Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
Bátur sem notaður er til björgunar ekki skoðaður í tæp þrjú ár:
Slysavarnaskip án
haffærisskírteinis
- bréfaskriftir Siglingastofnunar árangurslausar
Dæmi eru um að björgunarskip
hins foma Slysavamafélags íslands
hafi verið árum saman án haffæris-
skírteinis en samt lagt á hafið til að-
stoðar. Þannig hefur slysavamabát-
urinn Ásgeir M., sem skráður er frá
Seltjamamesi, ekki verið skoðaður
síðan í mars 1997 eða hátt í þrjú ár.
Þór frá Vestmannaeyjum hefur ekki
haft haffærisskírteini siðan í júní í
sumar. Samkvæmt heimildum DV
hafa bátar þessir eigi að síður hald-
ið áfram starfi sínu í þágu sæfar-
enda þar sem þeir koma ýmist til
aðstoðar eða bjargar af ýmsu tilefni.
Heimildarmenn DV segja hneyksli
að þeir sem fremstir eiga að standa
i slysavömum skuli ekki sinna
þeirri lagaskyldu sinni að láta
skoða bátana. Skoðun skipa er fyrst
og fremst gerð til að tryggja að ör-
Sala ríkis-
bankannaí
næstu viku
Framkvæmdanefnd um einka-
væðingu hefur gengið frá hvemig
fyrirkomulag verður á sölu ríkisins
á 15% hlut í Landsbankanum og
Búnaðarbanka. Sama fyrirkomulag
verður við sölu hlutabréfa í báðum
bönkunum. Almenningi verður boð-
ið aö kaupa allt að 10% hlutafjár
með áskrift en óskað verður eftir
tiboðum í hin fimm prósentin. Sal-
an fer fram frá 15. desember til
klukkan 16 á föstudaginn 17. desem-
ber. Einstaklingum býðst að kaupa
allt að 270.000 króna hlut í Lands-
bankanum á genginu 3,8 en 250.000
króna hlut í Búnaöarbanka á geng-
inu 4,1. Ef of margir skrá sig í al-
menna sölu eins og líklegt má telj-
ast skerðast hæstu hlutamir fyrst
og svo koll af kolli. í tilboðshlutan-
um er lágmarksfjárhæð 270.000
krónur að nafnverði í Landsbankan-
um og hámarksfjárhæð 55 milljónir
króna en samsvarandi tölur fyrir
Búnaöarbankann era 250.000 laegst
og hámarkið er 35 milljónir króna.
Ríkisskattstjóri hefur staðfest að
kaup á hlutabréfum í bönkunum
veitir rétt til skattaafsláttar. -hdm
yggisbún-
aðurinn
sé í lagi.
DVfékk
staðfest
hjá Til-
kynninga-
skyldu ís-
lenskra
skipa að
báðir bát-
amir hafa
verið á sjó
undanfar-
ið. Þannig
var Þór
með út-
runnið
haffæris-
skirteini á
ferð í Reykjavík þann 21. nóvember
sl. Ásgeir M., sem er miklu minni
bátur, var síðast á sjó þann 19. nóv-
ember. Á síðasta ári urðu bréfa-
skriftir vegna Siglingastofnunar
ríkisins og Slysavamafélags íslands
þar sem Siglingastofnun krafðist
þess að bátar félagsins færu í lög-
bundna skoðun. Þessu var ekki
sinnt en Siglingastofnun hefur að-
eins með að gera skoðun bátanna og
eftirlit. Það er hlutverk Landhelgis-
gæslunnar að færa þau skip til hafn-
ar sem ekki hafa fullgilt haffæris-
skírteini. Heimildir DV herma að
fiskiskip án haffærisskírteinis séu
umsvifalaust rekin í land ef til
þeirra næst. Svo er að sjá að um-
rædd slysavamaskip hafi sloppið
undan hrammi Landhelgisgæslunn-
ar. Kristján Jónsson, yfirmaður
Gæsluframkvæmda, sagðist í sam-
tali við DV ekki hafa heyrt af um-
ræddum bátum. Hann segir reglur
Gæslunnar skýrar hvað varðar skip
sem ekki séu með pappíra í lagi.
„Ef skip án haffærisskírteinis
verður á okkar vegi er venjan að
vísa þeim umsvifalaust til hafnar.
Sé um það að ræða að einhver skip
séu á miðunum án tilskilinna leyfa
geri ég ráð fyrir að þau hafi ekki
orðið á vegi okkar,“ sagði Kristján.
Bátarnir era nú undir hatti hins
sameinaða Slysavamáfélagsins
Landsbjargar. Öm Guðmundsson,
skrifstofustjóri félagsins, sagði við
DV að hann myndi strax láta skoða
þetta mál og hvernig stæði á því að
bátamir væra ekki með löglegt haf-
færisskírteini. -rt
Elja, einbeiting og ekki síst sönggleöi skin úr andliti Stefáns Hilmarssonar þar sem hann syngur fyrir troöfullum sal
Bíóhaliarinnar í gærkvöldi. Vel heppnaöir tónleikar Sálarinnar hans Jóns míns hittu í mark og saiurinn steinlá. Þeir
Sálarbræöur veröa í spjalli á Visir.is klukkan 16 í dag og í þaö spjall er öllum boöiö. DV-mynd Teitur
Allt upp í loft í Flugskóla íslands:
Nemendur íhuga málsókn
Það hriktir í innviðum Flug-
skóla íslands eftir fjöldafall nem-
enda i einkaflugmannsprófi skól-
ans en þar féllu 44 af 58 sem
þreyttu prófið. Lengra komnir
nemendur íhuga nú málsókn gegn
skólanum vegna tafa sem orðið
hafa á kennslu og prófum vegna
atvinnuflugmannsréttinda þar
sem skólinn hefur ekki enn hlotið
viðurkenningu evrópskra flug-
stjómaryfirvalda, JAA.
„Stjómendur skólans leggja upp
með ákveðið kerfi sem á að út-
skrifa atvinnuflugmenn en breyta
því svo í miðju kafi þannig aö við
sitjum eftir réttindalausir með
skuldaklafa á bakinu því þetta er
dýrt nám,“ sagði einn nemenda
sem íhugar málaferli gegn skólan-
um ásamt nokkrum félögum sín-
- þrýst á um breytingar á yfirstjórn
um sem svipað er
ástatt fyrir. |
„Foreldrar okk- ,
ar og skyld-
menni eru í ^
ábyrgðum á
vegna lána sem
við höfum tekið
til að ljúka flug-
náminu sem
virðist síðan
vera tómt rugl,“
sagði nemandinn
sem ekki vill láta
nafns síns getið af
ótta viö hefndar-
aðgerðir skóla-
stjómenda. „Við.
höfum fengið
skilaboð frá
þeim þess Frétt
pmwil wu \ rHUWIUHi JUJUltííl
Ánægjulegt aö
þesslr menn fál
ekkl aö fljúga
efnis að flug-
félögunum
verði til-
kynnt um
aðgerðir
okkar; við
séum vand-
ræða-
gemlingar
sem ekki
borgi sig
að hafa í
vinnu.“
Sam-
kvæmt
heimildum
DV er
stefnt að
því að gera
DV af málefnum Flugskóla íslands frá í gær.
gagngerar breytingar á yfirstjóm
Flugskóla íslands, sem er í eigu
rikisins að stærstum hluta og svo
Flugleiða, Atlanta og tveggja
smærri flugskóla. Fer þar fremst-
ur Arngrímur Jónsson, eigandi
Atlanta, sem finnst tími til kom-
inn að fá inn í stjómina menn sem
hafa vit á flugi. Stjómarformaður
Flugskóla íslands er Halldór Krist-
jánsson, skrifstofustjóri í sam-
gönguráðuneytinu:
„Það er svona álíka gáfulegt að
vera með ráðuneytismann þarna í
stjómarformennsku eins og að
gera Ómar Ragnarsson að for-
stjóra íslenskrar erfðagreiningar,"
sagði einn nemenda í Flugskóla ís-
lands - einn fárra sem náðu próf-
inu á dögunum.
-EIR
7,9 milljaröar
Niðurstaða
fjáraukalaga er
að fjárlög ársins
hækka um 7,9
milljarða króna.
Jón Kristjáns-
son, formaður
íjárlaganeíhdar,
sagði að þetta
væri mun meira en búist hefði ver-
ið við. Til heilbrigðisgeirans fara 3,4
milljarðar af þessari upphæð.
Taki fullt tillit
Bæjarráð Seyðisfjarðar hefur
samþykkti áskorun til iðnaðar- og
umhverfisnefnda Alþingis um að
taka fúllt tillit til þeirra jákvæðu
áhrifa sem Fljótsdalsvirkjun, sam-
hliða uppbyggingu stóriðju á Reyð-
arfirði, muni hafa á íbúa-, atvinnu-
og efnahagsþróun i fjórðungnum.
RÚV sagði frá.
Kæröu meiríhluta
Bæjarfúlltrúar Samfylkingarinn-
ar í Hafharfirði hafa kært meiri-
hluta bæjarstjómar Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks til fé-
lagsmálaráðuneytisins. Dagur segir
þá krefjast þess að ráðuneytið ógildi
fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið
2000 sem samþykkt hefur verið.
Samið til 2ja ára
Hglstu kröfur Rafiðnaðarsam-
bandsins í komandi kjarasamningum
eru að samið verði til tveggja ára.
Upphafshækkun launa verði 8% og
laun hækki svo um 4% 1. janúar árið
2001 og aftur um 4% 1. janúar 2002.
Frí nettenging
Landsbankinn og Landssíminn
tilkynntu í dag að þeir hygðust í
sameiningu bjóða ókeypis netteng-
ingu frá og með deginum í dag.
Tengingin verður virk fyrir áramót.
Rýmrí heimildir
fjármálaráð-
herra hefur lagt
fram á Alþingi
frumvarp sem
rýmkar heimildir
lífeyrissjóðanna
til fjárfestinga - í
skuldabréfum,
hlutabréfum, er-
lendum gjaldmiðlum og óskráðum
verðbréfum. Mbl. sagði frá.
Vill upplýsingar
Umboðsmaður bama hefur sent
skóla Johns Casablancas og Eskimo
Models fyrirspum um hve margai'
stúlkur hafi dvalið erlendis á vegum
þessara skrifstofa síðustu Ðmm árin.
Er þetta í framhaldi sýningar á heim-
ildarmynd fiá BBC, Bak við tjöldin í
tískuheiminum.
Banna hópuppsagnir
Geir H. Haarde fjármálaráöherra
mælti fyrir frumvarpi til laga á Al-
þingi á miðvikudagskvöld um breyt-
ingu á lögum um kjarasamninga op-
inberra starfsmanna sem felur í sér
bann við hópuppsögnum opinberra
starfsmanna á meðan kjarasamning-
ar eru í gildi. Mbl. sagði frá.
Heldur utan
Háskólaprófessorinn, sem Hæsti-
réttur sýknaði af ákæru um alvarleg
kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni,
heldur næstu daga til útlanda en
hann hefur komist að samkomulagi
við Háskólann um sérverkefixi.
Vilja samráðshóp
Samtök at-
vinnulífsins kalla
eftir samráðshópi
við verkalýðsfor-
ystu og stjóm-
völd til að afstýra
slysi í efnahags-
lifmu. Edda Rós
Karlsdóttir, hag-
fræðingur ASÍ, segir að opinberir
starfsmenn hafi gengið á undan og
verkafólk vænti þess að fa sömu leið-
réttingu á launum sinum og aðrir
hafi fengið. RÚV greindi frá.
Endurskoðandi ábyrgur
Hæstiréttur hefúr dæmt endur-
skoðunarfyrirtækið Pricewater-
house Coopers og löggiltan endur-
skoðanda til að greiða Nathan og 01-
sen hf. 4 milljónir króna í bætur og
þannig snúið dómi héraðsdóms.
Starfsmaður Nathan og Olsen dró
sér rúmlega 32 milljónir króna úr
sjóðum fýrirtækisins. -hlh