Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 36
Sölukössum er lokað kl. 19.30 á laugardögum og dregið kl. 19.45 FRETTASKOTI0 SÍMINN SÉM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 Albright kom ekki Ekkert varð af fyrirhugaðri komu s Madeleine Albright til landsins í gær ** vegna veðurs. Samkvæmt heimildum DV var ekki tekin áhætta á lendingu því ef hún hefði misheppnast hafði vél- in ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga annað. Reglur um öryggi við flug æðstu ráðamanna Bandaríkjanna voru hertar eftir að Ron Brown viðskipta- ráðherra fórst í flugslysi árið 1996. Al- bright var að ljúka fór sinni um Mið- Austurlönd og var fyrirhugað að hún ætti viðræður við Halldór Ásgrímsson í Leifsstöð. Þess í stað var vélinni snú- ið til Skotlands og hélt hún þaðan til Bandaríkjanna. -hdm Ofankoma olli vandræðum ** Snjókoma og skafrenningur olli ófærð og vandræðum á sunnanverðu landinu í morgun og sums staðar á Suðurlandi varð að fresta skólahaldi. Mikið fannfergi var í Vestmannaeyj- um og ófært smábílum þar til götur yrðu skafnar. Á höfuðborgarsvæðinu gekk umferð hægt á mesta annatíma en stórslysalaust. -hlh Þakka björgun Eins og DV greindi frá í gær komu Grétar Norðfjörð lögreglumaður og '^Stefanía Lynn öldruðum manni til bjargar eftir að hann hné niður og hætti að anda í miðborginni. Fjöl- skylda mannsins vill koma á fram- færi kærum þökkum til Grétars og Stefaníu fyrir snör og góð viðbrögð. Þá vilja þau geta þess að maðurinn sé nú aliur að hressast. -hdm Nokkurt fannfergi og skafrenningur var í Reykjavfk í morgun. Ekki urðu teljandi vandræði í ófærð enda forsjálni i öndvegi hjá höfuðborgarbúum. Magnús Haraldsson, íbúi við Tómasarhaga, hafði allt sitt á þurru áður en lagt var í umferöina. Hér hreinsar hann snjó af bíl sínum áöur en lagt var í hann á nýjum nagladekkjum og með útsýni til allra átta. DV-mynd Sveinn Tvær kærur komnar fram í síðustu viku á hendur morðingjans: Elís líka kærður að morgni föstudagsins - fyrir þjófnað - var rekinn út af sambýli vegna neyslu „Ég hringdi í lögregluna á fimmtudagskvöldið í síðustu viku þar sem ég sagðist ætla að kæra þennan Elís fyrir að hafa stolið myndbandstækinu mínu. Mér var þá sagt að koma að morgni til að leggja fram kæru sem ég gerði á fostudeginum, sama dag og mann- drápið var framið," sagði íbúi í stoð- býli Samhjálpar í Reykjavík í sam- tali við DV. Maðurinn lagði fram kæru á fóstudagsmorgun á hendur Elísi Ævarssyni sem situr nú inni vegna manndrápsmálsins í Espigerði. Hann telur að Elís, sem einnig hafði búið á umræddu sambýli eftir fikni- efnameðferð, hafi tekið myndbands- tækið. Elís hafði á fimmtudeginum verið rekinn út af sambýlinu vegna fikniefnaneyslu. Daginn eftir að hinn meinti þjófnaður fór fram var manndrápið í Espigerði síðan framið - klukkan um sex síðdegis í því fjölbýlishúsi þar sem Elís hafði einnig aðgang að íbúð. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, staðfestir að umrædd þjófnaðarkæra var lögð fram. Hrækti á íbúa Espigerðis 4 Átta dögum fyrir manndrápið var Elís á ferð með felaga sínum í fjölbýl- ishúsinu í Espigerði. Samkvæmt upp- lýsingum DV kom þá upp einhvers konar misskilningur þegar Elis fór út úr húsinu til að setjast inn í leigubíl sem pantaður hafði verið. Settist hann þá inn í bifreið sem er lík leigu- bíl 1 útliti. Eftir að bílstjórinn hafði rekið hinn óvænta gest út urðu snörp orðaskipti sem enduðu með að Elís hrækti á bílstjórann. Leigubíllinn sem pantaður hafði verið ók þá um það leyti í hlað. Þar settist Elís inn og var síðan kærður. Ekki skilorösrof, segir lög- regla Lögreglan í Reykjavík segir að framangreindir atburðir hafi ekki verið nægileg efni til að „taka manninn úr umferð". í tilfellum þar sem menn geta talist hafa rofið skil- yrði skflorðsdóma þurfl ákvörðun héraðsdómara. Aðspurður hvort ekki hefðu þótt efni tfl að færa Elís fyrir dómara þegar tvær kærur gegn honum lágu fyrir, þ.e. að morgni fostudagsins, sama dags og manndrápið var framið, sagði Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn: „Nei, vegna þess að þegar um er að ræða skOorðsrof vegna eftir- stöðva refsidóms þarf að dæma slíkt upp í nýju máli fyrir dómi. Meðferð þessara kærumála beggja var með fulikomlega eðlOegum hætti. Þau urðu þess ekki valdandi - sam- kvæmt þeim reglum sem í gOdi eru - að viðkomandi færi beint inn vegna rofs á skOorði. Dómari dæm- ir í slíkum málum. Þannig er is- lenskt réttarfar,“ sagöi Hörður. -Ótt Veðrið á morgun: Snjókoma og él víða um land Austlæg og síðan norðaustlæg átt, víða 10-15 m/s en 15-18 norðvestantO. Snjókoma með köflum sunnanlands en él á víð og dreif i öðrum landshlutum. Hiti rétt undir frostmarki. Veðriö í dag á bls. 45. Salmonella á Þórshöfii DV, Akureyri: „Þetta kom upp þegar við hófúm vinnslu fyrir nokkrum vikum en hefúr ekkert borið á þessu að undanfómu," segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar, en Fiskistofa hefúr afturkaflað tímabundið leyfi fyrirtækisins tO kúfiskvinnslu. Salmonefla greindist í fiskinum en ekki er vitað til að eftir slíku hafi ver- ið leitað í frystihúsum landsins áður. Jóhann A. Jónsson segir ekki hægt að segja með vissu um hvemig salmonell- an hefúr borist i kúfiskinn. Hann seg- ir þó langlíklegast að fugl hafi komist að fiskinum um borð í skipinu sem veiðir hann en vinnsluferlinu um borð hafi verið breytt til að útiloka slíkt. Þá segir Jóhann að lokunin hafi ekki mik- il áhrif á kúfiskvinnsluna, skipið sem stundar veiðamar hafi verið bilað. Þá sé niðurstöðu úr nýrri rannsóknar- mælingu á kúflskinum að vænta og verði niðurstaðan jákvæð hefjist vinnslan að nýju. -gk Helgarblað DV t Helgarblaði DV á morgun verður ít- arlegt viðtal við Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann í Krossinum, um þá sám reynslu er fjöiskylda hans varð fyrir þegar móðir hans fell fyrir hendi morð- inga í Espigerði í síðustu viku. Helgarblað skoðar íslenskar kvik- myndir og dóma um þær á Netinu, velt- ir upp þeirri spumingu hvort bókaþjóð- in íslenska sé goðsögn eða raunvem- leiki. Viðtöl við Garðar Cortes tónlistar- mann, Amald Indriðason spennusagna- höfund og Elínu Ebbu Sigurðardóttir smásagnahöfund er að finna í Helgar- blaði ásamt fon'itnilegum köflum úr bókum eins og Háspenna, lífshætta, og Bréf til Brands og nokkrum áhugaverð- um listum úr Bók aldarinnar. tslenskur miðaldamatur verður eldaður, smakk- aður og metinn og dæmdur. r f Postulínsdúkkur f í miklu úrvali Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.