Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 Fréttir sandkorn ri C 1 i Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, í DV-yfirheyrslu: Fullt af góðum hlutum að gerast Sigtryggur hneykslar Stúdentablaðið hefur tekið miklum stakkaskiptum undir nýrri ritstjóm. Það er ungskáld- ið og fyrrum blaða- maður DV, Sig- tryggur Magna- son, sem tekið hef- ur að sér ritstjóm- ina og upphafið lof- ar góðu. Víst er þó að leiöari Sig- tryggs á aðventu fær margt jóla- bamið til að skjálfa af reiði og hneykslan. Þar segir hann íslenska jólasveina hafa verið ræningja með gægjuhneigð sem síðar hafi verið dubbaðir upp i gefandi vemdarengla í kókbúningum..! Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Bœjaryfirvöld, á Akureyri liggja undir ámœli fyrir þaö aö mismuna verslunarmönnum vegna þess að þau leggjafram tugi milljóna króna vegna fyrirhugaöarrar bygg- ingar verslunarsmiöstöövar KEA- Nettó og Rúmfatalagersins á Gler- áreyrum. Er þetta ekki slœmt mál? „Sveitarfélagið stóð frammi fyr- ir því að tveir stórir atvinnurek- endur hér í bænum voru að leita að lóð fyrir starfsemi sína og hyggja á miklar fjárfestingar. Sveitarfélag á stærð við Akureyri þarf rúmt ár til aö geta gefið fyrir- tækjum í þeirri stöðu einhver svör sem gagnast og að því leitinu til lít ég svo á að sveitarfélagið sé ekki í góðum málum. Niðurstaðan 1 þessu máli er sú aö bæjarstjóm hefur samþykkt aö útbúa lóð á Gleráreyrum fyrir þessi áform fyr- irtækjanna og við það hafa heyrst gagnrýnisraddir, m.a. að verið sé að mismuna fyrirtækjum. Þess ber þó að geta að við höfum dæmi þess að bæjarsjóður hafi tekið fyrir ein- stök mál og litið á þau afmarkað og þess em dæmi um að bæjar- sjóöur hafi farið inn í atvinnu- rekstur með bæði beinum og óbeinum hætti, Málið á Gleráreyr- um er tvíþætt, annars vegar lóð sem nýst fyrir verslunarmiðstöð og hins vegar málefni Skinnaiðn- aðar og endurskipulagning þess fyrirtækis. Við erum annars vegar að verja ákveðna starfsemi sem í gangi er og hins vegar að búa í haginn undir frekari fjárfestingu í verslun í bæjarfélaginu." Þiö leggiö Skinnaiönaöi hf. til tugi milljóna sem hugsanlega verða aö hlutafé. Er þaö ekki andstœtt þeirri stefnu sem veriö hefur uppi aö bœrinn sé aö fara inn í þennan rekstur aö nýju? „Ég met það ekki svo og við get- um líka selt þetta skuldabréf ein- hvem tíma fyrir ágúst á næsta ári. Varðandi þessa mismunun sem talaö er um má auðvitað nefna að bæjarsjóður hefur lagt í fjárfest- ingar í miðbæ Akureyrar og næg- ir að nefna endurgerð göngugöt- unnar, Hafnarstrætis og Ráðhús- torgs. Það em ekki allir ánægðir með það. Þegar menn em að ræða um Gleráreyramar og fram- kvæmdimar þar bið ég menn að hugsa svona áratug aftur í tímann og tun umræðuna sem þá varð og hefur verið síðan um miðbæ Akur- eyrar. Hefur sú umræða verið í þá vem að miðbærinn sé ávallt ið- andi af lífi aila daga ársins? Ég held ekki, menn hafa þvert á móti talað um að miðbærinn sé stein- dauður. Ég hef heyrt yfirlýsingar frá ábyrgum aðilum sem stunda verslun í miðbænum að þar sé skafrenningur og rok bróðurpart ársins. Ég sé ekki að bygging verslunarmiðstöðvar á Gleráreyr- um breyti veðurlaginu í miðbæn- um. Bæjarfulltrúar hafa hins veg- ar lýst yfir áhuga á að glæða mið- bæinn nýju lífi. Tvennt er þegar ákveðið í því sambandi, við beitt- um okkur með atvinnumálanefnd í fararbroddi fyrir því að stofha Miðbæjarsamtökin og við höfum þegar sett í gang endurskoðun á skipulagi miðbæjarins. Ég vonast auðvitað til þess að því sem þar kemur út verði fylgt eftir með framkvæmdum" ræða byggingu sem mun þjóna miklu fleirum en Akureyingum einum.“ Akureyri er eitt best setta sveitar- félag landsins, fjárhagslega séð. En um leiö tala margir um fram- kvœmdaleysi. Hverju svarar þú þeirri gagnrýni? „Ég spyr bara hvar vilja menn sjá frumkvæði? Við erum að vinna á ýmsum sviðum, enda sögðum við fyrir kosningar að við vildum kraft í stað kyrrstöðu. Því til staðfesting- ar að hjólin eru komin í gang get ég nefnt örfá atriöi. í ár er hafm bygg- ing á 150-160 íbúðum en í fyrra á sama tíma voru íbúðimar um 50 og samkvæmt venju ætti að hefjast bygging á 50-60 íbúðum á ári. Þar fýrir utan get ég nefnt framkvæmd- ir á vegum bæjarins, s.s. skautahöll, nýtt stórhýsi í Hlíðarfjalli, skóla- byggingar, bygging fyrir veitustofn- anir bæjarins á Rangárvöllum, við erum ennfremur að taka þátt í bygg- ingu Fjórðungssjúkrahússins, Heilsugæslustöðvarinnar og Verk- menntaskólans. Við erum að nýta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og höfum komið hjólum í atvinnulífi bæjarins í gang. Við erum líka að fá til bæjarins ný fyrirtæki án þess að bærinn komi beint að þvi, s.s. fyrir- tæki í hugbúnaðarstarfsemi. Einkaaðilar í bænum standa einnig í framkvæmdum, það eru miklar byggingaframkvæmdir við Háskól- ann og fyrirtækin eru að byggja sig upp. Endanlega staðfestingin á þessu öllu er svo sú að atvinnuleysi í bænum hefur ekki verið minna frá því á síðasta áratug. Hvað eru menn þá að tala um að vanti? Það er fullt af góðum hlutum að gerast hér í bænmn, mjög margt og gott.“ Hvers vegna fjölgar ekki fólki í bœnum viö þessar aöstœður? „Getur ekki hluti skýringarinnar á því að hingað flytur ekki fleira fólk en flytur héðan verið neikvæð umræða og aö við gleymum okkur í dægurþrasinu í stað þess að njóta þess sem til er og gengur vel. En það eru ótal fleiri þættir sem spila þama inn í.“ Eins og hverjir? „Ég hef sagt að rikissjóður, sem er stærsti vinnuveitandinn í land- inu, verði að vinna með þeim hætti að öllum sé gert jafnt undir höfði með það að veröa sér úti um vinnu, hann getur byggt upp atvinnu á fleiri stöðum en bara á höfuðborgar- svæðinu. Það mætti gera meira af því. Það liggur fyrir pólitísk stefnu- mótun löggjafans að ný störf skuli byggð upp úti á landsbyggðinni. Þvert ofan í þetta hefur þróunin orðið allt önnur. Ég spyr hvers vegna og svarið er að embættis- mannakerfið í höfuðborginni hand- stýrir þessum málum á hveijum degi og vinnur gegn þeirri stefnu sem stjómvöld hafa mótað.“ Þaö spáöu ekki allir vel fyrir meirihlutasamstarfi Sjálfstœöis- flokksins og Akureyrarlistans í bœj arstjórn Akureyrar. Hvernig hefur samstarfiö gengið. „Það hefur bara gengið vel og ekki yfir neinu að kvarta í þeim efn- um.“ KR gefst upp Eins og DV greindi frá vill KR-Sport losna frá ekstri Rauða ljónsins. iheppilegt þykir að úð forníræga íþrótta- télag standi í veit- ingarekstri. Umræð- an um ölvaða ung- linga þykir ekki falla að þeirri ímynd sem félagið vill halda á lofti. Heil- brigð sál í hraustum líkama fer illa saman við drukkinn ungling með ælupest og því mun félagið hafa ákveðið að auglýsa rekstur- inn. Það liggur í loftinu að hin reynda veitingakona, Kristjana Geirsdóttir, og unnusti hennar, Tómas, taki við rekstrinum... Pitsan rís Þingmaðurinn fyrrverandi, Ásgeir Hannes Eiríksson, er sagður vera með annan fótinn i Lettlandi þessa dagana. Ásgeir Hannes er þaulreyndur í veit- ingarekstri og vist er að hann hefur satt fleiri miöborgargesti með pylsum en flestir aðrir. Nú er Ásgeir Hannes genginn í lið með Gísla Gíslasyni lögmanni og öör- um aðstandend- um Pizza 67 og vinnur hörðum höndum að því að koma upp pitsustað í Lett- landi. Ásgeir Hannes er þekktur fyrir að halda stystu þingræðu allra tíma þegar tekist var á um uppsetn- ingu álvers í Keilisnesi. „Álverið ris“ var ræðan þá. Nú munu ein- kunnarorð hans vera „pitsan rís“... Holtaklerkar Það hefur gustað um nokkra valinkunna klerka á undanfórn- um árum. Flestir eiga þeir það sammerkt að vera innan raða svo- kallaðra „svartstakka“ sem hafa velgt mörgum valdamanninum innan kirkjunnar undir uggum. Nú er komin ný skil- greining á klerka sem eiga í deilum. Flestir eiga þeir það sammerkt að vera kenndir við kirkju- staði sem hafa orð- ið Holt í nafni sínu. Séra Gunn- ar Björnsson, sem átt hefúr kröppum dansi, er kenndur við Holt í Önundarfirði. Séra Flóki Kristinsson, sem stríddi við öfl innan síns safnaðar, var kenndur við Langholt. Svartstakkurinn Geir Waage, sem glimt hefur við kollegana en ekki söfnuðinn, er kenndur við Reykholt, og vígslu- biskupinn, séra Sigurður Sig- urðarson, situr í Skálholti. Sam- an kallast þeir nú Holtaklerkar og illar tungur innan þjóðkirkjunnar segja þá álíka skeinuhætta kirkju- friðnum og Holtakjúklinga neyt- endum... Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri ó Akureyri. Hvaöa markmiö setjiö þið ykkur meö þessari vinnu? „Markmiðiö er einfaldlega að gera ásýnd miðbæjarins þannig að hann verði meira aölaðandi en hann er í dag. önnur markmiö, s.s. að glæða miöbæinn lífi, getur Akur- eyrarbær ekki unniö að einn og sér. Hagsmunaaðilamir í bænum verða aö koma að því verki og ég hef væntingar um að Miðbæjarsamtök- in muni beita sér í þeim efnum. Við höfum sett okkar fulltrúa í þetta mál og ég hef engar aðrar væntingar en þær að þetta starf muni bera árangur.“ Þeir sem œtla aö byggja á Gler- áreyrum tala um allt aö 20 verslan- ir veröi í miöstööinni þar ogfjöldi veitingastaða. Ógnar þetta ekki miö- bœnum? „Ég held að miðbærinn sé ekki í meiri hættu en hann hefur verið í undanfarin ár. Ég vil miklu frekar lita á þetta mál þannig að það gefi okkur ákveðin tækifæri og tækifær- ið sem ég sé í þessu er að skora á alla sem að koma að leggja sig veru- lega fram um það að miðbær Akur- eyrar, sem er miðja sveitarfélags- ins, öðlist meira líf en þar hefur ver- ið mörg umliðin ár.“ Ert þú þeirrar skoöunar aö hleypa eigi aö nýju bílaumferó í Hafnarstrœtiö? „Já, ég er þeirrar skoðunar." Þaú hefur einnig átt sér staö um- rœöa um byggingu menningarhall- ar á uppfyllingunni á mótum Strandgötu og Glerárgötu, skammt frá miöbœnum. Ekki eru allir sáttir viö þá staðsetningu en er þetta mál komið á eitthvert viörœöustig? „Já, þetta hefur aðeins verið viðrað við ríkisvaldið. Ástæður fyrir því að við höf- um lagt út í vinnu við þetta verkefni eru aðallega tvær, okkur vantar aðstöðu fyrir tónleikahald og nútimalega aðstöðu fyrir leik- hús, þetta eru grundvallaratriði. Hins vegar er yfirlýsingin sem rík- isstjórnin gaf um byggingu menn- ingarhúsa á landsbyggðinni. Á þessum grunni höfum við unnið og við höfum upplýst menntamála- ráðherra um okkar vinnu í þessu ferli og hann hefur tekið ágætlega í þá málaleitan að ríkið komi að þessu verki með okkur, en á það á eftir að reyna. Ríkið verður að koma að þessu máli, bæði hvað varðar stofnkostnað og rekstur, það eru hreinar línur, enda um að VHRHEVBSIR Gylfi Krístjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.