Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999
11
Utlönd
Flugmaöurinn tilkynnti vandræöi meö áttavitann:
Átta fórust með
Pipervél I Svíþjóð
dv Stuttar fcéttir
Óttast valdarán
Yfirmenn hersins í Paragvæ skip-
uðu i gær öllum hermönnum að
halda kyrru fyrir í herstöðvum í
kjölfar ffegna um að herforinginn
Lino Oviedo hefði snúið aftur til
landsins. Óttast yflrmenn hersins
að Oviedo reyni valdarán.
Bush sigurviss
George W. Bush, ríkisstjóri í
Texas og væntanlegt forsetaefni
repúblikana í
Bandaríkjunum á
næsta ári, sagði i
gær að góður rík-
isstjóri myndi
ávailt hafa betur
en góður öldunga-
deildarþingmaður.
Þar vísar hann til helsta keppinaut-
ar síns um útnefninguna, Johns
McCains frá Arizona, sem hefur sótt
mjög að honum að undanförnu.
Læknar í gíslingu
Tveir félagar í samtökunum
Læknar án landamæra eru gíslar
uppreisnarmanna i Sierra Leono.
Læknarnir eru í reglulegu sam-
bandi við svæðisskrifstofu sína.
Ný rannsókn
Saksóknari í Paris samþykkti í
gær nýja rannsókn á meintri spill-
ingu Dominiques Strauss-Kahn,
fyrrverandi fjármálaráðherra
Frakklands. Nýja rannsóknin bein-
ist að skjölum sem hann afhenti yf-
irvöldum vegna fyrri rannsóknar.
Strauss-Kahn var sakaðtn- um að
hafa þegið greiðslu frá tryggingafé-
lagi námsmanna fyrir störf sem
hann innti ekki af henti.
Herþyrlu saknað
Bandarískrar herþyrlu með 18
manns var í gær saknað. Talið er að
hún hafi hrapað í Kyrrahaf undan
strönd San Diego.
Handtökur í Key West
Lögreglan í Key West í Flórída
hefur handtekið yfir 50 manns
vegna fíkniefnasölu og smygls. Hald
var lagt á skotvopn, reiðufé og fikni-
efni.
Foreldrum stefnt
Saksóknari í Michigan í Banda-
ríkjunum hefur stefnt 30 foreldrum
vegna skróps bama þeirra frá skóla.
Skólayfirvöld höfðu kallað foreldr-
ana á sinn fund en þeir mættu ekki.
Komi foreldrarnir ekki fyrir rétt
eiga þeir á hættu að verða hand-
teknir. Um er að ræða foreldra
barna sem skrópað hafa að minnsta
kosti 119 af 180 skóladögum í fyrra.
Dalai Lama hrósar Nyrup
Fulltrúi Dalai Lama í Evrópu,
Migyur Doijee, hrósar Poul Nyrup
Rasmussen, for-
sætisráðherra
Danmerkur, fyrir
að hunsa Kína og
samþykkja fúnd
með tíbeska leið-
toganum. Segir
fúlltrúinn ákvörð-
un Nyrups ljós í myrkrinu fyrir Tí-
betbúa.
Brovina í fangelsi
Dómstólll í Nis í Serbíu dæmdi í
gær kósovo-albanska mannréttinda-
frömuðinn, lækninn og Ijóöskáldið
Flora Brovina í tólf ára fangelsi fyrir
hryðjuverkastarfsemi. Brovina var
sökuð um að hafa starfað með sam-
tökum sem ætluð að fremja hryðju-
verk i sjálfstæðisbaráttu Kosovo.
Flugvöllur opinn á ný
Flugvöllurinn í Podgorica, höfuð-
borg Svartfjallalands, hefur verið
opnaður á ný og er aftur undir
stjóm þarlendra. Júgóslavneskir
hermenn lokuðu vellinum í nokkr-
ar klukkustundir í gær og þykir það
sýna stirð samskipti Svartfellinga
viö Serba sem mynda með þeim
sambandsríki Júgóslavíu.
Blair í buffinu
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, mun taka kjötstríðið við
Frakkland upp á leiðtogafundi Evr-
ópusambandsins sem er að hefjast í
helsinki. Frakkar neita enn að flytja
inn ensk nautakjöt.
Átta manns létu lífið þegar
tveggja hreyfla Piper PA31 flugvél
hrapaði stuttu eftir flugtak vun há-
degi í gær utan við Sundsvall í Svi-
þjóð. Vélin var á leið til Gautaborg-
ar. Um borð í vélinni var flugmaður
og sjö farþegar, starfsmenn fyrir-
tækisins Markpoints. Að sögn tals-
manns sænsku flugmnferðarstjóm-
arinnar hafði flugmaðurinn til-
kynnt um vandræði með áttavitann
rétt áður en vélin fórst.
„Vélin fór 1 loftið 2 mínútum yfir
klukkan ellefu og átta mínútum sið-
ar var tilkynnt að eitthvað væri að
Bandaríska alríkislögreglan FBI
fordæmdi í gær njósnir Rússa í
Bandaríkjunum eftir að rússneskur
stjórnarerindreki var staðinn að
njósnum. Diplómatinn hafði komið
fýrir hlerunarbúnaði í fundarher-
bergi í bandaríska utanríkisráðu-
neytinu þar sem fundir háttsettra
embættismanna eru haldnir. Ekki
er ljóst hvort einhverjir viðkvæmir
fundir hafi verið hleraðir. Rússan-
um var vísað úr landi og fær hann
tíu daga til að hafa sig á brott.
Stjómvöld í Washington sögðu
það ekki breyta því að þau vildu
viðhalda góðum samskiptum við
stjómarherrana í Moskvu.
„Stefna okkar í garð Rússa hefur
áttavitanum. Síðan hvarf vélin af
radarskjám," greindi Lars Rohme
frá.
Flak vélarinnar, sem var í eigu
Twin Air flugfélagsins, fannst í
skóglendi í um 10 kílómetra fjar-
lægð frá flugvellinum í Sundsvall.
Vegna skóglendis, snjókomu og
myrkurs gekk björgunarmönnum
illa í gær við störf sin á slysstaðn-
um. Ekki var heldur hægt að aka á
bílum alla leið að slysstaðnum
vegna þess hversu hæðótt er á þess-
um slóðum.
Að sögn sænsku flugumferðar-
ekkert breyst,“ sagði Mike
Hammer, talsmaður öryggisráðs
Hvita hússins. „Hagsmunir okkar
fara víða saman og við ætlum að
halda áfram að sinna þeim.“
Neil Gallagher, aðstoðarforstjóri
þjóðaröryggisdeildar FBI, sagði at-
vik þetta sýna að Rússar héldu uppi
miklum njósnum í Bandaríkjunum.
Bandarískir embættismenn neit-
uðu að handtaka Rússans á mið-
vikudag væri svar við brottrekstri
bandarísks stjómarerindreka frá
Moskvu í síðustu viku. Sá var grip-
inn glóðvolgur við njósnir.
Gallagher sagði að bandarískir
gagnnjósnarar hefðu veitt Rússan-
um athygli þar sem hann var á
stjómarinnar hafði Twin Air ekki
leyfi til þess að fljúga í atvinnu-
skyni. Samt sem áður flugu starfs-
menn Markpoints oft með flugfélag-
inu. Flugmaður Piper-vélarinnar
starfaði sem ráðgjafi hjá Markpoint.
Hafi flugfélagið fengiö greitt fyrir
að fljúga með starfsmennina er um
svarta peninga að ræða. Þá kann að
vera erfitt fyrir ættingja hinna
látnu að krefjast bóta, aö því er
sænska blaðið Aftonbladet heldur
fram.
Flugvöllurinn við Sundsvall var
opnaður aftur síðdegis i gær.
gangi við utanríkisráðuneytið í
sumar. Farið var að fylgjast nánar
með Rússanum. Hann mætti í
hverri viku að utanríkisráðuneyt-
inu og fór í gönguferðir um nálægar
götur. Bandaríkjamennimir álykt-
uðu að maðurinn væri að njósna og
við leit í utanríkisráðuneytinu
fannst senditæki fyrir nokkrum
mánuðum.
Rússinn var svo handtekinn á
miðvikudag þegar hann var að stilla
móttökutæki sín. Senditækið sem
notað var við njósnirnar var afar
fullkomið. Það var virkt þegar Rúss-
inn var gómaður.
Bandarískir embættismenn segj-
ast ekki hissa á njósnunum.
Prestur ákærður
fyrir áreitni við
dætur sínar
Prestur í litlu samfélagi í
suðvesturhluta Noregs var í gær
ákærður fyrir grófa kynferðislega
áreitni gegn þremur dætrum
sínum. Saksóknarinn í Haakon
Meyer fullyrti að presturinn ætti
yfir höfði sér 21 árs fangelsi.
Presturinn var settur í
gæsluvarðhald fyrir rúmu ári en
honum var sleppt átta vikum
seinna.
Presturinn vísar sakargiftum á
bug. f blaðaviðtali kveðst hann
feginn réttarhöldunum sem fram
undan em. Presturinn kveðst
ekki vera hræddur vegna
ákærunnar. Presturinn fullyrðir
að hann geti sannað að allar þrjár
dætur hans séu hreinar meyjar.
Þar með geti hann hrakið
upplýsingar saksóknarans um að
hann hafi haft samfarir við eina
dætra sinna.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eign verður háð á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir:
Dagur II, skipaskráningamúmer 2128,
prammi 740,88 brt. og bor, skráningamr.
RB-0002, þingl. eig. íslandsbanki hf.,
höfúðst. 500, og tal. eigandi Magnús Th.
S. Blöndahl ehf., gerðarbeiðendur Islands-
banki hf., höfúðst. 500, og Sjóvá-Al-
mennar tryggmgar hf., þriðjudaginn 14.
desember 1999 kl. 11.00.
SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Hellusund 6a, Reykjavík, þingl. eig. Vil-
hjálmur Knudsen, gerðarbeiðendur fjár-
málaráðuneyti, Ríkisútvarpið og Toll-
stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 14. desem-
ber 1999, kl. 13.30.
Hverfisgata 108, 3ja herb. íbúð á 2. hæð,
eystri íbúð í N-hlið, merkt 0203, Reykja-
vík, þingl. eig. Auður Þorkelsdóttir, gað-
artieiðandi Borgarbyggð, þriðjudaginn 14.
desember 1999, kl. 14.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir á eftir-
farandi eignum:
Beykihlíð 21, efri hæð, rishæð og bílskúr,
Reykjavík, þingl. eig. Bjami Ingólfsson,
gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar,
þriðjudaginn 14. desember 1999, kl.
10.00.__________________________
Drápuhlíð 20, 2ja herb. kjallaraíbúð,
Reykjavík, þingl. eig. Benedikt Guð-
mundsson og Ingibjörg Sigurðardóttir,
gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf.,
þriðjudaginn 14. desember 1999, kl.
10.00.__________________________
Grettisgata 64, 37,2 fm íbúð á 1. hæð
ásamt geymslu 0003 m.m., 100,2 fm
verslun á 1. hæð, geymslur 0002,0005 og
0006 m.m., 36,6 fm verslunarrými á 1.
hæð, skúr 0104 og geymsla 0004 m.m.,
Reykjavík, þingl eig. Ernar Guð-
jónss./Guðm. Már Ást ehf., getðarbeiðend-
ur Sparisjóður Rvíkur og nágrennis, útibú,
og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 14.
desember 1999, kl. 10.00.
Hraunbær 68, 3. hæð t.v„ Reykjavík,
þingl. eig. Gunnar Sternn Þórsson og
Guðbjörg Kristín Pálsdóttir, gerðarbeið-
endur Glitnir hf. og Tollstjóraskrifstofa,
þriðjudaginn 14. desember 1999, kl.
10.00.__________________________
SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK
Karl Bretaprins er ekki árennilegur með þessi furöulegu gleraugu á nefinu. Gleraugun gera prinsinum, og öðrum
sem þau setja á sig, kleift að sjá formgerð sameinda á tölvuskjá. Prinsinn fékk að viröa þetta fyrir sér í rannsóknar-
miðstöð 1 miðborg London þar sem hann tók formlega í notkun nýja rannsóknarstofu fyrir krabbamein.
Rússi staöinn aö njósnum hjá Albright:
Hlerunartæki komið
fyrir í fundarherbergi