Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1999, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1999
Hver er á móti
framtíðinni?
Halldór Asgrímsson
heitir maður og er for-
maður Framsóknar-
flokksins og utanríkis-
ráðherra íslands. í
ræðu sinni við setn-
ingu miðstjórarfundar
Framsóknarflokksins á
dögunum fór Halldór
þungum orðum um
Vinstri hreyfmguna -
grænt framboð og sak-
aði hana um að vera á
móti nánast öllu í þjóð-
félaginu, á móti fram-
forum.
Eiginlega væru þeir
á móti framtíðinni,
sagði þessi virðulegi
ráðherra og var mikið
niðri fyrir. Og hver
voru svo rökin fyrir
þessari staðhæfingu? Jú, að þing-
flokkur Vinstri - grænna hefur
lýst yfir andstöðu sinni við að
sökkva náttúruperlunni Eyjabökk-
um undir miðlimarlón og vilja
setja Fljótsdalsvirkjun í svokallað
lögformlegt umhverfismat. Þeir
hafa víst líka efasemdir um gildi
álvers á Reyðarfirði. Annað er það
nú ekki.
Mengaö í skjóli smæöar
Því miður hafa íslensk stjóm-
völd, meðal annars fyrir tilstiUi
Halldórs Ásgrímssonar og Finns
Ingólfssonar iðnaðarráðherra,
ekki séð sér fært að undirrita
Kyoto-bókunina enn sem komið er
og undir þau sjónarmið hefur um-
hverfisráðherrann, Siv Friðleifs-
dóttir, tekið. Ástæðan er vitanlega
sú að stjómvöld hafa uppi mikil
áform um stóriðju hér á landi, sem
ekki aðeins mun auka losun um
10%, heldur um marga tugi pró-
senta nái þau fram að ganga. Þess
vegna vill ríkis-
sfjóm íslands bíða
með að undirrita
bókunina þar til
náðst hefur sam-
. komulag um viðbót-
ar mengunarkvóta
fyrir ísland þar sem
við getum haldið
einstökum stóriðju-
framkvæmdum utan
við bókhaldið um
losun gróðurhúsa-
lofttegundanna
með öðrum orðum
mengað meira í
skjóli smæðar okkar
og þeirrar stað-
reyndar að við höf-
um fram til þessa
verið tiltölulega
smátækir í þeim
efnum borið saman við flestar aðr-
ar þjóðir.
Vonleysi unga fólksins
Það er satt að segja með ólíkind-
um að jafh glöggur maður og utan-
ríkisráðherra þjóðarinnar skuli
ekki hafa betri yfirsýn eða skilning
á þessum málum. Veit ráðherann
ekki af hættunni sem heimsbyggð-
inni stafar af vaxandi losun gróð-
urhúsalofttegunda á jörðinni?
Veit ráðherrann ekki um von-
leysi sem vlða hefur gripið um sig
á framtíð manns og heims, jafnvel
meðal ungs fólks
sem sér nánast
enga framtíð fyrir
sér og lifir sam-
kvæmt því?
Gæti ekki hugs-
ast að vaxandi
vímuefnaneyslu,
sem ráðherrann
virðist sem betur
fer hafa nokkrar
áhyggjur af um
þessar mundir,
svo og aukna tíðni sjálfsvíga með-
al ungs fólks megi að einhveiju
leyti rekja til vonleysis með fram-
tíðina, þá framtíð sem við fúll-
orðna fólkið erum að skapa eftir-
komendum okkar.
Hefur ráðherannum aldrei dott-
ið það í hug?
Vernda eöa sökkva?
Hvor skyldi því verða „framtíð-
arvænni", sá sem leggur sitt lóð á
vogarskál náttúruverndar á ís-
landi, eða hinn sem í skammsýni
sinni lætur aðeins stjórnast af
gróðasjónarmiðum, sjónarmiðum
sem byggja á því að ganga á sjálf-
an höfuðstólinn, náttúruna, og
spilla henni.
Skyldi sá vera á móti framtíð-
inni sem vill vernda náttúruna
svo sem kostur er, sköpunarverk
guðs, sameign okkar jarðarbúa, og
skila henni ekki verri i hendur
komandi kynslóða, sá sem vill við-
halda hreinni ímynd íslands i vit-
und annarra þjóða, ímynd sem
getur fært þjóðinni tekjur á við
mörg álver á sviði ferðamennsku
framtíðarinnar sé vel að verki
staðið.
Hvor skyldi vera á móti framtíð-
inni þegar öllu er á botninn hvolft,
sá sem vill vernda svo sem kostur
er dýrmætt Eyjabakkasvæði og
setja Fljótsdalsvirkjun i alvöru
umhverfismat sem allir geta treyst
og tekið mark á, eða hinn sem vill
sökkva þessu svæði helst án nokk-
urra umræðna og fóma náttúm-
verðmætum fyrir skammvinnan
ávinning í atvinnulífi Austur-
lands, en jafnframt stuðla að aukn-
ingu á losun gróðurhúsaefna á ís-
landi um tugi prósenta.
Hvorn skyldu óbomar kynslóðir
á íslandi meta meira? Ég eftirlæt
lesendum þessa greinarkoms að
svara þeirri spumingu. Sjálfur er
ég ekki í vafa um svarið.
Ófögur framtíöarsýn
Fyrir skömmu átti ég leið til
höfuðborgarinnar, akandi. Er ekið
var framhjá stóriðjusvæðinu á
Grundartanga mátti sjá þykkan,
grágulan reyk liðast upp um
strompa Jámblendiverksmiðjunn-
ar, en frá álveri Norðuráls liðaðist
bláleitur reykur. Saman lagðist
megnun þessi út með hlíðum
Akrafialls í svölu vetrarloftinu.
Ef þetta er sú framtíð sem við
eigum í vændum á íslandi, meng-
andi stóriðja sem í auknum mæli
spýr reyk og óheilnæmi yfir
byggðir og mannlíf, þá er ég í hópi
þeirra sem em á móti slíkri fram-
tíð. Mér finnst að afkomendur
okkar eigi annað og betra skilið.
Ólafur Þ. Hailgrímsson
Kjallarinn
Ólafur Þ.
Hallgrímsson
sóknarprestur Mælifelli
„Veit ráðherrann ekki um von-
leysi sem víða hefur gripið um
sig á framtíð manns og heims,
jafnvel meðal ungs fólks sem sér
nánast enga framtíð fyrir sér og
lifir samkvæmt því?u
Því að þitt er Ríkið
Ef eitthvað hefur látið á sjá á
öldinni þá er það Ríkið. í upphafi
aldar er það eins og glænýr frakki,
nú í lokin eins og yfirhöfn úti-
gangsmanns, kámug og götótt. Og
ábyggilega hægt að segja með
skáldinu: „Þín sekt er uppvís, af-
brot mörg og stór / og enginn kom
að verja málstað þinn.“
Eða hvað?
Jú, víst hafa mörg og stór af-
brot verið framin í skjóli og nafni
Ríkisins á öldinni og mest þegar
það var sem sterkast. Þegar best
lét varð það í höndmn sósíal-
demókrata að velmeinandi stjúpu.
En allsstaðar hefur fiarað undan
þvi, líka í norðrinu. Og uppdrátt-
arsýkin sem hef-
ur heltekið það á
síðasta áratug
minnir einna
helst á sjálfsof-
næmi, þ. e. þegar
líkaminn tekur
að herja á sjálfan
sig og veita sér
skrokkskjóður
innan frá. í takt
við kreddur ný-
frjálshyggjunnar
hafa arðvænleg-
ustu stofnanir
Ríkisins verið afhentar svokölluð-
um fiárfestum. Þeir hafa síðan
annast niðurbrot likamans í hinu
bilaða ónæmiskerfi. Eftir stendur
hálf gjaldþrota Ríki, æ vanbúnara
að sinna verkefnum sínum, á
mörkunum að það geti þrifið sig.
En er þá ekki gott
að Ríkið hverfi? Var
það ekki einmitt það
sem vinstrimenn
voru að biðja um í
byijun aldar? Að vísu
má segja að hinn sov-
éski útúrsnúningur
vinstristefnunnar
hafi lyft Ríkinu í áður
óþekktar hæðir - og
fall þess verið að
sama skapi hátt. Við
þessi tíðindi varð
heimskapitalisminn
álíka klumsa og ein-
ræðisherrann
Ceausescu fyrir ára-
tug*þegar hann stóð á
svölum hallar sinnar
í Búkarest og rann
upp fyrir honum að
fólkið var ekki að fagna honum
heldur formæla. Svo rækilega hafa
fiölmiðlar heimsins verið upptekn-
ir af sjónarspili auðsins, að fáir
áttu von á andófinu.
Það almannavald sem nú kann
að vera í fæðingu,
boðar það endur-
heimt gamla ríkis-
ins? Varla. í skjóli
þess hætti fulltrúun-
um til að breytast i
sníkjudýr sem lifðu á
þjóðarlíkamanum
eins og tilberar (ný-
leg dæmi um fram-
ferði kommisara í
Evrópusambandinu
hrópa hátt um þetta).
Það sem er nýtt í
myndinni nú og blas-
ir við eru áður
óþekktir möguleikar
upplýsingar og þátt-
töku. Möguleikar á
gagnsæju almanna-
valdi, upplýstu ríki,
aðgengilegu öllum.
„Jörðin er ekki föl“ var eitt af
slagorðum mótmælenda í Seattle.
Og vonandi að komandi tíð lánist
hér sem þar að setja gildi í staö
gróða.
Pétur Gunnarsson
„En uppákoman nýverið í
Seattle kann að boða vatnaskU.
Að þar hafi verið sagt við mark-
aðinn: hingað og ekki lengra.
Að á móti heimskapítalisma sé
að verða til heimshreyfing ai-
mannahagsmuna.u
Kjallarinn
Pétur
Gunnarsson
rithöfundur
Með og
á móti
Sjónvarp á hvern bæ
Hjálmar Jónsson alþingismaöur hefur
lagt fram tillögu á Alþingi um aö Ríkis-
útvarpinu veröi gert aö tryggja aö
sjónvarpsútsendingar náist á hverju
byggöu bóli. Nokkrir tugir bæja eru í
lélegu eöa engu sjónvarpssambandi.
Taliö er aö kostnaöur RÚV veröi á
þriöja hundraö milljónir króna.
Hjálmar Jónsson al-
þingfsmaóur.
Allir við
sama borð
„Það hlýtur að vera metnaðar-
mál þjóðarinnar að allir sitji við
sama borð. Ríkisútvarpið hóf sjón-
varpssendingar árið 1966 og
sjónvarpaði ein
stöð nokkrar
klukkustundir
á dag. Nú, 33
árum siðar, er
sjónvarpað á
mörgum stöðv-
um, jafnvel all-
an sólarhring-
inn. Þrátt fyrir
þessa hröðu
þróun eru enn
77 heimili á íslandi sem alls ekki
ná sjónvarpssendingum Ríkisút-
varpsins, hvað þá öðrum stöðv-
um. Öll þessi 77 heimili eru í
dreifbýli. Þar býr fólk setn fer á
mis við fréttir, fróðleik, skemmt-
un og afþreyingu sem hægt er að
hafa af sjónvarpi. Mismunun fólks
eftir búsetu er hér auösæ. Ein
meginforsendan fyrir ríkissjón-
varpi er að ekki sé um lokaða dag
skrá að ræða heldur að hún sé
opin öllum landsmönnum, óháö
búsetu og efnahag. Það hlýtur þvi
að vera kappsmál þjóöarinnar að
allir landsmenn njóti sjálfsagðra
þæginda 20. aldar um það bil sem
21. öldin gengur í garð. Mér finnst
það vera algjört prinsipp-mál og
trúi ekki að nokkur sé á móti því
að þjóðin gefi sjálfri sér það að
enginn sé út undan i þessu efni.
Sem betur fer eru ýmsar leiðir
tæknilega færar og ríkissfiórnin
myndi láta gera úttekt á því hvaða
lausn er best og hagkvæmust á
hverjum stað.“
Skynsemi
er þörf
„í sambandi við þessa tillögu
þarf að gæta venjulegrar skyn-
semi. Þessi eina krafa kostar um
þrjár miljónir króna á hvert býli,
aþ meðaltali.
Það er ljóst að
hægt er að gera
kröfur um
fleira en sjón-
varpssamband.
Það er hægt að
krefiast vatns-
veitu, raf-
magns, vegar
með bundnu þlngismaður.
slitlagi til jafns
við aðra borgara. Ef í ljós kemur
að kostnaðurinn við að koma á
sjónvarpssambandi og að uppfyfla
allar hinar kröfurnar er meiri en
nemur verðmæti umræddri býla
þá vakna spumingar hvort ekki
sé skynsamlegra að kaupa jarðirn-
ar upp til aö losa samfélagiö und-
an þessum kröfum. I sumum til-
fellum er hreinlega ekki skynsam-
legt að ganga að ýtrustu kröfum.
Þá er það svo þjóðhagslega óhag-
kvæmt að enginn maður myndi
nota eigin peninga til slikra fram-
kvæmda. Sambærileg vandamál
eru víða í samfélaginu og þar má
minna á kröfur um jöfnun flutn-
ingskostnaðar og annað sambæri-
legt. Flutningsjöfnun á mjólk,
sementi, olíu og öðru slíku skekk-
ir allar skynsamlegar ákvarðanir.
Það getur verið skynsamlegt fyrir
bónda að hafa mjólkurbú austur í
Skaftárhreppi en það getur verið
fióðhagslega óhagkvæmt að flyfia
mjólkina sem nemur þriggja tíma
keyrslu til Reykjavíkur." -rt
Pétur Blöndal al-