Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 10
 10 k f. wnning MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 D ásamlegasta bók Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason gerist lengst úti í geimnum á blárri plánetu sem byggð er börnum. Þar sem engir full- orðnir eru á hnettinum til að skipta sér af börnunum eða ala þau upp eru þau villibörn sem borða þegar þau eru svöng og sofna þegar þau eru þreytt. En þetta eru góð villibörn sem lenda í ævintýrum á hverjum degi. Þau lifa af gæðum gjöfullar náttúru og bera virðingu fyrir lífinu. Það undursamlegasta sem þau þekkja er þegar fiðrildin vakna úr dvala sínum einu sinni á ári og fljúga um allan heim. En dag einn læðist syndin inn í Paradís í líkama fullorð- ins manns. Það er hann Glaum- ur Geimmunds- son, kallaður Gleði-Glaumur, geimryksugufar- andssölumaður og draumauppfyllinga- maður sem er kom- inn í heimsókn. Hann getur uppfyllt drauma villibarnanna og fyrir það biður hann aðeins um brot af æsku þeirra. Vitanlega gleypa börn- in við þessu einstaka tilboði. Glaumur ryksýg- ur duftið af fiðrildunum, dreiflr yfir villibörn- in og kennir þeim að fljúga. Þá verða dagarnir svo skemmtilegir að nóttin veröur óbærilega leiðinleg og fyrir annan dropa af eilífri æsku barnanna neglir Glaumur sólina fasta. Eftir það ríkir endalaus gleði á bláa hnettinum. Svo gerist það að hetjur sögunnar, þau Hulda og Brimir, fljúga of hátt og fjúka yfir á dökku hlið í heimi Andri Snær og Aslaug Jónsdóttir voru f gær tilnefnd til Barnabókaverölauna Reykjavíkur fyrir Söguna af bláa hnett- inum. Andri Snær var þar að auki tilnefndur til íslensku bók- menntaver&launanna fyrir sögu sfna. DV-mynd E.ÓI. Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir bláa hnattarins, þar sem nóttin er dimmari en kók, villidýr eru á hverju strái og börnin sem þar búa eru að deyja úr hungri. Og þá kynn- umst við myrkrinu. Sagan af bláa hnettinum er ævintýri eins og þau gerast best. Hið góða í sögunni er sakleysið en hið illa eru töfra- lausnirnar sem við erum flest öll svo ginnkeypt fyrir. Glaumur kann ráð við öllu og ég fékk sting í hjart- að þegar ég las um lausn hans á vanda barnanna á dökka helmingi hnattarins: „Ef við hjálpumst öll að og sendum börnunum í myrkr- inu mat og teppi og skó þá bjórgum við lífi þeirra en höldum naglanum i sólinni. Þá verða allir glaðir!" (bls. 72.) Hve oft höfum við ekki reynt þetta? Og enn deyja börn úr hungri úti um allan heim. Myndlýsingar og bókarhönnun Áslaugar Jónsdóttur eru mögnuð viðbót við makalausan texta Andra Snæs og heildaráhrifin eru engu lík. Ég las bókina fyrir strákinn minn sem er að verða sjö ára og við hlógum saman þegar villiböm- in flugu um himininn og við urð- um döpur saman í myrkvuðum skóginum hjá hungruðu börnunum. Þessi bók er jólagjöf handa öllum sem enn eiga æskublóð í hjarta sinu. Ég ætla að gefa ömmu eina. Ég óska Andra Snæ og Áslaugu Jónsdóttur til hamingju með bókina. Eina áhyggjuefnið er að allar aðrar bækur blikni við samanburðinn. Andri Snær Magnason Sagan af bláa hnettinum Áslaug Jónsdóttir myndlýsti og hannaði bókina Mál og menning 1999 Þrettán alvörusögui f smásagnasafni El- ínar Ebbu Gunnars- dóttur, Ysta brún, er sagt frá fólki sem allt eins gæti verið ná- grannar manns. Á Ystubrún 8 býr td. maður sem er að tapa geðheilsunni vegna svefnleysis, við sömu götu er gamall maður að reyna að forðast afskipti þeirra sem viija setja hann á stofhun, við hliðina er hús kaldhæðins rithöfundar sem bítur af sér alla blaðamenn og á sjöundu hæð í blokk nr. 19 glíma lítil systkini við erfiðar heim- ilisaðstæður. Sögusvið allra sagnanna er þetta afmarkaða svæði sem gæti verið gata í Reykja- vík. Maður einn, sem tortryggir konu sína, horf- ir t.d. út um gluggann á hús svefnlausa manns- ins, og systur í einni sögunni tala um það sem gerðist í annarri sögu aðeins fyrr í bókinni. Þessar tengingar í rúmi og tíma eru frekar yfir- borðslegar og jafnvel óþarfar. Þótt sögurnar séu ailar samtímasögur í raunsæislegum stíl þar sem vandamálum hversdagsins er lýst, eru þær allólíkar sín á milli. í Ystu brún er fjallað af vægðarleysi um sam- skipti fólks, úfbrunnin hjónabönd og bilið milli kynslóða. Karlmennirnir í bókinni eiga flestir sameiginlegt að vera vonlausir. Einn er t.d. fóta- laus og skeytir skapi — sínu á fórnfúsri konu sinni, annar er harðstjóri í eðli sínu, — sá þriðji er geðveik- ur og svo mætti lengi telja. Þeir hafa — yflrleitt verið giftir lengi en eru ófuflnægöir, vonsviknir og lifsþreyttir. Ágætt dæmi um þetta er eiginmaðurinn í sögu sem ber það furðulega nafn „Smokkfiskur í basilikusósu". Hann er óaðlaðandi, hirðulaus um útlit sitt og algerlega skeytingarlaus um konu sína þar til hann fer að hafa áhyggjur af því að annar karlmaður sé í spilinu. Þolinmæði og umhyggja konu hans er með óllu óskiljanleg. Persónur sagnanna eru yf- irleitt fjarlægar og nafnlausar, ógæfufólk sem Bókmenntir Steinunn Inga Óttarsdóttir maður kærir sig lítið um að kynnast nánar. Sögurnar birta brot úr daglegu lífi og hefjast flestar í miðjum klíðum. Lesandinn er t.d. skyndilega áhorfandi að heimiliserjum þar sem langvarandi óánægja og biturð krauma undir niðri eða brjótast upp á yfírborðið með ýmsum hætti. Jafnsnögglega er manni kippt út úr sög- - unni án þess að nokk- ur lausn sé í sjónmáli eða von um betri tíð. - Sögurnar enda ein- hvern veginn ekki - sem er stærsti kostur þeirra því efnið held- ur áfram að leita á mann að lestri loknum. Þessar þrettán sögur eru sundurleitar eins og hvunndagurinn. Þær varpa allar raunsæju Ijósi á niðurdrepandi aðstæður hamingjusnauðra persóna. Elínu Ebbu er mikið niðri fyrir og alvaran ræður ríkjum í Ystu brún. Enda er þrettán óhappatala. Elín Ebba Gunnarsdóttir Ystabrún Vaka Helgafell 1999 Gúllíver í Putalandi Saga Kára Stefánssonar, Kári í jötunmóð, eftir Guðna Th. Jóhannesson, er löng blaða- grein. Þar er dregin saman fiölmiðlaumfjöllun um Kára Stefánsson og fyrirtæki hans, Is- lenska erfðagreiningu, seinustu misseri og hún sett í samhengi. Fyrst er rakin „forsaga" Kára og reynt að lýsa manninum. Siðan er sagt frá erfðavísindunum og þróun þeirra. Og loks kemur að fyrirtækinu sem allt snýst um og hinu mikla áformi um að breyta íslenskum sjúkraskrám og ættartölum í milljónir. Bókmenntir Ármann Jakobsson Það er vandaverk að fjalla um atburði sam- tímans. Hætt er við að slíkar frásagnir hafi yflr sér kjaftasögublæ. Slík rit eru sjaldgæf hér á landi en tíð eru þau i Englandi og umfjöllun- arefnið oftast enska konungsfjölskyldan. Þessi saga Kára er eðlisskyld slíkum ritum (sem sést m.a. á notkun á nafnlausum heimildarmönn- um) en þó annað og meira því allnokkur rann- sóknarvinna hef- ur verið lögð í verkið. Þó kemur ekki ýkja margt nýtt fram í bókinni. Á baksíðu er spurt: „Hver er maður- inn Kári Stefáns- son, hvað býr að baki áformum hans og hvert stefhir?" Eigin- lega erum við ekki miklu nær í lokin þó að gott sé að safna saman öllu því sem um Kára hefur verið sagt. Bókin er rituð í óþökk Kára og þrátt fyrir góða viðleitni höfundar til að sýna sem fiestar hlið- ar hans er persónan Kári Stefánsson enn hálf- gerð goðsögn, hálfgeðveikur snillingur sem svífst einskis, kannski loddari, kannski vænt- anlegur nóbelsverðlaunahafi, örugglega með hálfgert stórmennskuæði, afar hrokafullur í framkomu og vill alltaf setja reglurnar sjálfur. Þetta er svipuð mynd og hefur verið dregin upp í fjölda blaðagreina. Ekki virðist Kári ýkja hriflnn af henni sjálfur og kannski eru þetta ýkjur einar. Er Kári kannski bara gáfaður og vel menntaður maður meö mikinn sannfæring- arkraft en skortir þó hæfni í mannlegum sam- skiptum? Hvað varðar sjálft málið er það flókið og greiðist litið úr flækjunni í þessu riti, kannski einmitt vegna þess að höfundi er annt um að sýna sem flest sjónarmið og gæta hlutleysis. Fyrir vikið slær hann í og úr og lesandi er jafn ruglaður og áður. Frásögnin er þó sæmileg af- þreying og stundum býsna spaugileg, sérstak- lega þegar sjónum er beint að íslensku þjóðfé- lagi sem er nánast eins og Putaland eftir aö Gúllíver er skyndilega mættur (sjá t.d. bls. 222 um orðaskipti á þingi). Saga Kára sætir engum sérstökum tíðindum en er góð viðbót við íslenska fjölmiðlun, nær meiri dýpt en vant er á þeim bænum. Ekki er nema gott um það að segja að slíkar bækur séu til hér á landi sem annars staðar. Guðni Th. Jóhannesson Kári í jötunmóð. Saga Kára Stefánssonar og íslenskrar erfðagreiningar Nýja bókafélagið 1999 PS... Andri brýtur blað Glóggur maður benti á að allir rithöfund- arnir sem tilnefndir voru til fagurbókmennta- verðlaunanna á mánudaginn væru eiginlega ljóðskáld: Andri Snær, Bragi Ólafsson, Sindri Freysson, Steinunn Sigurðardóttir og Þor- steinn frá Hamri. Þrjú þeirra eru tilnefnd fyr- ir ljóðabækur, tvö fyrir sögur. Tveir höfund- anna, Steinunn og Þorsteinn, hafa hlotið ís- lensku bókmenntaverðlaunin áður. Gaman er að ljóðið skuli sýna þennan styrk nú þó að einkennilegt sé þetta bókaval að ýmsu leyti, einkum þegar hafðar eru í huga hinar myndarlegu skáldsögur sem prýða út- gáfuna í ár og umsjónarmaður þessarar síðu spáði góðu gengi fyrir skömmu. Einnig er erfitt að kyngja því að Sigurður Pálsson skuli ekki hafa lent í hópnum úr þvi Ijóðin voru „inni" í ár, en nokkur huggun er harmi gegn að Sindri hefur sem ljóðskáld lært drjúgt af honum. Furðulegt var líka að saman skyldi fara fyrsta tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og fyrsta skiptið sem barnabók er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Hlaut aö fara svo að Andri Snær yrði tilnefndur á báðum stöðum og er gaman fyrir þennan orkubolta íslenskra bókmennta að slá svona rækilega í gegn. Stóran þátt í áhrifum bókar hans á Áslaug Jónsdóttir sem ekki að- eins myndskreytir bókina heldur brýtur hana um og notar leturbreytingar á markvissan hátt. Þessi blanda af heillandi sögu og fjörleg- um bókarsíðum reynist algerlega ómótstæði- leg fyrir börn á öllum aldri. Maður fer á flug... Sagan af bláa hnettinum var unnin í samvinnu þeirra Andra Snæs og Áslaugar á löngum tíma. „Við hittumst ekkert fyrsta árið heldur sendum hvort öðru efni á Net- inu," sögðu þau, „metralöng tölvubréf með texta og mynd- um." Um sínar óvenjulegu myndir í bókinni og hönnun hennar sagði Áslaug: „Maður fer náttúrlega á flug þegar maður fær svona texta í hendur!" Aðspurður hverju hann þakkaði þennan tvöfalda tilnefningarheiður sagðist Andri Snær fyrst vilja nefna foreldra sína og eigin- konu en annars hefði hann stefnt að þessu lengi, ljóst og leynt. „Ég tel að nú eigi Astrid Lindgren loksins von í nóbelsverðlaunin," sagði hann að lokum. Líka þýðingar Gaman var að Gunnar Karlsson skyldi vera tilnefndur fyrir Grýlusögu sina, skemmtilega sögu í bundnu máli um Grýlu gömlu og eina af hennar misheppnuðu til- raunum til að fá alinennilega barnakjötsmáltíð. Gunnar fékk hvorki meira né minna en Steindór Ander- sen kvæðamann til að kveða vísurnar á barna- bókahátíð í Gerðubergi fyrir skömmu og hlust- uðu börnin gersamlega hugfangin (agndofa?) á hann. Að venju eru Barnabókaverðlaun Reykja- víkur líka veitt fyrir þýðingar og hlutu til- nefningar þau Örnólfur Thorlacius (Hvalir og Stórir kettir), Hjörleifur Hjartarson (Ógnar- langur krókódíll), Guðni Kolbeinsson (Ógnaröfl), Sigrún Á. Eiríksdóttir (Sannleik- ann eða áhættuna) og Helga Haraldsdóttir (Harry Potter og viskusteinninn). Eins og fram kom í gagnrýni í DV vant- ar mikið á aö söguheimur Harry Potter sé þýddur þannig að hann veröi eins skýr á ís- lensku og ensku. Joanna Rowling leggur mikiö í sögu- heim sinn, þar er hvert heiti merkingarbært og lýsandi - og á það ekki lítinn þátt i töfrum sögunnar. Hún á kröfu á að þýðendur henn- ar skili jafn vel unnu verki - en ekki þannig að sum heiti á stöðum, fólki og fyrirbærum séu þýdd en önnur ekki. Svo þýðir Guðni Kolbeinsson vísurnar í bókinni... Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.