Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Side 10
10 enmng MIÐVTKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 JLlV Kölski kytjar Styrjaldir Steingríms Tónleikar Triós Reykjavíkur í Hafnar- borg siðastliðið sunnu- dagskvöld voru með öðru sniði en venju- lega. Einn vantaði í tríóið, Guðnýju Guð- mundsdóttur flðluleik- ara, en hún forfallaðist og því þurfti að undir- búa aðra dagskrá með litlum fyrirvara. Efnis- skráin var þó fyllilega í anda aðventunnar, eingöngu barroktónlist sem er aldrei vinsælli en þegar jólin fara að nálgast. Fyrst á efnisskránni voru nokkur konsert- stykki eftir Francois Couperin sem þeir Gunnar Kvaran selló- leikari og Peter Maté píanóleikari léku af þokka og virðuleik. Einn þessara þátta heitir Air De Diable, eða Kölski kyrjar, dans sem virkar ekki mjög syndsamlegur heldur þvert á móti hóflegur og agaður þó hann sé glaðlegur. Kölski sem þar birtist er ekki með horn og hala heldur í jakkafötum, með vind- il og kampavínsglas - og kann mannasiði. Flutningurinn var fágað- ur og glæsilegur og má segja það sama um hin stykkin líka, allar nótur voru á sínum stað og samspilið yfirleitt gott. Sérstaklega verður að geta næstsíðasta þáttarins, Plain- te, sem þeir Gunnar og Peter fluttu afar inni- lega. Gunnar var himneskur, túlkunin yfir- veguð og hljómur sellósins svo syngjandi að manni fannst maður skilja hvern einasta tón. Sömuleiðis var Peter silkimjúkur og fág- aður og fullkomlega í stíl. Er þeir félagar höfðu lokið við tónlist Couperins skildi leiðir, Peter hvarf af svið- inu og Gunnar lék svítur nr. 1 og 2 fyrir ein- leiksselló eftir Johann Sebastian Bach. Til fróðleiks má geta þess að Bach féll í gleymsku eftir dauða sinn og svaf eins og Þyrnirós í heila öld (eða því sem næst) þar Tónlist Jónas Sen til Felix Mendelssohn uppgötvaði hann. En ekki hann einn: sellósnillingurinn Pablo Casals á til dæmis heiðurinn af að hafa upp- götvað sellósvíturnar þvi áður en hann kom til sögunnar var bara litið á svíturnar sem fúlar stílæfingar. Casals rakst á svíturnar í fornbókabúð þegar hann var þrettán ára og skildi strax hvílíkir dýrgripir voru þar á ferðinni. Eftir að hann fór að leika þær opin- berlega tóku aðrir við sér og í dag er varla til sá sellóleikari sem ekki hefur einhvem tíma reynt við þær. Þeir eru þó fáir sem geta flutt þær svo vel þyki, enda eru þær erfiðar mjög, bæði tæknilega og í túlkun. Casals sjálfur æfði þær á hverjum degi í tólf ár áður en hann flutti þær fyrst á tónleikum. Gunnar hefur oft leikið svítumar og því ljóst að hann hefur melt þær og gengið með þær lengi. Undirrituðum finnst ávallt ánægjulegt að heyra túlkun Gunnars á þess- um stórfenglegu tónsmíðum, enda er hún bæði þroskuð og djúp. Tónleikarnir á sunnu- dagskvöldið voru þar engin undantekning, flutningurinn var yfirvegaður og vel stilltur. Eitt og eitt bar þess kannski merki að undir- búningstíminn hefði verið naumur en í heildina var þetta falleg Bach-túlkun þar sem andinn ríkti í hverjum tóni. hann í bréfi árið 1967. En Steingrímur fjar- lægist þá án þess að bókin segi frá málefna- legum ágreiningi. Hann virðist í reynd taka afstöðu með flokksforystunni gegn ungu mönnunum. Af bókinni má ráða að Ólafur Jóhannesson hafi í reynd þrýst þeim út á hinn pólitíska klaka. Eftir brottfór þeirra varð eftirspurn eftir ungum mönnum í flokknum, ekki síst menntuðum. „Vegtyllur mínar innan Framsóknarflokksins eru með- al þess í lífinu sem ég hef ekki þurft að berj- ast fyrir,“ segir Steingrímur á einum stað en virðist ekki skynja tengsl á milli þess og brotthvarfs hinnar glæsilegu sveitar. Hefði Ólafur Ragnar, pólitískur uppalningur Ey- steins, verið áfram í flokknum er þó ólíklegt að Steingrímur hefði getað tekið sér í munn orðin: „Formennska mín í Framsóknar- flokknum kom af sjálfu sér...“ Bókmenntir Össur Skarphéðinsson Enn á ný hefur Degi B. Eggertssyni tekist að gera ákaflega fróðlega og skemmtilega bók um Steingrim Hermannsson þar sem kostir þessa merka stjórnmálamanns, ekki síður en gallarnir, birtast ljóslifandi. Hún er sannarlega ómissandi fyrir alla sem hafa snefil af áhuga á stjórnmálum. Dagur B. Eggertsson Steingrímur Hermannsson. Ævisaga II Vaka-Helgafell 1999 „Dúó“ Reykjavíkur, Peter Maté og Gunnar Kvaran. Flutningur þeirra var fágaður og glæsilegur. DV-mynd E.ÓI. Skagfirsk skemmtiljóð Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út þriðja bindi af Skagfirskum skemmtiljóðum sem Bjarni Stefán Konráðsson frá Frosta- stöðum hefur safnað. Þar koma fram á sjötta tug snjallra hagyrðinga, þeirra á meðal Andrés H. Valberg, Axel Þorsteinsson, Kristbjörg S. Bjarnadóttir, Jón Kristjánsson og séra Hjálmar Jónsson, og fær hver hagyrðingur sinn kafla í bókinni. Efni visnanna er fyrst og fremst þarfir og langanir manns- sálarinnar og hvers konar starfsemi líkam- ans. Þó er einstaka vísa um stjórnmál eins og þessi eftir séra Hjálmar: íhaldiö með þrek og þor á þjóöráóunum lumar. Ef þiö kjósið vinstra vor veröur ekkert sumar. Margar fallegar vísur má hér finna um kon- ur, meðal annars þessa eftir Jón Ingvar Jóns- son: Vöxtur hennar finnst mér jjandi fagur. Þaö er líkast galdri. Kyssileg og kynœsandi er kerlingin á sjötugsaldri. Símon og eikurnar Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Símon og eikumar eftir Marianne Fredriksson, höf- und bókarinnar Önnu, Hönnu og Jóhönnu sem kom út í fyrra. Símon er ósköp venjulegur strákur sem elst upp í Sviþjóð og unir vel við sinn hlut uns hann kemst að því að hann er ætt- leiddur. Eftir það verður ekkert eins og áður. Sakleysi æskunn- ar er að baki og hann verður að hefja leit að sjálfum sér; leit sem annaðhvort bjargar honum eða steyp- ir honum í glötun. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýðir bókina. Umsjón Sílja Aðalsteinsdóttir v: : m m ; Dagur B. Eggertsson hefur skráð annað bindi ævisögu Steingríms Hermannssonar með sömu ágætum og hið fyrsta. Það spannar upphaf þingmennsku og farsæls ráðherra- ferils söguhetjunnar fram að því að hann er orðinn formaður Framsóknarílokksins og kosningarnar 1983 blasa við. Bókin nær að lýsa upp fáséðar hliðar á athyglisverðum stjórn- málamönnum eins og Ólafi Jóhannessyni og sömuleiðis baksvið afdrifa- ríkra atburða á borð við uppreisn og brottgöngu Möðruvellinga úr Framsókn og myndun ríkisstjómar Gunnars Thoroddsens. í ævisögunni birtist Ólafur Jóhannesson smám saman sem óbilgjarn klækjarefur og mikill örlagavaldur. Hann flytur sig til Reykjavíkur í kosningunum 1979 og hirðir sætið af Guðmundi G. Þórarinssyni eftir að hafa marglýst yfir aö hann hygðist hætta. Hann segist ekki vilja verða ráðherra í stjórn Gunnars Thoróddsen en hirðir þó stól utanríkisráðherra af Tómasi Árnasyni á síðustu stundu. Steingrími líkar ekki alls- kostar samstarfið við Ólaf og segir „illt aö geta ekki reitt mig á stuðning hans“. Þó er líklegt að Ólafur eigi ósmáan þátt í mesta sigrinum sem Framsókn vann undir stjórn Steingríms, þegar flokkurinn bætti við sig 8% og fimm þingmönnum í kosningunum 1979. Ólafi tókst nefnilega að skapa mikla spennu í kringum yfirvofandi endalok sín í pólitík sem náði há- marki þegar hann bauð sig skyndilega fram 1 Reykjavík. Það lyfti undir flokkinn alls staðar á landinu. Steingrímur drepur ekki á þennan mögu- leika í kaflanum „Sigur! Sig- ur!“ en nefnir þó að í Reykja- vík hafi fylgið vaxið hlut- fallslega mest. Það er hóg- værlega orðað. Ólafur Jó- hannesson jók það um ríf 78%. Steingrímur fjallar ít- arlega um „grænu- baunamálið" sem fylgdi honum frá veru hans hjá Rannsókn- arráði. Fimmtíu rangar færslur í bókhaldi, þrír varahlut- ir fyrir hans eigin bifreið greidd- ir af Rannsóknarráði fyrir mistök, greiðslur til Steingríms fyrir leigu á eigin bíl til ráðsins, ásamt ýmsu fleiru er í reynd skrifað að mestu á reikning mistæks bókara. Það er erfitt að lá gagnrýnendum hans og líklega hefðu pólitískar afleiðingar málsins orðið aðrar í vægðarlausu umhverfi rann- sóknarblaðamennsku nútimans. Mikill fengur er að frásögninni um Möðru- vellinga. Mannvalið í röðum þeirra var með ólíkindum. Með Steingrími og uppreisnarfor- ingjanum Ólafi Ragnari Grímssyni, sem leiddi Möðruvellinga, var í fyrstu gott sam- band. „Góöi vinur" ávarpar Steingrímur Bláfuglinn Dimma hefur gefið út geislaplötuna Bláfugl- inn með tólf söngtextum eftir Jónas Ámason sem sungnir eru við þekkt djass- og dægurlög. Anna Pálína Árnadóttir syngur og voru margir þessir textar reyndar samdir sérstaklega fyrir hana. Þetta er djassplata í rómantísk- um stil og vanir menn sem leika með söngkonunni: Sigurð- ur Flosason á saxófón, Gunnar Gunn- arsson á píanó, Pétur Grétarsson á trommur og Jón Rafnsson á kontrabassa. Þessi hópur hefur leikið og sungið saman í mörg ár og haldið fjölmarga tónleika, nú síðast á Græn- landi þar sem þau voru fulltrúar íslands á norrænni tónlistarhátíð í Menningarhúsinu í Nuuk. Ógnarlangur krókódíll Mál og menning hefur gefið út bamabókina Ógnarlangur krókódíU eftir Roald Dahl. Þar segir frá krókódílnum Ógn- arlangi sem hugsar sér gott til glóð- arinnar að éta fjölda krakka með húð og hári. En börn eru ráðsnjöll og Ógnarlangur fær heldur betur fyrir ferðina. Þetta er ein þekktasta ærslasaga hins heims- fræga rithöfundar Roalds Dahl og textinn er að hluta til í máli. Quentin Blake mynd- skreytti söguna og Hjörleifur Hjartarson þýddi hana. Felix og kauphállarævintýrið Felix og vinir hans, þau Peter og Gianna, ætla sér að verða rík - ofsarík og það sem fyrst. Þau stofna fyrirtæki sem fer fljótlega að skila hagnaði og detta heldur betur í lukkupottinn þegar þeim áskotnast gullpeningar. En þegar peningar eru annars vegar láta vafasamir náungar sjaldan lengi á sér standa. . . Bókin Felix og kaup- hallarævintýrið er hvort tveggja spennandi sakamálasaga og upplýsandi um allt sem ungt fólk þarf að vita um peninga og fjármál. Höfundur bókarinnar, Nikolaus Piper, er viðskiptaritstjóri Súddeutsche Zeitung og öllum hnútum kunn- ugur í fjármálaheiminum. Arthúr Björgvin Bollason þýddi bókina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.