Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Side 32
44
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 DV
•Mr&onn
Ummæli
Bastarðurinn I
í kerfinu
„Ég er dálítið hræddur við
sparisjóðina
vegna þess að
það veit enginn j
hver á þá. Þeir
eru bastarður í
kerfinu."
Guðni Ágústs-
son landbúnað-
arráðherra,
í Degi.
Framsókn ber
að úthýsa
„Það er kominn tími til að
úthýsa Framsóknarmennsku
úr umhverfismálum hér á
landi. Þjóðin verður að fá
umhverfisráðherra sem skil-
ur sitt hlutverk.“
Jón Ingi Cæsarsson, form.
umhverfisnefndar á Akur-
eyri, í Morgunblaðinu.
Sjóndaprir menn
„Það eru sjóndaprir menn
sem skynja ekki
að stóriðjustefna
ríkisstjórnar-
innar er komin
í öngstræti."
Hjörleifur Gutt-
ormsson, fyrrv.
alþingismaður,
ÍDV.
R-listinn ætti að
hlusta á Spilverkið
„Ef til vill væri ekki úr
vegi að R-listinn rottaði sig
saman í heimahúsi fljótlega
og hlustaði á gömlu Spil-
verksplötumar. Það gæti rifi-
ast upp fyrir þeim til hvers
þeir upphaílega fóru í póli-
tík.“
Friðrik Erlingsson rithöf-
undur, í Morgunblaðinu.
Aðventusiðir
nútímans
„Aðventusiðir nútímans
eru í órafiar-
lægð frá því
sem áður var. í
stað fostu hafa
vikumar fyrir
jól umhverfst í
tíma þegar
forskot er tek-
ið á sæluna."
Hjalti Hugason prófessor,
ÍDV.
Farið eitthvað annað
„Skilaboðin til þeirra sem
vilja hafa áhrif í pólitík eru
svohljóðandi: Farið eitthvað
annað krakkar. í Sjálfstæðis-
flokknum eru margar vistar-
verur en aðeins pláss fyrir þá
sem láta sér nægja að raða
stólum úti í sal.“
Ásgeir Hannes Eiríksson,
í Degi.
Kominn tími til að láta lögin heyrast
Mikill fiöldi hljómplatna kemur
út fyrir þessi jól eins og verið hefur
undanfarin jól. í þessari stóm flóru
tónlistar skýtur af og til upp nýjum
nöfnum og er Eiríkur R. Einarsson
í þeim hópi. Eiríkur hefur í mörg ár
verið að semja lög og texta
og lét verða af því nú að
gefa þau út á plötu sem
nefnist Þú sjáífur. Plat-
an, sem er hin áheyri-
legasta, inniheldur
melódísk lög sem eru
flutt með djassívafi. Ei-
ríkur fékk til liðs við sig
úrval tónlistarmanna á
borð við Andreu Gylfadóttur
söngkonu, Þórð Högnason
kontrabassaleikara, Birgi
Baldursson á trommur og
slagverk, Eðvarð Lár-
usson á gítara og Sig-
urð Flosason á saxó-
fóna. Sjálfur leikur
Eiríkur á gítar og
syngur en auk
hans og Andreu
syngur á plötunni
ung söngkona, Hel-
ena Kaldalóns, sem
er barnabamabarn
Sigvalda Kaldalóns.
í stuttu spjalli við
DV var Eiríkur
spurður um tónlistina
á plötunni: „Þetta er
tónlist sem ég sem und-
ir sterkum áhrifum af
norður- og suður-amer-
ískri sveiflutónlist, og það
er sjálfsagt ehihver önnur áhrif
að finna í tónlistinni, en ég hafði
einnig i huga að hún væri þægi-
leg til hlustunar. Lögin hef ég öll
samið og em textar eftir mig og afa
minn, Eirík Einarsson frá Réttar-
holti, en hann bjó á bænum Réttar-
holti sem var þar sem __________
nú er Réttarholtsveg- ■■ ■ ■
ur. Hann samdi MðOlir CfagSÍllS
mikið af ljóðum
og tók ég fimm þeirra og
samdi lög við þau. Ég hafði
því tvenn vinnubrögð við
gerð laganna á plötunni.
Mín ljóð urðu til eftir að
ég hafði samið lagið og svo
samdi ég lögin utan um
ljóð cifa míns.“
Eiríkur
hafa átt mikið af lögum i fórum
sínum: „Ég hef verið að semja lög í
þrjá áratugi; byrjaði mjög snemma
að semja lög, og var ég hvattur til
að koma þeim á
framfæri, enda
fannst mér
sjálfum
seg-
vera
kominn tími til að láta þau heyr-
ast. Ég tók mér góðan tíma til að
velja úr lög sem pössuðu saman
vegna þess að ég vildi að platan
heföi heildarsvip, væri ein samofin
hugmynd, en að um leið væri hægt
að njóta hvers lags fyrir sig. Elsta
lagið er yfir tuttugu ára gamalt en
flest eru samin á síðustu þremur
árum.“
Eiríkur er ekkert hræddur við
að koma með plötuna á þessum
árstíma: „Srnnir voru hissa á því
að ég skyldi vera að koma með
plötuna þegar útgáfan er í há-
marki, en hún vannst þannig að
það var ekki eftir neinu að bíða
þegar hún var tilbúin með að
gefa hana út.“
Eiríkur segir að það sé ein-
göngu brennandi áhugi á tón-
list sem geri það að verkum að
hann hefm- verið að semja lög
og spila: „Þetta er mitt áhuga-
mál og snemma hafði ég fyrir
stórri fiölskyldu að sjá og því
lítill tími til að sinna tónlist-
inni. Þegar við vorum flest þá
vorum við átta, ég og eigin-
kona mín og sex börn, en þótt
ég sé með stóra fiölskyldu þá
er ég aðeins hálfdrættingur á
við afa minn og nafna því
hann átti fimmtán dætur.“
-HK
Eitt verka Sjafnar á sýningunni í Listhúsinu.
Litir úr ísnum
Sjöfn Har. myndlistar-
** maöur opnar málverkasýn-
ingu á vinnustofu sinni og í
aðalsal Listacafé í Listhús-
inu í Laugardal á morgun
kl. 15. Sýningin
nefnist Colors
from the Ice - Lit-
ir úr ísnum og er
nýkomin frá New York þar
•'sem hún var sýnd á miðri
Manhattan. Á sýningunni
eru 16 olíumálverk og eins
og áður málar Sjöfn Snæ-
fellsjökul í allri sinni lita-
dýrð. Þetta er ellefta einka-
sýning Sjafnar og
er hún opin frá kl.
12 á hádegi alla
daga í desember og
í samræmi við opnunar-
tíma Listhússins.
Sýningar
Myndgátan
Vatnsheldur Myndgátan hér að ofan lýsir lýingaroröi.
Gunnar
Kvaran
og Peter
Máté eru
meöal
flytjenda
á tón-
leikun-
um.
Hátíðartónleikar
Amnesty
Á alþjóðlegiun mannréttinda-
degi í dag efnir íslandsdeild Am-
nesty International til hátiðartón-
leika í Langholtskirkju. Hinn 10.
desember árið 1948 var Mannrétt-
indayfirlýsing Sameinuðu þjóð-
anna samþykkt á allsherjarþingi
samtakanna og á þeirri yfirlýsingu
byggja mannréttindasamtökin Am-
nesty Intemational störf sín í þágu
fórnarlamba mannréttindabrota.
íslandsdeild Amnesty
International hefur til margra ára
haldið mannréttindadaginn hátíð-
legan og að þessu sinni leggja
margir helstu tónlistarmenn lands-
ins samtökunum lið. Á tónleikun-
um er að finna Qölbreytta dagskrá
og verða flutt verk eftir Messiaen,
Prokofiev, Bern-
stein, Bach, Tonleikar
Puccini, Men-______________
otti, Atla Heimi Sveinsson, Villa-
Lobos, Tarrega og Verdi.
Þeir sem fram koma á tónleikun-
um em Gunnar Kvaran, Peter
Máté, Jón Stefánsson, Ingveldur
Ólafsdóttir, Atli Heimir Sveinsson,
Sigrún Eðvaldsdóttir, Martial Nar-
deau, Signý Sæmundsdóttir, Þor-
geir J. Andrésson, Hrefna Eggerts-
dóttir, Örn Magnússon, Kristinn H.
Ámason og Óperukórinn.
Allur ágóði rennur óskertur til
mannréttindabaráttu Amnesty
Intemational.
Bridge
Dagana 20.-24. september siðastlið-
inn var haldið stórmót 6 þjóða í borg-
inni Lausanne í Sviss. Þátttökuþjóð-
irnar vom Brasilía, Ítalía, Kína,
Frakkland, Holland og Bandaríkin.
Sveit Italiu vann stórsigur á sveit
Brasilíu í úrslitaleik að lokinni und-
ankeppni. í undanúrslitunum áttust
við sveitir Itala og Frakka og var sá
leikur sýndur á töflu. Frakkinn Bitr-
an átti alla samúð áhorfenda í þessu
spili í leiknum. Sagnir gengu þannig,
austur gjafari og enginn á hættu:
* K94
10
* KDG9
* ÁKG105
* D8765
«* ÁG6532
♦ 8
* 3
* Á10
«* K
* Á76543
* 9842
Austur Suður Vestur Norður
Versace Bitran Lauria Voldoire
pass 1 pass 2«
2 pass pass dobl
pass? pass 2 r 3 ««
pass 3* pass 4 grönd
pass p/h 5 «* pass 6
Fyrirtaks slemma sem virðist fyrst
og fremst byggjast á því að finna lauf-
drottningu. Það hlaut að vera sjálfsagt
mál að svína fyrir drottninguna hjá
vestri eftir að austur hafði sýnt lengd
í hálitum með tveggja tigla sögn en
Bitran var vandvirk-
ur og reyndi að fá
sem mestar upplýs-
ingar áður en hann
tók ákvörðun í lauf-
inu. Vömin tók fyrst
slag á hjarta og
skipti yfir í tromp.
Bitran tók trompin
þrisvar sinnum, lagði niður ÁK í
spaða, laufás og trompaði spaða. Aust-
ur hafði lofað a.m.k. 5-5 í hálitunum
með tveggja tígla sögn sinni og var
búinn að sýna einn tígul og eitt lauf.
Þrettánda spilið var annaðhvort
hjarta eða lauf. Þegar norður doblaði
tvo tigla austurs til úttektar.hafði Ver-
sace passað en það hlaut að benda til
þess að hálitimir væm jafnlangir.
Með það fyrir augum ákvað Bitran að
leggja næst niður laufkónginn og gaf
því slag á laufdrottninguna. Enginn
veit af hverju Versace sagði ekki tvö
hjörtu en hann hafði heppnina með
sér. ísak Öm Sigurðsson
* G32
«» D9874
♦ 102
* D76