Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
Spurmngin
Hvað finnst þér um fram-
göngu Jóns Steinars vegna
sýknudóms prófessorsins?
Sigurður Þór Ólafsson: Svolítið
vafasamt. Þetta vekur margar
spurningar og ég er ekki sáttur við
Dað.
Guðmundur Jón Viggósson nemi:
Hann er ekki að gera rétta hluti.
Hann er farinn að gera hluti sem
eru ekki leyfilegir.
Böðvar Eggertsson hárgreiðslu-
meistari: Þetta er algjört kjaftæði
og ótrúlegt að hann hafi fengið
hann sýknaðan.
Hermann Karvelsson nemi: Þetta
er skandall.
Jón Guðfinnsson tónlistarmaður:
Hrikalegt mál.
Ingvar Ragnarsson sölumaður:
Þetta er orðið eins og bandarískt
réttarkerfi. Lögmennirnir ná að
snúa öllu á sinn veg og það sem
verra er, þeim tekst það.
Lesendur_____________
Lækningajurtir
forfeðranna
- staöreyndir um ginseng
Hlómln: Þroska ftæ
í fyllingu tímans.
l.aufln: Eru
notuð í jurtate
m
mótvirkandi áhrif, P.r
ekki notað með rótínni.
Róturbolurinn:
Múttugusti hluti •
jurtarinmir.
Stórar hlíðarrætur
Smærri hliðarrætur
Úrgúngs rótarendar
6 úru giimul kóresk
glnsengjurt
Ginsengplantan er fjölær sveipjurt, fjarskyldur ættingi æti-
hvannarinnar og fleiri ágætra lækningajurta sem forfeðurnir
hafa notað um langan aldur.
Einar Logi Einarsson
skrifar:
Undanfarin tæp 30 ár
hef ég gefíð sérstakan
gaum þeim fæðubótar-
efnum og náttúrulyfjum
sem í boði eru í almenn-
um verslunum. Ég
starfa við grasalækning-
ar en hef engra hags-
muna að gæta varðandi
þessar vörur. Hins veg-
ar er oft leitað ráðgjafar
minnar um notkun
þessara efna. Því er mér
vel ljós nauðsyn þess að
fólk hafi óvilhallar upp-
lýsingar um eðli þeirrar
vöru sem því stendur til
boða. Ginsengplantan
t.d. er fjölær sveipjurt
og er fjarskyldur ætt-
ingi ætihvannarinnar
og fleiri ágætra lækn-
ingajurta sem forfeður
mínir hafa notað um
langan aldur. Kínveijar
og Kóreubúar uppgötv-
uðu lækninga- og hress-
ingarmátt ginsengs fyr-
ir þúsundum ára.
Verðmætasta gins-
engið er nefnt Panax
ginseng (merkir manns-
rótin sem læknar allt), á
sér kjörlendi í norður- og vesturhlíð-
um steinefnaauðugra fjallshlíða í 800
til 1000 metra hæð. Vegna mikillar eft-
irspurnar eftir ginsengi er allt kjör-
lendi löngu fullnýtt og meira til. í rót-
arbolnum, en það er sá hluti jurtar-
innar sem talinn er hafa lækninga-
mátt, má finna 7 flokka af virkum efn-
um.
Nú hefur nýlega verið sýnt fram á
með margendurteknum
rannsóknum að úthalds-
aukandi- og hressingar-
áhrifum ginsengrótarinn-
ar er ekki hægt að ná með
neyslu hreinsaðra og
staðlaðra ginsenosíða og
þó að þeir væru gefnir í
stórum skömmtum höfðu
þeir engin slík áhrif. Þá
er vitað að ýmsir fjöl-
sykrungar í ginsengrót-
inni hafa jákvæð áhrif á
ónæmiskerfið. í dag bein-
ast sjónir manna ekki síst
að fituleysanlegum efnum
sem byrja að myndast
þegar rótin er 5 ára göm-
ul og af mörgum talin
hafa þau æxlishemjandi
áhrif ginsengrótarinnar
sem ekki eru lengur um-
deild.
Það er vel kunn stað-
reynd að mismunandi
jurtahlutar hafa ólíka
yerkun. Eins og áður seg-
ir er rótarbolurinn verð-
mætasti hluti ginseng-
jurtarinnar. Því neyta
Asíubúar helst heilla róta
til að vera vissir um að fá
rétta vöru. Sum evrópsk
fyrirtæki nota aðeins
ódýrasta hluta jurtarinn-
ar i sína vöru en selja hana sem raun-
verulegt ginseng. Varðandi þessa
vöru, ekki síður en aðrar, er því
heillavænlegast að neytandinn þekki
þá vöru sem honum er boðin.
Ekki dómur Hæstaréttar
- heldur meirihluta Hæstaréttar
Guðmundur Magnússon skrifar:
Mér finnst ekki rétt að tala um
dóm Hæstaréttar í sýknumáli hins
ákærða i kynferðismáli því sem
mest hefur verið rætt um manna á
meðal að undanfórnu. Það var ekki
Hæstiréttur sem stóð óskiptur að
sýknu hins ákærða. Það var meiri-
hluti Hæstaréttar, þrír dómarar af
fimm. Hér er mikill munur á þegar
rætt er um úrskurð Hæstaréttar líkt
og þar hafi verið um samdóma álit
að ræða.
Það er svo stór spurning sem
margir velta fyrir sér einmitt þessa
dagana og spyrja gjarnan hver ann-
an: Eru allir dómarar Hæstaréttar
fullfærir að gegna hinu mikilvæga
embætti? Það eru margar spurning-
ar sem vakna í þessu sambandi, og
ein er sú hvort t.d. fjárhagslegt sjálf-
stæði kunni að spila þama inn í.
Það er ekki af engu sem frambjóð-
endur til þings i Bandaríkjunum
þurfa að gera grein fyrir sjálfum
sér, m.a. hvort þeir séu efnahags-
lega sjálfstæðir svo þeir þurfi ekki
að leita ásjár, jafnvel fjárhagslega,
hjá skjólstæðingum sínum í stað
þess að vera þeim stoð og stytta.
Það er ekki einleikið og alls ekki
trúverðugt að Hæstiréttur skuli
þurfa að skipta sér upp i hópa í við-
kvæmum málum. Staðreynd er að
ávallt kallar veikleiki einstaklinga,
dómara sem annarra, fram veik-
leika í ákvarðanatöku í mikilsverð-
um málum á úrslitastundu.
R-listinn vart með fullu ráði
Foreldri skrifar:
Það er skelfilegt til þess að vita að
flokkar sem hafa kennt sig við félags-
hyggju skuli leyfa sér að bregðast
kjósendum sínum og öllum borgar-
búum á jafn ruddalegan hátt og nú er
komið fram.
Fyrsta kjaftshöggiö kom þegar
meirihluti borgarráðs vildi leggja
restina af útivistarsvæði Laugardals-
ins undir steinsteypu og nú er það rot-
höggið; uppsögn leikskólasamninga.
Við foreldrar horfum upp á hæft og
yndislegt starfsfólk kveðja og fara til
fyrirtækja eins og MacDonalds og
Hagkaups.
Og hver eru ráð hinnar harðsvír-
uðu Ingibjargar Sólrúnar? Ráða erlent
fólk til starfa, skylda foreldra í þegn-
yHHMGM Þlónusta
allan sólarhringinn
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
birt verða á lesendasíðu
Að sjálfsögðu eiga lág leikskólagjöld sinn þátt í því að draga að nýja skatt-
greiðendur til borgarinnar, segir m.a. í bréfinu.
-------m
vinnu eða hreinlega að senda börnin
heim. Maður verður gjörsamlega
máttvana af undrun. Það er augljóst
að R-listinn starfar vart með fullu
ráði né rænu.
Það er ekki nóg með að þessar að-
gerðir komi útivinnandi foreldrum og
atvinnulífinu öllu mjög illa heldur
mun þetta leggja stein í götu þeirra
foreldra sem eiga börn á leikaskóla-
aldri og eru í atvinnuleit. Sjálfsagt á
þetta helst við um konur og svo sér-
staklega um einstæða foreldra. En lík-
lega er verið aö spara fyrir veisluna
miklu í Perlunni fyrir 100 útvalda
gesti.
Ef við gefum okkur að um 20 börn
séu á hverri deild í umsjón 4 leik-
skólakennara þá gæti 5000 króna
hækkun á leikskólagjöldum gefið um
100.000 kr. til skiptanna, eða 25.000 á
mann. Líklega er rétt að draga launa-
tengd gjöld frá svo borgin þurfi nú
ekki að leggja einn einasta eyri út og
þá standa eftir u.þ.b. 20.000 krónur,
sem gætu hugsanlega gert gæfumun-
inn. En þetta þykir varla gott ráð, því
að sjálfsögðu eiga lág leikskólagjöld
sinn þátt í því að draga að nýja skatt-
greiðendur til borgarinnar. - Illt er að
vita að það skuli vera kona sem er í
forsvari fyrir þessum ósköpum.
DV
Prestar í
útistöðum
Sveinbjörn hringdi:
Þetta er orðið afar einkennilegt
með prestana hvemig þeir, hver á
eftir öðrum og sífellt, lenda í kárín-
um við safnaðarfólk sitt og siðar í
landsfrægum deilum, blaðaskrifum
og þurfa svo jafnvel að yfirgefa sitt
brauð með tilheyrandi eftirköst-
um. Menn muna deiluna í Lang-
holtssöfnuði og nú deilu prestsins í
Holti í Önundarfirði og svo prests-
ins í Eyjafirði. Þetta er ekkert eðli-
legt og ég er ekki undrandi þótt
fólk aðhyllist ekki þjóðkirkjuna
okkar. Mér finnst biskup, bæði nú-
verandi og fyrrverandi biskupar
ekki nógu harðir í að setja niður
deilur, og það hreinlega í byrjun,
svo að ekki komi til leiðinda gagn-
vart presti og söfnuði. Ég er á því
að prestur eigi að víkja strax og
þæfingur er hafmn milli hans og
safnaðar, annar prestur taki þá við
og þjóni þar tO deilunni er lokið.
Nú eru Norsar-
ar nógu góðir
Friðjón hringdi:
Við íslendingar höfum ekki ver-
ið beint Vinsamlegir í garð Norð-
manna á síðustu árum. Bæði er um
að kenna veiðum okkar íslendinga
í Barentshafi, löndunarbanni Norð-
manna á íslensk skip og deilunum
sem spunnist hafa um yfirráð yflr
sameiginlegum fiskstofnum þjóð-
anna. En nú er öldin önnur. Sumir
hér á landi vilja taka mikið mark á
þeim Norðmönnum sem helst
kynnu að viija beita áhrifum sínum
gegn fyrirhugaðri Fljótsdalsvirkjun
hér og hvetja til lögformlegs um-
hverfismats. Norsku ríkisstjórn-
inni og síðan Norsk Hydro hafa
verið send tilmæli og áskoranir um
að koma í veg fyrir að hér verði
sett á fót stóriðja með norsku fjár-
magni. - Er nú ekki farin að verða
hálfsnúin afstaða okkar gagnvart
Norðmönnum.
Engin neyðar-
þjónusta RARIK
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Það skeði hjá mér nýverið að
rafmagn fór af í húsi sem ég bý í.
Ný rafmagnstafla er í húsinu en
ekki komst á rafmagnið þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir við rofana. Ég
hringdi í RARIK og þar var sím-
svari sem vísaði á annað númer.
Þar svaraði maður og gaf góð ráð,
sem dugðu þó skammt. Vísaði
hann síðan á rafvirkja til að kanna
málið. Engan þekki ég rafvirkj-
ann. Mér finnst sjálfum að RARIK
eigi að koma sér upp neyðarþjón-
ustu, ekki síst í desember. Auðvit-
að myndi maður greiða fyrir þá
þjónustu, en hún er bráðnauðsyn-
leg. Vona að RARIK bæti úr þessu,
því það er auðvelt ef vilji er til.
Stóri bagginn,
Byggðastofnun
Lárus skrifar:
Mér sýnist að ef eitthvað er
muni Byggðastofnun missa veru-
legt vægi hér í framtíðinni. Það er
þess vegna m.a. sem núverandi fé-
lagsmálaráðherra er ekki sáttur
við að taka við þessu „byggðabatt-
eríi“. Stofnunin mun ekki verða
jafnafgerandi í málum landsbyggð-
arinnar og verður því svelt fjár-
hagslega miðað við það sem áður
var, þegar stofnunin jós peningum
í algjörlega fráleita hluti til þess að
sporna gegn fólksflóttanum af
landsbyggðinn, eins og það var
kallað. Nýir fjármunir koma sem
sé ekki til Byggðastofnunar frá
ijármálaráðuneyti og heldur ekki
frá Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins eins og rætt hafði verið um en
þar var um einn milljarð króna að
ræða. Nú er sá banki seldur og hef-
ur víst nóg með sig og sína að gera.
Stóri bagginn, Byggðastofnun,
mun því engjast sundur og saman
og vonandi verður þessi fjárskort-
ur henni að aldurtila fyrr en síðar.