Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1999, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999
7
dv ________________Viðskipti
Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ, aðeins 269 m.kr. ••• Mest með hlutabréf,
241 m.kr. ••• Langmest með bréf Össuar hf., 125 m.kr. ••• Bréf Össurar skráð í
gær og hækkuðu mikið. ••• Hraðfrystihús Eskifjarðar hækkaði um 8,3% •••
Flugleiðir lækkuðu um 2,3% ••• Úrvalsvísitala lækkaði um 0,55%
Stefja og Teymi
hefja samstarf
- þráðlaus fjarskiptakerfi fyrir fyrirtæki
Stefja og Teymi eru að hefja
samstarf um að bjóða fyrirtækjum
lausnir fyrir þráðlaus viðskipti.
Innlend hlutabréf of dýr?
Á heimasíðu VÍB kemur fram að
það sem af er þessu ári hefur hluta-
bréfavísitala aðallista Verðbréfa-
þingsins hækkað um rúmlega 30%.
Sérfræðingar VÍB telja að markað-
urinn sé dýr og að fjárfestar eigi að
fara sér varlega í kaupum um þess-
ar mundir. Athyglisvert er að inn-
lendi markaðurinn hækkar með
vaxandi verðbólgustigi og hækk-
andi vöxtum en þetta er einmitt það
ástand sem Bandaríkjamarkaður
hefur staðið frammi fyrir á undan-
fórnum mánuðum. Aftur á móti
hefur hlutabréfamarkaður í Banda-
ríkjunum verið að lækka á undan-
fórnum mánuðum, vegna vaxandi
verðbólgu og hættu á vaxtahækk-
unum
Kaupþing
meö 13% í
Össuri
Félög og sjóð-
ir tengd og í
vörslu Kaup-
þings hf. eiga
samtals a.m.k.
13,3% í Össuri
hf. Eftir sem
áður er Össur Kristinsson stofn-
andi fyrirtækisins langstærsti eig-
andi með 49,74%. Böm hans
Bjami og Lilja Össurarbörn eiga
bæði 3,87% og aðrir minna.
BA kaupir Airbus
Breska flugfélagið British
Airways tilkynnti í gær að það
ætlaði að kaupa 24 Airbus
Industrie-þotur. Þetta er nokkurt
áfall fyrir helsta keppinaut Airbus
sem er Boeing. Söluverð þessara
véla er um einn milljarður dollara
eða sem svarar 72 milljörðum ís-
lenskra króna.
Rússar vilja sættir
Vladimír Putin, forsætisráð-
herra Rússlands, sagði í gær að
Rússar væra tilbúnir að ganga til
samstarfs við Alþjóða gjaldeyris-
sjóðinn svo framarlega sem sjóð-
urinn skipti sér ekki af innan-
ríkismálum landsins. Sjóðurinn
setti fram ýmis skilyrði þess að
Rússland fengi 640 milljón dollara
lán en margar þessara krafna
vilja Rússar ekki fallast á.
Samstarfið felur í sér að fyrirtæk-
in munu vinna í sameiningu að
kynningu lausna fyrir fyrirtæki
sem vilja nota þráðlaus handtæki,
eins og GSM-
síma og hand-
tölvur sem
byggja á Palm
OS, Windows CE
og Symbians
EPOC stýrikerfi,
við vinnu sína
og þurfa að kom-
ast að miðlægum
gögnum eða fá
send gögn til sín.
Einnig munu
fyrirtækin ein-
beita sér að
þeirri þróun sem
er að verða við samnýtingu þráð-
lausra síma og Netsins með til-
komu verkfæra og tækni eins og
WAP.
Mikill vöxtur
í dag er mikill vöxtur í notkun
þessara handtækja og reikna menn
með því að GSM-símar í heiminum
verði um einn milljarður árið 2003.
Handtækin og fjarskiptakerfin,
eins og GSM-fjarskiptakerfið, eru
að verða hæfari að meðhöndla alls
kyns gögn þannig að GSM-notend-
ur geta brátt haft aðgang að pósti,
dagbók, símaskrá, pantað vöru eða
haft aðgang að öðrum gögnum sem
liggja á Innráneti fyrirtækja.
Teymi og Stefja munu einnig
bjóða upp á þróun lausna sem og
staðlaðar lausnir fyrir Palm OS,
Windows CE og Symbianís EPOC
stýrikerfi sem byggja á Oracle8i
Lite. Þessar lausnir geta bæði unn-
ið staðbundið og samhæfst miðlæg-
um Oracle-gagnagrunni fyrirtækis-
ins eða unnið beint á veflausnum
fyrirtækisins.
Fyrirtækin sjá fyrir sér mikla
þörf hjá stærri fyrirtækjum og
stofnunum eins og spítölum, trygg-
ingar-, framleiðslu-, verktaka-,
sölu- og dreifmgarfyrirtækjum þar
sem fólk er á ferðinni allan daginn
og þarf að hafa aðgang að gögnum
og vinna náið með upplýsingakerf-
um fyrirtækisins.
Gengi DeCODE lækkar
Gengi hlutabréfa
DeCode Genetics
Inc., móðurfélags Is-
lenskrar erfðagrein-
ingar, hefur lækkað
að undanförnu.
Fram kemur í Hálf-
fimm fréttum Bún-
aðarbankans á
föstudaginn að
gengi bréfa félags-
ins er nú um 25-26.
Hæst fór gengi bréf-
anna um síðustu
mánaðamót þar sem
mikil viðskipti vom
á 28-30.
Búnaðarbankinn
bendir á að þá hafi markaðsverð-
mæti DeCode verið yfir 60 milljarð-
ar króna og þar með hafi það verið
tvöfalt verðmætara en verðmætasta
félagið á Verðbréfaþingi íslands,
Eimskip hf.
Búnaðarbankinn segir að mikill
spenningur sé meðal fjárfesta eftir
skráningu DeCode á erlendan mark-
að og yrði þá félagið fyrst allra ís-
lenskra félaga til að ná skráningu.
Markaðsaðstæður era
nú góðar á líftækni-
markaði og hafa félög
sem eru sambærileg
við DeCode hækkað
allverulega síðustu
mánuði. Lækkun sú
sem sést hefur á gengi
DeCode síðustu daga
endurspeglar þó
áhættuna sem samfara
bréfunum er og ekki
er óalgengt að sjá
5-15% sveiflu innan
dags í verðmæti erfða-
tæknifyrirtækja. Það
sem helst veldur þó
lækkun síðustu daga
er sú töf sem orðið hefur á veitingu
rekstrarleyfis fyrir gagnagrunn og
neikvæð utandagskrárumræða
stjómarandstöðunnar um gagna-
grunninn. Jafnframt hafa margir
spákaupmenn keypt hlutabréf í
DeCode fyrir lánsfé og hafa litlar
taugar í að sitja af sér sveiflur og
kjósa því að selja bréf sín og sætta
sig við þann hagnað sem þeir hafa
náð. Viðskiptablaðið
Kári Stefánsson.
ff—t X 1 *x , **x
Fiæðslumiðstoð
Re^gavíkur
Laus störf í Grunn-
skólum Reykjavíkur
Starfsmenn óskast til ýmissa starfa í Grunnskólum
Reykjavíkur.
Meginmarkmið með störfunum:
Að taka þátt í því uppeldisstarfi sem fram fer innan skólans
þar sem áhersla er lögð á vellíðan nemenda.
Starfsfólk til að annast nemendur í leik og starfi, við
gangavörslu, þrif o.fl.
Árbæjarskóli, sími 567 2555,
100% starf.
Starfsfólk til að annast nemendur í leik og starfi, skóladagvist
o.fl.,
Árbæjarskóli, sími 567 2555,
50% starf.
Umsjónarmaður skóladagvistar,
Árbæjarskóli, sími 567 2555,
100% starf.
Kennarar
Stærðfræði í unglingadeild,
Árbæjarskóli, sími 567 2555,
1/1 staða.
Enska í unglingadeild,
Hlíðaskóli, sími 552 5080,
2/3 staða.
Borgaskóli, sími 577 2900
75% starf
Starfsmaður til að annast nemendur í leik og starfi,
skóladagvist o.fl.
Fellaskóli, sími 557 3800
100% starf
Hlíða- og Vesturhlíðarskóli,
skóladagvist, sími 562 50717
Starfsmaður í mötuneyti kennara og nemenda
100% starf
Melaskóli
Starfsfólk til að annast nemendur í leik og starfi, við
gangavörslu, þrif o.fl.
Starfsmaður til að annast nemendur í leik og
starfi.skóladagvist o.fl.
Starfsmaður sem fylgir einstökum (eða fáum) nemendum
inni í tímum og úti; vinnur undir stjórn kennara.
Melaskóli, símar 551 0625 og 551 3004
í Melaskóla er um að ræða hlutastörf, en mögulegt er
að sameina tvö störf í eitt.
Starfsfólk til að annast nemendur í leik og starfi, við
gangavörslu, þrif o.fl.
Vesturbæjarskóli, sími 562 2296
100% störf
Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar.
Umsóknir ber að senda í skólana.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við
viðkomandi stéttarfélög.
FO-2600
• Innbyggður sími
■ Prentar á A4 pappír
• Sjálfvirkur deilir fax/sími
• Símsvara tengimöguleiki
• Laserprentun
• 512 kb minni
• 20 blaða frumritamatari
• 100 biaða
FO-4500
• Prentar á A4 pappír
• Laserprentun
• 1 mb í minni (ca 50 síður)
• 50 blaða frumritamatari
• 650 blaða pappfrsgeymsla
I !
pappirsbakki
F-3600M
Faxtæki, sími, Windows-
prentari, skanni, tölvufax
og Ijósriti í einu tæki
Sjálfvirkur deilir fax/sími
Laserprentun
Prentar á A4 pappír
30 blaða frumritamatari
100 blaða pappírsbakki
UX-370
•Innbyggður sími
• Sjálfvirkur deilir fax/sími
• Símsvara tengimöguleiki
• Hitafilmu prentun
• Prentar á A4 pappír
• 10 blaða frumritamatari
• 60 blaða pappírsbakki
W Betri faxtæki eru
r vandfundin!
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími: 530 2800 • Fax: 530 2810
Umboösmenn um land allt