Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 22
,34 FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 Fréttir Séra Flóki Kristinsson um kirkjudeiluna í Holti: ’ Yfirstjórn kirkjunnar brást - heföi mátt sjá þetta allt fyrir Séra Flóki Kristinsson, sendi- prestur í Brussel, segir yfirstjóm kirkjimnar hafa brugðist í kirkju- deilunni í Holti í önundarfirði með því að aðhafast lítið og of seint: Of lítiö - of seint „Ég hef orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með yfirstjóm kirkj- unnar í deilumálum séra Gunnars Bjömssonar i Holti. Yfirstjómin hefði átt að vera búin að setja þess- ar deilur niður fyrir löngu í stað þess að láta málið krauma í rúmt ár og aðhafast lítið sem ekkert. Við eigum góða sálfræðinga og ails kyns sérfræðinga í vandamálum eins og þessum; fyrirbærið er vel þekkt og það hefði mátt sjá alla þessa atburðarás fyrir,“ sagði séra Flóki sem nýverið hefur framlengt samning sinn sem sendiprestur í Brassel til 1. júní. Fram að þeim tíma verður grundvöllur fyrir fostu prestsembætti í Evrópu kannaður og hafa menn í því sam- bandi augastað á Lúxemborg: „Það er verið að leita að hentugu hús- næði í Lúxemborg fyrir íslenskan prest enda fjölgar íslendingum þar og full þörf á presti. Annars hefur starf mitt ytra gengið vel, ég hef skírt, fermt og gefið saman brúð- hjón og messað reglulega í Brassel og Lúxemborg. Auk þess hef ég verið með vel sóttar messur í Ham- borg, París, Amsterdam, Rotter- dam og Stuttgart." Utan 10 sinnum á ári Séra Flóki býr í Kópavogi en flýgur utan til að sinna prestsverk- um sínrnn 10 sinnum á ári. Hann þiggur dagpeninga auk launa eins og lög gera ráð fyrir en segir þó sjálfur að kjör sín hafl rýrst við það að gerast sendiprestur í Brus- sel. Allar aukatekjur sem prestar innheimta sjálfir hafl horfið. Um jólin bíða Flóka þrjár messur í þremur stórborgum Evrópu: „Á að- fangadag messa ég í HaUarkapelI- unni við konungshöllina í Brussel, á jóladag verð ég með messu í Stuttgart og svo í Lúxemborg á Séra Flóki Kristinsson í Kópavogi í gær - messar í þremur heimsborg- um um jólin. DV-mynd PÖK annan í jólum,“ sagði séra Flóki sem þrátt fyrir aUt saknar Lang- holtssóknar þaðan sem hann var hrakinn fyrir rúmum þremur árum líkt og séra Gunnar í Holti nú: „Draumur hvers prests er að messa hvem einasta sunnudag og vera að undirbúa sig aUa vikuna vegna þess eins.“ -EIR Mikið kvartað undan slæmri póstþjónustu: Álagið á undan aukafólkinu segir framleiðslustjóri íslandspósts Mikið hefur verið kvartað undan slæmri póstþjónustu að undanfömu en þessa dagana þykir þó keyra um þverbak. Dæmi eru um að fólk hafi verið að fá í gær og fyrradag boðskort og tilkynningar vegna atburða sem vom um helgina. Þá hefur fólk sem DV hefur rætt við verið að fá póstinn sinn inn um lúg- una langt fram eftir kvöldi. Óskar öm Jónsson, fram- leiöslustjóri íslandspósts, sagði að póstinum gæti seinkað í mesta lagi um einn dag vegna mikils álags að undanfömu. Það væri lit- ið mjög alvarlegum augum ef póstur teföist í útburði. Nú væri verið að ráða aukafólk vegna jóla- póstsins og það væri að koma tO starfa þessa dagana. Útlendingum hefur heldur fjölgað í liði bréf- bera og sagði Öskar Öm að það væri mjög góð reynsla af þeim. Þeir legðu sig fram og ættu ekki í vandræðum með að lesa á bréfm og finna viðtökustaðina. „Það varð álagstoppur í útburði auglýsingabæklinga í síðustu viku, en jólafólkið er að koma þessa dagana. Það má því segja að álagið hafl orðið á undan auka- fólkinu. Við erum nýbúin að minnka hverfin til að minnka áilagið á bréfberum. Starfsskilyrði þeirra hafa batnað mjög. Við erum með ný tæki og erum að bæta aðbúnaðinn. Ég álít að starf- semin hjá okkur sé í góðu lagi.“ -JSS Faxafeni 8 sími: 533 1 mán.-fim. föstudaga laugardaga sunnudaga Sunnuhlíð sími:462 4111 603 Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.