Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÖLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsír, netútgáfa Fijálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Einkavæðingin heldur áfram Ríkisstjórnin hefur ákveðið að halda áfram einkavæð- ingu ríkisviðskiptabankanna með því að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi sem heimilar sölu á 15% af hlutafé ríkisins fyrir lok þessa árs. Frumvarpið mun án efa ná fram að ganga og miðað við reynsluna verða hlutabréf í Búnaðarbanka og Landsbanka eftirsótt af al- menningi og stofnanafjárfestum. Hægt og bítandi er rík- ið þannig að losa um tökin á bönkunum og íslensku fjár- málalífi. Salan á hlutabréfum ríkisins er merki um skynsam- lega stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og gefur vonir um að meira aðhalds kunni að vera að vænta í fjármálum ríkisins - aðhalds sem vissulega er þörf á. Þegar fyrsta skrefið í einkavæðingu Búnaðarbanka og Landsbanka var stigið á liðnu ári var því miður sú leið farin að auka hlutafé bankanna í stað þess að selja bréf í eigu ríkisins. Þar með jókst útlánageta þeirra veru- lega. Mikil aukning útlána innlánsstofnana hefur skap- að ákveðinn vanda og stefnt stöðugleika efnahagslífsins í nokkra hættu. Flest bendir að vísu til að útlánaþensla bankanna sé að baki. Bankarnir hafa þegar þanið efna- hagsreikninga sína mikið út eins og vel sést á lækkandi eiginfjárhlutfalli. Möguleikar þeirra til frekari útlána eru því minni en áður. Seðlabankinn hefur einnig grip- ið til aðhaldsaðgerða, bæði með því að hækka vexti og herða á lausafjárkvöð bankanna. Frumvarp ríkisstjómarinnar um sölu á 15% hlut er fagnaðarefni þótt vissulega sé ekki verið að stíga jafn- stórt skref og vonir stóðu til. Raunar er það undarlegt að ríkisstjómin skuli ekki stefna að sölu á stærri hlut þar sem allar forsendur eru fyrir umfangsmikilli einka- væðingu. Á tímum þenslu er réttur tími til að ganga rösklega til verka við sölu ríkisfyrirtækja, enda líkur á að þá fáist hærra verð en ella, auk þess sem slíkt er merki um skynsamlega stjórn efnahagsmála. Vandinn er einnig sá að ríkisstjómin hefur ekkert gefið upp hvenær og hvernig haldið verður áfram að losa ríkið út úr bankarekstri. Enn um sinn verða ríkis- viðskiptabankamir að langstærstum hluta i eigu ríkis- ins - þeir verða undir stjórn og á forræði ríkisins. Nauð- synlegt er fyrir viðskiptaráðherra og ríkisstjómina að gera opinber áform sín um einkavæðingu viðskipta- bankanna og upplýsa í meginatriðum hvemig staðið verði að henni. Einkavæðing Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins tókst með miklum ágætum og gekk hraðar fyrir sig en hægt var að vona. Ekkert bendir til annars en hægt sé hraða sölunni á Landsbankanum og Búnað- arbankanum enn meira en stefnt er að. Á undanförnum ámm hafa orðið miklar breytingar til hins betra á íslenskum fj ármálamarkaði og á komandi árum er fyrirsjáanleg mikil gerjun á þessu sviði þar sem fjármálafyrirtæki munu renna saman eða taka upp nána samvinnu. Öll rök hníga að því að róttæk upp- stokkun eigi sér stað þar sem leitað verði leiða til hag- ræðingar og þar skiptir mestu að viðskiptabankar og sparisjóðir sameinist. En til þess að hagræðing náist fram þarf ríkið að draga sig út úr rekstri fjármálafyrir- tækja og leyfa þannig markaðsöflunum að finna þær leiðir sem hagkvæmastar em. Það væri mikil skamm- sýni ef reynt yrði að knýja fram sameiningu banka áður en ríkið hefur dregið sig að fullu eða mestu í hlé. Óli Bjöm Kárason Frá Yellowstone-þjóðgarðinum. - „Fimm vetrarmánuðir eru þar kaldari en á Þingvöllum og með meiri snjókomu en er norðan Vatnajökuls", segir Ómar m.a. í grein sinni. Veðrið í Klettafjöllum - og í íslenskum þjóögöröum Ástæðan er sú að í hið einfalda vegakerfi Yell- owstone er eingöngu not- að bundið slitlag líkt og í Þingvallaþjóðgarði hjá okkur, sem ég veit ekki betur en sé opinn allt árið. En þar að auki ferð- ast tugþúsundir gesta um Yellowstone á vetuma á vélsleðum, snjóbílum eða gönguskíðum rétt eins og á íslenska hálendinu. Hafa Ameríkumenn þó ekki uppgötvað þá mögu- leika sem jöklajeppar geta skapað. Svipað er uppi teningnum í Banff, Jaspers og Grand Teton þjóðgörðunum sem millj- ónir manna koma í á hverju ári. Ef PáE trúir „Páll kallar athugun á þjóðgörðum „leikaraskapu en þá eru fleiri sek- ir um slíkan leikaraskap því verið er að fjalla um þessi mál í stjórn- kerfinu, bæði við að undirbúa stofnun þjóðgarðs yst á Snæfells- nesi og einnig er að störfum stjórnskipuð nefhd til að kanna möguleika á þjóðgarði á Vatnajökli og svæðum sem liggja að honum.u Kjallarinn Ómar Ragnarsson fréttamaður Sjónvarpsins í lesendabréfi Páls Kristjánssonar í DV síðastliðinn fimmtudag em nokkrar missagnir sem ég tel nauðsyn- legt að leiðrétta. Páll segir að „veðrátta ásamt gljúpum jarð- vegi og klaka- hröngli" sjái fyrir því ekki sé hægt að hafa þjóðgarða hér á landi með sama að- gengi og þjóðgarða í Ameríku. Páll nefn- ir engar tölur máli sínu til stuðnings. Þessar tölur er hægt að nálgast. Þegar veðurtölur frá t.d. Yellowstone eru skoðaðar kemur í ljós að veðurlag þar er um flest svipað og hér á landi, enda þjóðgarðurinn i um og yfir 2000 metra hæð yfir sjó. Kaldari vetrar- mánuðir vestra Hiti og úrkoma (snjókoma) í janúar eru svipuð í Yellow- stone og á Hvera- völlum. Fimm vetr- armánuðir em þar kaldari en á Þing- völlum og með meiri snjókomu en er norðan Vatnajök- uls. Þrátt fyrir þetta koma mörg hundrað þúsund manns í Yellow- stone yflr vetrarmánuðina og líka í leysingunum á vorin þótt þar sé „gljúpur jarðvegur og klakahröngl". þessu ekki getur hann leitað sér upplýsinga um veðurtölumar hjá Veðurstofunni og aðsóknartölur að Yellowstone fékk ég hjá bandarísk- um prófessor í ferðamálafræðum sem S.H.H. kallar í grein í DV í fyrradag „fomkonuna“. Páll segir: „Það var því óþarfi að senda sér- staka frétta- og tæknimenn til að ná frábæram myndum til að sýna sem „Fréttir og firnindi". Tvær leiðréttingar Tvennt er skakkt við þetta hjá Páli. í fyrsta lagi sendi Sjónvarpið enga tæknimenn í þessa för því ég var sendur einn í hana sem og í ferð um Noreg í fyrra þar sem með- al annars var skoðaður þjóðgarður- inn á Harðangursheiði sem liggur í um og yfir þúsund metra hæð yfir sjó. í öðru lagi heita þættimir „Fólk og fimindi" en ekki „Fréttir og fimindi“. En kannski er nafnið „Fréttir og fimindi" nefht í gaman- semi hjá Páli. Hvað um það, fyrstu tveir þættimir fjölluðu um þau svæði á Klettafjallasvæði Ameríku sem helst er hægt að bera saman við þjóðgarða okkar, Þingvelli, Skaftafell, Jökulsárgljúfur og hugs- anlega þjóðgarða á Snæfellsnesi og á hálendinu, bæði hvað snertir landslag og veðurfar. Mál í stjórnkerfinu Páll kailar athugun á þjóðgörð- um „leikaraskap" en þá eru fleiri sekir um slíkan leikaraskap því verið er að fjalla um þessi mál í stjómkerfinu, bæði við að undir- búa stofnun þjóðgarðs yst á Snæ- fellsnesi og einnig er að störfum stjómskipuð nefhd til að kanna möguleika á þjóðgarði á Vatnajökli og svæðum sem liggja að honum. í næstu tveimur þáttum um „Fólk og fimindi" verður ferðast um þessi islensku svæði, allt frá Þingvöllum til Lónsöræfa, sumar, vetur, vor og haust. Ómar Ragnarsson Skoðanir annarra Ráðstöfunarfé Vísindasjóðs „Bilið milli ráðstöfunarfjár Vísindasjóðs og heUdar- fjárhæðar umsókna vísindamanna hefur breikkað mik- ið undanfarin ár og fyrir vikið hlýtur ekki nema helm- ingur þeirra umsókna, sem hljóta fyrstu einkunn fagráða, styrk. Það gefur augaleið að þarna er verið að kasta gríðarlegum auði og tækifæram á glæ. Þjóðfélag- ið hefur lagt geysUegt fé í uppbyggingu góðs mennta- kerfis á öldinni. Það er að kosta ungt fólk tU náms, bæði hérlendis og erlendis, með almannafé. Ávöxtun þessar- ar fjárfestingar er hins vegar takmörkuð vegna þess að stjómvöld hafa ekki lagt fram fé tU að virkja og nýta þekkinguna sem aflast hefur. Þessu verður að breyta! Úr forystugreinum Mbl. 30. nóv. Afstæður risnukostnaður „Það er í raun afstætt. Þetta fer eftir því hvað liggur að baki og ég hef ekki kynnt mér hvort fjárhæðin sé um- fram eðlUeg mörk eða ekki. Ferðakostnaður á vegum ríkisins hlýtur að fara vaxandi vegna aukins alþjóðlegs samstarfs þannig að við því er að búast að sá liður nemi einhverri umtalsverðri fjárhæð. Varðandi risnuliðinn þekki ég minna tU, en ég hef grun um að þau útgjöld faUi að mestu leyti tU hér á höfuðborgarsvæðinu og oft að beiðni þeirra sem risnunnar njóta. Sem geta þá ver- ið stéttarfélög, námsmenn, félagasamtök auk stofnana." Kristinn H. Gunnarsson alþm. í Degi 30. nóv. Menning án spilafíknar Með nokkram sanni má segja að tveir aðUar hafi ánetjast spUakössunum, þeir sem haldnir era spUafikn og hinir, sem háðir era þeim sem tekjustofni... Stað- reyndin er sú að spUafiknin hefur leitt mikia ógæfu yfir mörg heimUi á íslandi og er nú mál að linni. Það er hins vegar mér og öðram flutningsmönnum umrædds frum- varps kappsmál að fmna menningarstofnunum á borð við Háskóla íslands og þjóðþrUastarfsemi sem rekin er af SÁÁ, Slysavamafélaginu/Landsbjörg og Rauða krossi íslands traustan fjárhagsgrandvöll. Þessar stofnanir eiga að geta staðið straum af starfsemi sinni á annan hátt en að hirða peninga upp úr vösum þeirra sem ekki ráða við gjörðir sínar sökrnn spUafiknar. TUgangurinn helgar ekki meðalið." Ögmundur Jónasson alþm. f Mbl. 30. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.