Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999
9
Utlönd
ranskur hermaður leiðir burt kameldýr sem var handsamað með ópíumfarm við landamæri írans og Afganistans í
vikunni. Fíkniefnasmyglarar nota gjarnan kameldýr, sem háð eru ópíumi, til að flytja dýrin yfir eyðimörkina til mið-
hluta írans. Þaðan er dópinu svo ekið með bílum til Evrópu.
SUZUKIBÍLAR HR
Skeifunni 17 • Sími 568 5100
www.suzukibilar.is
Afmælisveisla
Hillary í Rósa-
garðinum
Hillary Rodham Clinton, for-
setafrú Bandaríkjanna,varð 52
ára í gær og hélt upp á daginn í
Rósagarðinum við Hvíta húsið.
Boðið var upp á afmælistertu,
sem frúi gæddi sér á, auk þess
sem hún hlýddi á ræöur vina og
starfsmanna Hvíta hússins.
Nokkrir tugir starfsmanna höfðu
safnast saman í garðinum þar
sem leikin var tónlist áttunda
áratugarins en það var þá sem
Hillary gekk að eiga Bill Clinton.
Forsetafrú Bandaríkjanna hélt
einnig upp á afmæli sitt á tveim-
ur fjáröflunarsamkomum fyrir
kosningabaráttu sína fyrir sæti
öldungadeildarþingmanns New
York. Hún safnaði fé í Was-
hington á laugardaginn og í New
York á mánudagskvöld. Ein millj-
ón dollara saíhaðist í New York.
Lýsa yfir stríði
við Frakkland
íslendingar eru
lítt spillt þjóð
íslendingar eru afskaplega
heiðarlegt fólk, ef marka má lista
yflr spillingu meðal þjóða heims-
ins sem samtökin Transparency
Intemational gefa út. íslendingar
era í fimmta til sjötta sæti, ásamt
Kanadamönnum, minnst spilltu
þjóðanna. Danir eru bestir en
spiltastir era Kamerúnar og næst-
spilltastir eru Nígeríumenn.
Kjötdeilan milli Bretlands og
Frakklands harðnar stöðugt en yfir-
völd beggja landa bíða eftir að Evr-
ópusambandið höggvi á hnútinn.
Breskir fjölmiðlar lýstu yfir stríði
í morgun og segja sigrihrósandi á
hverjum degi frá nýjum viðskipta-
vinum sem hætt hafa við að kaupa
franskar vörur eða krá sem hætt
hefur við frönsku vikuna sína.
Ástæða deilunnar er ákvörðun
Frakka um að leyfa ekki sölu á
bresku nautakjöti þrátt fyrir yfirlýs-
ingar Evrópusambandsins um að
það sé óhætt. Salan hefur verið
bönnuð í mörg ár vegna kúariðu.
Skömmu eftir ákvörðun Frakka var
ljóstrað upp að franskir bændur
gefa gripum sínUm fóður sem bland-
að er skólpi. Franskir bændur svara
með því að hindra flutning á bresk-
um vöram til Frakklands.
Franskir bændur hindruðu í gær
umferð vörubíla með breskar vörur.
Símamynd Reuter
Ekki ljóst hvaö kom fyrir einkaþotu Paynes Stewarts:
Eiginkonan fylgdist með
hinstu förinni í sjónvarpi
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN
nafngreindi kylfinginn Payne
Stewart þegar orrustuvélar fylgdu
stjórnlausri einkaþotu hans mörg
hundrað kílómetra áður en hún
hrapaði loks til jarðar. Eiginkona
Stewarts var ein þeirra sem fylgd-
ust með atburðunum í útsendingu
CNN. Að sögn netútgáfu sjónvarps-
stöðvarinnar reyndi eiginkonan að
hringja í farsíma Stewarts á meðan
hún fylgdist með sjónvarpsútsend-
ingunni.
Allt bendir nú til að sex manns
hafi verið um borð í flugvélinni sem
flaug stjómlaust um 2400 kílómetra
þar til hún hrapaði í Suður-Dakóta.
Auk Stewarts voru tveir umboðs-
menn hans, tveir flugmenn og
einnig mun golfvallahönnuður hafa
verið um borð í vélinni.
Flugslysarannsóknarmenn vestra
sögðu í gær að ekki yrði auðvelt að
komast að því hvað olli slysinu, sem
þykir í hæsta máta dularfullt.
„Miðað við hvemig brákið lítur
út verðm- þetta mjög erfitt," sagði
Bob Francis, varaformaður öryggis-
ráðs samgöngumála í Bandaríkjun-
um.
Hann sagði að rannsóknarmenn
hefðu fundið litla hluta af súrefnis-
og þrýstikerfi einkaþotunnar en
ekki nærri nóg til að kveða upp úr
um hvort þrýstingsfall hafi orðið í
vélinni.
Vangaveltur era um að þrýstings-
fall hafi orðið í farþegarými vélar-
innar skömmu eftir að hún lagði
upp frá Orlando í Flórída áleiðis til
Dallas í Texas og að allir um borð
hafi látist mjög fljótlega þar á eftir.
Flugmaður annai'rar orrastuvélar-
innar sem sendar vora til að fylgjast
Payne Stewart og Tracey eiginkona
hans eftir sigur hans á opna banda-
ríska meistaramótinu fyrr á árinu.
með þotunni sagði að héla eða móða
hefði verið á rúðum hennar.
Von er á stórvirkum vinnuvélum
á slysstaðinn í dag til að grafa dýpra
eftir braki úr þotunni. Mestur hluti
flaksins er grafinn í mjúkan jarð-
veginn þar sem flugvélin kom niður
á akri skammt frá bænum Aber-
deen í Suður-Dakóta.
Francis sagði að það yrði senni-
lega ekki fyrr en eftir fjóra til fimm
daga sem rannsóknarmenn gætu
skoðað þéttilista sem eiga að halda
réttum loftþrýstingi í farþegarým-
inu, að því tilskyldu að nógu mikið
af þessum þéttilistum finnist.
Francis sagði að ef þrýstingsfall
hefði orðið í þotunni hefði hitastig-
ið inni í henni farið niður í 56 gráðu
frost.
Minningarathöfn um Payne Ste-
art verður á föstudagsmorgun.
Suzuki Baleno GLX 4x4, skr.
6/96, ek. 78 þús. km, bsk., 4 d.
Verð 990 þús.
Suzuki Baleno GL, skr. 2/97, ek.
58 þús. km, bsk., 3 d.
Verð 790 þús.
Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr.
10/96, ek. 113 þús. km, bsk.,
5 d. Verð 980 þús.
Suzuki Baleno GL, skr. 9/97, ek.
34 þús. km, bsk., 4 d.
Verð 1.040 þús.
Suzuki Vitara 2,0 dísil, skr. 06/97,
ek. 56 þús. km, 5 d.
Verð 1.790 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr. 11/98,
ek. 24 þús. km, ssk., 5 d.
Verð 1.850 þús.
Suzuki Baleno Wagon, skr. 1/97,
ek. 47 þús. km, bsk., 5 d.
Verð 1.080 þús.
Suzuki Swift GLS, skr. 4/96, ek.
56 þús. km, bsk., 3 d.
Verð 650 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr. 10/92,
ek. 53 þús. km, ssk., 5 d.
Verð 970 þús.
Suzuki Sidekick sport, skr. 8/97,
ek. 36 þús. km, ssk., 5 d.
Verð 1.680 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr. 9/95, ek.
72 þús. km, bsk., 5 d.
Verð 1.230 þús.
Suzuki Baleno GL, skr. 2/97, ek.
58 þús. km, bsk., 3 d.
Verð 790 þús.
Suzuki Sidekick JX '93, ek. 98
þús. km, ssk., 5 d.
Verð 790 þús.
Suzuki Swift GLX, skr. 6/97, ek.
56 þús. km, bsk. 5 d.
Verð 760 þús.
Suzuki Swift GLX, skr. 6/98, sk.
22 þús. km, bsk., 5 d.
Verð 870 þús.
Suzuki Swift GX, skr. 2/97, ek.
55 þús. km, bsk., 5 d.
Verð 680 þús.
Suzuki Swift GX, skr. 1/96, ek.
81 þús. km, bsk., 5 d.
Verð 570 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr. 4/99, ek.
17 þús. km, bsk., 5 d.
Verð 1.690 þús.
Lögregluforingi
í Stokkhólmi
grunaður um
barnaklám
Yfirmanni innan lögreglunnar í
Stokkhólmi hefur verið vikið úr
starfi vegna gruns um barnaklám.
í síðustu viku fannst í fórum hans
fjöldi grófra mynda.
Síðastliðið vor barst lögregl-
unni vísbending um athæfi
mannsins og hefur rannsókn stað-
ið yfir síðan. í síðustu viku var
ákveðið að láta til skarar skríða
og húsleit gerð bæði á heimili lög-
regluforingjans og á vinnustað
hans. Lögregluforinginn hefur
um langt skeið safnað barnaklám-
myndum af Netinu og fært þær
yfir á disklinga. Hann á yfir höfði
sér allt að tveggja ára fangelsi.
Ekki er gert ráð fyrir að
ákvörðun um ákæra verði tekin
fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð.
Saksóknari getur ekki nú tjáð sig
um hvort brotið er alvarlegt eða
lítið.
$ SUZUKI
-✓///