Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 23
riHí vandi að si Sauöárkrókur: Gamalt hús í nýj an búning Undanfarin tvö ár hafa staðið yfir gagngerar endur- bætur á einu elsta og merki- legasta húsinu á Sauðár- króki. Þar er um að ræða húsið að Aðalgötu 2 sem hýst hefur margvíslega starfsemi i gegnum árin. Húsið verður tekið í notkun um áramót, þó svo að endurbótum á því verði ekki alveg lokið. Aðal- gata 2 var upphaflega byggð árið 1908. Húsið er á tveimur hæðum, neðri hæð steypt en efri hæð úr timbri, hvor hæð um 110 fermetrar að stærð. Upphaflega var í húsinu bamaskóli Sauðárkróks. Því næst voru skrifstofur Sauðár- króksbæjar þar til húsa. Eftir að þær fluttu var þar meðal annars tann- læknastofa, íbúðir, skrifstofa héraðs- blaðsins Feykis og að síðustu var þar rekin prentsmiðja. Það er sveitarfélagið Skagafjörður sem stendur straum af kostnaði við endurgerð hússins. Að sögn Hallgríms Ingólfssonar, tæknifræðings sveitarfé- lagsins, er þama um merkilegt hús að Húsið Aðalgata 2 á Sauðárkróki eftir um- fangsmiklar endurbætur. DV-mynd Örn Þórarinsson ræða sem upphaflega var mjög vandað að gerð og vel byggt. Því hafi verið ráð- ist í viðgerðir á því og þær hafi miðast við að það verði sem næst sinni upp- runalegu gerð. Nú er framkvæmdum utanhúss lokið, frágangi við efri hæð mun ljúka í desember en nokkur vinna er enn eftir við neðri hæðina. Ákveðið er að Náttúrustofa Norður- lands vestra, sem byijar starfsemi eft- ir áramótin, hafi bækistöðvar í hús- inu. -ÖÞ I D i FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 Vaxtarræktarfólkið Jón Gunnarsson, Inga Sólveig Steingrímsdóttir og Magnús Bess tók létta sveiflu í æfingahléi. Þau taka öll þátt í íslandsmeist- aramótinu á sunnudag. DV-mynd JAK íslandsmeistaramótið í vaxtarrækt á sunnudag: Stefnir í geysi- spennandi mót - þátttaka hefur aldrei verið meiri „Það stefnir í geysispennandi mót,“ sagði Daníel Olsen, fram- kvæmdastjóri Islandsmeistaramóts- ins i vaxtarrækt, sem haldið verður á sunnudaginn. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en 43 keppendur eru skráðir til leiks og áberandi er hversu þáttakan í kvennaflokki hefur auk- ist en þar eru 12 konur skráðar til keppni.“ bætti Daníel við. Athygli vekur að Nína Óskarsdóttir ætlar nú að keppa aftur eftir að hafa sleppt keppninni í fyrra en Nína varð íslandsmeistari tvö árin þar á undan. Þá lætur Margrét Sigurðar- dóttir, margfaldur íslandsmeistari og keppnisreyndasta íslenska kon- an, sig ekki vanta. Margrét mun vafalaust ætla sér að halda titiiin- um sem hún endurheimti í fyrra. Þær Margrét og Nína verða þó ekki einar um toppbaráttuna því Inga Sólveig Steingrímsdóttir, fyrrrum íslandsmeistari, mætir vel undirbú- in og mun gera tilkalls til titilsins. Ekki verður keppnin minna spennandi í karlaflokkunum en þar mætir Magnús Bess aftur eftir tvö ár og muna gera tilkalls til titilsins sem Vestmannaeyingurinn hrika- legi, Smári Harðarson, tók í fyrra. Kraftlyftingamaðurinn öflugi, Jón Gunnarsson, keppir nú í annað sinn, ríkari af reynslunni sem hann fékk í fyrra og mun vafalaust velgja þeim Smára og Magnúsi undir ugg- um i heildarkeppninni en Jón kepp- ir í -90 kg flokki. í -80 kg flokki karla stefnir í mjög spennandi keppni en þar mun Gauti Már Rúnarsson frá Ólafsfirði reyna að halda íslands- meistaratitlinum. Hann mun þó eiga harða baráttu fyrir höndum því með honum í flokki verður Axel Guðmundsson, fyrrum íslands- meistari og Magnús Samúelsson. Magnús keppir nú i fyrsta sinn í karlaflokki en hann varð heildar- meistari unglinga í fyrra og er mjög efnilegur vaxtarræktarmaður. Eins og fyrr sagði verður íslands- meistaramótið á sunnudaginn í Broadway á Hótel íslandi og hefst forkeppnin kl. 13 en úrslitakeppnin hefst kl 20. Búast má við að bekkur- inn á Broadway verði þétt setinn en undanfarin ár hefur verið uppselt- á vaxtarræktarmótin og færri komist að en vildu. -JAK Fréttir lÓLATRÍU £RU KOMIN ALLAR STÆROIR BETRA VERÐ_____ forðastu ösina, komdu á rólegan stað SÉnVAUH SÓLATnt tryggðu fjölskyldunni tré í tfma OPIDTIL KL. ll°° ÖLL KVÖLD TIL IÓLA A | Jk Ék MIKLATORGI V/BSÍ ALA3IVA «. 162 2040 ELSTA IÓLATKÉSSALA Á ÍSLANDl SENDUM UM LAND ALLT I S' * * Leitar þú af í Húsgagnahöllinni finnur þú margar góðar hugmyndir af jólagjöfum fyrir alla í fjölskyidunni. Komdu í heimsókn og kynntu þér úrval, gæði og þjónustu. Gleðileg jól. HÚSGAGNAHÖLLIN hugmyndum? - Bíldshofði 20 - 112 Reykjavík Sími 510 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.