrækja á andstæðing
minn,“ sagði Ruddock í
gær.
Patrick Vieira er ekki
ókunnugur rauðu spjöld-
unum. Síðan landi hans,
Arsene Wenger tók við
stöðu framkvæmdastjóra,
hefur Vieira fengið 24
rauð spjöld á þremur leik-
tímabilum. Vieira fékk að
líta gula spjaldið 30 sinn-
um á fyrstu 30 mánuðum
sínum hjá Arsenal. Hefur
hann verið klaufalegur og
óheppinn í brotum með
afbrigðum. Þá hefur það
ekki hjálpað til að Vieira
hefur átt afar erfitt með
að hemja skap sitt þrátt
fyrir að Wenger hafi hald-
ið yfir honum margar
ræðurnar og sektað hann
fyrir ósæmilega hegðun.
Auk þess að hrækja í
andlit Ruddocks sl.
sunnudag er Vieira sak-
aður um að hafa látið
reiði sína bitna á lög-
regluþjóni í göngum á leið
sinni til búningsherberg-
is. BBC-útvarpsstöðin
greindi frá þessu. Ef satt
er, er það í annað skipti
sem Vieirá er áskaður um
slíkt athæfi. Það gerðist
einnig eftir að Vieira var
rekinn í bað í sögulegum
leik gegn Sheffield Wed-
nesday í fyrra.
Talið er fullvíst að
enska knattspyrnusam-
bandið muni ákæra
Vieira og þá mun fortíðin
varla koma honum til
bjargar. -SK
Knattspyrna:
Lillestrom
vill kaupa
Indriða
- norska liðið hefur gert tilboð í KR-inginn unga
Það stefnir í að enn einn íslend-
ingurinn gangi í herbúðir norska A-
deildarliðsins Lilleström.
Félagið hefur gert tilboð í varnar-
manninn Indriða Sigurðsson hjá
KR og er fastlega búist við því að
hann skrifi undir þriggja ára samn-
ing við liðið á næstu dögum.
Indriði, sem verður 18 ára gamall
í næstu viku, hefur verið undir
smásjá erlendra félaga um hokkurt
skeið enda einn af efnilegultu
knattspymumönnum landsins.
Indriði hefur leikið með <öllum
yngri landsliðunum og var'með í lð
af 18 leikjum KR-inga í úrvalgdeild-
inni í sumar en hann vakti fyrst at-
hygli á síðustu leiktíð þegar hþnn,16
ára gamall, spilaði 9 leiki meþ KR-
liðinu. v '
Eins og DV hefur skýrt frá, mun
Grétar Hjartarson ganga frá fjög-
urra ára samningi við Lilleström í
vikunni en fyrir hjá félaginu eru
landsliðsmennimir Rúnar Kristins-
son og Heiðar Helguson.
-GH
Indriði Sigurðsson.
Marel farinn til Stabæk
Marel J. Baldvinsson, hinn ungi og stórefnilegi sóknar-
maður úr Breiðabliki, hélt utan til Noregs í morgun en A-
deildarliðið Stabæk, lið Péturs Marteinssonar landsliðs-
manns, bauð honum að koma út til æfinga. Marel missti af
lokaksprettinum í úrvalsdeildinni í sumar vegna meiðsla í
hné en er allur að koma til. Hann verður hjá Stabæk í tvær
vikur og eftir það kemur i ljós hvort honum veðmr boðinn
samningur við félagið. Marel lék 10 leiki með Blikum í
úrvalsdeildinni í sumar og skoraði 3 mörk.
-GH
Alex Ferguson, stjóri Manchester United:
Spyrjum aö leikslokum
Hroðaleg niðurlæging
Manchester United
gagnvart Chelsea hefur
vakið mikla athygli víða
um heim. Langt er síðan
lærisveinar Alex Fergu-
sons hafa fengið slíka út-
reið sem á sunnudag.
Þrátt fyrir af-
spyrnuslakan leik
United er Ferguson ekki
svartsýnn á framhaldið:
„Lið Chelsea er mikil
ógnun og liðið er mjög
sterkt eins og ég hef áður
sagt. Liðið er meira en
líklegt til að vinna enska
meistaratitilinn. Við
verðum að bíta í þetta
súra epli að hafa tapað
5-0 en ég minni menn á
að spurt er að leikslok-
um. Síðast þegar við töp-
uðum 5-0, gegn New-
castle 1995, töpuðum við
ekki leik aftur fyrr en
mörgum mánuðum síðar
og unnum meistaratitil-
inn. Vitaskuld var erfitt
að kyngja tapinu gegn
Chelsea en viö verðum
að taka því að við vorum
yfirspilaðir. En stundum
verða lið að fá slíkt
kjaftshögg sem þetta til
að komast niður á jörö-
ina og finna beinu braut-
ina á ný,“ sagði Sir Alex
Ferguson í gær.
Gianluca Vialli, stjóri
Chelsea, var rólegur eftir
sigurinn gegn United og
varaði sína menn við of
mikilli bjartsýni:
„Leikur minna manna
var nánast óaðfinnanleg-
ur. Það er hins vegar
langur vegur frá þvi að
þetta sé búið og við ör-
yggir með titilinn. Það er
gríðarlegur fjöldi leikja
eftir en ég get ekki neit-
að því að lið mitt lítur
vel í dag og ég er bjart-
sýnn á framhaldið ef
liðið heldur áfram að
leika jafnvel og gegn
United,“ sagði Vialli.
Ljóst er að Chelsea er
líklegt til stórræða á
yfirstandandi leiktíð
enda aragrúi snjallra
leikmanna hjá félaginu.
-SK
íris valin í
landsliðið
íris Sæmundsdóttir úr ÍBV er
í landsliðshópnum í knattspyrnu
kvenna í fyrsta skipti en Þórður
Lárusson tilkynnti í gær 16
manna hóp fyrir Evrópuleikinn
gegn Þjóðverjum í Oldenburg
þann 14. október.
í liðið vantar Ásthildi Helga-
dóttur sem kemst ekki frá
Bandaríkjunum en að öðru leyti
veröur ísland með svipaðan hóp
og í síðustu leikjum. Hann er
þannig skipaður:
Þóra B. Helgadóttir, Breiðabl. .. 6/0
Sigríður F. Pálsdóttir, KR......21/0
Margrét Ólafsdóttir, Breiðabl. . . 35/7
Auður Skúladóttir, Stjörnunni . 33/0
Sigrún Óttarsdóttir, Breiðabl. .. 31/3
Katrín Jónsdóttir, Kolbotn .... 31/2
Guölaug Jónsdóttir, KR ..........26/1
Guörún Jóna Kristjánd., KR . . . 24/3
Erla Hendriksdóttir, Fredriksb. 20/0
Ásgerður H. Ingibergsd., Val .. 18/0
Rósa J. Steinþórsdóttir, Val ... 10/0
Edda Garðarsdóttir, KR ............7/0
Helena Ólafsdóttir, KR ............7/0
Rakel Ögmundsdóttir, Breiðabl. 2/1
Guðrún S. Gunnarsdóttir, KR . . 0/0
íris Sæmundsdóttir, ÍBV...........0/0
ísland er með fjögur stig eftir
tvo leiki í keppninni en ljóst er
að þýska liðið er það sterkasta í
riðlinum, enda núverandi Evr-
ópumeistari.
-VS
United vill fækka liðum í 16
Forráðamenn Manchester United vilja fækka liðum í ensku A-deildinni 116 úr
20. Einn af forráðamönnum United, Peter Kenyon, tilkynnti þetta í gær.
Þessi yfirlýsing United fær væntanlega hlýjar mótttökur hjá UEFA, Knatt-
spyrnusambandi Evrópu, sem lengi hefur barist fyrir því að fækka liðum i efstu
deildum víðs vegar í álfunni. -SK
Kristján til Austurríkis
Kristján Brooks, knattspymumaður úr Keflavík, er á fórum til Admira
Wacker í Austurríki um næstu helgi en félagið hefur sýnt mikinn áhuga
á að fá hann til liðs við sig. Kristján fór til liðsins í stuttan tíma í sum-
ar og þá var ákveðið að framhald yrði á málinu. Kristján spilaði mjög vel
með Keflavík í sumar og skoraði 10 mörk í úrvalsdeildinni.
-vs
í kvöld
--’v?