Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 15 I>v Viðskipti Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 1.505 m.kr ... Langmest með húsbréf, 803 m.kr ... Hlutabréf, 163 m.kr. ... Mest viðskipti með bréf íslandsbanka fyrir 26 m.kr. ... Úrvalsvísitala lækkaði um 0,44% og er nú 1.464 stig ... Tæknival hækkaði um 11% ... Samvinnusjóðurinn hækkaði um 12,8% ... Tangi lækkaði um 8,8% ... Sala á hlut ríkisins í Landsbankanum: Jafnvægi hefur náðst - ekki sömu hækkunarmöguleikar og fyrir ári „Mér líst mjög vel á það fyrirkomu- lag sem verður á sölu á hlut ríkis- ins í Landsbankanum," segir Hall- dór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka íslands hf„ í viðtali við Viðskiptablaðið á viðskiptavef Vísis.is. Hann telur að gott jafn- vægi sé miili þess 10% hlutar sem boðinn verður almenningi með áskriftarfyrirkomulagi og þeirra 5% sem seld verða með tilboðsfyr- irkomulagi. „Þessi skipting er mjög nálægt þeirri sem ég hefði helst óskað,“ segir Halldór. í Viðskiptablaðinu kemur fram að að mati Halldórs hafi með fyrir- komulagi sölunnar náðst gott jafn- vægi milli þeirra sjónarmiða að annars vegar verði tryggð áfram- haldandi mjög dreifð eignaraðild að bankanum og hins vegar að fleiri stórir fjárfestar komi til liðs við bankann. „Ég er því afar sátt- m- við þá aðferðafræði sem beitt er og þær ákvarðanir sem þarna hcifa verið teknar." Haiidór segir að Landsbankinn muni hafa umsjón með sölu hlut- arins í bankanum og hefjist áskriftartímabil næstkom- andi miðvikudag og því sé skammur tími til stefnu. „Þó timinn sé skammur ráðum við mjög vel við þetta,“ segir Halldór, en undirbúningur hófst hjá starfsmönnum bankans í byrjun mánaðarins. Ekki má búast við sömu hækkun á stutt- um tíma Halldór leggur rika áherslu á að almenningur geri skýran greinarmun á sölu hlutaíjár i bankanum nú og þegar friunútboð fór fram í september á síðasta ári. „Þegar fyrsta sala á hlutafé í einkavæðingarverkefn- um á sér stað er vafalaust mjög mikill verðhækkunarmöguleiki á bréfunum. Ný viðhorf í kjölfar fyrstu einkavæðingar leiða til betri afkomu og markaðsvæðing fyrirtækis breytir rekstrarum- gjörð þess og starfsáherslum. Það má því alltaf reikna með að þátt- taka i slíku frumútboði geti skilað nokkuð miklum tekjuauka á stutt- um tíma. Mjög mikilvægt er að átta sig á þvi að sal- an nú er ekki þess konar sala. Hlutabréf í Lands- bankanum hafa verið á markaði í rúmt ár og það verð sem nú hefur verið ákveðið er nákvæmlega tvöfalt upphaflegt útboðs- gengi. Það bendir til þess að sú verðhækkun sem liggur í frumútgáfu við einkavæðingu sé komin fram í bréfunum," segir Halldór í Viðskiptablaðinu og bætir við að til langs tíma litið leiki þó enginn vafi á þvi að fjár- festing í Landsbankanum sé mjög góð. Styrkir bankann í hugsan- legum samrunaviöræöum Viðskiptablaðið spurði Halldór að því hvort sölufyrirkomulagið nú hefði áhrif á mögulegan sam- runa Landsbanka og íslandsbanka en hann segist ekki reikna með því. „Fyrirkomulagið styrkir hins vegar Landsbankann í hugsanleg- um sameiningarviðræðum sem fram undan kunna að vera. Öllum ætti þó að vera ljóst, i kjölfar ný- legra yfirlýsinga, að engar form- legar viðræður eru gangi með þátt- töku Landsbankans.“ í sjónvarpsfréttmn á þriðjudag kom fram í máli formanns banka- ráðs íslandsbanka að eðlilegt væri að íslandsbanki myndi hafa for- ystu í sameinuðum banka. Halldór vill ekki tjá sig sérstaklega um þau orð bankaráðsformanns ís- landsbanka. „Bæði formaður bankaráðs Landsbankans og við- skiptaráðherra hafa tjáð sig mjög skýrt um þessi mál. Þeir hafa báð- ir tekið fram það sem öllum er ljóst, að það verður enginn sam- runi á markaði hjá neinu fyrir- tæki nema hann byggist á gagn- kvæmri virðingu og jafnrétti.“ „Hins vegar vil ég ekkert tjá mig um sameiningarmál á þessu stigi því frá sjónarhóli Landsbankans er það okkar meginviðfangsefni nú að standa vel að þeirri sölu sem okkur hefur nú verið falin,“ segir hann í lok viðtalsins. Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbankans. Microsoft og Ericsson í sam- starf - þróa netlausnir fyrir farsíma Sænska risafyrirtækið Erics- son AB hefur hafið samstarf við stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims, Microsoft Corp., um þróun lausna sem gera intemetnotend- um kleift að vafra um vefinn með farsímum sinum. í samstarfinu felst að Ericsson mun framleiða farsíma sem inni- halda vefskoðarann Mobile Ex- plorer sem Microsoft hefur þróað. Á næstu árum er því spáð að farsímar verði notaðir í mun meira mæli en nú er til stafrænna samskipta. Þannig eru farsímar og tölvur nátengd fyrirbæri sem renna munu saman í eitt. Þannig munu farsímar verða notaðir í framtíöinni til skoðunar á Netinu þrátt fyrir að notendaumhverfið verði frábrugðið því sem er á hefðbundnum tölvum. Samstarf síma-, hugbúnaðar- og internetfyrirtækja hefur auk- ist verulega á síöustu misserum, meðal annars vegna þessarar framtíðarsýnar og fyrirtækin hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að þráðlausum fjarskipt- um. í kjölfar tíðindanna í dag hækk- uðu hlutabréf í Ericsson um 12% í kauphöllinni í Stokkhólmi. hnettinum agnason IfCír/rri / Csrjr/r/rr/ linettu * \ ' ' 1' 7 ■. ... i. :. Margrét Tryggvadáttir, Dy „Sagan afbláahnettinumer ævintýri einsogþaugerastbest.... Myndlýsingar og bókarhönnun Aslaugar Jónsdóttur eru mögnuð viðbót við makalausan texta Andra Snæs og heildaráhrifin eru engu lík.... Þessi bóker jólagjöfhandaöllum sem enn eiga æskublóð í hjarta sínu. Eg ætla að gefa ömmu eina. “ Margrét Tryegvadóttír, DV SLENSKU BOKMENMTA VlRÐLAUMIN Sagan afbtúa hnettinum er fyrsta barnabókin sem tíínefnd er til Islensku bókmenntaverólaunanna. „Sagan af bláa hnettinum er í heildina mjög vel heppnuð, prýðilega skrifiið og myndskreytt og mun ábyggilega finnast á náttborði margra bama eftir jólin. “ Cuðrún Heíga Siguróardóttír, Dagur „Ótrúlega skemmtileg - algjört ævintýri.... Minnir mig á Bróður minn Ljónshjarta - hún er ein af mínum uppáhaldsbókum. “ Iðunn Jónsdóttír 12 ára, Tvípunktur/Sk/ár 1 „Stórkostlegar myndir. ... Égget alveg tvímælalaust mælt með þessari sögu. Mér finnst hún alveg ofboðslega skemmtileg og á erindi við alla. “ Vilborg Halldórsdóttir, Tvípunktur/Sk/ár 1 Mál og menning www.malogmennlng.ls • Laugavegi 18 s. 515 2500 • Siðumúla 7-9 s. 510 2500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.