Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
15
Tökum í taumana
Af hverju er ekki
bara hægt að fljóta sof-
andi að feigðarósi og
láta sig dreyma eitt-
hvað fallegt í leiðinni?
Hlýtur ekki allt að
enda einhvem veginn
að lokum? Það sem
heldur fyrir manni
vöku eru íslensk
stjómmál, þessi ótrú-
lega fundvísi á ógöng-
ur. Eins og að vera far-
þegi í bíl þar sem að
vísu er ekið um stór-
brotið landslag, en það
er eitthvað mikið að
ökulaginu, spuming
hvort bílstjórinn sé
með réttu ráði. Þessi
handarbakavinnu-
brögð: hlutimir eru
framkvæmdir fyrst,
undirbúningurinn kemur allra
síðast, þegar allt er um garð
gengið. Og þá í formi réttlæting-
ar.
íslensk stjórnvöld eru alltaf í
tímahraki. Frægt er þegar álver-
ið í Straumsvík var reist í heima-
tilbúnu kapphlaupi við kjamork-
una sem myndi „innan örfárra
ára“ leysa vatnsaflsvirkjanir af
hólmi og íslendingar sætu uppi
með verðlaus vatnsföll. Tveimur
árum eftir að virkjunin var tekin
í gagnið tók olíukúrfan lóðrétta
stefnu upp á við en eftir sátu ís-
lendingar og þurftu að borga með
sinni eigin orku.
íslensk stjórnmál
Nú er látið heita að búið sé að
lofa Norðmönnum Fljótsdals-
virkjun og þeir geti
fyrst við ef kaupin
ganga ekki eftir. í
þjóðina er síðan
hent þessu mála-
myndarplaggi frá
Landsvirkjun sem á
að heita hlutlaus út-
tekt og samt enda
allir póstamir á
„auk þess leggjum
við til að Eyjabökk-
um verði sökkt“.
Vel á minnst: hefúr
Landsvirkjun beðið
þjóðina afsökunar á
hinum makalausa
bæklingi (Lowest
energy priœs, 1995)
sem dreift var í
sendiráð erlendis
þar sem sagði að á
íslandi byggi undir-
málsfólk og ekki tíðkaðist að setja
erlendum aðilum neinar pappírs-
skorður þegéir stórvirkjanir væru
annars vegar?
Umræðan í þinginu
Var það þetta sem Halldór Ás-
grímsson átti við þegar hann æpti
framan í þjóöina úr ræðustól að
þingmenn væru
betur í stakk
búnir að fjalla
um Fljótsdals-
virkjun en ein-
hverjir kontórist-
ar úti í bæ? Aftur
og aftur er stagl-
ast á sömu tugg-
unni um afglöp
þingsins árið
1981 sem þjóðin
verði nú að súpa
seyðið af, hvað
sem tautar og
raular. „Lögin
frá *81“ gegna nú
sama hlutverki og syndafallið í
kristninni áður, þar sem ófarir
mannanna voru jafnan útskýrðar
út ífá ótímabæru áti á einu epli.
Hér þarf að staldra við. Nú
þurfa farþegamir að gripa í
taumana og láta bílstjórann sofa
úr sér álvímuna áður en lengra er
haldið. Lögformlegt umhverfismat
strax er lágmarkskrafa.
Pétur Gunnarsson
Kjallarínn
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
„íslensk stjómvöld eru alltaf í
tímahraki. Frægt er þegar álverið
í Straumsvík var reist í heimatil-
búnu kapphlaupi við kjarnorkuna
sem myndi „innan örfárra árau
leysa vatnsafls virkjanir af hólmi
og íslendingar sætu uppi með
verðlaus vatnsföll.u
„„Lögin frá *81“ gegna nú sama hlutverki og syndafallið í kristninni áður,
þar sem ófarir mannanna voru jafnan útskýrðar út frá ótímabæru áti á
einu epli.“
Ljóður á ráði fagurra fljóða
Á göngu höfundar um erlenda
borg á námsárum sínum blasti
iðulega við honum skilti af hendi
sem hélt á vindlingi og sneri
glóðin inn i lófann. Var yfir-
skriftin á þann veg að eigi skyldi
fólk láta standa sig að lág-
stéttarósið. Við fyrstu sýn virtist
boðskapurinn vera sá að á þenn-
an hátt skyldu menn eigi á vind-
lingum halda heldur á hátt þann
er þokkadísir meðhöndla slíka
hluti með tiu tomma munn-
stykkjum í auglýsinginn tóbaks-
framleiðenda.
Við frekari athugun kom þó í
ljós að boðskapurinn var annar
og alvarlegri. Það er að reyking-
ar væru heilsuspillandi ósiður,
einkenni lágstéttar. Verða þó
ekki allir er ánetjast hafa tóbaki
i þann dilk dregnir. Kannanir
hafa þó sýnt að reykingar meðal
menntaðs fólks eru verulega
miklu fátíðari en meðal þeirra er
engrar æðri menntunar hafa not-
ið. Þess sjást glögg merki i lag-
skiptingu heilbrigðiskerfísins
sjálfs. þar sem einsdæmi er að
læknar reyki.
Nokkru meiri
er tóbaksnotkun
hjúkrunarfræð-
inga, enn meiri
meðal sjúkra-
liða og hvað
mest meðal
ræstingarfólks.
Háleit mark-
mið
Á vinnustöðum
utan heilbrigð:
iskerfisins kem-
ur þessi munur einnig víða
greinilega í ljós. Meðal þeirra
sem menntunar hafa notið eru
reykingar fátíðar en vaxa með
minnkandi skólagöngu. Nú er
stefht að vímulausu íslandi þeg-
ar fram líða stundir. Háleit
markmið hafa verið sett fram
sem virðast ekki innan seilingar
„Alþjóðlegur samanburður sem
landinn er gjarn að grípa til sýnir
einnig að íslendingar eru eftirbát-
ar annarra þegar kemur að tó-
baksvörnum. Eru vindlingareyk-
ingar t.d. meiri hér en meðal
flestra þróaðra Evrópuþjóða að
Grikkjum undanskildum.u
miðað við vöxt
þeirra efna sem gerð
eru upptæk frá ári
til árs. Markmiðið
er sett að gefhu til-
efni vegna þeirrar
röskunar félagslegs
siðgæðis sem neysla
veldur auk vaxandi
glæpatíðni, auðgun-
arbrota og annarra
er í kjölfarið fylgja..
Rökrétt er að
álykta að eðlilegt sé
að vamir gegn fikni-
efiianeyslu hefjist
með tóbaksvömum.
Þegar íjárlög hafa
verið afgreidd kem-
ur ætíð í ljós að þeir
málafokkar sem
mest fé rennur til
eru félags- og heilbrigðismál.
Engu að síður reynist erfitt að fá
enda til að ná saman í síðar-
nefhda málaflokknum sem þarf á
komandi árum að glíma við þá
menningarsjúkdóma sem eiga
eftir að íþyngja heilbrigðiskerf-
inu mest, þ.e. sjúkdóma af völd-
um reykinga og offítu.
Eftirbátar annarra
Af þeim ástæðum er einnig
réttlætanlegt að verja
meira fé en nú er gert
til áróðurs gegn reyk-
ingum þar sem þær
hafa ásamt annarri
vimuefnaneyslu farið
vaxandi meðal ungs
fólks. Eru telpur síst
eftirbátar drengja i
þeim efnum miðað
við kannanir meðal
grunnskólabama og -
unglinga. í stað þess
að nálgast markmið
um vímuefnalausa
fósturjörð vfrðist það
því vera að fjarlægj-
ast.
Alþjóðlegur saman-
burður sem landinn
er gjam að grípa til
sýnir einnig að ís-
lendingar eru eftirbátar annarra
þegar kemur að tóbaksvömum.
Eru vindlingareykingar t.d. meiri
hér en meðal flestra þróaðra Evr-
ópuþjóða að Grikkjum undan-
skildum. íslendingar telja sig fal-
legasta, sterkasta og gáfaðasta
meðal norrænu frændþjóðanna og
eru stoltir af en njóta jafnframt
þess vafasama heiðurs að reykja
u.þ.b. þrisvar sinnum meira en
Finncir, Svíar og Norðmenn.
Kristjón Kolbeins
Kjallarinn
Kristjón Kolbeins
viðskiptafræðingur
Með og
á móti
Raforkudreifikerfi
veitustofnana
Hveragerðis selt
Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðis,
Bæjarmálafélagið, lagði fyrir skömmu
fram tillögu þess efnis að hefja samn-
ingaviðræður við Rafmagnsveitur rík-
isins um að selja þeim rafveitu bæjar-
ins. í framhaldi af breytingartillögu
fulltrúa Framsóknarflokks á næsta
fundi samþykkti meirihlutinn síðan að
óska eftir tilboðum frá fleiri aðilum og
binda ekki söluna tilboði frá Rarik.
Skóla og göt-
ur í stað raf-
veitu
Þótt skuldastaða bæjarins sé
góð er ljóst að þeim ijármunum
sem felast í dreiílkerfi rafveitu
bæjarins er
betur varið í
þau verkefni
sem eru lög-
boðin, t.d. um-
bætur og
stækkun leik-
skóla og grunn-
skóla, gatna-
gerð og upp-
byggingu bæj-
arins sem
ferðamanna-
bæjar. Við í
Bæjarmálafélaginu teljum að
lækka eigi skuldir Hveragerðis-
bæjar og auka þannig ráðstöfun-
arfé sveitarfélagsins til framtíð-
ar. Eins og sagt var í bókun á
bæjarstjórnarfundi gerir fjár-
hagsleg staða bæjarfélagins ekki
kröfu um sölu eigna til að
tryggja verkefnalegt og fjárhags-
legt sjálfstæði þess. Hér er ekki
um neina „gullgæs" að ræða,
eins og sumir vilja halda fram,
heldur auðlind sem er líklega á
réttum tíma að selja nú. Rafveit-
an hefur verið rekin með tapi
þar til örfá undanfarin ár, en allt
bendir til breytinga í orkuum-
hverfi á næstu árum þar sem
vænta má aukinnar samkeppni
varðandi sölu og dreifingu raf-
orku.
Hafsteinn Bjarna-
son, fulltrúi Bæjar-
málafélags Hvera-
gerðis í bæjar-
stjórn.
Sjálfræðinu
endanlega
fórnað
Knútur Bruun, full-
trúi Sjálfstæðisfé-
lagsins Ingólfs I
bæjarstjórn Hvera-
gerftis.
Sala rafveitu Hveragerðisbæj-
ar er eitt af þeim málum þar sem
meirihlutinn, Bæjarmálafélagið,
lætur skamm-
tímasjónarmið
ráða ferðinni.
Sjálfræði Hver-
gerðinga i
orkumálum
yrði endanlega
fórnað með
sölu rafveit-
unnar. Ég er
ekki í vafa um
að raforkuverð
til almennings
og fyrirtækja,
t.d. garðyrkjustöðva, sem eru
margar hér í Hveragerði, mundi
hækka með sölu rafveitunnar til
Rarik. Eins og ég lét bóka á bæj-
arstjómarfundi má rekja tillög-
una um að selja rafveituna til
þess að reyna að hifa bæjarsjóð
upp úr skuldafeni, til óstjómar í
fjármálum bæjarins af hendi
meirihluta bæjarfulltrúa síðast-
liðin fjögur ár. Þetta er vanhugs-
uð ráðstöfun sem stórskaðar
framtíðarhagsmuni allra bæjar-
búa. Hér ráða þröngsýn skamm-
tímasjónarmið ferðinni og sjálf-
ræði Hvergerðinga í orkumálum
er endanlega fórnað. Ég hef held-
ur ekki hlotið neinar undirtektir
við þeirri ósk að halda borgara-
fund um málið þar sem Hver-
gerðingar sjálfir fá að tjá vilja
sinn. -eh