Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Qupperneq 10
10
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999
UPPBOÐ
Utlönd
Uppboö munu byrja á skrifstofu
embættisins, Austurvegi 4,
Hvolsvelli, þriðjudaginn 14. des-
ember 1999 kl. 15 á eftirfar-
andl eignum:
Geitasandar 8, Hellu, þingl. eig. Guð-
mundur Svemsson, gerðarbeiðendur em
Landsbanki íslands hf. og sýslumaður
Rangárvallasýslu.
Hólavangur 16, Hellu, þingl. eig. Hafdís
Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi er Eignar-
haldsfélagið Jöfur ehf.
Hólavangur 18, Hellu, þingl. eig. Jóna
Lilja Marteinsdóttir, gerðarbeiðandi er
Búnaðarbanki íslands, Hellu.
Káratangi, V-Eyjafjallahreppi, þingl. eig.
Asta Jónsdóttir, gerðarbeiðandi er Búnað-
arbanki Islands, Hellu.
Nestún 8, Hellu, þingl. eig. Glascor A.
Sepulveda og Rudolfo Sepulveda. Gerð-
arbeiðandi er íbúðalánasjóður.
Ormsvöllur 4, 83,87%, Hvolsvelli, þingl.
eig. Steypustöðin Stöpull ehf, gerðaibeið-
endur em Kaupfélag Ámesinga og Hvol-
hreppur.
Skammbeinsstaðir, Holta- og Landsveit,
þingl. eig. Grétar Guðmundsson, gerðar-
beiðendur ern Olíuverzlun fslands hf,.
Kaupfélag Ámesinga og Búnaðarbanki
íslands, Hellu.
SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLA-
SÝSLU
iRAIITMlríS MUNUM EFTIR I
þýfllr afl stöflva skull ökutaki skllyrfllslaust. mBUMFERÐAR \ L< RAÐ MYA 0 0
é! II
Samkomulag í
sjónmáli um
skilyrði Grikkja
Evrópusambandslöndin voru í
gærkvöld á góöri leið að ná sam-
komulagi um skilyrðin sem gera
Tyrkland að mögulegum umsækj-
anda um aðild að sambandinu.
Eina hindrunin, sem eftir var að
ná samkomulagi í gærkvöld, var
landamæradeUa Grikkja og
Tyrkja.
„Við þurfum að vinna meira í
öUum málum sem snerta Tyrk-
land. En um hádegisbU á morgun
ætti málið að vera leyst,“ sagði
Paavo Lipponen, forsætisráð-
herra Finnlands, í gær. Fyrr um
daginn haföi hann rætt við Kost-
as Simitis, forsætisráðherra
Grikklands. Grikkir krefjast þess
að AlþjóðadómstóUinn í Haag úr-
skurði um KýpurdeUana. Tyrkir
hafa verið því mótfallnir.
Leiðtogafundur Evrópusam-
bandsins hefst í Helsinki í Finn-
landi í dag.
Jeltsín Rússlandsforseti í vígahug í Peking:
Veifaði kjarnorku-
sprengjum Rússa
Bórís Jeltsín Rússlandsforseti
fékk stuðning kinverskra stjóm-
valda við hemaðaraðgerðum sínum
í Tsjetsjeniu í heimsókn sinni tU
Peking í gær. Við sama tækifæri
veittist Jeltsín harkalega að BUl
Clinton Bandaríkjaforseta og
minnti hann á að Rússar ættu enn
fuUt af kjarnorkusprengjum í
vopnabúmm sínum.
„Clinton leyfði sér að þrýsta á
Rússland," hafði rússneska frétta-
stofan Interfax eftir Jeltsín. „Hann
hlýtur að hafa gleymt því í eitt
augnablik hvað Rússland er. Það á
fuUt vopnabúr af kjamorkusprengj-
um,“ sagði Jeltsín.
Clinton og aðrir ráðamenn á
Vesturlöndum hafa gagnrýnt Rússa
harðlega fyrir hernaðaraðgerðir
þeirra í Tsjetsjeníu.
Vladímír Pútín, forsætisráðherra
Rússlands, reyndi að gera lítið úr
Borís Jeltsín Rússlandsforseti var
vígreifur f Peking í gær og haffii í
kjarnorkuhótunum vifi Bill Clinton
Bandarfkjaforseta.
orðaskakinu mUli Clintons og
Jeltsíns og sagði að það þýddi ekki
að neinar breytingar hefðu orðið á
samskiptum landanna.
„Það er aUs ekki rétt að orðasenn-
an þýði að samskipti landanna hafi
kólnað," sagði Pútín.
Clinton reyndi í Washington að
gera lítið úr hótunum Jeltsíns. „Við
skulum ekki taka þær aUt of alvar-
lega,“ sagði Clinton.
Á meðan þessu fór fram sóttu
brynvarðar sveitir rússneskra her-
manna sífeUt nær Grozní, héraðs-
höfuðborg Tsjetsjeníu. Rússar búa
sig nú undir að taka síðasta vigi
uppreisnarmanna múslíma við höf-
uðborgina.
Rússneskir fjölmiðlar sögðu í gær
að svo tU engir óbreyttir borgarar
hefðu yfirgefið Grozní á miðvikudag
um trygga flóttaleið sem rússneski
herinn heldur opinni.
æ ;
M *.
Ættingjar eins fanganna sem létu lífifi í uppreisn í stærsta fangelsi Kólumbfu. Um 70 konur voru teknar f gfslingu á
heimsóknardegi í fangelsinu á mifivikudaginn. Um þúsund konur höffiu komifi í heimsókn í fangelsifi þar sem fimm
þúsund fangar eru. Yfirvöld segja átök hafa brotist út milli fylkinga fanga og tólf látifi lífifi í skotbardaga.
Samsæri á bak
við moröiö á
Martin King
Morðið á blökkumannaleiðtog-
anum Martin Luther King 1968
var skipulagt af fleiri en einum
manni. Þetta úrskurðaði dómstóU
í Tennessee í Bandaríkjunum á
miövikudaginn. Morðinginn var
heldur ekki James Earl Ray sem
var dæmdur fyrir morðið og lést í
fangelsi í fyrra. Ray játaði fyrst á
sig morðiö en lýsti síðan yfir sak-
leysi sínu.
Ekkja Kings, Corrie Scott, og
aðrir ættingjar trúðu Ray en gátu
hins vegar ekki krafist þess að
máliö yröi tekið upp á ný fyrr en
Loyd Jowers, kaffihúsaeigandi í
Memphis, sem kominn er á eftir-
laun, kvaðst hafa greitt leigu-
morðingja til þess að stöðva
blökkumannaleiðtogann. Kingfjöl-
skyldan stefndi Jowers. Við rétt-
arhöldin hefur lögmaður fjöl-
skyldunnar sýnt fram á að bæði
mafían, lögreglan og herinn
ktmni aö hafa átt þátt í morðinu.
Kúbverjar mótmæla enn:
Þúsundir vilja
fá Elian heim
Hundruð þúsunda Kúbveija tóku
þátt í mótmælaaðgerðum við skrif-
stofu sendifuUtrúa Bandaríkjanna í
Havana og kröfðust frelsis fyrir Eli-
an litla Gonzalez sem er hjá móður-
fólki sínu í Miami á Flórida.
Kúbverjar fara daglega i mótmæla-
göngur. Faðir Elians vUl fá dreng-
inn aftur heim tU Kúbu eftir að
móðir drengsins og fleiri fórust á
flótta tU Bandaríkjanna. Elian, sem
er nýorðinn sex ára, var hins vegar
bjargað.
MikUl fjöldi skólabama tók þátt í
mótmælaaðgerðunum í gær og bar
myndir af Elian. Fidel Castro Kúbu-
leiðtogi hefur sjálfur blandað sér í
deUuna og krafist þess að drengnum
verði skUað aftur tU Kúbu. Móður-
fólk hans segir hann betur kominn í
Bandaríkjunum.
Elian Gonzalez, drengurinn sem
slagurinn stendur um.