Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1999, Page 20
<32 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1999 Fréttir Rúnturinn á Akranesi: Hjónabandsmiðlun Skagamanna - grípa hvert tækifæri til aö fá stelpu á rúntinn DV, Akranesi: Akurnesingar tala gjarnan um að einangrun Reykjavíkur hafl verið rofin þegar Hvalfjarðargöng voru opnuð þann 11. júlí í fyrra. Það er skemmtilegt samfélag á Skaganum þar sem bæjarbragurinn hefur feng- ið að þróast í nokkuð lokuðu um- hverfi þar sem enginn er óvelkom- inn. Allir þekkja alla eins og gengur og gerist í ekki stærra samfélagi en það hefur í fór með sér að allir taka þátt í sorg og gleði náungans. Aldrei ,hefur örlað á firringu eða afskipta- leysi um hag náungans eins og svo oft einkennir stærri samfélög. Sum- um þykir jafnvel nóg um umhyggju fyrir lífi, heilsu, gleði og sorg ná- ungans. Umhverfið mótar manninn að miklu leyti. Nálægðin við sjóinn og baráttan við hann og stoltið hefur skapað ótrúlegan sigurvilja, hvort sem er í íþróttum, kapphlaupi um lífsgæði eða einfaldlega að láta rödd sina heyrast í samfélaginu á íslandi. Mikil samstaða einkennir bæjar- y braginn sem eflaust á sér rætur í íþróttaáhuga bæjarbúa og velgengni íþróttamanna frá Akranesi. Sú vel- gengni er ekki eingöngu í knatt- spymu því mjög góður árangur hef- ur náöst hjá íþróttamönnum í sundi, frjálsum íþróttum og golfi. Þegar íþróttir ber á góma á Akra- nesi gleyma Skagamenn sér algjör- lega og margir kunna utan að hvemig knattspyrnuliðið var skip- að á ákveðnum tímum þegar ein- hverjir af hinum fjölmörgu sigrum unnust. Margir undrast hvemig lít- ið bæjarfélag getur alið af sér slíkan hóp af frábæm íþróttafólki. Skýr- ingin er að hluta sú að aðstaða til íþróttaiðkana er einhver sú besta á landinu. Þungar drunur og umferðar- niður Eitt er það sem einkennir bæjar- braginn og gestir taka mjög vel eft- ir en Akumesingar líta á sem hvim- leiðan þátt í bæjarlífinu og það er rúnturinn. Snemma kvölds, og þá skiptir ekki máli hvenær vikunnar DV-myndir DVÓ borga en ef það er farið út á land þá skiptist kostnaðurinn á milli farþeg- anna. Þeir sögðu að það væri mis- jafnt hvað það kostaði að rúnta svona alla helgina, það væri frá 1000-1500 krónur og miklu meira hjá sumum. Þeir sögðu að það kæmi oft fyrir að fólk kynntist á rúntinum og það væri hverju orði sannara að rúntur- inn væri besta hjónabandsmiðlun Skagamanna og nærsveitunga. Þeg- ar kærustupar er saman og hefur ekkert að gera og ætlar út þá fer það ekki upp í skógrækt eða eitthvað annað heldur á rúntinn og ekkert annað. „Ef við sjáum fallega stelpu eða stelpur þá bjóðum við henni eða þeim ekki strax á rúntinn heldur byrjum við að horfa, fómm hægt í þetta og bjóðum svo á rúntinn. En ef maður er með stelpu þá sleppir maður því. Maður grípur hvert tækifæri til að fá stelpu á rúntinn. Það er mikið um aö stelpumar séu tvær eða þrjár saman í þeirri von að einhver stoppi til aö bjóða þeim á rúntinn og það em dæmi um að við það skapist nánari kynni,“ segja fé- lagamir. Þeir félagar máttu ekki vera að því að tala við DV lengur þvi að Gunnar Erlingsson ásamt vinkonu sinni kom aðvífandi á bíl, Volkswagen Golf, sem hann keypti þennan dag og auðvitað þurftu þeir að kíkja á nýja bílinn á rúntinum og ekki var verra að blæjan var tekin niður því veðrið var gott. -DVÓ það er, hópast bílstjórar á götur bæjarins og aka fram og aftur aðal- götumar, að því er virðist til að sjá fólkið í hinum bílunum. Rúnturinn hefst við Pósthúsið ofarlega á Kirkjubraut og ekið er sem leið ligg- ur niður Kirkjubraut og beygt inn á Skólabraut og ekið hana á enda þar til komið er að mótum Vesturgötu og Skólabrautar. Þar er tekin U- beygja og ekið til baka. Þurfi bil- stjóri að spjalla við annan bílstjóra sem á móti kemur er bílrúðan ein- faldlega skrúfuð niöur og svo er spjallað saman. Skiptir þá engu máli hversu margir bíða fyrir aftan. Enginn flautar eða er óþolinmóður. Vonlítið er að komast inn á Kirkjubraut eða Skólabraut eftir að rúnturinn er hafinn á kvöldin því enginn vill missa sitt pláss í rööinni sem hlykkjast um göturnar. Mest er það auðvitað ungt fólk sem ekur rúntinn og er vísast að hann er besta hjónabandsmiðlun Skaga- manna. Þó niður sé af umferðinni er hávaði frá hljómflutningstækjum Rúnturinn hefst við Pósthúsið, ofarlega á Kirkjubraut. Þurfi bílstjóri að spjalla við annan bílstjóra sem á móti kemur er bílrúðan einfaldlega skrúfuð niður. mun meiri og þungar drunur í bassa tækjanna með dynjandi tölvutónlist er gjarnan það sem heyrist mest frá rúntinum. Ekið fyrir 1500 krónur eða meira Fullorðið fólk sést einnig á rúntinum og nærsveitarmenn skreppa gjarnan niðrn- á Skaga til að aka rúntinn. Rúnturinn er gjaman alla nóttina og fram undir morgun og jafnvel eftir að þeir sem ganga rúntinn eru farnir heim. Þegar DV bar að garði um síð- ustu helgi voru margir komnir á rúntinn, þar á meðal voru þeir Lár- us Sveinsson og Stefán Orri Sverris- son og fleiri og fleiri. í spjalli við DV sögðu þeir að þeir væru á rúnt- inum eins og fleiri til þess að drepa tímann og sjá aðra. Þeir sögðu það vera þannig að kostnaðurinn við keyrsluna skiptist ekki á milli þeirra sem eru í bílnum heldur væri það venjan að láta bílstjórann «3* Ijunnar Egilsson á nýja Volkswagen Golf-bílnum með vinkonunni. Lárus Sveinsson og Stefán Orri Sverrisson ætluðu að fá stelpu á rúntinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.