Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 20
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 j^32 Fréttir i>v Geisladiskar á tilboðsverði til áskrifenda DV: Sálarbræður á spjallinu á Vísisvefnum i dag - ræöum engar kökuuppskriftir SSordstofuáett, 6uffets£ápar, s/aifftorð, sffar og stffaÉorð, Stmi(//c/uÁ£urs£attfioí. ANTIIC GALLERY Vegmúla 2, sími 588 8600 Taktu púlsinn á viðskiptavefnuml Hrsinsum Mppi. mottur og hifqögn 1 htimahúsum fyrlrtekjum og tameignum. Hindhreinsum mottur * Kieppcvagi 1S2 Algr«ió*lulim> daglega Kl 1S-18 SKUFUR Simar 88S-020S 5S8-8813 wwwMantHa.Hlfkufvr Tilvalin ]olagioí Gufustraujárn • Álbotn • 1400W • Vatnsúði Jólatilboð 1.795 kr. 3?49a HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is „Við völdum þeim vonbrigðum sem vilja spjalla við okkur um kökuuppskriftir. Ég tek að mér að borða þær smákökur sem mér bjóð- ast en fólkið verður að sækja sinn fróðleik annað. Það er bara einfald- lega ekki innan okkar getusviðs. Við reynum eflaust að ræða um þau málefni sem viðkoma hljómsveit- inni,“ segir Stefán Hilmarsson en hægt verður að spjalla við hann og Guðmund Jónsson á Vísi.is kiukkan fiögur i dag. Áskrifendur DV býðst nú viku- lega veglegur afsláttur af nýútkomn- um geisladiskum. Fram á næsta föstudag verður nýútkomin tón- leikaplata Sálarinnar, 12. ágúst ‘99, á tilboðsverði á 1.499 krónur. Efni plötunnar var hljóðritað á tónleik- um sem þeir héldu 12. ágúst síðast- liðinn en þeir voru órafmagnaðir. Áskrifendur geta hringt í síma 535-1045 hvenær sem er sólarhrings- ins og pantað diskinn. Hægt er að velja hvort greitt sé með greiðslu- korti eða með póstgíró. Næstu vikur geta áskrifendur DV fengið geisla- diska með úrvali annarra lista- manna á tilboðsverði. Hljómsveitin hélt tónleika fyrir fullu húsi í gærkvöld í Bíóborginni. Þá spila þeir á próflokadansleik á Njálsbúð í kvöld þar sem reykvískir og sunnlenskir nema koma saman og halda upp á próflok og hrista úr klaufunum. -hól Leikhópurinn hjá Leikfélagi Ólafsvíkur ásamt leikstjóranum. Helga Braga og Ólafsvíkurleikarar ráöast á garðinn þar sem hann er hæstur: Shakespeare á Snæfellsnesi Nú er komið að frumsýningu eft- ir æfingar á leikritinu Þrettánda- kvöldi eftir William Shakespeare hjá Leikfélagi Ólafsvíkur. Að sögn Kolbrúnar Bjömsdóttur, sem er ný- kjörinn formaður félagsins, em 6 ár síðan síðast var leikið hjá félaginu þannig að tími er kominn á það og þó fyrr hefði verið. Leikstjóri er Helga Braga Jóns- dóttir sem öllum er að góðu kunn úr leikhúslifinu. Hún var 1 haust með námskeið hjá Leikfélagi Ólafsvíkur sem margir sóttu. Hún segir að gaman sé að vinna með fólki úr Snæfellsbæ að þessari sýningu og einnig er hin góða aðstaða í Félags- heimilinu á Klifi til fyrirmyndar. Helga Braga er ákveðin við sitt fólk og kreistir hvem blóðdropa úr leikurum sínum. Þeir eiga að standa sig þegar þeir túlka fremsta rithöfund veraldarinnar á síðustu dögum árþúsundsins. Frumsýning á leikritinu verður í kvöld, föstudag- inn 10. desember og önnur sýning sunnudaginn 12. desember. -PSJ V netverð kr.995.- almennt verð kr.t.990,.- 50% afsláttur TAKMARKAÐ MAGN AÐEINS(25 EINTÖK í BOÐI. FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ! AÐEINS Á VÍSÍr. HAGKAUP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.