Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999 Fréttir Yfirdýralæknir um innflutt gæludýr: Heimaein- angrun ekki leyfð - margar umsóknir berast árlega „Við fáum margar beðnir þess efn- is hvort fólk, sem er að flytja gæludýr sín til landsins, geti haft þau í heima- einangrun undir eftirliti dýralæknis. Þessum beiðnum höfnum við undan- tekningarlaust. Þær eru það margar að við gætum ekki haft svo víðtækt eftirlit með dýrunum.“ Þetta sagði Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir, aðspurður um hvort gælu- dýraeigendur sæktu um að hafa inn- flutt dýr sin í heimaeinangrun. Eins og blaðið greindi frá i gær er einangr- unarstöðin í Hrísey gjörsamlega sprungin. Biðlistar eru fram í septem- ber á næsta ári. Halldór sagði, að fólki væru kynnt- ar reglur um innflutning gæludýra og engum dytti í hug að flytja dýr sitt heim án þess að koma þvi beint í ein- angrun. Hann kvaðst þó minnast eins tilfelllis á sl. tveimur árum. Þá hefði starfsmaður sendiráðs mætt með hund sinn í Keflavík. Ef slíkt gerðist væri fólki gefinn kostur á að senda dýrið til baka eða láta aflífa það. í þessu tilviki hefði hundurinn verið sendur til baka. „Fólk fær skýr skilaboð um hvemig tekið er á þessum málum," sagði Hail- dór. Aðspurður um hvort landbúnað- arráðuneytið myndi draga úr leyfis- veitingum til innflutnings á gæludýr- um, meðan svo langur biðlisti væri í einangrunina í Hrísey, kvað yfirdýra- læknir svo ekki vera. „Það er ekkert betra að búa til einhvern annan biðlista. Leyfin em afgreidd eftir því sem umsóknir berast.“ Halldór kvaðst ekki vita til þess að fólk reyndi að smygla gæludýrum inn í landið. Engin dæmi slíks hefðu kom- ið upp eftir að einangrunarstöðin í Hrisey hefði tekið til starfa. -JSS viögerö. 'iVWR Ymir í Hafnarfjaröar- höfn eftir 4 manaöa Ýmir aftur út „Þetta er búið að vera svakalegt mál. Við höfum séð milljónimar streyma úr kassanum í stað þess að renna í hann. Þetta er búið að taka fjóra mánuði en nú sigtum við á helg- ina - við verðum að koma skipinu á miðin,“ sagði Ágúst Sigurðsson í Stál- skipum, einn eigenda togarans Ýmis sem fór á hliðina í Hafiiarfjarðarhöfh 10. ágúst síðastliðinn og hefur verið i viðgerð síðan. „Þeir brenndu gat á skipið þegar þeir vora að logsjóða og gera við slor- lúguna. Svo haUaðist skipið aðeins og sjórinn flæddi inn. Ég hef ekki viljað kenna neinum sérstökum um þetta, ekki einu sinni í mínum villtustu draumum,“ sagði Ágúst og vonaði að Ýmir færi að moka upp þorskinum sem fyrst enda væra bæði þorskurinn og hann búnlr að bíða eftir skipinu í flóra mánuði. „Ég vil stuttan og góð- an túr. Þetta er búið að kosta millj- ónatugi.“ -EIR Aströlsku feröalangarnir við Gullfoss. DV-mynd Njöröur te&wuMýuvt, vonn Ótrúlegt en táknrænt fyrir landið DV, Suðurlandi: „Þetta er frábært og ótrúlegt, en þetta er sannarlega táknrænt fyrir landið og algerlega ólíkt okkar heimalandi," sögðu Justolin Croffit og Lay Inger, tveir Ástralir, sem voru á ferðinni við Gullfoss í nepj- unni á laugardag. Þau sögðust vera að vinna í London en að þau hefðu ákveðið að skella sér til Islands um helgina. Þau hrifust bæði af landinu þó að þeim fmnist kalt, enda 14 stiga frost í Biskupstungum á laug- ardag. „Flestir staðir sem við höfum komið á í Evrópu hafa einhveija samlíkingu heima í Ástralíu en þessi hér er engu líkur sem við höf- um áður séð, hann er ótrúlegur," sögðu ferðalangamir. -NH Skriður að komast á virkjun við Villinganes: Rykið dustað af 20 ára verkhönnun Skriður er aö komast að nýju á ViHinganesvirkjunarmálið. í síð- ustu viku var haldinn fundur í Varmahlíð hjá Héraðsvötnum ehf., félagi sem stofnað hefur ver- ið um virkjunina, en það er í eigu Rafmagnsveitna ríkisins og Norð- lenskrar orku, félags heimaaðila. Á fundinum voru einnig fulltrúar frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sem hefur verið falin umsjón verkhönnunar virkjunar- innar og framkvæmd umhverfis- mats í samvinnu við Verkfræði- stofuna Stoð á Sauðárkróki, en að umhverfismatinu verður einnig inmið í samvinnu við ýmsa aðila sem lögum samkvæmt eiga um það að fjalla. Á ftmdinum var farið yfir end- urskoðun á verkhönnun virkjim- arinnar sem gerð var fyrir um 20 árum, og- skýrt á hvern hátt stað- ið verður að umhverfismatinu, en á næsta sumri mun mesta vinnan við það fara fram, ýmsar rann- sóknir á þessu svæði. Að sögn Kristjáns Jónssonar, forstjóra Rarik, er vonast til að umhverfis- mat muni liggja fyrir síðsumars, en eftir það mun aðilum gefast kostur á að gera þær athugsemdir sem þurfa þykir, þannig að þetta lögformlega ferli sem virkjunar- framkvæmdir ganga í gegnum er rétt að hefjast. Aðspurður sagðist Kristján ekki með nokkru móti geta gert sér grein fyrir hvenær ákvörðun um virkjun og heimild til virkjunar við Villinganes lægi fyrir. Kristján sagði tímann frá því að Héraðsvötn ehf. var stofn- að í apríllok á liðnu vori hafa far- ið í það að endurskoða verkhönn- un virkjunarinnar og ræða við ýmsa aðila, s.s. landeigendur sem virkjuninni tengjast. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.