Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 30
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 Messur Hallgrímskirkja: Messa og bama- starf kl. 11. Karlakór Reykjavlkur syngur undir stjóm Friðriks Krist- inssonar. Sr. Jón D. Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni. Háteigskirkja: Bama- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson. Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Gylfi Jóns- son. Hjallakirkja: Guðsþjónusta kL 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Drengjakór skipaður drengum úr Kór Snælandsskóla og félagar úr kór Hjallakirkju syngja. Söngstjórar: Heiðrún Hákonardóttir og Jón Ólaf- ur Sigurðsson. Bamaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Aðventusöngvar kl. 20.30. Kam- merkór Hjallakirkju syngur. Prestur sr. Hjörtur Hjartarson. Söngstjóri: Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestamir. Kópavogskirkja: Bamaguðsþjón- usta í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guöni Þór Ólafsson. Böm úr leik- skólanum Kópasteini flytja helgi- leik. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Jólatrésskemmtun í safnaðarheimil- inu Borgum að lokinni guðsþjón- ustu. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. María Ágústsdóttir. Langholtskirkja, Kirkja Guð- brands biskups: Messa kl. 11. Þóra S. -> Guðmannsdóttir syngur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Kveikt á aðventukertunum. KafFi- sopi eftir messu. Bamastarf í safn- aðarheimili kl. 11. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir. Laugameskirkja: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Hrand Þórarins- dóttir stýrir sunnudagaskólanum með sínu fólki. Prestur sr. Bjami Karlsson. Messukafli og djús fyrir bömin á eftir. Messa kl. 13 í Dagvist- arsalnum, Hátúni 12. Sr. Bjami Karlsson, Margrét Scheving og Guð- ' rún K. Þórsdóttir djákni annast þjónustu. Kvöldmessa kl. 20.30 með Djasskvartett Gunnars Gunnarsson- ar. Sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna og flytja samtalsprédikun. Sigurbjörn Þor- kelsson og fleiri Gídeonmenn taka þátt í messunni. MessukafFi. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Gideonfélagar kynna starf sitt. Prestur sr. Kristín Þórunn Tómas- dóttir. Barnastarf í safnaðarheimil- inu kl. 11. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Sunnudagaskólinn kl. 11. Átta tO níu ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 sem fram fer í Ytri-Njarðvík- urkirkju. Bíll fer frá Safnaðarheim- ilinu í Innri-Njarðvík kl. 10.45. Bald- ur Rafn Sigurðsson. Óháði söfnuðurinn: Aðventukvöld kl. 20.30. Endurkomukvöld. Ræðu- maður Kristín Jónsdóttir framhalds- skólakennari. Drengjakór Laugar- neskirkju syngur undir stjóm Pét- urs Maté. Kaffi og smakk á smákök- unum. Menn komi kappklæddir til kirkju vegna ólags á hitakerfi. Selfosskirkja: Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Jólatónleikar kóranna og lúðrasveita kl. 16 og 20. Sóknar- prestur. Seljakirkja: Kl. 11. Krakkaguðs- þjónusta Kveikt á 3. aðventukertinu. Mikill söngur og fræðsla fyrir böm- in. Kl. 14. Guðsþjónusta Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar Bjöllukór Bústaðakirkju flytur tón- list í guðsþjónustunni undir stjóm Guðna Guðmundssonar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir Kl. 20.30 Að- ventutónlist frá ýmsum löndum. Flutt verður tónlist frá ýmsum lönd- um og sagt frá siðum og venjum er tengjast aðventu og jóium víða um heim. Tónlistina flytja Anna Sigríð- ur Helgadóttir söngkona og söng- hópurinn Rúdólf. Sóknarprestur. Seltjarnameskirkja: Messa kl. 11. ■>- Selkórinn syngur undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Prestur sr. Sol- veig Lárá Guðmundsdóttir. Barna- starf á sama tíma. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Fermingarböm að- stoða við brúðuleikhús. Aðventu- kvöld kl. 20.30. Þingvallakirkja: Aðventustund . bamanna kl. 14. Sóknarprestur. Fólk í fréttum Grétar S. Norðfjörð Grétar Sigurðsson Norðfjörð, fyrsti aðalvaröstjóri á Miöborgarstöð lög- reglunnar í Reykjavík, Skólagerði 59, Kópavogi, og ung stúlka, Stefania Lynn Grimsby, forðuðu manni frá bráðum bana með hjartahnoði og blástursaðferð. Maðurinn hafði fengið hjartaslag í Tryggvagötunni í fyrra- dag. Starfsferill Grétar fæddist í Flatey á Breiða- firði. Á sínum yngri árum var Grétar til sjós, stundaði sölumennsku og verslunarrekstur og starfrækti silki- prentstofuna Listprent í níu ár. Hann stundaöi nám í rafvirkjun, stundaöi nám við Lögregluskólann og lauk þaðan prófúm 1964, sótti nám- skeið í afbrotavömum hjá lögreglu- sveitum í Bandaríkjunum, Englandi, Hollandi, Danmörku og í Noregi, sótti þrjú námskeið fyrir stjómendur í Lög- reglunni, hefúr sótt endurmenntunar- námskeið við Lögregluskóla ríkisins og ýmis sérhæfð námskeið á vegum embættis lögreglusfjórans i Reykja- vík. Grétar hóf störf við Lögregluna í Reykjavík 1959, stimdaði almenn lög- reglustörf til 1967, starfaði við örygg- isgæslu í aðalstöðvum Sameinuöu þjóðanna í New York 1967-73, var lög- reglumaður við Útlendingaeftirlitið í Reykjavík frá 1973 og vann jafhframt að skipulagningu sérstaks forvamar- starfs á vegum lögreglunnar sem hann starfaði síðan alfarið við til 1985, varð þá varðstjóri í Stjómstöð i fjög- ur ár, síðan varðstjóri á D-vakt, fyrsti yfirmaður Grenndareftirlits miðborg- ar frá 1995, aðalvarðsfjóri á C-vakt frá 1996, og fýrsti aðalvarðstjóri á Mið- borgarstöð frá 1997. Grétar var frumkvöðull að stofnun íþróttafélags lögreglunnar i Reykjavík er var vísir að stofnun íþróttasam- bands lögreglunnar. Hann var í hópi virtustu knattspymudómari hér á landi, dæmdi 1276 leiki 1 þijátíu og sjö ár, í tuttugu og flmm ár I 1. deild (nú úrvalsdeild), og alþjóða- dómari í sautján ár. Grétar skipulagði dómarahreyf- inguna frá grunni og hefur skrifað fjölda greina mn knattspymu og dómgæslu. Þá tók hann virkan þátt í bæjarmálefnum Kópavogs um árabil og hefúr skrifað greinar um afbrot og af- brotavamir. Grétari var veitt fyrsta gullmerki KSÍ fyrir störf að knattspymumálum, merki með lárviðarsveig frá KKR fyr- ir störf að dómaramálum, gullmerki knattspymufélagsins Þróttar fyrr störf í þágu félagsins, gullmerki íþróttafélags Kópavogs fyrir braut- ryðjendastörf, gullmerki Knatt- spymudómarafélags Reykjavikur fyr- ir störf að félagsmálum og heiðurs- merki forseta Finnlands, Hvítu rósina 1982. Fjölskylda Eiginkona Grétars er Jóhanna Bjamey Breiðflörð Runólfsdóttir, f. 28.11. 1936, leikkona. Hún er dóttir Runólfs Runólfssonar, f. 1.8. 1889, d. 1.5. 1970, steinsmiðs í Reykjavík, og k.h., Magdalenu Bjamadóttur, f. 18.4. 1904, d. 6.2.1979, húsmóður. Dætur Grétars og Jóhönnu Bjam- eyjar em Erla, f. 15.6. 1953, tækni- teiknari í Reykjavík en maður hennar er Magnús Tómasson myndlistarmað- ur; Alda Björg, f. 8.9. 1955, verslunar- maður í Reykjavik en sambýlismaður hennar var Hörður Morthens sem er látinn og er dóttir þeirra Manúela Harðardóttir. Foreldrar Grétars vom Jón Sigurð- ur Pétur Norðflörð Sigurðsson, f. 22.6. 1894, d. 6.10.1969, sjómaður í Reykjavík, og Guðrún Björg Sigurðardóttir, f. 19.3. 1897, d. 2.3. 1938, veit- ingakona í Flatey. Ætt Sigurður var sonur Sig- urðar Pétm's Norðflörð í Mjóafirði, bróður Kristín- ar, móður Jóhannesar Norðflörð, úrsmiðs í Reykjavík, föður Agnars heildsala. Sigurður var einnig bróðir Helgu, ömmu Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra, og Louisu Matth- íasdóttur listmálara. Sigurður var sonur Jóns Norðflörð verslimar- manns í Reykjavík, bróðm- Sigríðar, ömmu Jakobs Möller ráðherra, foð- ur Baldurs, ráðuneytisstjóra og skákmanns. Jón var sonur Magnús- ar Norðflörð, beykis á Reyðarflrði Jónssonar, beykis þar, bróður Guð- bjargar, langömmu Jóhanns, afa Jó- hanns Hjálmarssonar skálds. Guð- björg var einnig amma Jóns, langafa Friðriks Ólafssonar, skrif- stofustjóra Alþingis. Guðrún var dóttir Sigurðar, sjó- manns á Siglufirði, og Margrétar, systir Elísabetar, móður Helga Tryggvasonar rithöfundar. Margrét var dóttir Eggerts, kennara, org- anista og hugvitsmanns á Hvamms- tanga, bróður Þorbjargar, móður Guðmundar Bjömssonar landlækn- is. Bróðir Eggerts var Sigurður, afi Sigurðar Nordals og Jóns Eyþórs- sonar veðurfræðings. Eggert var sonur Helga, b. í Gröf Vigfússonar, b. á Löngumýri Bjömssonar. Móðir Eggerts var Ósk Sigmundsdóttir, b. í Melrakkadal Jónssonar. Móðir Margrétar var Margrét Halldórs- dóttir, b. á Svarðbæli Brynjólfsson- ar, og Hólmfríðar Þórðardóttur. Grétar Sigurðsson Norðfjörð. Afmæli Fríða Ásbjörnsdóttir Fríða Ásbjömsdóttir, Austurgerði 11, Reykja- vík, er sextug í dag. Starfsferill Fríða fæddist við Ný- lendugötuna í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá VÍ 1960, hús- mæðrákennaraprófi frá Húsmæðrakennaraskóla íslands 1962, námi í nær- ingarfræði frá Háskólanum í Árósum 1964, prófi í farar- stjórn frá Escuela De Turis- mo á Spáni 1989, BA-prófi í heimilis- fræðum frá KHÍ 1993, stundaði nám við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn 1994, og lauk prófi í námskeiði í atvinnulífsfélagsfræði við HÍ 1995. Fríða var heimilisfræðikennari við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði 1962-63 og við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur 1963-73, kenndi jafnframt á námskeiöum fyrir félags- málaráðuneytið og hjá Hjúkrunar- skóla íslands, og fór Fríða i nokkrar kennslu- og fræðsluferðir út á lands- byggðina á vegum Kvenfélaga- sambands íslands. Hún vann um nokkurra ára skeið við sjúkrafæði við Borgarspítalann og var þar yfirmaður um tíma. Af öðrum störfum Fríðu mætti nefna skrifstofustörf hjá Eggert Krisflánssyni og Co., afgreiöslustörf við Búnaðarbankann, sumar- afleysingar sem matráðs- kona hjá Náttúrulækn- ingafélagi íslands í Hvera- gerði, einkaritarastarf hjá skólasflóra við grunnskóla í Reylflavík, rannsóknar- störf á rannsóknarstofu hjá Fiskifélagi íslands og störf sem aðstoðarmaður á kennslustofu í verklegri efnafræði í HÍ. Á sl. árum hefur Fríða annast mat- reiðslukennslu fyrir nýbúa hjá Náms- flokkum Reykjavíkur. Árið 1996 fékk Friöa styrk frá Kennarafélagi íslands og Menntamálaráðuneytinu til að út- búa kennsluefni í matargerö fyrir nýja íslendinga. Því verki lauk 1998. Fríða situr í sflóm norrænna fe- lagasamtaka Hela Norden ska leva og undirbýr stofnun íslenskra samtaka tO þátttöku í norrænu samtökunum. Fjölskylda Fríða giftist 14.8. 1967 Steingrími Baldurssyni, f. 9.2. 1930, prófessor. Hann er sonur hjónanna Baldurs Steingrímssonar, fyrrv. skrifstofu- stjóra hjá Rfkissaksóknara, og Mar- grétar Símonardóttur húsmóður. Synir Fríðu og Stemgrims era Baldur, f. 1973, kvæntur Kyeong Rho en þau stunda bæði doktorsnám í raf- magnsverkfræði við Minnesotahá- skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum; Héðinn, f. 1975, stundar MS-nám í tölvunarfræði við HÍ og vinnur hjá Flugkerfum en hann er fyrrv. heims- meistari i skák, tólf ára og yngri; Gunnar, f. 1979, stundar nám á tölvu- braut í Iðnskólanum í Reykjavík. Bróðir Fríðu er Jón Ásbjömsson, heildsali og fiskútflyflandi í Reykja- vík en kona hans var Halla Daníels- dóttir og era böm þeirra Ásbjöm og Ásdis. Foreldrar Fríðu voru hjónin Ás- bjöm Jónsson, frá Deildará í Múla- sveit í Austur- Barðastrandarsýslu, og Kristrún Valgerður Jónsdóttir, frá Þóroddsstöðum í Ölfúsi. Ætt Foreldrar Ásbjöms vora Jón Jóns- son, b. á Deildará, og k.h., Ástríður Ásbjömsdóttir frá Kollsvík. Foreldrar Kristrúnar Valgerðar vora Jón, Jónssonar, b. á Þórodds- stöðum í Ölfúsi, síðar í Reykjavík, og k.h., Vigdis Eyjólfsdóttir. Fríða mun halda upp á afmælisdag- mn með vinum og vandamönnum á heimili sínu, laugard. 11.12. á milli klukkan 17.00 og 19.00. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir. Tll hainingju með afmælið 10. desember 90 ára Sigurlaug Andrésdóttir, Sauðá dvalarheimili, Sauðárkróki. 80 ára Alvilda MöUer, Norðurvegi 1, Hrísey. Áslaug Jónsdóttir, Rauðarárstíg 32, Reykjavik. Rögnvaldur Ólafsson, Skagfirðingabraut 11, Sauðárkróki. Unnur Helga MöUer, Hlíðarvegi 45, Siglufirði. 75 ára Svava Gísladóttir, Víðilundi 4c, Akureyri. Unnur Einarsdóttir, Valþjófsstað 2, Egilsstöðum. 70 ára Amór Haraldsson, Litluhlíð 4d, Akureyri. Kristján Tryggvi Jóhannsson, Austurgerði 7, Reykjavík. 60 ára Pétursdóttir, íslandspósti hf, Eyjaholti 7, Garði. W. .~— Guðrún mun taka á móti ætt- ingjum og vinum í Þorsteinsbúð, húsi björgunarsveitarinnar að Gerðavegi 20a, eftir kl. 17.00. Svavar Gunnarsson, Stekkjarkinn 11, Hafnarfirði. 50 ára Brynjólfur Magnússon, Húnabraut 4, Hvammstanga. HaUgerður Amórsdóttir, Vogaseli 3, Reykjavík. Ólafur H. Georgsson, Lyngheiði 1, Kópavogi. Óskar Hliðberg Kristjánsson, Grænuhlíð, Akureyri. Sæmundur Öm Pálsson, Byggðavegi 124, Akureyri. 40 ára Arinbjöm Axel Georgsson, Krummahólum 2, Reykjavík. Aron Karl Bergþórsson, Háarifi 71 Rifi, Hellissandi. Berglind Guömundsdóttir, Hlíðartúni 5, Mosfellsbæ. Guðmundur Bjömsson, Hlíðartúni 24, Höfn. Guðrún Rósinbergsdóttir, Hjallavegi 12, Ísafirði. . Ingibjörg Ingólfsdóttir, Hafnarstræti 24, Akureyri. ■ Kristján Valsson, Fálkagötu 28, Reykjavík. Margrét Kristjánsdóttir, Skeljagranda 4, Reykjavík. Sigríður HaUgrímsdóttir, Markhöfða, Brú. Sigurður Rúnar Sæmundsson, Brekkubæ 42, Reykjavík. VUborg Elfa Gunnlaugsdóttir, Dvergagili 5, Akureyri. Víðir Benediktsson, Oddagötu 9, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.