Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 13 DV Fréttir Hörkuslagur um internetnotendur og „fría áskrift“: - blekking Fyrirtæki sem bjóða upp á inter- netþjónustu eru orðin fjöldamörg talsins en nú hriktir i stoðunum þar sem islandsbanki og Íslandssími bjóða nú fría internettengingu. Fyr- irtækin hafa kynnt þjóðinni að hægt sé að skrá sig fyrir frirri net- áskrift í gegnum eitt símtal og um leið fá frítt netfang fyrir tölvupóst. Og þetta er fyrir alla þjóðina, ekki einungis fyrir viðskiptavini Islands- banka. Þar sem íslendingar eru í fremstu röð á sviði framþróunar á Netinu vilja Islandsbanki og ís- landssími stuðla að enn frekari for- ystu á nýrri öld en þjónustan hefur göngu sina 10. janúar árið 2000. Eini er ekkert ókeypis þessum heimi að halda öðru fram, segir formaður félags endursala á internetþjónustu kostnaðurinn er hefðbundinn síma- kostnaður á meðan notkun stendur. Landssíminn og Landsbankinn hafa brugðist hart við tilboði samkeppn- isaðilanna og boða nú samstarf um rekstur netþjónustu með svipuðu sniði. Notendur Internetsins hafa borg- að fast mánaðargjald fyrir notkun- ina hjá intemetfyrirtækjum og er þjónusta innifalin í því verði. Verð- ið fyrir aðganginn er mismunandi en algengast á bilinu 1.500-2.500 krónur. En er þá tilkoma frírrar áskriftar að Intemetinu ekki spam- aður fyrir fólkið í landinu? „Öll þjónusta kostar eitthvað. Að halda því fram að þetta sé frítt er bara blekking. Það er ekkert frítt í þessum heimi,“ sagði Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður félags endursala á intemetþjónustu, en fé- lagið var stofnað sem hagsmunafyr- irtæki fyrir fyrirtæki í internetþjón- ustu. „Það er spurning hvaðan pening- amir eru teknir til að kosta þetta. Þetta er í raun spurning um til- færslu. Íslandssími er nýtt fyrirtæki og hefur vantað viðskiptavini og þetta er leikur til að öðlast þá. Við erum að skoða þetta mál ítarlega og munum leita til samkeppnisstofnun- arinnar um hvört verið sé að brjóta samkeppnislög,“ sagði Guðmundur en það mun skýrast á næstu dögum meö hvaða hætti intemetfyrirtækin bregðist. Jafnframt sagði Guðmund- ur að íslendingar gerðu það miklar kröfur um þjónustu og til að koma á móts við þær kröfur verði að greiða fyrir hana. I samtali við DV sagði Eyþór Arn- alds, framkvæmdastjóri Islands- síma, að þeir myndu veita almenna þjónustu og styðja öll mótöld, jafn- vel tvöfóld ISDN. „Notendur okkar geta hringt í þjónustunúmer ef þeir eiga í einhverjum vandræðum en verðið fyrir þá þjónustu hefur ekki verið ákveðið. Við erum að leita til- boða en þjónustan verður á kostnað- arverði en það verður eitthvert mín- útugjald. Mínútugjaldið hjá notand- anum er almennt mínútugjald. Við fáum hluta skrefagjaldanna þótt við- komandi sé hjá Landssímanum. Með þessari þjónustu erum við að opna nýjar dyr til almennings," sagði Eyþór. Upplýsingar á geisla- diski um uppsetningu Intemetsins verða dreifðar til þeirra sem hafa skráð sig en sjálf uppsetningin á að vera mjög einfold. Aðspurður sagð- ist Eyþór ekki eiga von á að þeir væru að brjóta samkeppnislög en þeir væru opnir fyrir þvi aö sam- keppnisstofnun skoðaði málið. -hól Framkvæmdir viö fyrsta áfanga byggöarinnar fyrir botni Elliöaárvogs eru á lokastigi en þar eru 14 raðhús á þremur hæðum og eitt fjölbýlishús. Hjá fasteignasölunni Borgum fengust þær upplýsingar aö mjög vel heföi gengið aö selja fbúöir og hús í þessum áfanga. Framkvæmdir viö 2. áfanga eru hafnar en þar veröur einnig þjónustu- og atvinnu- húsnæöi. í árslok 2001 á aö vera risin þarna tæplega eitt þúsund manna byggö. DV-mynd E.ÓI. Nýja verslunarmiöstöðin á Gleráreyrum á Akureyri: Geysilegur áhugi á að fá að vera með - fyrirtæki í Reykjavík og á Akureyri sýna mikinn áhuga DV, Akureyri: „Það hafa mjög margir haft sam- band og sýnt áhuga á að vera með, það gæti látið nærri jú að það séu um 60 aðilar," segir Jákub Jakob- sen, annar eigenda Rúmfatalagers- ins, en það fyrirtæki ásamt KEA hyggst opna fyrsta áfanga verslun- armiðstöðvar á Gleráreyrum á Ak- ureyri á hausti á næsta ári. Eins og fram hefur komið hafa þessir aðilar keypt verksmiðjuhús Skinnaiðnaðar á Gleráreyrum og fleiri hús á þeirri lóð og stærsta verslunarmiðstöð utan Reykjavik- ur mun rísa á þessum stað. Jákub Jacobsen segir að í versl- unarmiðstöðinni verði 3-4 mjög stórar verslanir. Tvær þeirra verði KEA-Nettó og Rúmfatalager- inn en ekki sé búið að ganga frá því hverjar hinar verði. „Það verður að sjálfsögðu litið til þess hvað mun þjóna best verslunar- miðstöðinni sem heild að hafa þarna, en við gerum semsagt ráð fyrir 3-4 stórum verslunum, sennOega nálægt 10 matsölustöð- um og um 15 öðrum verslunum. Það verður farið í það af fullum krafti að vinna teiknivinnu núna, og ég á von á því að verklegar framkvæmdir hefjist strax og frost fer úr jörðu í vor,“ segir Jákub. Það vekur nokkra athygli að Jákub segir að þónokkuð margir aðilar sem reka verslanir í miðbæ Akureyrar hafi sýnt því áhuga að vera með starfsemi í nýju verslun- armiðstöðinni. Fastlega má reikna með að þeir aðilar hyggist hætta verslun í miðbænum fái þeir inni á Gleráreyrum, enda ekki langt þarna á milli. Jákub Jacobsen seg- ir að þeir aðilar komi reyndar víða að sem vOja vera með, og sumir þeirra reki verslanir á Akureyri nú þegar, aðrir ekki. -gk Einn sá glæsilegasti til sölu.. lapttsi Lkahd ekinn 95.000 km, 24 venila, dísil, upphækkaður, 38" dekk, 14" léttmálmsfelgur, allt rafdr., læst drif framan og aftan, 4,88 drif. 180W kastarar, loftdæla, litaðar rúSur o.fl. Uppl. í síma 892 3742. ESM J ÓLAHLAÐBORÐ Frá 23. nóvember til 23. desember bjóðum við okkar ljúffenga jólahlaðborð. Verð kr. 1.890.- í hádeginu og kr. 2.990.- á kvöldin. Pantið tímanlega í síma 568-9566 Munið skötuhlaðborðið í hádeginu á Þorláksmessu. HÓTEL ESJA ICELANOAIR HOTELS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.