Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 16
16
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓU BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjðlmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Alvarlegur lóðaskortur
Þaö er tilfinnanlegur skortur á byggingarlóðum á höf-
uöborgarsvæðinu. Ástandið er misjafnt eftir sveitarfélög-
um á svæðinu en alvarlegasti skorturinn er í langstærsta
sveitarfélaginu, Reykjavík. Fólksíjölgun á landinu á sér
einkum stað á höfuðborgarsvæðinu. Hvort sem mönnum
líkar það betur eða verr hefur straumur fólks legið til
þessa hluta landsins. Við því verður að bregðast af meiri
einurð og með samhæfðari hætti en gert hefur verið.
Undanfarin ár hefur Kópavogur tekið við stórum hluta
íbúafjölgunarinnar á höfuðborgarsvæðinu. íbúum bæjar-
ins hefur flölgað um mörg þúsund á stuttum tíma. Þar
var enda boðið upp á kjörlendi, byggingarsvæði á miðju
höfuðborgarsvæðinu. í Kópavogi hafa þannig byggst á
skömmum tíma Kópavogs- og Leirdalur þar sem risið
hafa Smára- og Lindahverfi og nú síðast Salahverfi. Nú
er svo komið að úhlutun og uppbygging Salahverfis er
langt komin og byggð Kópavogs því að færast að Vatns-
enda. Þau hverfi sem þama hafa risið eru sitt hvorum
megin við stóran verslunar- og þjónustukjarna sem er að
rísa miUi Smára- og Lindahverfanna.
Hafnarfjörður býður fljótlega á næsta ári 175 lóðir fyr-
ir einbýlis-, par- og raðhús. Þar er um að ræða annan
áfanga í Áslandi. Búist er við mikilli ásókn í lóðirnar en
í fyrstu úthlutun sóttu helmingi fleiri um einbýlishúsa-
lóðir en fengu. í Mosfellsbæ er þess að vænta að byggð
rísi í Blikastaðalandi á næstu árum, á mjög góðum stað
milli Reykjavíkur og núverandi byggðar Mosfellsbæjar. í
Garðabæ er þess og beðið að land byggist á Amames-
landi, í suður frá Kópavogi.
Þörfin er, eins og gefúr að skilja, langmest í Reykjavík.
Hún sést best á þeim tilboðum sem bámst í byggingar-
rétt á lóðum í nýju íbúðahverfi í Grafarholti. Samkvæmt
upplýsingum frá Reykjavíkurborg bámst 475 umsóknir
um 21 einbýlishúsalóð sem úthlutað var. Þá bámst 533
tilboð í byggingarrétt 111 íbúða í fjölbýlishúsum, 32
íbúða í raðhúsum, 12 íbúða í keðjuhúsum og 28 íbúða í
tvíbýlishúsum.
Ástandið í Reykjavík sýnir augljóslega að borgaryfir-
völd hafa farið sér of hægt í skipulagningu nýrra bygg-
ingarsvæða. Umsóknimar sýna lóðaskortinn. Fyrir utan
venjubundna fólksfölgun á svæðinu hefur fólksstraumur
af landsbyggðinni verið stöðugur. Svo er að sjá að borg-
aryffrvöld hafi treyst á að nágrannasveitarfélög, einkum
Kópavogur, tækju við stórum hluta fiölgunarinar. Nú,
þegar ný Kópavogsbyggð tekur að færast fjær ströndinni,
eykst þrýstingurinn á Reykjavík.
Þéttbýlið byggist með fram ströndinni. Þar eiga Mos-
fellsbær og einkum Reykjavík möguleika í norður. Byggð
mun síðan augljóslega þróast með fram ströndinni sunn-
an Hafnarfjarðar. íbúar sem nú búa á höfuðborgarsvæð-
inu, eða þeir sem þangað vilja flytjast, gera þær sjálf-
sögðu kröfúr til sveitarfélaganna að séð verði fyrir nægu
framboði byggingarlands. Þar reynir mest á Reykjavík
sem, í krafti stærðar, ber höfuð og herðar yffr önnur
sveitarfélög.
Um leið verða þessi samgrónu sveitarfélög að sam-
ræma gerðir sínar betur. Þegar er talsverð samvinna í
samgöngu- og skipulagsmálum en fráleitt næg. Júlíus
Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, lýsir lóðaskortinum í borginni sem neyð. Sé
framboðið nægilegt þurfa einstaklingar og fyrirtæki ekki
að slást um lóðirnar á þreföldu lágmarksverði útboðs,
líkt og gerðist í Grafarholtinu.
Jónas Haraldsson
Þegar þeir dagar eru taldir sem
hagfræðileg og efnahagsleg rök
ráða i einu og öllu hvað tekur þá
við? Það er ekki erfitt að svara
þessu með það sem á undan er
skrifað í huga (sjá fyrri grein).
Tuttugasta og fyrsta öldin verður
ár umhverfisins. Hvort sem við
viljum eða ekki. Raunsæismaöur
morgundagsins verður tilneyddur
að réttlæta gerðir sínar með tillti
til umhverfisvemdar og sjáifbærr-
ar þróunar.
Vandamálin á nýrri öld
„Árhundrað umhverfisins".
Hljómar kannski í fyrstu eins og
Víða um heim sýnir fólk álit sitt á hinum ýmsu málefnunum, til dæmis hagkerfi
og vistkerfi heimsins. Hér mótmæla Bandaríkjamenn í Seattle á dögunum.
A markaöstorg-
um viöskiptanna
Kjallarínn
Hafdís Björg
Hjálmarsdóttir
umhverfishagfræöingur
göngu að setja lög og
reglugerðir um t.d. los-
un spilliefna og leyfi-
legt magn af útstreymi
loftmengunar.
Nei, við komum til með
að átta okkur á því að
það er þörf á róttækum
breytingum í hugsunar-
hætti og starfsháttum.
Við þurfum að læra að
bera virðingu fyrir
náttúrunni og ekki
gleyma því að þrátt fyr-
ir alla tækni nútímans
er öll næring sprottin
úr mold jarðar og
heimt úr hafdjúpunum.
Öll hráefni til bygginga
og framleiðslu eru
numin úr jörðu. Orkan
„Hungur er sem sagt merki þess
aö hafa engan kaupmátt, eins og
þaö heitir á viöskiptamáli en
ekki endilega merki þess aö þaö
skorti matvæli. Og hagkerfí
heimsins í daggerir ekki ráö fyr-
ir miklum kaupmætti hjá þeim
milijónum sem svelta.“
fallegt fyrirheit eða
loforð. Meint er þó
allt annað og það er
nefnilega grimmi-
legur veruleikinn
sem óhjákvæmilega
hefur áhrif á líf
okkar og menningu
ef rányrkjunni á
auðæfum jarðar
verður haldið
áfram. Og þar sem
breytingar á þróun
taka sinn tíma og
eru yfirleitt þungar
í vöfum er ekki
ósennilegt að
óbreytt ástand hald-
ist næstu einn til
tvo áratugi. Þess
vegna einkennist
byrjun tuttugustu
og fyrstu aldar af
vandamálum sem
tengjast ofnotkun
náttúruauðlinda,
spillingu gæða
jarðar og eyðilegg-
ingu náttúru af
mannavöldum. Við
komum til með að
gera okkur grein
fyrir því að við
erum í þann mund
að kippa grund-
vellinum undan velferö okkar,
jafnvel tilveru, ef ekki verður far-
ið að með gát og breyting verður á.
Þetta hefur í för með sér að öll
pólitísk svið í þjóðfélaginu, t.d.ut-
anrikispólitík, þróunar- og rann-
sóknarsvið og öll tæknivæðing
veröa að taka tillit til umhverfis-
ins og þeirra vandamála þar að
lútandi sem við eigum við að etja.
Þetta hefur áhrif á menntun, rétt-
arfar, jafnvel trúmál, hagfræði-
kerfi þjóöa (já, líka hagfræðina) og
menningu. Þessi breyting frá ár-
hundraði hagfræðinnar inn í ár-
hundrað umhverfisins verður
ekki alltaf auðveld en hún er óum-
flýjanleg.
Allt kemur frá Móöur Jörö
Við náum ekki fram nauðsyn-
legum breytingum með þvi ein-
sem við notum svo ríflega af er
einnig numin úr jörðu eða unnin á
annan hátt með því að beisla orku
vatnsfalla, jarðhita eða sólar. Nátt-
úruauðlindimar eru ekki óendan-
legar og tilheyra engri einni kyn-
slóð. Það þurfa allir að gera sér
ljóst. Við höfum aðeins afnot af
þeim og okkur ber að skila þeim í
eins góðu ástandi ef ekki betra til
næstu kynslóðar.
Á markaðstorgum viðskiptanna
skiptir aöeins þaö máli sem mögu-
legir kaupendur og seljendur hafa
áhuga á. í heiminum í dag, þar
sem milljónir manna, kvenna og
bama svelta, er einn sekkur af
hirsi eða hrísgrjónum minna virði
heldrn- en ein lítil dós af kavíar. Sá
sem þénar vel hefur frekar áhuga
á kavíar heldur en hirsi eða hris-
grjónum. Sá sem ekki einu sinni
getur borgað sekk af hrísgrjónum,
hann sveltur.
Hungur er sem sagt merki þess
að hafa engan kaupmátt, eins og
það heitir á viðskiptamáli en ekki
endilega merki þess að það skorti
matvæli. Og hagkerfi heimsins í
dag gerir ekki ráð fyrir miklum
kaupmætti hjá þeim milljónum
sem svelta. Það má líkja stöðu
náttúrunnar við stöðu fátækling-
anna. Markaðsöflin gefa náttúr-
unni ekkert verð. Hún kostar ekk-
ert! Þegar veriö er að fella einn
ferkilómetra af skógi í Brasilíu
(hér eru þaö enn og aftur skamm-
tíma gróðasjónarmið sem ráða
ríkjum) þá getur vel verið að sjald-
gæfri fiðrildistegund eða plöntu-
tegund verði útrýmt.
Mjög frægt og sjaldgæft frímerki
(bláa Mauritius) kostar jafnvel
margar milljónir á frjálsum mark-
aði. Fiðrildistegund hefur aftur á
móti ekkert markaðsverð. Mjög
falleg fiðrildistegund
(Osterluzeifalter) er útdauð í
Þýskalandi. Líklega hefur enginn
íjaOað um það að ráði á sínum
tíma, hvorki á viðskiptasíðum
dagblaðanna né í nokkru vísinda-
tímariti. Þegar eitt af þessum
sjaldgæfu og fáséðu frímerkjum
skiptir um eiganda ætlar allt um
koll að keyra, slík eru blaðaskrif-
in. Ætli það yrði ekki uppi fótur
og fit ef eitt af þessum „verð-
mætu“ sneplum yrði eldi að bráð?
Útrýmd plöntu- og dýrategund
kemur aldrei aftur en frímerki er
hægt að prenta aftur!!
Dagar hinna „einföldu" hag-
fræðilegu gilda og markmiða eru
taldir. Ég reikna ekki með því að
allsráðandi áhrifa hagfræðilegs
gildismats eins og við þekkjum
það viða í dag komi til með að
gæta langt fram eftir næstu öld.
Því fyrr sem okkur verða þessar
staðreyndir ljósar og því fyrr sem
við tökumst á við vandann sem
svo vissulega er óumflýjanlegur og
snertir okkur öll þeim mun auð-
veldari og greiðari verður leiðin
inn í nýtt árhundrað, árhundrað
umhverfisins.
Hafdís Björg Hjálmarsdóttir
Skoðanir annarra
Sýndarmennska ríkisstjórnarinnar
„Dæmalaus afgreiösla meirihluta iönaðamefndar
á beiðni um að fulltrúar fyrirtækisins Norsk Hydro
verði kallaðir á fund nefndarinnar hlýtur að vekja
spumingar um hvort meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks á Alþingi hafi nokkum skilning á
grundvallarreglum lýðræðisins. Afgreiðsla tillög-
unnar afhjúpar enn á ný sýndarmennsku ríkis-
stjómarinnar og þá dapurlegu staðreynd að aldrei
stóö til að ræða um framkvæmdir við Fljótsdals-
virkjun á málefnalegan hátt á Alþingi íslendinga."
Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingiskona Samfylk-
ingarinnar, í Morgunblaðinu i gær.
Falsaður málflutningur
„Dagskrárgerðar- og fréttamenn telja sig vera písl-
arvotta þegar gerð er athugasemd við efnistök þeirra
í viðkvæmum málum og telja sig verða fyrir aðkasti
vegna þess að þeir þurfi að vera „boðberar illra tíð-
inda“. Þeir koma málflutningi sínum hins vegar
stundum á þann veg, viljandi eða óviljandi að hann
verður hlutdrægur, ef ekki í máli þá myndum nema
hvorutveggja sé. Oft hafa t.d. verið sýndar myndir af
Hafrahvammagljúfri þegar verið er að fjalla um
Eyjabakkana þó tugir kílómetra séu milli þessara
svæða. Hafrahvammagljúfur munu ekki fara undir
vatn þegar virkjað verður við Eyjabakka né þegar
virkjað verður við Kárahnjúka, sama hversu oft því
er haldið fram.“
Benedikt Vilhjálmsson rafeindavirkjameistari
í Degi í gær.
Pólitískur sýndarveruleikí
„Ef Alþingi tæki þá ákvörðun að fara með Fljóts-
dalsvirkjun í lögformlegt umhverfismat mundi auð-
vitað gefast tækifæri til að kanna nánar allt það sem
á skortir í skýrslu Landsvirkjunar. Því miður verð-
ur það ekki gert. Stjómarmeirihlutinn er staöráðinn
í að hleypa Landsvirkjun á Eyjabakka. Þess vegna
var umhverfisnefnd Alþingis knúin til að afgreiða
þetta viðamikla mál á örfáum dögum. Niöurstaða
nefndarinnar skiptir heldur engu máli fyrir fram-
haldið - er aðeins hluti af pólitískum sýndarveru-
leika.
Elias Snæland Jónsson, ritstjóri Dags,
í leiðara í gær.