Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999
33'-
Messur
Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11
árdegis. Dr. Siguijón Ámi Eyjólfs-
son annast guðsþjónustuna. Organ-
leikari: Pavel Smid. Bamaguðsþjón-
usta kl. 13. Bænir-fræðsla-söngv-
ar-sögur og leikir. Foreldrar, afar,
ömmur em boðin hjartanlega vel-
komin með börnunum. Prestamir.
Áskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. KafTi eftir
messu. Ámi Bergur Sigurbjömsson.
Breiðholtskirkja: Bamaguðsþjón-
usta kl. 11. Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Aðventutónleikar kl. 20. Sig-
rún Hjálmtýsdóttir syngur ásamt
kór Breiðholtskirkju. Daníel Jónas-
son leikur á orgel. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11.
Léttir söngvar, biblíusögur, bænir,
umræður og leikir við hæfi barn-
anna. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi
Matthísson.
Digraneskirkja: Kl. 20.30. Þriðja
sunnudag í aðventu. Guðlaug Erla
Jónsdóttir ætlar að kynna okkur
starf Mæðrastyrksnefndar Kópa-
vogs. Skólakór Snælandsskóla sér
um tónlistarflutning kvöldsins und-
ir stjóm Heiðrúnar Hákonardóttur
og auk þess leikur Ögmundur Jó-
hannsson á klassískan gítar. Kafli-
sala á eftir aðventustundinni er til
styrktar Mæörastyrksnefnd í Kópa-
vogi. Stjórnun og undirbúningur
kvöldsins er í höndum Safnaðarfé-
lags Digraneskirkju.
Dómkirkjan: Guðsþjónusta kl. 11.
Kór Tónlistarskólans í Reykjavík
syngur. Sr. Jakob Ágúst Hjálmars-
son. Aðventuhátíð bamanna kl. 13.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta
kl. 14. Bam borið tfl skímar. Sr. Sig-
urður Arnarson.
Eyrarbakkakirkja: Bamaguðs-
þjónusta kl. 11. Aðventukvöld kl.
20.30. Sóknarnefhd.
Fella- og Hólakirkja: Bamaguðs-
þjónusta kl. 11. Umsjón Margrét Ólöf
Magnúsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14.
Gerðubergskórinn kemur í heim-
sókn og syngur imdir stjórn Kára
Friðrikssonar. Hugvekju flytur LUja
G. Hallgrímsdóttir djákni. Prestarn-
ir þjóna fyrir altari. Kafflveitingar
að lokinni guðsþjónustu. Prestarnir.
Frikirkjan í Reykjavik: Sunnu-
dagaskólinn kl. 11, sá síðasti fyrir
jól, í umsjá safnaðarprests, Konníar
og HrafnhUdar. Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson.
Grafarvogskirkja: Sunnudagaskóli
í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur Sr.
Vigfús Þór Ámason. Umsjón: Hjört-
ur og Rúna. Sunnudagaskóli i Engja-
skóla kl. 11. Prestur Sr. Anna Sigríð-
ur Pálsdóttir. Umsjón: Signý, Guð-
rún og Guðlaugur. Guðsþjónusta kl.
14 í Grafarvogskirkju. Sr. Anna Sig-
ríður Pálsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur Organisti Hörður Bragason
Prestarnir.
Grensáskirkja: Bamastarf kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 11. Bamakór
Grensáskirkju syngur undir stjóm
Margrétar Pálmadóttur. Kirkjukór
Grensáskirkju syngur. Organisti
Ámi Arinbjamarson. Sr. Ólafur Jó-
hannsson.
Fréttir
Frá undirritun samninga um Hestamiðstöð íslands í Skagafirði og styrki til
samtaka hestamanna. Það voru ráðherrar byggðamála, samgangna, land-
búnaðar og menntamála sem undirrituðu samningana, svo og forsvars-
menn Sveitarfélags Skagafjarðar og samtaka hestamanna. DV-mynd ÞÖK
Ríkisstyrkir til hrossaræktar:
Fara í sérverkefni
- segir formaður LH
„Þessir fjármunir munu fara í sér-
verkefni en verða ekki notaðir til að
reka samtökin," sagði Jón Albert Sig-
urbjörnsson, formaður Landssam-
bands hestamannafélaga, um fjár-
muni þá sem ríkið mun veita til
hrossaræktar og hestamennsku næstu
fimm árin.
Tveir samningar þess efnis voru
undirritaðir í gær. Annars vegar er
samningur landbúnaðarráðherra við
Landssamband hestamanna, Félag
tamningamanna, Félag hrossabænda
og Bændasamtök íslands um 15 millj-
óna króna framlag ríkisins til þessara
samtaka næstu fimm árin. Hins vegar
er samningur forsætisráðuneytis,
landbúnaðarráðuneytis, samgöngu-
ráðuneytis og menntamálaráðuneytis
við Sveitarfélagið Skagafjörð um
Hestamiðstöð í Skagafirði. Ríkið legg-
ur 25 milljónir á ári næstu fimm árin
til verkefnisins og framlag Skagfirð-
inga verður 15 milljónir árlega á sama
tíma. Miðað er við að starfsmenn
hestamiðstöðvarinnar verði þrír,
framkvæmdastjóri og tveir verkefna-
stjórar. Launakostnaður vegna þess-
ara þriggja starfsmanna, svo og hluta-
starfsmanna, er áætlaður 12 milljónir
króna árlega. Gert er ráð fyrir að
hestamiðstöðin annist, taki þátt í eða
leggi hlutafé í starfsemi sem tengist
hlutverki hennar, það er að efla fag-
mennsku í hrossarækt, hesta-
mennsku, hestaíþróttmn og hesta-
tengdri ferðaþjónustu.
Jón Albert sagði að tilbúin væri
vinnuáætlun sem framlagið til sam-
takanna myndi standa straum af.
Fengsmálinu þyrfti að koma í höfn,
auk þess sem farið yrði af krafti í
kennslumál og mótahald. Til athugun-
ar væri að stofna fyrirtæki utan um
landsmót sem færi þá í einhvers kon-
ar markaðsátak í þeim málum. Svo
mætti áfram telja, verkefnin væru
nóg. -JSS
Borgarstjóri um lóðir í Grafarholti:
Markaðurinn verð-
leggur fasteignir
„Markaðurinn verður að verðleggja
þetta,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gisla-
dóttir borgarstjóri um þá gagnrýni, að
tilboð sem bárust í byggingu íbúðar-
húsnæðis í Grafarholti væru það há,
að þau myndu hækka fasteignaverð í
Reykjavík. Borgarstjóri sagði, að mik-
il lægð hefði verið á fasteignamarkaði
til 1998, en byggingavisitalan þó hækk-
að, sem væri óeðlileg þróun. Síðan
hefði markaðurinn tekið við sér, verð
fasteigna hækkað og fasteignamat í
kjölfarið. Fasteignaverð væri því ekki
óeðlilega hátt nú.
„Um er að ræða lóðir undir 200
íbúðir, sem var úthlutað nú. Þeir sem
byggja og selja þessa tilteknu vöru,
eru að selja hana á markaði, sem er
miklum mun stærri. Það eru 21.000
Reykvíkingar sem flytja búferlum á
ári. Byggingaraðilarnir verða að selja
sína vöru á því verði sem gengur á
þessum markaði. Menn eru að byggja
í Kópavogi, Garða-
bæ og Hafnarfirði.
Allir eru þeir að
selja vöruna á sama
markaði. Það sem
ræður markaðs-
verði fasteigna er
hið almenna efna-
hagsástand, kaup-
geta fólks, aðgang-
Ingibjörg Sól-ur að lánsfé og fram-
rún Gísladóttir. boð og eftirspum á
markaðinum.
Það kann að vera að það vanti fleiri
einbýlishúsalóðir og þá verða menn að
reyna að sjá fyrir því. En á sama tima
er fásinna að halda að sveitarfélögin
geti látið land af hendi til byggingar-
verktaka og fyrirtækja fyrir ekki
neitt.“
Borgarstjóri sagði, að lóðum í næsta
áfanga yrði úthlutað í janúar og þriðja
áfanga fljótlega á næsta ári. -JSS
VEIÐIVORUR
í jólopakkann
Snowbee er nýtt vörumerki á íslandi í veiðivörum og sport-
fatnaði. Snowbee vörurnar eru þekktar fyrir gæði, gott verð
og mikið úrval, t.d. vöðlur, vöðluskór, veiðivesti, flís- og
öndunarfatnaður, hjól, stangir og margtfleira.
Snowbee vörurfást í öllum helstu veiði- og
sportvöruverslunum landsins.
NtjtCi íiÍaMdl!
Neoprene hanskar Vöðluskór
Veiðivesti