Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1999, Side 36
LATT* IHf ] vinná FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 Hákon fjallaskáld: Flutti Noregs- konungi drápu Hákon fjallaskáld Aðalsteinsson ilutti Haraldi Noregskonungi drápu ,sína fyrir frarnan konungshöllina í L „nia.*-;., ul steinsson. k“™S8- Við svo buið af- henti skáldið fulltrúa konungs drápuna innbundna. Hákon er ytra vegna beiðni ís- lenskra umhverfisvina til Norðmanna um að samþykkja umhverfismat á ( Eyjabökkum. Hinum íslenska 9 ára dreng, Bimi Ólafssyni frá Reykjavík, var tekið hlýlega af hálfu yfirmanna stórfyrirtækisins Norsk Hydro þegar hann afhenti Norðmönnum upprúllað kálfskinn með tilvitnun í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þar er haft eftir Einari Þveræingi að við (Islendingar) skyldum færa Norð- mönnum góðar gjafir og dýrar en eigi þó Grímsey. Norðmennimir munu að sögn íslenskra umhverflsvina hafa lesið milli línanna af þessum skila- boðum að til var ætlast að íslendingar vildu halda góðum vinskap við þá og 'gefa þeim jafnvel dýrar gjafir en ekki þó Eyjabakka. Norsk Hydro, sem ætlar að reisa ál- ver í Reyðarfirði, kom með yfirlýs- ingu í gær um að fyrirtækið myndi fagna lögformlegu umhverflsmati vegna Eyjabakka sé það vilji hins ís- lenska þings og þjóðar. -Ótt FÉKK KÓNGUR Á LÚPURINN? Jón Sigurðsson íslendingur ár- þúsundsins Jón Sigurðsson, forseti Hins ís- lenska bókmenntafélags og sjálf- stæðishetja, var valinn íslendingur árþúsundsins í atkvæðagreiðslu sem lauk á miðnætti í nótt á Vísi.is. Hlaut Jón 39% atkvæða. í öðru sæti var þjóðveldishöfðinginn, skáldið og rithöfundurinn Snorri Sturluson, í þriðja sæti var skáldið Halldór Kilj- an Laxness og Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti íslands, í því fjórða. Þá varð íþróttakappinn Jón Páll Sigmarsson i flmmta sæti. DV, Bylgjan, SS og Visir.is hafa staðið fyrir vali á íslendingum ár- þúsundsins en atkvæðagreiðslan hófst 17. júní. -hlh „Nýir menn“ með fíkniefni Tilkynnt var að Jón Sigurðsson forseti hefði verið valinn maður árþúsundsins á Vísi.is í morgunþættinum ísland í bítið á Stöð 2 og Bylgjunni í morgun. Á myndinni afhenda Auður Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Frjálsrar fjölmiðl- unar, og Bjarni Ólafur Guðmundsson frá SS Finni Beck, formanni Stúdentaráðs, gögn til vitnis um valið. Eiríkur Hjálmarsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar, fylgist með. í hólknum eru myndir af íslendingum árþúsundsins á ýmsum sviðum þjóðlífsins, eintak af DV, lítið útvarp og ein pysla. Að valinu stóðu DV, Bylgjan, SS og Vísir.is DV-mynd Pjetur Lögreglan I Reykjavík stöðvaði rétt fyrir miðnætti bifreið skammt frá miðbænum. Við leit á tveimur 19 ára mönnum sem voru í bifreið- inni fundust fikniefni og í framhald- inu meira af slíku heima hjá öðrum þeirra. Um reyndist. vera að ræða 80 grömm af hassi, 40 grömm af am- fetamíni eða kókaíni og 6 alsælutöfl- ur. Að sögn lögreglu hafa þessir menn ekki komið við sögu lögreglu áður vegna flkniefnamála. -gk Uppsagnir Básafells á starfsfólki á Flateyri: Hryllileg tilhugsun - segir forseti Alþýðusambands Vestfjarða. Heimamenn róa lífróður „Þegar Olíufélagið seldi brask- ara að sunnan, eins og ég orðaði það, meirihlutann 1 Básafelli, vildu menn ekki trúa því að það versta gæti gerst en það er að gerast. Það er hryllilegt til Pétur son. Sigurðs- þess að hugsa ef útgerð og vinnsla er end- anlega að leggj- ast af á Vest- fjörðum" segir Pétur Sigurðs- son, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða, um uppsagnir Bása- fells á starfsfólki Guðmundur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri og meiri- hlutaeigandi Básafells, tók ákvörðun um Einar Oddur Kristjánsson. á Flateyri og Suðureyri í gær. Upp- sagnirnar á Suðureyri voru reynd- ar dregnar til baka eftir að samn- ingar tókust um yfirtöku heima- mann á rekstrinum þar. uppsagnirnar an samráðs við stjórn félagsins og er um endur- skipulagningu eða uppstokkun á rekstri félagsins að ræða, en það tapaði 954 milljónum króna á síð- asta rekstrarári. í vinnslu Bása- fells á Flateyri var 45 manns sagt upp í gær og sagði Ágústa Guð- mundsdóttir, formaður Verkalýðs- félagsins Skjaldar, í gær að vissu- lega væri þetta áfall, en menn héldu stíft 1 þá von að heimamenn myndu yfirtaka reksturinn eins og Ágústa Guðmundsdóttir: „Þetta er vissulega áfall“. gerðist á Suðureyri. Á Flateyri fékk skipshöfnin á Gylli, um 15 manns, einnig uppsagnarbréf. Heimamenn á Flateyri róa nú lífróður fyrir því að halda rekstri fiskvinnslunnar þar gangandi og voru fundarhöld í gær um það mál með aðaleiganda fyrirtækisins. Þar fer fremstur í flokki Hinrik Kristjánsson, vinnslustjóri Bása- fells á Flateyri. Ekki náðist í hann 1 gær eða í morgun, en Einar Odd- ur Kristjánsson, alþingismaður og einn eigenda Básafells, sagði í morgun að það sem nú hefði gerst væri vissulega áfall. „Það er hörmulegt sem hefur verið að gerast með Básafell á síð- ustu mánuðum. Við erum með í athugun hvort við getum farið þá leið sem farin var á Súgandafirði. Hvort það tekst kemur í ljós innan mjög stutts tíma, þetta mun gerast hratt. Nú er hvorki stund né stað- ur til að segja meira um málið,“ sagði Einar Oddur i morgun. -gk Veðrið á morgun: Snjókoma ogél Á morgun verður norðan- og norðvestanátt, 15-20 m/s með snjókomu norðvestan til, norðan 8-13 m/s og lítilsháttar él sunnan til en vestan 5-8 og él norðaustan- lands. Frost verður á bilinu 2 til 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Litla heimiliö f i * i * * * * Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.