Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv Ríkiö vill leggja stóra hluta jaröa í Árnessýslu undir sig: Reyna að rífa til sín landið - bændur ætla aö berjast „meö kjafti og klóm“ gegn eignarnáminu Hjörleifur með Ijósmynd af Fossi og nágrenni. Ríkið vill fá landið fyrir ofan bæinn. DV-mynd GVA „Þama er verið að reyna að rýra jörðina um óhemjumikið land. En þetta er mín eign. Ef þá langar í þessa eign geta þeir boðist til að kaupa hana. Mér fmnst þeir koma aftan að mér að vera að reyna að rifa til sín land- ið,“ segir Hjörleif- ur Ólafsson, bóndi á Fossi í Hruna- mannahreppi. Samkvæmt kröíu- gerð þjóðlendu- nefndar ríkisins verða um 70 pró- sent landareignar Foss færð undir ríkið, um það bil 8-900 hektarar, að sögn Hjörleifs. Mönnum til enn meiri furðu liggur kröfulínan yfir hlaðið á Fossi. Krölugerðin á að leysa úr óvissu sem hefur verið um eignarhald á hálendinu. „Þeir gera kröfu um eignarhald yfir landinu sem liggur beint upp af bæn- um hjá mér,“ sagði Hjörleifur. „Við erum m.a. með skógrækt á þessu landi sem reynt er að rífa af okkur með þessu móti. En stærstur hluti þess er beitiland. Þeir gera kröfu um að taka allt nema bæjar- hlaðið og túnin. Fyrst þegar þetta kom upp datt mér ekki í hug aö þeir myndu reyna að hreyfa við mínu landi. Ég fór ein- göngu vegna aug- lýsingar i Lögbirt- ingablaðinu um að tilteknir jarð- eigendur, þ. á m. ég, ættu að koma fram með landa- merkjabréf og sýna eign sína á landinu. Það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi lenda í svona vitleysu. Það botnar eng- inn í þvi eftir hverju nefndin fer.“ Hjörleifúr segir að þinglýst landa- merkjabréf fyrir jörðina sé búið að vera fyrirliggj- andi i yfir 100 ár. Þjóðlendunefhdin hljóti að hafa eitt- hvað mjög merki- legt í höndunum ef hún ætli að hrekja það. „Ef þessi kröfugerð nefndarinnar verður samþykkt, þá eru þeir að koma öllum þinglýstum samningum í upp- nám, hvort sem um er að ræða bújarð- ir eða íbúðarblokkir í þéttbýlinu," seg- ir Hjörleifúr. Einar Jónsson á Tungufelli i Hruna- mannahreppi er einnig mjög ósáttur við kröfugerð þjóðlendunefhdar. Hann segir hana gera ráð fyrir að ríkið taki til sín um 2000 hektara, gróft áætlað, eða tvo þriðju af landareign Tungu- fells. Hann hefúr einnig bréf upp á landamerki Tungufells. „ Ég er búinn að kaupa þessa jörð og borga af henni skatta og skyldur í gegnum tíðina. Ég skil ekki hvers virði eigarrétturinn er ef hægt er að taka hann af manni með einu pennastriki." Hjörleifúr og Einar eru sammála um að barist verði gegn kröfúgerð þjóðlendunefhdar „með kjafli og klórn", eins og Einar orðar það. Þeir fari fyrir dómstóla með sín mál ef með þurfi til að koma í veg fyrir að ríkið sölsi undir sig jarðir þeirra. -JSS Svarta línan á kortinu sýnir kröfu- gerð þjóðlendunefndar við Foss í Hrunamannahreppi og nágrenni. Landamerki jarðarinnar afmarkast af bláu línunni. Rauði reiturinn inn- an hennar sýnir svæðið sem þjóð- lendunefnd gerir kröfu um að fari undir ríkið. Blái reiturinn sýnir svæðið sem nefndin ætlar eigand- anum/bóndanum að halda eftir, þ.e. bæjarhlaðinu og túnunum. Forstööumaður þróunarsviðs FF Ámi Geir Páls- son hefur verið ráðinn í starf for- stöðumanns þró- unarsviðs Frjálsr- ar fjölmiðlunar. Ámi Geir lauk sl. sumar M.Sc.-prófi í alþjóðaviðskipt- um frá Copen- hagen Business School, með áherslu á markaðsmál og stjómun. Áður en Ámi Geir hóf framhaldsnám var hann framkvæmdastjóri og einn af eigendum auglýsingastofunnar Mátturinn og Dýrðin. Á árunum 1993-94 gegndi hann starfi markaðs- og kynningarstjóra Samskipa, 1991-92 var hann deildarstjóri fjárvörslu VÍB og árin 1989-91 var hann skrifstofu- og sölustjóri Þjónustmniðstöðvar ríkis- verðbréfa. Ámi Geir lauk prófi í við- skiptafræði frá Háskóla íslands árið 1989. Eiginkona Áma er Soffia Waag Ámadóttir félagsfræðingur og eiga þau tvö börn. Hörð gagnrýni á stjórnvöld við setningu þings VMSÍ: Davíð og ríkisstjórnin ættu að skammast sín - sagði ekkert um Davíð annað en hann átti skilið, segir Björn Grétar Sveinsson Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, gagnrýndi stjómvöld harðlega á 20. þingi sambandsins sem sett var í gær á Hótel Loftleiðum. Forystumenn Flóabandalagsins hafa lýst því yfir að þeir taki ekki þátt í umræðum um kjaramál á þinginu en kjarasamningar era lausir á næsta ári og hafa Flóa- bandalagsmenn ákveðið að ganga ekki til samninga með félaginu. Nokkurrar óánægju hefur gætt innan VMSÍ með þessa ákvörðun Flóabandalagsins og má því búast við hörðum umræðum á þinginu. „Það er alltaf nóg um að vera á þingum sem fjalla um marga mála- flokka sem snerta almenning í land- inu. Á þessu þingi era 170 fulltrúar og auövitað má búast við líflegum um- ræðum," segir Bjöm Grétar. Bjöm Grétar sagði í setn- ingarræðu sinni að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hefðu lof- að að vera bakhjarlar launa- stefhu sem tryggði stöðug- leika og vaxandi kaupmátt en hefðu látið undan þrýstingi og skapað ójafnvægi á launa- markaði. Þá beindi Bjöm Grétar orðum sínum sérstak- lega til Davíðs Oddssonar og sagði að hann og ríkisstjóm- in ættu að skammast sín. „Ég sagði ekkert um forsætisráðherra annað en hann átti skilið. Þetta var sagt í minni sveit ef menn gerðu ekki það þeir sögð- ust ætla að gera,“ segir Bjöm Grétar. „Málið er það einfaldlega að fram- kvæmdastjóm Verkamannasambands- ins fór á fund fyrir ári síðan með ríkisstjóm íslands, fúll- trúum sveitarstjóma og full- trúum atvinnurekenda og út- skýrði fyrir þeim hvað hefði verið að gerast og hvemig við sæjum að myndi gerast, bæði með verðbólguþátt og annað, og vöraðum þá mjög við hvað þeir væra að gera og lýstum ábyrgð á hendur þeim. Þeir tóku undir þetta allt saman en hafa ekkert gert í því og því neyddist ég til að skamma þá í setningarræðu þingsins. Þetta var gert við mig hér á árum áður, ég var hirtur til, en aldrei nema ég ætti það skilið og það geri ég ekki heldur," segir Björn Grétar. -hdm Björn Grétar Sveinsson. Hestamaðurinn, Reiðlist og Reiðsport í eina sæng: Allt frá hóffjöðrum í reiðhallir - ný stórverslun á tæplega 1000 fermetrum Þrjár þekktar reiðvöraverslanir, Hestamaðurinn, Reiðsport og Reiðlist, verða sameinaðar um miðjan næsta mánuð. Nýtt hlutafélag um reksturinn hefur verið stofnað, Hesthúsið ehf. Sameiginleg ársvelta fyrirtækjanna er um 150 milljónir króna. í byrjun des- ember verða verslanimar fluttar undir eitt þak í 800 fermetra húsnæði. Útibú frá þeirri stórversluni verður starf- rækt áfram Er gert ráð fyrir að það verði núverandi Reiðsport. Elsta versl- unin af þessum þremur er Hestamað- urinn sem hefúr verið starfrækt í 17 ár. Sú yngsta, Reiðlist, hefur verið starfrækt í 3 ár. Að sögn Bjama Þórs Sigurðssonar, sem unnið hefur að sameiningrmni ásamt eigendum fyrirtækjanna, Ás- geiri Ásgeirssyni í Hestamanninum, Guðlaugi Pálssyni Reiðsporti og Jón Inga Baldurssyni í Reiðlist, kviknaði hugmyndin að henni fyrst úti á heims- meistaramótinu í sumar. Þar vora verslanimar allar með sölubása undir merkjum Útflutningsráðs. „Þá sáu menn að miklu hagkvæmara væri að hafa þetta á einni hendi heldur en að hafa þrefalt bókhald, þrefaldan lager o.s.frv.,“ sagði Bjami Þór. „Þetta nýja fyrirtæki mun hafa mikil umboð og góð. Vörumar verða ódýrari, því lager- hald verður hagkvæmara. Ýmsar nýj- ungar verða á boðstólum, aukið vöra- úrval svo og stórbætt þjónusta við hestamenn, bæði hérlendis og erlend- is. Þetta er gert með hagsmuni neyt- enda að leiðarljósi." Þeir aðilar sem eiga umræddar verslanir munu eiga nýja fyrirtækið. Þá kemur til greina að fá nýja ijárfesta inn í það þegar frá líður. Einnig er fyr- irhugað að fá tengda starfsemi inn í það svo sem söðlasmíði. Með því er stefnt að enn bættri þjónustu. „Við ætlum aö styrkja stöðu okkar og færa út kvíamar með því að þjón- usta fleiri geira landbúnaðarins en hestamennsku," sagði Bjami Þór. „Við munum selja allt frá hófBörðum upp í reiðhallir." -JSS Réttar línur Jóhanns Hermannsson segir Jóhann Ársælsson vera með réttu strengina í grein sinni f Degi í gær. Rík- isendurskoð- andi segir þar gæta misskilnings. Helgi S. Helgason segir málið búið og afgreitt. Jóhann var i hring- iðunni miöri þegar Landsbanka- málið kom upp og ofbauð svo að hann sagði af sér sem bankaráðs- maður. Dagur sagði frá. LÍN hunsar málskotsnefnd LÍN hefur nýlega afgreitt erindi manns sem stundar nám í Banda- ríkjunum, en málskotsnefhd sjóðs- ins úrskurðaði í sumar að nám sem hann stundar skyldi teljast til fulls náms með tilliti tO námslána. Eiríkur Jónsson, fulltrúi Stúdenta- ráðs Háskóla íslands í stjóm Lána- sjóðs íslenskra námsmanna, segir LÍN segja að ekki sé hægt að fara að úrskurði málskotsnefndarinnar að óbreyttum úthlutunarreglum. Dagur sagði frá. Byggingaréttur boðinn út? Tillaga um að bjóða út bygg- ingarétt á íbúðarhúsalóðum fýrir fiölbýlis-, einbýlis-, rað-, keðju- og parhús í Grafarholti hefúr verið lögð fram í borgarráði. Þá er lagt til að byggingaréttur á lóðum fyrir atvinnuhúsnæði verði seldur á fostu verði. Að auki er lagt til að auglýst verði eftir umsóknum um lóðir fyrir sérhæft og félagslegt húsnæði. Mbl greindi frá. Sósíalistar mötuðu krókinn Júri Rezetoff, fyrr- verandi sendi- herra Rússa á íslandi og starfsmaður í sovéska sendi- ráðinu á 6. og 7. áratugnum, útilokar það ekki að peningar til íslenskra sósíalista hafi verið af- hentir þar. Rezetoff segir einnig að nokkur islensk fyrirtæki, sem sós- íalistar ráku, hafi notið afar góðra kjara í viðskiptum við Sovétríkin. RÚV greindi frá. Munntóbakssmygl Stórlega hefur dregið úr inn- flutningi á munntóbaki í gegnum Leifsstöð eftir að fyrir lágu upplýs- ingar frá framleiðanda snemma í vor þess efnis að varan væri flokk- uð sem munntóbak. Vora þar með tekin af öll tvfmæli um bann við innflutningi á vörunni. Lagt hefur verið hald á 68 kilógrömm af munntóbaki í ár. Mbl. sagði frá. Óveður velti flutningabíl Flutningabíll með tengivagn tókst á loft og valt á hliðina undir Hafnarfjalli siðdegis í gær vegna vindhviðanna þar. Tveir menn vora í bílnum en meiðsl þeirra vora óveruleg. Vísir.is sagði frá. Hittir ráðherra Sergei Katanandov, formaður ríkisstjórnar rússneska Karelíu- lýðveldisins, kom í gær í þriggja daga opinbera heimsókn til ís- lands í boði Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra. Katanandov mun eiga viðræður við utanríkis- ráðherra og Áma Mathiesen sjáv- arútvegsráðheira um samskipti ís- lands og Karelíu með áherslu á að efla samskipti og viðskiptatengsl. Vísir.is sagði frá. Gögnin lengi tiltæk Gögnin sem Norðmaðurinn Sven G. Holts- mark hefur fundið í upplýs- ingar um að Kommúnista- flokkur Sovét- ríkjanna hafi stutt Sameiningarflokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn á áranum 1956-1966 með beinum fjárframlög- um hafa verið öllum aðgengileg í fimm eða sex ár, að sögn Holts- mark Mbl. sagði ffá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.