Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
27 r
r>v
Préttir
Blaðberar óskast
í eftirtaldar götur:
Laugavegur
Lindargata
Klapparstígur
É^- | Upplýsingar veitir afgreiðsla
DV í síma 550 5777
Vegurinn fyrir
Búlandshöfða
vígður
DV, Vesturlandi:
Samgönguráðherra mætti með
skæri ráðuneytisins að mörkum
Snæfellsbæjar og Eyrarsveitar í gær,
miðvikudag, og klippti á borða. Nýr
vegur um Búlandshöfða á Snæfells-
nesi var tekinn í notkun - næstum
ári áður en áætlað var. Þar með er
samfellt slitlag komið á veginn milli
Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar.
Hinn nýi vegur um Búlandshöfða er
8,2 kílómetrar á lengd.
Hafist var handa við framkvæmdir
í byrjun nóvember í fyrra. Það var
Héraðsverk á Egilsstöðum sem ann-
aðist vegarlagninguna en Skipavík í
Stykkishólmi byggði 20 metra langa
brú á Tunguós sem er á vegkaflan-
um. Upphaflega var áætlað að verk-
inu lyki í ágúst á næsta ári en á síð-
asta vori komu fram hugmyndir
verktaka um að flýta verkinu og var
á þær fallist af hálfu Vegagerðarinn-
ar. Einhver frágangsvinna mun bíða
næsta vors.
Sturla Böðvarsson afhjúpaði enn-
fremur minnisvarða sem sveitarfé-
lögin beggja vegna Búlandshöfða
höfðu látið gera í tilefni bættra sam-
gangna og aukinnar samvinnu í kjöl-
far þeirra. Öllum viðstöddum var síð-
an boðið til kaffisamsætis í Félags-
heimilinu Klifl í Ólafsvik. Þess má
geta að í foruneyti samgönguráð-
herra var samgönguráðherra
Mongólíu, Gavaa Batkhuu.
-DVÓ/GK
Matvælaeftirlit:
Of mörg
grá svæði
- segir ráðherra
„Það er mikið hagsmunamál fyrir
bæði neytendur og framleiðendur
matvæla að eftirlit
með framleiðsl-
unni verði einfald-
að,“ sagði Siv Frið-
leifsdóttir um-
hverfisráðherra I
gær. Hún sagðist
ánægð með að til-
laga hennar um
slíka einföldun
mála hefði verið
samþykkt í ríkis-
stjórninni á fostu-
dag. Nefnd um opinbera eftirlitsstarf-
semi af ýmsu tagi fær nú það viðbót-
arverkefni að koma með tillögur um
framtíðarskipan þessara mála.
„Það sem er erfitt við svona viða-
mikla breytingu er að hvert ráðuneyti
og hver stofnun vill halda í sitt verk-
efni - enginn vill sleppa neinu," sagði
Siv. Hún sagði það í sjálfu sér eðlilega
tilhneigingu. Hins vegar væri hún
ánægð með viðtökumar í ríkisstjórn-
inni og greinilega væru menn stað-
ráðnir í að taka kyrfilega á vandamál-
inu.
„Það eru of mörg grá svæði. Mat-
vælaeftirlitið hefur heyrt undir þrjú
ráðuneyti og þrjár stofnanir og skýra
mætti betur leikreglurnar. Það verður
hlutverk nefndar Orra Haukssonar,"
sagði Siv Friðleifsdóttir. -JBP
Siv Friðleifs-
dóttir.
SflMEINING HESTflMflNNSINS
œvintýraheim
FYRIR
heótamenn!
Með sameiningu þriggja rótgróinna verslana -w
opnum við glæsilega stórverslun með hestavörur
í 800 fermetra húsnæði að Fosshálsi i. !
Fjöldi cpnunartilbcða!
Einnig verður opnað útibú í Faxafeni io (áður Reiðsport).
Öll virtustu merkin í reiðfatnaði. Úrvalið er ævintýralegt.
Allt fjrá hóttiöðrum til reiðhalla! v \
euro-star
RETTMODEN
FOSSHALS i'
HEIMflR
VLSTURl AFJOSVbGUR
föFf$A&KK/
FOSSHÁLS
tegundir
hnökkum!
Við minnum á
tjölókylduhátíð
á laugardag
trá kl. ic-14
Stcrverslun með he&tavörur
m